Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 52
52 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Peningamarkaöur Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—74 ára geta losað innistæðurmeð6 mánaða fyrir- vara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrir- vara. Reikningamir eru verðtryggðir og bera 8% vexti. Þriggja stjörnu reikninga er hægt að stofna með minnst 500 þúsund króna innleggi. Upp- hafsinnleg og hvert viðbótarinnlegg er bundið í tvö ár. Reikningamir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá h'feyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inni- stæður eru óbundnar og nafnvextir eru 24%, ársávöxtun 24%. Þessi bók er óverðtryggð. Sérbókin fær strax 23% nafnvexti. 2% bæt- ast við eftir hverja þrjá mánuði sé innistæða óhreyfð. Arsávöxtun getur þannig orðið 28,6%. Bókiner óbundin en óverðtryggð. Búnaðarbankinn Sparibók meö sérvöxtum er óbundin meö 28% nafnvöxtum og 28% ársávöxtun, sé inni- stæöa óhreyfö. Vextir eru færöir um áramót og þá bomir saman við vexti af 6 mánaöa verðtrygg'ðum reikningum. Reynist þeir gefa meiri ávöxtun er mismun bætt á Sparibókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Sparibókin skilar því ekki aröi nema innistæða standi í minnst tvo mán- uöi óhreyfö. Iðnaðarbankinn Á tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. j Overötryggöan 6 mánaöa sparireikning meö 23,0% nafnvöxtum og verötryggöan reikning meö 6 mánaöa uppsögn og 3,5% nafnvöxtum. Bónusinn er 3,0% í báöum tilvikum. Fullur bónustími er hálft almanaksáriö. Hann tekur þó gildi strax og reikningur er stofnaður og gildir til loka viökomandi miss- eris, sé ekki tekiö út. Síöan veröur reikningur- inn aö standa án úttektar allt næsta misseri til þess aö bónusréttur haldist. Arsávoxtun á óverötryggöa reikningnum meö fullum bónus er 27,7%. Hægt er aö breyta í verötryggingu meösérstakri umsókn. Landsbankinn Kjörbók er óbundin með 28% nafnvöxtum ' og 28% ársávöxtun sé innistæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga. Reynist hún vera hærri er mismun bættá Kjörbókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar því ekki arði nema innistæða standí i minnst tvo mán- uði óhreyfð. Verslunarbankinn Kaskó er óbundin sparisjóðsbók með 17% nafnvöxtum. 31. desember ár hvert er bætt við uppbót sem jafngildir hæstu ávöxtun inn- lána eins og hún hefur verið í bankanum þaö ár. Uppbótartímabil eru þrjú, janúar — apríl, maí — ágúst og september — desember. Uppbótarréttur skapast við stofnun reikn- ings og stendur út viökomandi timabil sé ekki tekið út. Rétturinn gildir síðan hvert heilt tímabil, enda sé ekki tekið út. Ef tekið er út gilda sparisjóðsbókarvextirnir allt viðkom- anditímabil. Sparisjóðir A Trompreikningi færast vextir sé inni- stæða óhreyfð. 17% fyrstu 3 mánuðina, 4.-6. mánuð 20,0%, eftir 6 mánuði 24,5% og eftir 12 mánuði 25,5%. Hæsta ársávöxtun er 27,1%. Ef innistæða er óskert í 6 mán uði er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings. Sé hún betri færist munur- inn á Trompreikninginn. Ríkissjóður Spariskírteini ríkissjóðs eru að nafnverði 1.000,10.000 og 100.000 krónur. Þau eru bundin til 12.11.1987, verðtryggðmeð8%vöxtum. Sölustaöir eru Seðlabankinn, viðskipta- bankar, sparisjóðir og verðbréfasaiar. Ríkisvbriar eru ekki boðnir út í desember. Útlán lífeyrissjóða Um 90 bfeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, Iána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og á- unnin stig. Lán eru á bilinu 144.000 -600.000 eftir sjóðum, starfstima og stigum. Iánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstimi er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breýtilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viökomandi. skiptir um lifeyrisSjóð eða safna lánsrétti frá fyrrisjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verðurþáhærriennafnvextirnir. , Ef 1.000 krónur liggja inni i 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum og verðurinni6tæðaní lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni i 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er' innistæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seínni sex mánuðina. Lokatalan verður þann- ig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Samvinnubankinn Innlegg á Hávaxtareikningi ber stighækk- andi vexti. 17% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuð- inn 18,5%, 4. mánuðinn 20,0%, 5. mánuðinn 21,5%, 6. mánuðinn 23,0%, eftir 6 mánuði 24,5%, og eftir 12 mánuði 25,5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 27,1%. Vextir eru færðir hvert misseri og bornir saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga. Sé hún betri færist munurinn á Há- j vaxtareikninginn. Útvegsbankinn Vextir á reikningi meö Ábót eru 17% nema þá heila almanaksmánuöi sem innistæöa er óhreyfö. Þá reiknast hæstu vextir í gildi í bankanum á óverötryggöum reikningum, nú 24,7%, sem gefur 26,2% ársávöxtun sé inni- stæöa óhreyfð allt áriö. Mánaðarlega er ávöxtun 3ja mánaöa verö- tryggös sparireiknings borin saman viö óverötryggöu ávöxtunina. Reynist hún betri færist munurinn meö vöxtum á ábótina í árs- lok. Dráttarvextir Eftirfarandi reglur gilda nú um dráttar- vexti í reikningsviðskiptum: Þegar kunngerðir skilmálar eru fyrir hendi er hámark dráttarvaxta frá eindaga til greiðsludags 2,75% á mánuði eða fyrir brot úr inánuði. Vaxtavextir reiknast ekki nema van- skil standi lengur en 12 mánuði, þá 2,4% á mánuði. Sé dagvöxtum beitt miðast þeir við 33,0% áári. Af verðtryggðum og gengistryggðum skuld- bindingum eru dráttarvextir 5% á ári til við- bótar samningsvöxtum þegar verötryggingu eða gengistryggingu er haldið á skuldinni sjálfri. Þegar sérstakir skilmálar eru ekki fyrir hendi er heimilt að reikna dráttarvexti jafn- háa og vexti á 12 mánaða sparireikningum. Vísitölur Lánskjaravisitala mælir í flestum tilfellum verðbætur á verðtryggð lán. Hún var 100 stig í júní 1979.1 desember 1984 er lánskjaravísital- an 959 stig, 2,24% hærri en í nóvember. Byggingarvísitala fyrir síðasta ársfjórðung 1984 er 168 stig miðað við 100 stig í janúar 1983. VEXTIR BANKfl OG SPARISJÚÐA1%) INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM SJÁ SÉRLISTA £ 1 x 2 il f! 1 - ll 4 6 II i! l J I! 1] il Ú INNLÁN ÓVEROTRYGGÐ SPARISJÖOSBÆKUR Dbundtn mnslæód 1700 1700 1700 17.00 17.00 1700 17.00 17.00 17 00 17.00 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 20.00 2100 20.00 20 00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 2000 6 mánaóa uppsogn 24.50 26 00 2450 24.50 23.00 24.50 2300 25.50 24.50 12 mánaéa uppsogn 25.50 27.00 25.50 24.50 25.50 24.70 18 mánaða uppsogn 27.50 29.40 27 50 SPARNAOUR LANSRÉTTUR Sparaó 3 5 mánuói 20.00 21.00 20.00 20 00 20.00 20.00 20.00 20.00 INNLANSSKlRTEINI Sparað 6 mán. og mera 23.00 24.30 23.00 2000 2300 23.00 23.00 TEKKAREIKNINGAR Til 6 mánaóa 2450 26.00 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50" AvisanareéfNngar 15.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 Hlaupareánmgar 9.00 12.00 12.00 12.00 9.00 12.00 1200 12.00 INNLÁN VEROTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn 400 3.00 300 2.00 4.00 2.00 3.00 200 4.00 6 mánaóa uppsogn 6.50 550 650 3.50 6.50 5.00 600 500 6.50»' INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR BandatíkjaóoAarar 9.50 9.50 9.50 9.50 9.50 800 9.50 9.50 9.50 9.50 Slerlingspund 950 9.50 9.50 9.50 9.50 8.50 9.50 9.50 9.50 950 Vestur þýsk mdrk 400 4.00 4.00 4.00 4.00 400 4.00 4.00 4.00 4.00 Danskar krónur 9.50 9.50 950 9.50 9.50 8.50 9.50 950 9.50 9.50 ÚTLÁN ÓVEROTRYGGO AIMENNIR VIXLAR (lorvextx) 24.00 23.00 23.00 24.00 23.00 23.00 24.00 24.00 24.00 VH)SKIPTAVlXLAR Iforvextv) 24.00 24.00 24.00 24.00 ALMENN SKULOABRÉF 26.00 26.00 25.00 26.00 25.00 26.00 26.00 26 00 26.00 VKJSKIPTASKULDABREF 28.00 28.00 28.00 28.00 28.00 HLAUPAREIKNINGAR Yfxdráttur 2600 25.00 24.00 26.00 24.00 25.00 26.00 26 00 25.00 ÚTLÁN VEROTRYGGÐ skuloabrEf Að 2 112 ári 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7,00 Lengri en 2 1/2 ár 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 800 8.00 8.00 útlán til FRÁMLEIOSLU VEGNA INNANLANDSSÖLU 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 1800 18.00 VEGNA UTFLUTNINGS SDR reánimynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 ‘9.75 9.75 9.75 975 ORÁTTÁRVEXTIR 2.75% A MANUOI 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 1) Spansjóður HafnarfjarAar, Sparisióður Vestmanmeyja og Sparrsjóður Boturigarvíkur bjóða 25.50% nafnvexti með hastu órsivöxtun 27.10%. 2) Sparojóður Botungarvikur býður 7% nafnvexti. Tilkynningar Listaverkakort Háskólasjóðs Háskóla fslands Háskólasjóður Háskóla lslands hefur gefið út tvö listaverkakort eftir verkum í eigu Lista- safns Háskóla Islands. Verkin eru 1 róðri eftir Gunnlaug Scheving (1955, olíulitir, 76x85) og Við vindaugað eftir Hring Jóhannesson (1981, ohulitir, 10ÓX100). I fyrra gaf Háskólasjóður út tvö listaverka- kort eftir verkum Þorvalds Skúlasonar, einnig í eigu Listasafns Háskóla Islands. Oll þessi kort eru til sölu á aöalskrifstofu Háskólans og í Norræna húsinu, auk þess sem þau eru seld beint til stofnana og fyrirtækja. Kortin eru gefin út í takmörkuðu upplagi. Kveikt á jólatré í Garðabæ Garðabæ hefur borist fallegt jólatré frá vina- bæ bæjarins Asker, í Noregi. Kveikt veröur á trénu viÖ Garöaskóla v/Vífilsstaöaveg sunnu- daginn 16. desember nk. kl. 15.00. Dröfn Farestveit, varaforseti bæjarstjórn- ar, flytur ávarp. Barn úr hópi viöstaddra veröur beöiö um aö kveikja á trénu. Garða- kórinn syngur jólalög. Jólasveinar koma og bregöa á leik og á eftir er boöið upp á smáveit- ingar. Norræna félagiö í Garöabæ. Spurningakeppni skólabarna Þessa dagana fer fram í skólum um allt land spurningakeppni 6—12 ára bama um um- ferðarmál sem kallast „1 jólaumferðinni”. Tilgangur keppninnar er sem fyrr að vekja athygli bama og fjölskyldna þeirra á um- ferðarreglum og mikilvægi þess að hafa þær í heiðri í hvívetna. Ætlast er til að börnin glími sem mest sjálf við spurningamar en foreldrar aðstoði eftir þörfum. Með þvi móti má ætla að málin verði rædd fram og aftur og allir verði hæfari þátttakendur í umf erðinni á eftir. Félög, stofnanir og fyrirtæki gefa yfirleitt þau verðlaun sem í boði em en venjan er að draga úr réttum lausnum. Þeir heppnu mega svo eiga von á að einkennisklæddur lögreglu- maður heimsæki þá rétt fyrir jólin. I Reykjavík fá 175 böm bókaverölaun og mun lögreglan heimsækja þau á aðfangadag. Kennarar og foreldrar era vinsamlegast beðnir um að sjá af nokkrum mínútum í þessu skyni þrátt fyrir margháttaðar annir jóla- mánaðarins. Látum ánægð böra og endur- skinsmerki lýsa okkur veginn að sannri jóla- gleðl. Myndlistarsýningar á sjúkra- húsinu á Akureyri Nú standa yfir tvær myndlistarsýningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Ragnar Lár listmálari sýnir í boröstofu nokkur olíu- málverk og gvassmyndir. Ennfremur hefur myndum eftir Iöunni Agústsdóttur listmálara veriö komiö fyrir í setustofum og á göngum. Báöar munu sýningamar standa fram á næsta ár. Dregið hefur verið í jóla- dagatala-happdrætti Kiwan- isklúbbsins Heklu, fyrir dagana 1,—14. des. 1984. Upp komu eftirtalin númer: 1. des. 1592 2. des. 708 3. des. 698 4. des. 1519 5. des. 227 6. des. 814 7. des. 1874 8. des. 1891 9. des. 1245 10. des. 2312 11. des. 1168 12. des. 2120 13. des. 1976 14. des. 43 Norræn jól og kvikmynda- sýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 16. des. kl. 16.00 í f undarsal: Norræn jól — upplestur, Lúsía og þemur hennar, söngur o.fl., dagskrá fyrir börn og fullorðna. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 19.00: Kvikmyndasýning — danska sakamála- gamanmyndin Kassinn stemmir sýnd á vegum kvikmyndaklúbbsins Norðurljósa. Litlu jólin hjá KFUM og KFUK Sunnudaginn 16. desember kl. 15 verður efnt til jólahátíðar fyrir aila fjölskylduna í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík. Dagskrá verður fjölþætt, jólaþáttur, helgi- leikur, barnakór, hugvekja, gengið veröur í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heim- sókn með góðgæti í pokum sínum. Vegna veitinga verður aðgangseyrir kr. 50,- Allir eru velkomnir. Um kvöldið kl. 2030 verður almenn sam- koma á sama stað. Þá talar Ástríður Haralds- dóttir, tónlistarfulltrúi KFUMogKFUK. Gallerí Borg Brian Pilkington sýnir um helgina myndir sem eru í nýrri bók sem komin er út á vegum Nýs-lífs manna. Jólamót Laugardaginn 29. des. hefur félagiö ákveöiö aö halda jólamót meö Mitchell-fyrirkomu- lagi. Veitt veröa vegleg verölaun en . upphæö- in ræöst nánar af þátttöku. Spilamennskan hefst kl. 13 og er spilað í hinum ágæta fundar- sal íþróttahússins viö Strandgötu. Skráning fer framástaðnum. Jólagleði Dansskóla Hermanns Ragnars Sunnudagskvöldið 16. desember kl. 20 verður Dansskóli Hermanns Ragnars með jólagleði á Hótel Sögu. Til landsins er komið eitt besta danspar Danm'erkur þótt ungt sé, en stúlkan er 10 ára og drengurinn 13 ára, munu þau sýna ýmsa dansa. Allir eru velkomnir í jóla- gleðina og þá sérstaklega HR-klúbburinn. Hljómsveitin Pass með tónleika í Vestmannaeyjum Hljómsveitin Pass heldur rokktónleika í sam- komuhúsinu Vestmannaeyjum í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 22. Dansleikur eftir tónleik- ana. Aðventa í Gerðubergi A sunnudaginn kemur, 16. desember, kl. 15.30 verður þriðja og síðasta dagskráin flutt á menningaraðventunni i Gerðubergi. Dag- skráin verður flutt íkaffiteríunni og geta gest- ir setið þar yfir súkkulaði eða kaffibolla og meðlæti og notið þess sem fram fer. Þar mun Hjörleifur Hjartarson spila á gítar og syngja lög með textum eftir sjálfan sig og aðra, Edda Andrésdóttir verður þar með bók sina og Auðar Laxness, A Gljúfrasteini, Þor- geir Þorgeirsson les úr nýjustu bók sinni, Ja, þessi heimur. Lesið verður úr bók Olafs Gunnarssonar, Gaga, og úr þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur á Glæp og refsingu Dostojevskís. Dagskráin hefst kl. 15.30, en húsið er að jafnaði opið mánudaga til fimmtudaga kl. 16—22 og laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Hjálpræðisherinn Sunnudagur kl. 14. (Fyrstu tónar jóia.) Fjöl- breytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, m.a. leiksýning, kveikt á jólatrénu, kaffiveitingar. Allirvelkomnir. Kvenfélagið Seltjörn heldur jólafund í félagsheimilinu nk. þriðju- dag kl. 20.30. Munið jólapakkana. Stjórnin Aðventusöngvar í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 16. des. verða aðventutónleikar í Keflavíkurkirkju sem hefjast kl. 17. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt dagskrá með söng og hljóðfæraleik. Nemendur úr Tónlistarskóla Keflavíkur leika á biásturshljóðfæri. Kvennakór Suður- nesja syngur undir stjórn Guðrúnar S. Friðbjörnsdóttur. Kór Keflavíkurkirkju og barnakór kirkj- unnar flytja jólasöngva. Einsöngvarar kirkjukórsins eru: Sverrir Guðmundsson, Guðmundur Oiafsson og Steinn Erlingsson. Organisti og stjórnandi er Siguróli Geirsson. Að lokum verður almennur söngur. Allir vel- komnir. Jólavísnakvöld Vísnavina verður haldið að Hótel Borg þriðjudaginn 18. desember næstkomandi. Þar flytur m.a. söngflokkurinn Hrím efni af nýrri hljómplötu sinni. Birgitta Jónsdóttir les upp frumort ljóð en hún er ung og upprennandi skáldkona. Þá munu þau Bergþóra Ámadóttir, Graham Smith og Pálmi Gunnarsson flytja nokkur jólalög, en aðalgestur kvöldsins verður Hörður Torfason. Sem áöur er mönnum frjálst að koma með efni til flutnings, jafnt sungið sem lesið. Bridge Bridgefélag Reykjavíkur Vegna rafmagnsleysis var aðeins unnt að spila tvær umferðir i sveitakeppninni sl. mið- vikudag. Eins og oft vill verða urðu þeir ríku ríkari, því allar efstu sveitirnar áttu góðan dag og riðlaðist röð efstu sveita lítið sem ekk- ert. Rööin að loknum 11 umferðum af 17 er þessi: 1. Urval 239 stig 2. Þórarinn Sigþórsson 228 stig 3. Jón Baldursson 203 stig 4. Júlíus Snorrason 201 stig 5. Sturla Geirsson 180stig 6. Olafur Lárasson 168 stig Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú eru sex umferðir af 11 búnar í aðalsveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: 1. Þórarinn Sófusson 116 stig 2. GuöbrandurSigurbergsson 115stig 3. Sævar Magnússon 115 stig 4. Olaf ur Gislason 105 stig 5. Björn Halldórsson 97 stig Mánudaginn 17. des. verður í tilefni jólanna eins kvölds tvímenningur í léttum dúr. Veitt verða skemmtileg kvöldverðlaun, og kaffi verðuráboðstólum. Bridgesamband Reykjavíkur Reykjavíkurmótið í sveitakeppni, undanrásir, hefst þriöjudaginn 8. janúar í Domus Medica. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í þessu móti, sem jafnframt er undankeppni fyrir Is- landsmótið í sveitakeppni 1985, eru vinsamlegast beðnir um að láta skrá sveitir sínar til Ölafs Lárussonar hjá Bridgesambandi Islands (s: 18350) fyrir 1. janúarnk. Áætlaöir spiladagar í sveitakeppn- inni (undankeppni) eru: 8. janúar, 16. janúar, 19. janúar, 23. janúar, 26. janúarog27. janúar. Spilaðir verða 3 x 10 spila leikir, allir við alla í undanrásum og 6 efstu sveit- irnar munu síöan komast í úrslit og spila þar allir við alla 32 spila leik um Reykjavíkurhorniö. Stefnt er að þátttöku yfir 20 sveita og er skorað á spilara í Reykjavík að fjöl- menna í þetta mót og gera veg þess sem mestan. Eins og sést af upptaln- ingu spiladaga í undanrásum verður lítið um helgarspilamennsku, en það . hefur aðallega staðið í spilurum hér á höfuðborgarsvæðinu fram að þessu. Einnig er rétt að vekja athygli á því aö þetta mót er einnig undankeppni fyrir Islandsmótið í sveitakeppni 1985. Keppnisstjóri verður að venju Agnar Jörgensen. Keppnisgjaldi verður haldið í lágmarki pr. sveit. Spilað verður um silfurstig. Úrslit í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi 1984 1. Björn Eysteinss.- Guðm. Sv. Hermannss. 288 2. Jón Hjaltas.-Hörður Arnþórss. 263 3. Þórarinn Sigþórss.-Guðm. P. Arnars. 257 4. Guðm. Péturss.-Hörður Blöndal 240 5. Jón Ásbjörnss.-Símon Símonars. 233 6. Ásmundur Pálss.-Karl Sigurhjartars. 219 7. Jakob R. Möiler-Haukur Ingason 177 8. Jón P. Sigurjónss.-Sigfús ö. Árnas. 155 9. Jón Þorvarðars.-Þórir Sigursteins. 130 10. Hjalti Elíass.-örn Arnþórss. 117 11. Hermann Láruss.-Hrólfur Hjaltas. 116 12. Hallgrímur Hallgrímss.- SigmundurStefánss. 110 13. Anton R. Gunnarss.-Friðjón Þórhallss. 99 14. Hannes Lentz-Sturla Geirss. 89 15. Aöalsteinn Jörgensen-Valur Sigurðss. 88 Fleiri pör náðu ekki meðalskori. Alls tóku 40 pör þátt í mótinu og voru spiluð 2 spil milli para. Utreikning og stjórnun annaðist Agnar Jörgensen, en honum til aðstoðar var Halla Berg- þórsdóttir. Stóðu þau sig frábærlega við erfiðar aðstæður. Þetta er fyrsta meiri háttar tvímenningsmótið sem þeir Björn og Guömundur sigra í og er mál manna að þeir hafi sannarlega átt það skilið, miðað viö frammistöðu þeirra á þessu keppnisári (landslið OL 1984 o.fl.). 10 efstu pörin fá silfurstig. Frá Bridgesambandi íslands Eftirtaldar bækur fást hjá Bridge- sambandi Islands þessa dagana: Bridge the Modern Game, Reese/Bird, kr. 500. Hringsvíningar/Hræringsþvinganir, G.Herm., kr. 400. The Complete Book of Patience, Morehead, kr. 100. Improve your bidding skill, Kantar, kr. 250. Play Bridge with Reese, Reese, kr. 150. Bridge play for bcginners, Shcinwould, kr. 150. Spilaðu bridge við mig, Reese (S. Guðjohn- sen),kr.350. Winners and Losers at Bridge, Goldman, kr. 200. Tjie Bridge Players Alphabetical Handbook, Rcese/Dormer, kr. 400. Bridge Course Complete, Mollo, kr. 400. Bridge Conventions, Horton, kr. 200. Öryggisspilamennska í bridge, Rcese/Trezel (E. Guðmundsson), kr. 100. First book in bridge, Sheinwould, kr. 200. Winning Declarer play, D. Hayden-Truscott, kr. 200. Reese on play, Reese, kr. 300. Bridge is my game, Goren, kr. 300. Point count bidding, Goren, kr. 250. Master play, Reese, kr. 180. Precision cíub, Wei, kr. 100. Introduction to bridge, Goren, kr. 100. Lög um keppnisbridge, þýð. Jakob R. Möller, kr. 100. Kennslubók í kcppnisbridge, þýð. Kristj. Jónasson, kr. 150. Auk þessara titla er • á leiðinni frá USA glæný sending af nýjum bókum sem vonandi nást fyrir jólin. Skrifstofa Bridgesambands Islands er að Lauga- vegi 28, 3. hæö. Síminn er þar 91-18350 (Olafur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.