Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 47
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 47 Stykkishólmur: Jólabasar Hringsins Frá Róbert Jörgensen, Stykklshólmi: Hinn árvissi og vinsæli jólabasar Kvenfélagsins Hringsins í Stykkis- hóimi var haldinn í félagsheimili Stykkishólms 1. desember sl. Þar var aö vanda margt eigulegra muna og á viðráðanlegu verði. Eftir basarinn var boðið upp á kaffi eða heitt súkkulaði með rjóma auk hins fínasta meðlætis. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhönnu Guðmunds- dóttur meðan á kaffiveitingum stóö. í samtali við formann kvenfélagsins, Kristborgu Haraldsdóttur, kom fram að öflugt starf hefur verið í félaginu undanfarið. Ákveðið hefur verið að reisa garöhús í Hólmgarði og mun það fé, sem safnaðist í þetta sinn, fara í það verkefni. Kvenfélagið hefur styrkt Stykkishólmskirkju gegnum árin og nýlega afhenti félagið kirkjunni 100.000 krónur til nýbyggingar kirkjunnar. Þegar smíði garðhússins er lokið mun félagiö halda áfram starfi í þágu kirkj- unnar. Mörg verkefni eru á döfinni: Gengið verður i hús og boðið til sölu jólapappír, merkimiðar, servíettur og kerti. Það er ósk kvenfélagsins að Hólmarar hugsi til félagsins þegar þeir skipuleggja jólainnkaupin. Kökubasar verður haldinn nú í desember og aðventukvöld sem kvenfélagskonur sjá um í samráði við sóknarprestinn. Mikið hefur verið um námskeiða- hald undanfariö. Þar er hægt að nefna keramiknámskeið, sem Kristín Hans- dóttir frá Olafsvík stjómaði, ostakynn- ingu undir stjórn Dómhildar Sigfús- dóttur og gerbakstursnámskeið þar sem María Eövaldsdóttir frá Hrísdal leiðbeindi. Tvö ný námskeið hafa verið ákveðin. Blómaskreytinganámskeið nú í desember og tertuskreytinganám- skeiðfyrir páska. Kvenfélagið Hringurinn er elsta starfandi félagið í Stykkishólmi. I félaginu er mikill kraftur og nú þegar hafa tólf konur gengið í félagið frá því á síðasta aðalfundi. -EH Rafvirkjar semja við borgina Samningar hafa tekist milli rafvirkja sem starfa hjá Reykjavíkur- borg og borgaryfirvalda. Rafvirkjar hjá Reykjavíkurborg hafa samþykkt samninginn. Samningurinn er í megin- atriðum samhljóða þeim samningum um Rafiðnaðarsambandið gerði við VSI fyrir sín aðildarfélög í síðasta mánuði. Samningurinn gildir frá 6. nóvember eins og samningar ASI og VSI. Hann nær til um 40 rafvirkja sem starfa hjá Reykjavíkurborg. ÖEF Jóhann Svarf- dæling- urjarð- settur Utför stærsta fslendingsins, Jóhanns K. Péturssonar Svarfdæl- ings, var gerð frá Dalvíkurkirkju siðastliðinn laugardag. Jóhann bjó mestan hluta ævi sinnar í útlöndum en fékk þá ósk sína uppfyllta að lifa ævikvöldið á Islandi. Svarfdælingur var hann i hjarta sinu og í svarfdælskri mold fékk hann hinstu hvílu. Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur á Dalvík, jarðsöng og kirkju- kór Dalvíkur söng undir stjórn Gests Hjörleifssonar. Jóhann Daníelsson söng lagið Svarfaðardalur. Við athöfnina var einnig flutt erfiljóðið „Jóhann frændi” eftir Harald Zophaníasson. Nánir ættingjar Jóhanns báru kistu hans úr kirkju. Bæjarstjóm Dalvíkur tók við utan dyra og bar kistuna í kirk jugarðinn við Dalvíkur- kirkju. JBH/Akureyri » ■ > Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, jarósöng. fílánir ættingjar Jóhanns báru kistuna úr kirkju. Bæjarstjórn Dalvíkur bar kistuna i kirkjugarð. DV-myndir JBH Akureyri. <* TIRSCHENREUTH GERMANV lólagjöfin iár Ómissandi á hvert heimili Formfagrar postulínsskálar sem bjóða upp á ótrúlega marga möguleika uið uppröðun á matarborðið, — þú getur komið gestum þínum skemmtilega á óvart Narga fylgihluti má fá með settinu. Fallegar og vandaðar gjafaumbúðir. illíli- KRISTALL 7 einingar í pakka, aðeins kr. 1890. Laugavegi15 simi 14320 I rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.