Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
57
spítalanum geta þeir haft samband viö
mig ef þeir þurfa á aö halda,” sagöi
Anna Edda.
— Hvers konar sérfæöi er það sem
sjúklingarnir þurfa aðallega aö vera
á?
„Meðan dvaliö er á sjúkrahúsinu er
mest um mauk-, kólesterólsnautt,
sykursýkis- og megrunarfæöi aö ræöa.
Flestar leiöbeiningar eru gefnar á
sykursýkis- og megrunarfæöi.
Eg reyni aö kynna mér matarvenjur
fólks og ráðlegg svo breytingar eftir
því sem þurfa þykir. Eg reyni aö beina
fæöuvenjum í heppilegan farveg. Þaö
þýðir ekkert aö breyta út af matar-
venjum í stuttan tíma, t.d. meðan dval-
iö er á sjúkrahúsinu. Þaö veröur aö
breyta þeim ævilangt ef árangur á að
nást og haldast,” sagöi Anna Edda.
Hún sagöi aö um 50% af sjúklingum
Borgarspítalans væru á sérfæöi. Alag
á sérfæðisdeildina hefur aukist til mik-
illa muna eftir aö B-álma Borgar-
spítalans, þar sem eru öldrunardeild-
irnar, kom til sögunnar. Aldraöir eru
mikiö á sérfæði, t.d. maukfæöi.
„Viö semjum sérfæðimatseðilinn
eftir hinum almenna matseðli. Þaö
hefur jafnan veriö mjög góö samvinna
meö starfsfólki eldhússins,” sagöi
Anna Edda.
Góð áhöld mikilvæg
„Þaö byggist á góöum áhöldum og
góðu starfsfólki aö hægt sé aö anna
þeim störfum sem þarf í eldhúsi eins
og hér og svo auðvitað góöri skipulagn-
ingu og undirbúningsvinnu,” sagöi
Geir Þóröarson yfirmatsveinn.
Öll eldunaráhöld, pottar og pönnur í
eldhúsinu eru auövitaö gríöarstór, allt
úr skínandi gljáfægöu stáli. Þarna er
m.a. aö finna afarstóran pott sem tek-
ur hvorki meira né minna en 350 lítra.
Geir sýndi okkur gríöarstóran þeyt-
ara, sem nýlega er kominn í gagniö. Aö
honum er mikiö hagræöi.
„Aöur þurftum viö aö stappa kart-
öflurnar í hrærivél en nú þarf ekki ann-
aö en aö hella vatninu af kartöflunum,
láta smjör, mjólk og sykur út í og ráö-
ast svo á allt saman meö stóra þeytar-
anum, hann sér um afganginn,” sagði
Geir.
Eins og nærri má geta er mikið upjp-
vask í svona stóru eldhúsi. Það er vita-
skuld uppþvottavél sem sér um þaö.
„Hún er síðan 1975,” sagði Agústa.
„Vélin er í góöu lagi enn í dag. Þeir
sem hafa umboöiö fyrir þessa vél eru
alltaf jafnhissa þegar þeir koma og sjá
í hve góöu formi hún er.
Prentaður hátiðamatseðill
Undanfarin ár hefur jafnan veriö
gefinn út sérstakur prentaöur matseð-
ill yfir hátíöisdagana. Þar er einnig
getiö um heimsóknartíma, afgreiöslu-
tíma verslunar í anddyri Borgarspítal-
ans og Grensásdeildar. Þar er einnig
Þarna er verið aö skammta í matarbakkana sem allir sjúklingar fá mat sinn í. A myndinni eru talið frá vinstri:
Anna, Edda, Geir, Ragnhildur, Soffía, Margrét og Bryndís.
aö finna upplýsingar um guðsþjónustu-
hald á spítalanum og á útideildum um
jólin og fleiri hagnýtar upplýsingar.
Allir sjúklingar fá slíkan matseöil af-
hentan.
Starfsemin á sjúkrahúsinu veröur að
halda áfram þótt jól séu. Þá er reynt
að gera allt eins hátíölegt og unnt er
fyrir þá sem eru þar viö vinnu eöa eru
sjúklingar.
Eftir aö hafa þegið kaffi og smakkaö
á jólasmákökunum þökkuöu blm. og
ljósmyndari DV fyrir sig og óskuöu
gleöilegra jóla.
A.Bj.
Sigurdis, Hulda, Unnur, Auöur, Sigvaldi, Agústa,
011 áhöld í eldhúsinu eru mjög
stórgerð, svona eins og gerð fyrir
„tröllahendur”.
Oft er boðiö upp á búðinga í eftirrétt á Borgarspítalanum. Súrmjólkur- og
jógúrtbúðingar eru sérlega ljúffcngir. Sigurdís við búðingavagn.
DV-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson.
I bakaríi Borgarspitalans. Þarna er Ingibjörg að setja í formin, Halldóra og
Hulda. Ingibjörg hefur unnið lengi i bakariinu og aldrei brunnið hjá henni
kaka. Það er dálítið skemmtilegt að hún á þrjá syni sem allir eru bakarar.
Hún sagðist aldrei þurfa að baka heima. Synir hennar sjá um þá hlið mála.
Geir Þórðarson, Agústa Sigurðardóttir og Sigvaldi Ægisson eru þarna hjá cinum stærsta potti landsins sem tekur
350 lítra.