Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Verðlagsstofnun kannar verð á kjötvöru: SAMKEPPNIN HELDUR VÖRUVERDINU NIÐRI Nú eru jólin í nánd og flestir famir að hyggja að jólamatnum. Þann 10. desember sl. kannaði Verðlagsstofn- un verð á 16 tegundum kjötvöru sem ætla má að verði ó borðum lands- manna nú um jólin. Verðiö var kannað í 55 verslunum, þar af eru 43 á höfuðborgarsvæðinu, 4 á Eskifirði, 5 á Akureyri, 1 á Egilsstööum og 2 á Eskifiröi. Af könnuninni má draga þá ályktun að mikil samkeppni riki milli verslana sem selja kjöt og eru þess jafnvel dæmi aö kjöt sé selt i smásölu á verði sem er undir skráöu heild- söluverði. Að meöaltali er hæsta kjötverð 82,7 prósent hærra en lægstaverð. Mestur verömunur er á Londonlambi úr framparti sem kostar 145 krónur þar sem það er ódýrast en 380,15 krónur þar sem það er dýrast eða 162,2 prósentum meira. I öörum tveimur tilvikum var hæsta verð meira en helmingi hærra en lægsta verð. Urbeinaður lamba- hamborgarhryggur kostar á bilinu 229 krónur hvert kíló til 550,50 krónur og er það 140 prósentum hærra verð en lægsta verðið. Urbeinað lamba- læri fyllt með ávöxtum kostar frá 200 krónum hvert kíló til krónur 441,90, sem er 121 prósent hærra verö. Verö á lambak jöti var miðaö við 1. verðflokk.D 1, á svínakjötij verðflokk Aogá nautakjöti 2. veröflokk UN1.1 öllum tilvikum var eingöngu skráð verð á nýslátruðu. Verð sem gefiö er upp í opnu 11. tbl. Verðkynningar Verðlagsstofnunar gildir a.m.k. fram til jóla nema annars sé getið í athugasemdum. Þess skal og getið að svínaham- borgarhryggur með beini er ýmist seldur meö lundum eöa án og í ein- staka tilvikum er hryggbeinið aö hluta til sagað af. 1 könnuninni er eingöngu birt verð á óhamflettum rjúpum en verð í verslunum á ham- flettum rjúpum er allt að 20 krónum hærra. Neytendur geta m.a. nýtt sér þessa könnun þannig að þegar á- kvörðun hefur verið tekin um hvaða kjötrétt á aö hafa á jólaboröinu, má sjá hvar hægt er aö kaupa hann á hagkvæmasta verði. Rétt er að undirstrika að könnunin er ekki tæmandi og nær ekki til allra verslana á höfuöborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni en neytendur geta haft könnunina til viðmiöunar í öðrum verslunum. -JI. JÓLASTEIKIN - Hæsta og lægsta verð Lægsta verð Hæsta verð Mismunur i % Lambalæri fyllt m/ávöxtum, úrb. 1 kg 200,00 441,90 121,0% Lambahamborgarhryggur, úrb. 1 kg .... 229,00 550,50 140,4% Londonlamb úr framparti t kg 145,00 380,15 162,2% Hangikjötslæri m/beini 1 kg 199,00 326,80 64,2% Hangikjötslæri úrbein. 1 kg 316,80 493,20 55,7% Svínahamborgarhryggur m/beini 1 kg 298,65 550,55 84,3% Svínahamborgarhryggur úrb. 1 kg 402,00 690,00 71,6% Svínalæri nýtt m/beini 1 kg 160,65 293,37 82,6% Svínalæri reykt m/beini 1 kg 202,00 376,96 86,6% Svínalæri reykt úrb. 1 kg 285,00 529,98 86,0% Svínabógur nýr m/beini 1 kg 151,00 281,94 86,7% Svínakótilettur 1 kg 275,75 491,04 78,1% Nautalundir 1 kg 390,00 700,92 79,7% Rjúpur óhamflettar 1 stk 130,00 150,00 15,4% Pekingönd 1 kg 198,00 298,00 50,5% Aligæs 1 kg 262,00 468,00 78,6% Mismunur á hæsta og lægsta verði svinakjöts, til dæmis, i mismunandi versiunum nemur 71,6% til 86,7%. Birkir Baldvinsson við fyrstuþotusina. DV-mynd: Valgeir Sigurðsson. BIRKIR A NÚ FIMM ÞOTUR — fluttur til Arizona til að kaupa fleirí Birkir Baldvinsson, siglfirski þotu- eigandinn, fékk nýlega afhenta sína fimmtu DC-10 þotu. Og því fer f jarri að hann sé hættur flugvélakaupum. Hann hefur flust búferlum frá Lúxemborg til Arizona í Banda- ríkjunum sem er draumastaður þeirra sem versla með gamlar flug- vélar. Birkir hefur sest að í bænum Scottsdale. I Arizona-eyðimörkinni hefur fleiri þúsund flugvélum verið lagt. Þar standa þær, yfirleitt í góðu ásigkomulagi, og bíða þess að' einhver sýni þeim áhuga. Loftslag þarna í eyðimörkinni er sérlega heppilegt fyrir flugvéiamálma. Birkir komst fyrst í fréttirnar er hann varð fyrsti íslenski ein- staklingurinn til að eignast þotu vorið 1983. Fljótlega bættist önnur þota í flotann og brátt sú þriðja. Allar voru þær keyptar frá Japan. Þær voru skráöar á Islandi sem TF- BBA, TF-BBB og TF-BBC. Fjórðu þotuna, TF-BBS, skráði Birkir hérlendis i byrjun nóvember siðastliönum. Sú er af gerðinni DC-8- 62, smíðuð árið 1970. Hún er 1 innréttuð til farþegaflutninga og hefur Flugleiðum meðal annars ver- iðboðin húntil leigu. Fimmtu þotu sína fékk Birkir svo um síðustu mánaðamót. Það er DC-8- 54, smíöuð árið 1964. Hún kemur frá kanadísku flugfélagi en verður ekki skrásett á Islandi. Birkir hefur leigt hana á kaupleigusamningi til vöru- flutninga í Suöur-Ameríku. Birkir hefur alveg hætt að reka flugvélar sínar sjálfur. Hann leigir þær til annarra flugfélaga á kaupleigusamningi en það þýðir að leiguverðiö gengur upp í kaupverð hafi leigjandinn áhuga á að kaupa flugvélina eftir ákveðinn tíma. Birkir á fyrirtæki í Lúxemborg, Lochness Aviation. Við rekstri þess hefur tekið Omar, sonur Birkis. -KMU. Vandi Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar: Lausn í sjónmáli? „Það er verið aö vinna að því að finna lausn á vanda Bæjarút- gerðarinnar og vonandi verður það sem fyrst,” sagði Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtah viö DV. Eins og DV skýrði frá á dögunum hefur rekstur Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar legið niðri síðan í október en þá var sagt upp hátt á annað hundraö manns. A sama tíma var tveimur af þremur togurum Bæjarútgerðarinnar lagt. Að sögn Einars eru aðstandendur Bæjarútgerðarinnar á stööugum fundum og fljótlega munu verða lagðar fram tillögur til lausnar vand- anum. Hvenær það yrði, sagði Einar, væri ekki gott að spá um á þessu stigi. -KÞ. endur nú sem hæst enda styttist óðum tiljóla. Þessi mynd var tekin á athafnasvæði Skógræktarféiags Reykjavikur þegar verið varað taka á móti trjám úr Haukadal, Þjórsárdai og Heiðmörk. Þar verða seid tæp 1300 tró, öll alislensk. Að sögn Vilhjálms Sigtryggssonar skógræktar- stjóra er hlutur íslenskra trjáa ai/taf að aukast á jólatrjáamarkaðinum og gætu þau fullnægt þörfunum að fullu innan fáeinna ára ef allt gengi að óskum. -KÞ/D V-myndS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.