Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 29 settist aö lokum aö á Islandi. Nú hefur Snyder búiö hér á landi í rúm tíu ár og ekkert fararsnið á honum. Gestir Hót- el Sögu munu kannast viðhann; hann gegnir þar stööu yf irdy ravaröar. Ég hitti Snyder aö máli fyrir stuttu og spuröi hann um leik sinn í mynd Agústs. Hvers konar hlutverk skyldi þaö vera sem hann fer meö? „Ja, þaö er ekki margt um þaö aö segja. Eg er bara eins og hver annar hermaður. Satt aö segja þurfti ég ekki mikið að leika í hefðbundnum skilningi þess orös; ég byggöi bara á reynslu minni úr landgönguliðinu. Hennenn eru alltaf eins og viö Bandaríkja- mennirnir í hópnum, sem höföum verið í hemum, lögðum meira aö segja til hluta af textanum okkar sjálfir. Þaö veröur aö segjast eins og er aö Ágúst haföi litla hugmynd um þaö orðbragö sem tíökast í bandaríska hernum og viö vildum þess vegna færa þaö til raunverulegra horfs. Þaö tókst stund- um, stundum ekki.” ekki hvaö Ágúst gerði úr þessum atriö- um meö okkur. En ég býst heldur ekki við því aö þetta sé neinn dýröaróður til okkar. Ætli við séum ekki gerðir svolít- iöhlægilegir...” Upptökurnar /íktust he/st verunni í hernum — Þú hefur ekki haft neitt á móti því, fyrrverandi hermaöurinn? „Onei, það er svo langt síðan ég fór úr hernum. En ég veit ekki hvort ég heföi leikið í svona mynd rétt eftir aö égafmunstraðist.” — Var upptökutíminn erfiður? „Já, svo sannarlega. Eins og ég sagöi áöan þurfti ég ekki mikið að erf- iöa í dramatískum skilningi, en engu aö síður var þetta mikiö púl. Þegar ég. fór austur liélt ég helst aö ég væri aö fara í einhvers konar frí. Eg hafði aldrei leikiö neitt áöur og haföi frum- stæöar hugmyndir um þaö hvernig TF-FRÚ býr sig undír atlögu gegn bandarisku hermönnunum. Herinn vildi ekki /ána búnað — Fannst þér mjög áberandi aö Is- lendingamir sem unnu að myndinni þekktu lítið til hermennsku ? „Já. Þaö kom fram í ýmsu en eink- um og sér í lagi þótti okkur útbúnaður- inn sem viö áttum að nota vera spaugi- legur. Eg hef sjaldan séö annaö eins drasi! Enginn hermaöur meö sómatil- finningu myndi láta sjá sig meö þessa byssuhólka sem viö skörtum í mynd- inni. Og trukkarnir — drottinn minn dýri! Eg hef aldrei á ævinni reynt að keyra önnur eins skrapatól. Ekki veit ég heldur hvar þeir grófu upp tjöidin sem viö vorum látnir sofa í en fullyröi aö amerískur hermaöur hefur aidrei lagst til svefns í þvílíkum görmum. Mér skilst reyndar aö Ágúst og menn hans hafi leitað til bandaríska herliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og beöiö um aðstoð viö aö útvega almennileg áhöld handa okkur, en ekki fengið. Þaö mun hafa veriö íslenska utanríkismála- nefndin sem máliö strandaöi hjá en flotaforinginn á vellinum haföi alls ekki tekiö illa í þessa beiöni. Þaö er líka löng hefð fyrir því aö bandaríski herinn láni útbúnaö í kvikmyndir um hermennsku, jafnvel þó svo þær lýsi ekki allar bestu hliöum hersins.” — Er Gullsandur á einhvern hátt ádeila á bandaríska herinn? ,,Nei, þaö held ég varla, en ég hef aö vísu ekki séö hana ennþá svo ég veit Rættvið Mitchell Snydersem leikurforingja hermannannaí Gullsandi Ágústs Guðmundssonar menn bera sig aö því aö taka upp leikna kvikmynd. Á árum mínum í hernum hafði ég aö vísu komið fram í fáeinum sjónvarpsmyndum um her- mennskuna en þaö voru heimildar- myndir og kröföust ekki annars en að ég gegndi mínum störfum eins og ekk- ■ ert væri. Nú komst ég aö því aö fríið mitt var allt annað en frí! Þaö olli okk- ur mestum erfiöleikum aö atriöin sem við hermennirnir tókum átt í voru tek- in upp í bútum og upphaflega í ágætu Hermennskan er engin nýlunda fyrir Mitchell Snyder. Hann þjónaði í Víetnam á sinum tíma og þar eru þessar myndir teknar. veðri. Svo sveik veðriö okkur og þaö var ekki hægt aö taka upp afganginn í langan tíma. En allan tímann þurftum viö að bíöa og vera tilbúnir í slaginn meö örskömmum fyrirvara. Hvenær sem sólarglæta birtist gegnum skýin æddum viö af staö og reyndum að ná nokkrum filmubútum til viöbótar. Þetta var afskaplega þreytandi og minnti mig ekki á neitt annaö en lífið í hinum raunverulega her í Víetnam og annars staöar. Þar þurftum viö einnig sífellt aö vera viöbúnir útkalli.” „Hann fór að sökkva í sandinn" — En varla voru eirts hættulegir óvinir austur á söndum og í Víetnam? „Aö vísu ekki. En þetta var þó ekki alveg hættulaust. I einu atriðin flýgur flugvél Ömars Ragnarssonar rétt yfir hausinn á okkur og viö köstum okkur allir í sandinn. Eg reyndi nú aö sleppa auöveldlega frá þessu og kom mér strax á lappirnar aftur en einn félagi minn, Bill, sem var í ameríska flotan- um á sínum tíma, hann fór aö sökkva í sandinn. Sandurinn virtist þurr og fall- egur en væri hönd lögö á hann spratt strax fram vatn og ef maður stóö kyrr á sama staö lengur en andartak fór maður undir eins aö sökkva. Og í þessu sama atriöi með flugvélina fann Sig-, urður Sverrir Pálsson, kvikmynda- tökumaöur, eitt hjól hennar strjúkast viö húfuna sína. En þann er nú líka með hæstu mönnum. ’ ’ — Svo þaö hefur oröiö lítið úr fríinu þínu? „Já, og þar lagðist allt á eitt. Eg hafði tekiö meö mér veiðistöng eins og bjáni og bjóst viö að geta legiö í ánum meira eða minna en þaö fór á annan veg. Og loksins þegar tími gafst til þess að skreppa að næstu á, þá var ég handtekinn!” Handteknir í veiðitúr — Hvernig vildi þaö til? ,,Jú, sjáöu til. Viö vorum tveir sam- an, ég og Bill, og Ágúst hafði gefiö okk- ur leyfi til aö skjótast í veiðitúr. Viö tókum þess vegna einn „hertrukkinn” sem notaður var viö upptökurnar og hikstuðum af staö. Ég veit ekki hvaöan þessi bíll var fenginn en hann var aö minnsta kosti ekki frá hernum og þess vegna haföi oröið aö festa á hann mál- uö VL-númer. Viö vorum ekkert aö hafa fyrir því að taka þau af. En á leið- inni aö ánni vorum við svo handteknir fyrir aö vera á fölsuöum númerum. Þaö var lögregluþjónn þama austur frá sem handtók okkur; hann heitir Skarphéöinn Njálsson en mér skilst að þaö sé frægt nafn í ykkar sögu. Það varö þama töluvert stapp, sem tókst aö leysa strax og æöri yfirvöld komust í máliö, en upp frá þessu haföi þessi sami lögregluþjónn vakandi auga meö okkur í hvert sinn sem viö vorum á feröinni á ,,VL-bílnum”. Og þaö varö ekkert úr veiöiferöinni í þetta sinn.” — Var þetta þá samfelld eymd og volæöi? „Nei, af hverju heldurðu þaö? Þú mátt ekki misskilja mig; þaö var nefnilega stórkostlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri. Þaö var mjög ánægjulegt aö fá að kynnast Ágústi og öllum hans mönnum og svo því hvernig kvikmynd veröur til. Mér er þetta ómetanleg reynsla. Þetta var þreyt- andi, pirrandi, veörið var yfirleitt vott, maturinn var ógeðslegur, en þetta var samt gaman. Og viskíiö var gott... ” -IJ. y Kr. 33.670,- Sófasett, grátt, svart og hvitt. Pinnastólar og borð í Ijósu og dökku. Svefn- bekkur, verð kr. 5.480,- m/dýnu og 3 púðum. Opið sunnudag kl. 14—17. NlYlFlO®M Reykjavíkurvetii 66. Hafnarfiröi, sími 54100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.