Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 34
34 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. ABBA-félagamir Bjöm og Benny og Tim Rice fá mikið lof fyrir söngleik sinn um skáklistina Skák er svolítiö fjarstæöukennt viðfangsefni í söngleik. Tveir menn aö tefla; hvernig má færa þaö upp á svið og bæta viö söng og dansi? Omögulegt, kynnu margir aö segja. En þetta hafa þeir engu aö síður gert, Björn og Benny, félagarnir góð- kunnu úr hljómsveitinni ABBA. Þeir fengu Tim Rice textahöfund til liös við sig og bernskudraumur þeirra varö að veruleika. Söngleikurinn var nýlega frumfluttur í London af London Symphony Orchestra, popp- hljómsveit og söngvurum og við- tökurnar voru fínar. CHESS sló í gegn. Söngleikurinn er kominn á hljómplötu (eitt laganna var sýnt í síðasta Skonrokki) og er væntanlegur á svið. ' „Auövitaö er ég stoltur í dag,” sagöi Benny Andersson frumsýning- arkvöldiö. „Það var yndisleg tilfinn- ing að standa inni í miöri Lundúna- sinfóníunni og heyra mína eigin tón- list. Finna hana utan á skrokknum. Vera búinnn aö losna viö hana úr kollinum og heyra hana utan frá. Heyra sömuleiöis aö hún hljómar vel.” Björn Ulvaeus bætir viö: „Við vildum semja tónlist sem heföi sína eigin sál og sem gæti lifað lengur en rétt og slétt popplag. Þaö var indælt að heyra þetta í kvöld og hafa á tilfinningunni aö okkur heföi tekist þetta. Sjálfur elska ég þessa tónlist og þegar salurinn fagnaði okkur inni- lega vissi ég aö öðrum féll líka vel viö hana. Vissulega er ég stoltur.” Og þó eru þeir Bjöm og Benny ekki allsendis óvanir vinsældum. Hver einasta plata ABBA hefur selst í hér um bil tíu milljónum eintaka og þaö er meira en lítiö. Þeir félagar eru viðurkenndir snillingar í popp- bransanum. En CHESS er annaö mál. Eins og fyrr sagöi er þessi söng- lelkur bernskudraumur þelrra og þeir voru svo ráðnir í uö láta hann rætast aö það var ein aöalástæðan fyrir því aö ABBA lagði upp laupana fyrir þremur árum. Þá var hljóm- sveltln enn feiknavinsæl um allan helm. „Þaö er hægt aö túlka svo mlklu brelðara svið tllfinninga i söngleik heldur en i stuttu popplagl,” segir Bjöm Ulvaeus. „Popplag má ekkl vera lengra en þrjár tU fjórar mínútur en i söngieiknum eru í sjálfu sér engin takmörk. Maöur hefur full- komið frelsi og þaö er mun auðveld- ara aö túlka þaö sem maður v'll segja.” Móttökurnar í Barbican listamiö- stööinni þar sem CHESS var frum- flutt sýndu að sem endranær höföu Bjöm og Benny náö tU fólksins. Og eflaust á söngleikurinn eftir aö ná til fleiri en þeirra sem þar voru; eins og sæmir fyrrum ABBA-félögum eru þeir með stóran sokk á prjónunum. Aöferð þeirra viö að koma söngleikn- um á framfæri er raunar nokkuö óvenjuleg. Fyrst kynna þeir hann á tónleikum og hljómplötu en upp- færsla á sviöi bíður betri tíma þó undirbúningur sé þegar hafinn. Nú eru þeir á hljómleikaferðalagi um Evrópu og aUs veröa haldnir fimm tónleikar. Meö í förinni er London Symphony Orchestra eins og hún leggur sig, kórinn Ambrosian Singers og fuUskipuö rokkhljóm- sveit. Alls löOmanns! Söguþráðurinn kunnug- legur — að vissu marki Söguþráður CHESS er saminn af textahöfundinum Tlm Rice sem allir þekkja af verkunum Jesus Christ Superstar og Evltu. CHESS gengur út á heimsmelstaraelnvígi i skák og er óhætt að segja að það sé mjög i brennldepli um þessar jafnteflis- mundlr. Elnvigið i söngleiknum er haldið I smábæ á Italíu, Meranó (I), og þar ver bandariskur helmsmeist* ari titíl Silin gegn sovéskum áskor- anda. Taugastríö brýst út mUli kepp- endanna, eins og títt er á heims- meistaraeinvígum í skák; Molokov, KGB-maöur í þjónustu Sovétmanns- ins, og stúlkán Florenee í þjónustu heimsmeistarans koma þar mjög viö sögu. Að lokum ráöast úrslitin viö skákborðið og nýr heimsmeistari er krýndur: Sovétmaöurinn sigrar. Og hann hlýtur fleira en heimsmeistara- tignina. Stúlkan Florence segir skUið viö Bandaríkjamanninn og gerist lagskona Rússans. Hann gerist á hinn bógmn pólitískur flóttamaöur á Vesturlöndum en fær ekki konu sína til sín. Hljómar kunnuglega, eöa hvaö? Ári síðar er haldiö nýtt einvígi í Bangkok. Askorandinn er ungur sovéskur stórmeistari sem KGB treystir á. Gamli bandariski heims- meistarinn er mættur á staöinn sem fréttamaöur og enn í hefndarhug vegna konumissisins. Hann gerir bandalag viö Molokov frá KGB og þeir beita sér fyrir því að eiginkona heimsmeistarans fær leyfi tU að fara frá Moskvu tU manns sins. Það á að koma honum úr jafnvægi. En þvert ofan i vonir andstæðinganna tekst heimsmeistaranum nýja að sigrast á persónulegum vandamálum slnum og hann teflír betur en nokkru sinni fyrr. Honumtekstaðsigrastááskor- andanum unga og flokkshoUa og helgar sig skákinnl upp frá því. Bandaríkjamaðurinn reynlr að kvelkja á ný lif í ástínni. Nlöurstaöan erjafntefll. Endursagt— IJ. Björn Ulvaeus, Tim Rice og Benny Andersson var inniiega fagnað af áhorfendum eftir frumflutning á CHESS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.