Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 26
70 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Indversk jól: HVERNIG ’DIWALI’ VARÐTIL Hindúamusteri. Indland — land alls konar trúar- bragöa hefur mikiö veriö í fréttum á undanfömum mánuðum einmitt vegna trúardeilna. Hindúar eru fjöl- mennastir, eöa um 75 prósent þjóðar- innar. Níu prósent eru múhameðs- trúar, sjö prósent eru kristnir og þau niu prósent sem eftir eru skiptast í sikka, búddatrúar, bahai, gyöinga, jain og pharsi, svo eitthvað sé nefnt. öll þessi trúarbrögö hafa því sína siði og venjur sem eru ólíkar hvert öðru, en í grein þessari er ætlunin aö tala um hindúa, þeirra jól og trú. Segja má með sanni að hátíðarhöld standi annaðhvort yfir einhvers staöar á Indlandi eöa séu í undirbúningi — eiginlega þekkist varla hátíða-glaðari þjóð. Indverska dagatalið er í reynd löng upptalning af alls konar tylli- dögum og uppákomum — hver með sitt einkenni og langa sögu á bak við sig. Saga Indlands nær 5000 ár aftur í tímann og þurfa bömin að læra alla þessa sögu í skólanum. Þetta em mörg ár miðað við eina mannsævi. Indverjar kunna margar hetjusögur af fomum konungum og af öðram hetjudáðum og eru þeir aldir mjög upp í anda þjóðarinnar. Dagatal hindúa er nokkuð öðravísi en dagatal okkar Vesturlandabúa. Hindúar hafa 12 mánuöi í sinu ári yfirleitt, með 30 dögum í hverjum mánuði. Fimmta hvert ár inniheldur síöan 13 mánuöi til að vinna upp dagana í samræmi við vesturlenskt dagatal. Indversk jól — divali — merkir upphaf nýs árs á meðal hindúa. Diwali ber annaðhvort upp á október eða nóvember. Diwali er mikilvægasta og alvarlegasta hátíð þeirra og segja má að Indland klæðist nokkurs konar skrautbúningi á meðan á diwali stendur. Hver borg, hver bær og hver sveit er upplýst með þúsundum ljósaskreyt- inga — olíuljósa, kerta, rakettuskota og nú orðið uppfinningu Vesturlanda- heims, blikkandi rafmagnsljósa. A diwali fagna hindúar endurkomu indverska goðsins Rama, sem uppi var fyrir um 5000 áram og sneri heim eftir sigur í hinu mikla stríði við voldugan konungSri Lanka. Konungur Rama Fyrr á öldum var Indlandi skipt niður í smá og stór konungsríki. Mikii Risastyttur af óvini Rama, konungi Sri Lanka, Ravana. Sú tii hægri er að byrja að brenna. harka var á milli voldugra manna og vora deilur daglegt brauð. Stríð vora háð og mörgum mannslifum fórnað fyrir landskika og meiri völd. Rama sat í sínu konúngsríki þar sem nú er ríkið Uttar Pradesh og hafði hann aðsetur i borginni Dwarika. Rama þurfti að gefa upp konung- dóminn til yngri bróöur síns, sem bar nafnið Bharat, og var Rama sendur í útlegð vegna deilna sem ekki verður farið út í hér. 1 raun leiðir hver sagan af annarri og era þær allar sam- tvinnaðar. Nú, Rama fór í útlegðina með konu sinni, Seeta, og bróður sínum, Laxhumana. Þau þrjú ferðuðust nokkuð um Indland saman og skeði það einn daginn að Seeta, kona Rama, hvarf. Konungur Sri lanka Sri Lanka er eyja sem er sunnan við Indland og sat þar í konungsríki sinu mjög voldugur og ríkur konungur sem hétRavana. Sagan segir að Ravana hafi átt flug- vélar og hafi hann flogið alla leið til norðurhluta Indlands og rænt konunni hans Rama, Seeta. Nú voru góð ráð dýr. Rama var í út- legð og hafði þar af leiðandi engan her með sér, aöeins bróður sinn. Þeir tveir lögðu af stað fótgangandi og er þeir voru komnir að miðríki einu sem nú heitir Maharashtra, var þar mjög sterkt konungsríki apa. Aparnir litu alveg út eins og menn í þá daga nema hvað þeir vora með skott. Herafli apa- ríkisins réðist í lið með bræðrunum tveimur sem héldu áleiðis til Sri Lanka, fótgangandi. Þeir komust alla leið til Kanya Kumari, sem er syðsti hlutilndlands. Aparnir og bræðurnir tveir, Rama og Laxhumana, tóku til viö að gera brú úr steinum á milli Indlands og Sri Lanka. Leifar af þessari brú sjást enn þann dag í dag. Konungdómur Sri Lanka var mjög voldugur. Hús vora mikið til gerð úr gulli og gersemum. 21dags stríð Er brúin var tilbúin, varð greið leið til Sri Lanka. Stríð milli Rama og Ravana var háö og stóð í 21 dag. Rama sigraði. Um leið sendi Rama einn af Öpunum sem sendiboða heim í gamla konungsríkið sitt, í Dwarika, til að tilkynna tíðindin. Apinn lagði af stað til norðurhluta Indlands og er hann kom til borgarinnar og sagði fréttirnar var fólkið þar auðvitað mjög ánægt og fór að undirbúa heimkomu Rama. Dagur þessi, er sendiboðinn kom til borgarinnar, hefur verið nefndur Dassahdra og heldur fólk mjög upp á þennan dag. Segja má að undir- búningur diwali — jólanna — byrji þennan dag. Dassahdra A degi sendiboðans, Dassahdra, eru' búnar til styttur af konungi Sri Lanka, Ravana, óvini Rama. Fólk marserar á götum úti með stytturnar í broddi fylkingar og á ákveðnum stað era þær brenndar við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Kvenmenn sumir eru hinir mestu listamenn og tiðkast oft á hátiðum að gera heilt iistaverk á andiiti eða höndum. Rauði blotturinn á enni kvennanna er merki hindúatrúar. Sagan segir að er eiginmennirnir voru á leið i bardaga sina, hafi þeir skorið sig aðeins i fingur og skilið eftir blóð sitt á enni eiginkvenna sinna. Síðan, ef eiginmennirnir myndu láta /ifið i bardögum, áttu eiginkonurnar að brenna sig til bana með blóð mannsins á enninu. Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir og Mahesh M. Kale

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.