Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Page 12
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 56 Skammtað í borðstofunni. Þegar aðsóknin er mest, eins og í hádeginu á föstudögum, geta matargestir farið upp í 400—500 manns. Talið frá vinstri: Fjóla, Asdis, Fanney og Guðrún. Þegar elduö er lambasteik þarf 180 læri en hægt er að steikja 100 læri samtímis, 150 kg af kartöflum þarf í mál og 1401 af súpu. Kjötbollur eru eld- aöar úr 110 kg af kjötfarsi, alls ca 3000 bollur. Af fisld þarf um 140 kg í mál og nú á aöfangadagskvöld, þegar pekingönd er á borðum, þarf að steikja hvorki meira né minna en 200 endur. — Hvemig vitið þið hve mikið hráefni þarf hverju sinni og hvað er gert við afgangana? „Við finnum þetta einhvern veginn á okkur,” sagði Geir. „Þetta kemur með reynslunni. Hvað verður um af- gangana? Þaö eru bara hreinlega ekki neinir afgangar, ekki sem talandi er um. Ef svo fer að maturinn klárast eigum við alltaf eitthvað upp á að hlaupa. Það sem er vinsælast í borðstofu er hlaðborð og borða þá milli 400 og 500 manns í hádeginu,” sagði Geir. Hátíðamatseðill „Um jólin reynum við aö hafa eins hátíðlegt og hægt er,” sagði Geir. Hann sýndi okkur jólamatseðilinn í ár. Hann var sannarlega ekki slorlegur, matseðillinn sá. A aðfangadagskvöld eru rækjur í hvítvínshlaupi, pekingönd með öllu tilheyrandi og sérríbúðingur í eftirrétt. Boöiö er upp á kvöldkaffi sem er Einnig hátíð á sérfæðinu Þeir sem eru á sérfæði fá einnig sinn hátíðamatseöil. Að nokkru leyti er hann samhljóða hinum venjulega matseðli þannig að á aðfangadagskvöld er boðið upp á rækj- ur í hvítvínshlaupi, pekingönd og sérríbúðing. Brugðið er frá hefðbundna seölinum á jóladag en þá eru ofnbakaöar nauta- lundir á sérfæðinu en sami eftirrétt- urinn. A annan jóladag er sama súpan og eftirrétturinn en ofnbakað grísafillet í aðalrétt. Sami matur er á gamlárskvöld, kjúklingarúllur, nema hvað þær eru með rjómajafningi, og á nýársdag er á sérmatseðlinum ofn- bökuö grísasteik og perur meö marens og rjóma á eftir. Allir heim sem vettlingi geta valdið öll starfsemi á sjúkrahúsinu er í lág- marki um jólin. Allir sjúklingar sem mögulega eru færir um að fara heim eru sendir heim og starfsmannahald er í algjöru lágmarki. Að jafnaöi vinna milli þrjátíu og fjörutíu manns í eldhúsinu. Búiö er að undirbúa matseldina eins og frekast er kostur. „Það er raunar alltaf gert, allt undirbúið eins og hægt er, því annars gætum við ekki annað allri þessari IELDHUSIBORGARSPITALANS: 180 læri. 150 kg kartöflur pg 1401 af súpu i hvert mál matseld,” sagði Geir Þórðarson yfir- matsveinn. Dagurinn tekinn snemma Dagurinn í eldhúsinu byrjar snemma eða um kl. 07:15 og er þá hafist handa um morgunmatinn. Fljót- lega er einnig byrjað á hádegismatn- um því útideildir Borgarspítalans, Grensásdeild, Hafnarbúðir, Templara- höll og fjögur barnaheimili, fá sendan hádegismat frá eldhúsi Borgar- spítalans. Sá matur þarf að vera tilbúinn til útsendingar kl. 10.45 á morgnana. Maturinn er sendur út í hitabökkum og helst þá á réttu hitastigi þar til hans er neytt. Kvöldmatur er tilreiddur á úti- deildunum sjálfum og ekki sendur úr eldhúsinu. En sjá þarf bæði sjúkling- um og starfsfólki fyrir kvöldmat. Yfirleitt er heitur matur á kvöldin en stundum brauö og súpa. Sjálfum sér nógir I eldhúsi Borgarspítalans er búiö til flest álegg sem notað er í spítalanum. 1 eldhúsinu er einnig bakarí þar sem allt er bakaö fyrir spítalann nema mat- brauðið. Allar kökur eru bakaðar þar og nú fyrir jólin eru bakaðar þar smá- kökur eins og á hverju öðru heimili. Einnig alls kyns hátíðatertur sem eru hafðar á borðum bæði sem ábætisréttir og með kvöldkaffinu á hátíðakvöldum. Sérfæðið „Við erum tengiliður milli deilda sjúkrahússins og eldhússins. Við ber- um ábyrgð á öllu sérfæði en það eru læknarnir sem ákveða á hvers konar fæði sjúklingamir fara,” sagði Anna Edda Asgeirsdóttir næringarráögjafi er DV kom við hjá þeirri deild eldhúss Borgarspítalans sem sér um sérfæðið. Anna Edda er husstjórnarkennari að mennt með framhaldsmenntun í næringarráögjöf. „Eg útbý dietlista og leiðbeiningar í mataræði fyrir sjúklingana. Þeir fá slíkar leiðbeiningar með sér heim. Og , þótt sjúklingarnir séu farnir heim af Sigvaldi og Geir hjá þeytaranum mikla sem vinnur mjög skemmtUega. „Við reynum jafnan að hafa mat- seðilinn sem fjölbreyttastan en skrif- um hann fyrir vikuna. Sérfæðið er í höndum næringarráðgjafa, önnu Eddu Asgeirsdóttur,” sagði Ágústa Sigurðardóttir, matráöskona á Borg- arspítalanum, er hún, Geir Þórðarson yfirmatsveinn og Sigvaldi Ægisson matsveinn ræddu við blm. DV dag einn í byrjun jólaföstu. Það er ekkert smáræði sem þarf í slíku eldhúsi því jafnan eru um þúsund matarskammtar framleiddir daglega. Eru þá taldir bæði sjúklingar og starfs- fólk sem er að vinna hverju sinni. súkkulaði með smákökum og hátíða- -tertu. A jóladag er hangikjöt á borðum með öilu tilheyrandi og ávaxtakaka með þeyttum rjóma í eftirrétt. Annan jóladag er rjómalöguð kremsúpa, grísasteik með góðgæti og mokkaterta. A gamlárskvöld er á borðum spergilsúpa, kjúklingarúllur með waldorfsalati og ferskt ávaxtasalat í deser. Síðan um kvöldið er boðið upp á súkkulaði og smákökur. Á nýársdag verður á borðum glasseraður ham- borgarhryggur og perur með marens og rjóma á eftir. Þær sem skammta þurfa einnig að fá sér matarbita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.