Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 24
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 24 Árni Óla rithöfundur er fæddur á Víkingavatni í Keldu- hverfi þann 2. desember 1888. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og gerðist starfsmaður Morgun- blaðsins strax við stofnun þess. Þar starfaði hann sem blaðamaður, auglýsingastjóri og ritstjóri Lesbókar allan starfstíma sinn að frátöldum fáum árum er hann var við verslunarstörf í Reykjavík og Viðey. Hann var afkasta- mikill rithöfundur samhliða blaðamannsstörfunum og gaf út 37 bæur. Hann andaðist árið 1979. Kaflinn sem hér birtist er úr Reykjavík fyrri tíma en það er fyrsta bindi endurútgáfu Reykjavíkurbóka Árna. í þessu fyrsta bindi eru Fortíð Reykjavíkur og Gamla Reykjavík. í þessum bókum er mikill fróðleikur um Reykjavík. Fjöldi mynda frá Reykjavík fyrri tíma prýða bókina. -SGV. Þaö mun hafa verið um 1863, aö Jón Hjaltalín landlæknir fann kalkstein í Esjunni og taldi, aö þar mundi vera svo mikið af honum, aö þaö borgaði sig aö hefja námagröft þar og brenna kalk. Astandið í byggingarmálefnum Reykjavíkur var þá þannig, aö enn voru flestar vistarverur fólks torfbæir. Innflutningur á timbri frá Noregi hafði farið minnkandi ánun saman og þaö timbur, sem fékkst, varö æ lélegra byggingarefni. Ýmsir menn skoruðu á kaupmenn aö flytja inn kalk, svo hægt væri aö reisa hér steinbæi og steinhús, því aö nóg var hér af grjóti til aö byggja úr og bygging hegningarhúss- ins hafði sýnt þeim, aö hægt var að nota þaö. En það var eins og aö klappa harðan steininn. Kaupmenn vildu ekki flytja inn kalk, nema þá af mjög skorn- um skammti og svo var það svo dýrt, aö enginn treystist til aö ráöast í aö byggjahúsúrsteini. Kalkfundurinn í Esjunni kveikti því hjá mönnum von um það, aö bráölega mundi fást íslenzkt kalk til húsbygg- inga. En enginn þóttist þó svo efnum búinn, aö hann gæti ráöizt í þaö fyrir- tæki aö brjóta kalkstein og brenna kalk. Þá var hér hinn kunni dugnaðar- og áhugamaður Sverrir Runólfsson. Hann var steinsmiður og honum hefur sjálf- sagt veriö þaö allra manna ljósast, hver áhrif þaö gæti haft til batnaðar í byggingamálum höfuðstaöarins, ef hér væri hægt aö framleiöa kalk. Hann fýsti því mjög aö ríöa á vaðiö og gera tilraun meö þaö, hvemig kalksteinninn í Esjunni mundi reynast. En þar sem hann átti ekki fé til aö leggja út í þann kostnað, sótti hann um 650 rikisdala styrk hjá stjóminni í þessu augnamiði. Umsókn hans kom fyrir dómsmála- ráöuneytiö danska, en það fól þeim Jóni Hjaltalin landlækni og Birni Gunnlaugssyni yfirkennara aö skoöa kalknámuna í Esjunni og láta í ijós álit sitt um þaö, hvort nokkurt gagn væri í henni. Þeir sendu aftur nákvæma lýs- ingu og teikningu af námasvæðinu sumarið 1864. Þetta sendi svo dóms- málaráöuneytiö til „Den polytekniske Anstalt” í Kaupmannahöfn og baö um umsögn þess. Tveir danskir jarðfræð- ingar voru fengnir til aö láta álit sitt í ljós og þeirra úrskuröur var sá, að þetta væri ekki annaö en vitleysa, því aö á Islandi fyndist ekkert námakyns. Og aö þessum úrskurði þeirra fengn- um neitaöi stjórnin aö veita Sverri hinn umbeöna styrk. Lá svo þetta mál í þagnargildi um nær 10 ára skeið. En það var ekki gleymt. Og sumarið 1873 réðist Egill Egilsson kaupmaður í þaö aö leigja námaréttindin í Mógilsárlandi fyrir 40 kr. gjald á ári. Og hinn 10. ágúst fór hann við annan mann upp aö Mógilsá til aö skoöa námuna og búa undir kalk- vinnslu þar. Viku seinna hafði veriö brotinn svo mikill kalksteinn þama, aö Egill sendi bát upp eftir og haföi 10 hesta heilan dag til þess að flytja á þeim kalkstein úr námunni niöur aö bátnum. Jafnframt byrjaði hann á því aö reisa kalkbrennsluofn hjá Rauðará. Þessi ofn var alls ekki fullkominn, því að*hann var aöeins geröur í tilrauna- skyni. En 109 dagsverk fóru í það aö hlaöa hann, draga aö grjót, sand og deiglumó og ennfremur fóru 14 dags- verk í brennslu. Var þar brennt mó, spýtum, hrísi og kolum og segir Egill sjálfur svo frá, aö tilraunin hafi tekizt vel. Geta má þess, aö viö vinnsluna var brennt 113 hestum af mó (hver hestur kostaði þá 50 aura) og 1 1/2 tunnu af kolum. En ekki hef ég getað fundiö, hve mikið kalk hafðist upp úr þessu. Árni Óla ríthöfundur og blaða- maður sem nú er látinn. Nu er veríð að endurútgefa skrif hans um Reykjavik fyrrí tima. Kostnaöur viö námugröftinn þetta ár nam samtals 682,00 krónum og var þar meö talin 40 kr. leiga. Áreiðanlega hefur kalknámið ekki borgaö sig, enda var hér aðeins um byrjunartilraun aö ræða. Þó hafði Egill trú á fyrirtækinu, en treystist ekki til aö leggja í þaö meira fé og fyrirhöfn að sinni. Og næsta ár, 1874, var ekkert urrniö í námunni og ekkert kalk brennt í ofninum hjá Rauöará. Ariö 1875 kom Alþingi saman og þar bar Jón Hjaltalin landlæknir fram frumvarp um bann gegn útflutningi á kalksteinum o.fl. I sambandi viö þaö komst hann þannig aö oröi: „Menn vita litið um aöra fjallkalksteina hér á landi en kalklagiö í Helgustaöafjalli, því að þótt kalklag hafi fundizt í Esj- unni, þá er þaö svo þunnt, aö þaö nem- ur að breidd varla 1/5 hluta af því, sem Helgustaðanáman er, enda vita menn eigi, hve langt Esjukalksteinninn gengur inn í f jalliö. Þaö ber öllum sam- an um, aö kalkiö og silfurbergiö í Helgustaöafjalli sé hiö hreinasta kalk, er f undizt geti nokkurs staöar.” Hann segir og aö kalk þaö, sem komi frá Danmörku, sé leirblandaö og mag- urt og mikið af því mjölkalk, sem inni- haldi meira en helming þunga síns af vatni. Mundi því kalk úr Helgustaða- námu veröa helmingi betra. Danska kalkið kosti 8 til 16 kr. tunnan og sé ókljúfandi fyrir almenning aö byggja úr svo dýru steinlími. Þá fer hann mörgum orðum um óheilnæmi og endingarleysi torfbæja. Á Austfjörðum standi þeir ekki nema svo sem 10 ár vegna úrkomu, og væri munur fyrir fólk þar og annars staöar aö geta byggt úr steini, auk þess sem þá fengjust heilsusamlegar íbúðir. Eins og sjá má á þessu ber hann ekk- ert oflof á kalknámuna í Esjunni. En aö hann hafi haft trú á því, aö landinu væri hagur aö því að náman væri unn- in, sést á því, að á þessu sama þingi bar hann fram þá breytingartillögu við fjárlögin, aö Agli væri veittur 1.000 kr. styrkur til kaikbrennslu, á 10 gr. fjár- laganna undir ýmislegum útgjöldum. Landshöfðingi lagöist á móti þessu. Ekki var það af því, aö hann vildi ekki styöja fyrirtækið, eins og sæist á því, aö í fyrra heföi hann heitið Agli 400 kr. styrk, meö því skilyröi, aö fyrirtækiö hefði einhvem framgang, en svo væri ekki enn. Auk þess ætti slíkur styrkur aö veitast af því fé, sem veitt væri í 15. gr. til vísindalegra og verklegra fyrir- tækja. Þaö fór því svo aö tillaga J.H. var felld. Egill mun hafa séö þaö, að ekki var heppilegt aö hafa kalkbrennsluofninn inni hjá Rauðará og aö betra mundi aö hafa hann niöri viö höfnina hjá lækn- um. Fór hann því til landshöfðingja og bað um ofurlitla lóð úr Arnarhólslandi viö lækjarósinn undir kalkbrennsluofn og stíg frá honum niður aö sjónum, svo aö gott væri aö koma kalksteininum þangað. Landshöföingi gaf honum kost á• þessu með þeim skilyrðum, aö þessi blettur væri girtur meö 2 álna hárri trégirðingu, aö jafnstór blettur væri sléttaöur í túni sínu (Amarhólstúni) og aö Egill greiddi 8 kr. leigu á ári til landsjóðs fyrir afnot kalkofnsblettsins. Þetta fannst Agli harðir kostir, þeg- ar þess var gætt, aö þessi blettur, sem hann baö um var ekki tún, heldur alfaraleið allra þeirra, sem fóra yfir lækinn neöst, allur troöinn og auk þess skemmdur af sjávargangi. Þó taldi hann sér nauöugan einn kost aö ganga að þessum skilyrðum, því aö hvergi í Reykjavík mundi tiltækilegt aö hafa ofninn nema þarna hjá læknum, vegna þess aö mikiö vatn veröur aö nota við kalkvinnslu. Mun hann og ef til vill hafa litiö svo á, aö hann fengi ríflegri styrk hjá landshöfðingja fyrir vikiö. Aö minnsta kosti sótti hann svo um aö fá 1.000 króna styrk úr landsjóði. Landshöfðingi svaraði því, aö hann heföi ekki umráö nema yfir helmingi þess fjár, sem ætlaö væri til styrktar Kalknámí Esjunniog kalkbrennsla í Reykjavík — kafli úr bókinnl Reykjavík fyrri tíma atvinnuvegum (á 15. gr. fjárlaganna). Stjórnin í Kaupmannahöfn hefði um- ráö hins helmingsins. Gaf hann þó enn vilyröi fyrir 400 kr., en sækja þyrfti um til dönsku stjómarinnar aö fá viö- bót úr hinum hluta sjóösins. Allt þetta ár gekk í þetta og var lítið sinnt um námagröftinn. Þó telur Egill útgjöld sín vegna námuvinnslu hafa numiö kr. 396,66 (ásamt leigu), en ekk- ert sést um þaö, hvemig brennslan hef- ur gengiö. — Sjálfsagt hefur Egill ekki veriö ánægöur meö hana, og allra sízt, ofninn, því að nú fær hann Björn Guömundsson múrara til þess aö fara utan og kynna sér, hvemig nýtízku kalkbrennsluofnar væru, og læra aö brenna kalk. Næsta vor (21. apríl) fer Egill enn fram á þaö viö landshöföingja aö fá styrk og fékk nú þessar 400 krónur. En hann þóttist þó, sem von var, engu nær, því allt þetta fé fór til þess aö giröa blettinn hjá læknum, og slétta j af nstóran blett í túni landshöfðing ja. Landshöfðingi skrifaöi þá íslands- ráögjafanum í Kaupmannahöfn og lagöi til, aö hann veitti fyrirtækinu álíka mikinn styrk af þeim hluta fjár- veitingarinnar á 15. gr., sem hann hafði yfir aö ráða. Ráögjafinn neitaöi að veröa viö því, eins og sést á bréfi frá landshöföingja til Egils, dags. 19. júní 1876. Þarsegir svo: „Ráðgjafinn hefur tjáö mér, að hann veröi að vera þeirrar skoðunar, aö ef yfirhöfuö ástæða skyldi vera til fyrir stjómina að styöja fyrirtæki einstakra manna, önnur eins og þetta, eigi þó aö minnsta kosti ekki aö veita styrkinn aö gjöf handa hlutaðeiganda, sem ræöst í fyrirtækið, meö því að engin trygging er fyrir því, að eigi fari svo, aö allt fyr- irtækiö, sem styrkurinn á aö efla, hætti innan skamms. Ráögjafinn hefur því eigi þótzt geta veitt neinn styrk í þessu skyni af sínum hluta í 15. gr. fjárlag- anna, en af því aö þaö, að minni hyggju sé mjög æskilegt, að fariö y rði aö vinna áðurnefnda kalksteinsnámu, segist ráöherrann aftur á móti ekki vera því mótfallinn, aö ég láti yður fá 400 kr. lán úr viðlagasjóði, gegn tryggilegu veöi.” Ekki er aö sjá, aö Egill hafi þegið þetta lán. Mun hann hafa verið gramur yfir þessum undirtektum og aöallega vænt Oddgeir Stephensen um aö hafa spillt fyrir sér hjá ráöherranum. Þá um sumarið (1876) er samt hafizt handa um smíöi hins nýja kalkofns. Var dreginn aö leir innan frá Elliðaám og sandur innan frá Eiöi. Jafnframt er fariö aö vinna aö því af kappi aö brjóta kalkstein í Esjunni. Var keypt mikiö af púöri á Eyrarbakka til þess aö sprengja þar. En þá kom í ljós, aö kalksteinninn var ekki eins mikill og menn höfðu haldið og þraut brátt fyrsta og annan ganginn. Sá Egill sér því vænzt að tryggja sér einnig námaréttindi í Kollafjarðarlandi og leigði þau fyrir 20 krónuráári. Margir menn voru haföir þama í vinnu um sumarið. Kaupiö var lágt, aöeins 2 krónur á dag, en þó haföi einn maður (Egill í Arabæ) 250 kr. upp úr sumrinu. Eftir þetta sumar taldi Egill, aö hann heföi lagt fram kr. 4.010,95 í kostn- aö viö námagröftinn, en getur þess ekki, aö hann hafi haft neinar tekjur af honum. Og þetta sumar hefur ekkert kalk veriö brennt, heldur kalksteinn- inn brotinn, fluttur sjóveg til Reykja- víkur og átt að geymast þar, þangaö til nýi ofninn væri fullger, en hann varð þaö ekki fyrr en á árinu 1877. Vegna þessara útgjalda, sem voru mikil á þeim dögum, bæði vegna þess að krónan var þá dýrari en nú, menn yfirleitt fátækari og hvergi lán aö fá, sá Egill sitt óvænna aö halda þannig áfram. En ekki var honum um þaö aö gefast upp. Tókst honum þá aö fá M. Smith konsúl í félag viö sig, þannig aö Smith ætti f jóröa hlutann í fyrirtækinu, en Egill þrjá f jóröu. Björn Guðmundsson vann aö smíði kalkofnsins og varö þaö allmikið hús, tumlaga. Var ofninn vandaður að öll- um frágangi og sem líkastur þeim ofn- um, er notaöir voru erlendis. Sennilega hefur veriö byrjað aö brenna kalk í honum snemma á árinu 1877. Fer nú fýrirtækið fyrst aö komast á rekspöl. Kalksteinn var brotinn af kappi í Esj- unni og eru þar allmargir menn aö vinnu. — Kalksteinninn var sprengdur meö púðri, þvi aö dýnamit þekktist ekki þá. Var fyrst tekin fyrir kalkæö fyrir vestan ána og túnið á Mógilsá, en ganginn þraut brátt, eins og áður er fiUOt Hó iroj. IrolUA Crirnnúr i —Cv. ru y«i xtwiMvsursIU'i'lovuucmu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.