Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 6
6
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984.
Verðlagsstofnun kannar verð á kjötvöru:
SAMKEPPNIN HELDUR
VÖRUVERDINU NIÐRI
Nú eru jólin í nánd og flestir famir
að hyggja að jólamatnum. Þann 10.
desember sl. kannaði Verðlagsstofn-
un verð á 16 tegundum kjötvöru sem
ætla má að verði ó borðum lands-
manna nú um jólin. Verðiö var
kannað í 55 verslunum, þar af eru 43
á höfuðborgarsvæðinu, 4 á Eskifirði,
5 á Akureyri, 1 á Egilsstööum og 2 á
Eskifiröi.
Af könnuninni má draga þá
ályktun að mikil samkeppni riki milli
verslana sem selja kjöt og eru þess
jafnvel dæmi aö kjöt sé selt i smásölu
á verði sem er undir skráöu heild-
söluverði. Að meöaltali er hæsta
kjötverð 82,7 prósent hærra en
lægstaverð.
Mestur verömunur er á
Londonlambi úr framparti sem
kostar 145 krónur þar sem það er
ódýrast en 380,15 krónur þar sem það
er dýrast eða 162,2 prósentum meira.
I öörum tveimur tilvikum var
hæsta verð meira en helmingi hærra
en lægsta verð. Urbeinaður lamba-
hamborgarhryggur kostar á bilinu
229 krónur hvert kíló til 550,50 krónur
og er það 140 prósentum hærra verð
en lægsta verðið. Urbeinað lamba-
læri fyllt með ávöxtum kostar frá 200
krónum hvert kíló til krónur 441,90,
sem er 121 prósent hærra verö.
Verö á lambak jöti var miðaö við 1.
verðflokk.D 1, á svínakjötij verðflokk
Aogá nautakjöti 2. veröflokk UN1.1
öllum tilvikum var eingöngu skráð
verð á nýslátruðu. Verð sem gefiö er
upp í opnu 11. tbl. Verðkynningar
Verðlagsstofnunar gildir a.m.k.
fram til jóla nema annars sé getið í
athugasemdum.
Þess skal og getið að svínaham-
borgarhryggur með beini er ýmist
seldur meö lundum eöa án og í ein-
staka tilvikum er hryggbeinið aö
hluta til sagað af. 1 könnuninni er
eingöngu birt verð á óhamflettum
rjúpum en verð í verslunum á ham-
flettum rjúpum er allt að 20 krónum
hærra.
Neytendur geta m.a. nýtt sér
þessa könnun þannig að þegar á-
kvörðun hefur verið tekin um hvaða
kjötrétt á aö hafa á jólaboröinu, má
sjá hvar hægt er aö kaupa hann á
hagkvæmasta verði. Rétt er að
undirstrika að könnunin er ekki
tæmandi og nær ekki til allra
verslana á höfuöborgarsvæðinu eða
úti á landsbyggðinni en neytendur
geta haft könnunina til viðmiöunar í
öðrum verslunum.
-JI.
JÓLASTEIKIN - Hæsta og lægsta verð Lægsta verð Hæsta verð Mismunur i %
Lambalæri fyllt m/ávöxtum, úrb. 1 kg 200,00 441,90 121,0%
Lambahamborgarhryggur, úrb. 1 kg .... 229,00 550,50 140,4%
Londonlamb úr framparti t kg 145,00 380,15 162,2%
Hangikjötslæri m/beini 1 kg 199,00 326,80 64,2%
Hangikjötslæri úrbein. 1 kg 316,80 493,20 55,7%
Svínahamborgarhryggur m/beini 1 kg 298,65 550,55 84,3%
Svínahamborgarhryggur úrb. 1 kg 402,00 690,00 71,6%
Svínalæri nýtt m/beini 1 kg 160,65 293,37 82,6%
Svínalæri reykt m/beini 1 kg 202,00 376,96 86,6%
Svínalæri reykt úrb. 1 kg 285,00 529,98 86,0%
Svínabógur nýr m/beini 1 kg 151,00 281,94 86,7%
Svínakótilettur 1 kg 275,75 491,04 78,1%
Nautalundir 1 kg 390,00 700,92 79,7%
Rjúpur óhamflettar 1 stk 130,00 150,00 15,4%
Pekingönd 1 kg 198,00 298,00 50,5%
Aligæs 1 kg 262,00 468,00 78,6%
Mismunur á hæsta og lægsta verði svinakjöts, til dæmis, i mismunandi
versiunum nemur 71,6% til 86,7%.
Birkir Baldvinsson við fyrstuþotusina. DV-mynd: Valgeir Sigurðsson.
BIRKIR A NÚ FIMM ÞOTUR
— fluttur til Arizona til að kaupa fleirí
Birkir Baldvinsson, siglfirski þotu-
eigandinn, fékk nýlega afhenta sína
fimmtu DC-10 þotu. Og því fer f jarri
að hann sé hættur flugvélakaupum.
Hann hefur flust búferlum frá
Lúxemborg til Arizona í Banda-
ríkjunum sem er draumastaður
þeirra sem versla með gamlar flug-
vélar. Birkir hefur sest að í bænum
Scottsdale.
I Arizona-eyðimörkinni hefur fleiri
þúsund flugvélum verið lagt. Þar
standa þær, yfirleitt í góðu
ásigkomulagi, og bíða þess að'
einhver sýni þeim áhuga. Loftslag
þarna í eyðimörkinni er sérlega
heppilegt fyrir flugvéiamálma.
Birkir komst fyrst í fréttirnar er
hann varð fyrsti íslenski ein-
staklingurinn til að eignast þotu
vorið 1983. Fljótlega bættist önnur
þota í flotann og brátt sú þriðja.
Allar voru þær keyptar frá Japan.
Þær voru skráöar á Islandi sem TF-
BBA, TF-BBB og TF-BBC.
Fjórðu þotuna, TF-BBS, skráði
Birkir hérlendis i byrjun nóvember
siðastliönum. Sú er af gerðinni DC-8-
62, smíðuð árið 1970. Hún er
1 innréttuð til farþegaflutninga og
hefur Flugleiðum meðal annars ver-
iðboðin húntil leigu.
Fimmtu þotu sína fékk Birkir svo
um síðustu mánaðamót. Það er DC-8-
54, smíöuð árið 1964. Hún kemur frá
kanadísku flugfélagi en verður ekki
skrásett á Islandi. Birkir hefur leigt
hana á kaupleigusamningi til vöru-
flutninga í Suöur-Ameríku.
Birkir hefur alveg hætt að reka
flugvélar sínar sjálfur. Hann leigir
þær til annarra flugfélaga á
kaupleigusamningi en það þýðir að
leiguverðiö gengur upp í kaupverð
hafi leigjandinn áhuga á að kaupa
flugvélina eftir ákveðinn tíma.
Birkir á fyrirtæki í Lúxemborg,
Lochness Aviation. Við rekstri þess
hefur tekið Omar, sonur Birkis.
-KMU.
Vandi Bæjarútgeröar
Hafnarfjarðar:
Lausn í sjónmáli?
„Það er verið aö vinna að því að
finna lausn á vanda Bæjarút-
gerðarinnar og vonandi verður það
sem fyrst,” sagði Einar I. Halldórsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtah viö
DV.
Eins og DV skýrði frá á dögunum
hefur rekstur Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar legið niðri síðan í október en þá
var sagt upp hátt á annað hundraö
manns. A sama tíma var tveimur af
þremur togurum Bæjarútgerðarinnar
lagt.
Að sögn Einars eru aðstandendur
Bæjarútgerðarinnar á stööugum
fundum og fljótlega munu verða
lagðar fram tillögur til lausnar vand-
anum. Hvenær það yrði, sagði Einar,
væri ekki gott að spá um á þessu stigi.
-KÞ.
endur nú sem hæst enda styttist óðum tiljóla. Þessi mynd
var tekin á athafnasvæði Skógræktarféiags Reykjavikur þegar verið varað
taka á móti trjám úr Haukadal, Þjórsárdai og Heiðmörk. Þar verða seid
tæp 1300 tró, öll alislensk. Að sögn Vilhjálms Sigtryggssonar skógræktar-
stjóra er hlutur íslenskra trjáa ai/taf að aukast á jólatrjáamarkaðinum og
gætu þau fullnægt þörfunum að fullu innan fáeinna ára ef allt gengi að
óskum.
-KÞ/D V-myndS