Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 30
74 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Erlend bóksjá Erlend bóksjá STEINER AREADER STEINER ÍÚRVALI GEORGE STEINER: A READER: Penguin Books, 1984. George Steiner er frumlegur bók- menntafræðingur og rithöfundur. Eftir hann liggja margar bækur um bókmenntir og einstaka rithöfunda, skáldsögur sem sumar hafa vakið mikla athygli og umtal (The Portage to San Cristobal of A.H. er nýlegt dæmi) og ýmis málefni samtimans (hann skrifaði til að mynda bók á sín- um tíma um einvígi Spasskys og Fischers í Reykjavík). I þessa bók hefur hann valið kafla úr verkum sínum á árabilinu 1958 til 1980 og skiftir þeim í nokkra kafla: The Critical Act, Readings (m.a. kaflar úr The Death of Tragedy), Obsessions (m.a. mjög gagnrýnin grein um Anthony Blunt og aöra breska föðurlandssvikara), Matters German og Language and Culture. Kaflarnir eru birtir óbreyttir en höf- undurinn tekur fram í formála, að í ýmsum atriðum myndi hann skrifa öðruvísi nú. Greinar Steiners eru alltaf for- vitnilegar og vekja til umhugsunar, enda er hann enginn jámaður hefð- bundinna viðhorfa. WENDY I , 'J ‘Agrípping x aml sexy * íale' FÆDDAFKONU BORNOF WOMAN Höfundur. Wendy Perriam. Penguin Books, 1984. I þessu Ianga og stundum hressi- lega ástardrama segir einkum frá lífi og starfi ungra hjóna, Jennifer og Lyn, og ástum þeirra innan sem utan hjónabandsins. Jennifer verður fræg á einu kvöldi þegar hún kemur fram í sjónvarpi og grætur þar yfir nýút- gefnum dagbókum látinnar tengdamóður sinnar, Hester, þar sem segir á opinskáan hátt frá ævintýralegu lífi. En frægðin og allt það umstang, sem henni fylgir, veldur erfiðleikum í hjónabandinu. Perriam skrifar fjörlega um fjöl- miðlaheiminn og auglýsinga- mennsku, ástir og afbrýöisemi, tryggð og framhjáhald og annað þaö sem tilheyrir í nútíma ástar- sögum af þessu tagi, og eftir tæpar 600 blaðsíður stefnir í hamingju- endi.Nema hvaö. SKYGGNSTIDAGBÆKUR GONCOURT-BRÆÐRANNA PAGES FROM THE CONCOURTJOURNAL Höfundar: Edmond og Jules de Goncourt. Penguin Books, 1984. Goncourt-bræðurnir eru einkum þekktir nú til dags fyrir bókmennta- verðlaun sem kennd eru við þá. Þau eru merkust franskra bókmennta- viöurkenninga og halda jafnframt nafni bræðranna á lofti eins og þeir ætluðust til. En þær þykku bækur, sem hafa aö geyma dagbækur bræöranna, eru einnig merkur minnisvaröi. Fyrsta bindi dagbókanna birtist árið 1887—17 árum eftir aö Jules, yngri bróöirinn, lést — og vakti þegar miklar deilur. Svo varð einnig um síðari bindin en í heild ná dagbækurnar frá árinu 1851 fram á mitt ár 1896, eöa hátt í hálfa öld. Astæöa uppistandsins er einföld: bræðurnir skýra opinskátt frá samtöl- um sínum við annaö fólk, einkum rit- höfunda og listamenn, en einnig áhrifamenn á ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins. I slíkum samtölum láta menn auðvitaö mörg orö falla sem þeim bregöur við að sjá síðar á prenti. Sérstæðir bræður Robert Baldick hefur ritstýrt dag- bókum þessum, stytt og snarað á enska tungu. Hann ritar einnig for- mála. Þar vekur hann athygli á því hversu sérstæöir þessir bræður voru. Sá eldri, Edmond sem fæddist árið 1822, var þungur og hægur en Jules, sem fæddist 1830, fljótur til, tilfinn- ingaríkur og glettinn. Jules lést 1870, um fertugt, en Edmond lifði fram á áriö 1896. Þótt þeir ólíkir að skarpferli voru þeir nánast sem einn maöur í andleg- um efnum. Þeir höfðu sömu afstöðu til manna og málefna, hugsuðu á sama veg og sömdu ritverk sín í sameiningu á meöan beggja naut við. Þeir bjuggu saman í marga áratugi og fóru allt saman. Þar sem annar var mátti treysta því að hinn væri líka. Heilsa þeirra var oft á tiðum bágborin en þeir þjáðust þó ekki síður af því sem þeir töldu vera f jandskap við sig, ekki síst af hálfu gagnrýnenda. Baldick segir það líka satt og rétt að í lifanda lífi hafi þeir oft mætt andstöðu. Þar hafi hins vegar ekki aöeins komið til nýjungar ÍH'fí i* Lftttrs PAGES FROM THE GONCOURT JOURNAL þeirra í bókmenntum, heldur einnig sjálfselska þeirra og hroki, sífelldar kvartanir yfir ósanngjarnri meðferð og öfund af annarra hálfu vegna þess að þeir voru af auöugum komnir. Þeim bræörum viröist litt hafa komið til hugar að kvænast enda haldnir andúö á og hræðslu við konur. Þessi andúð kemur víöa fram í dag- bókunum þar sem þeir lýsa fjálgum orðum þeirri skoðun sinni að konur séu körlum óæðri á flestum sviðum, ekki síst í andlegum efnum. Listamannalíf Goncourt-bræðurnir teljast til spor- göngumanna natúralismans í bók- menntum og sumir telja þá upphaf^ menn dokúmentarismans eða heimild- arskáldsögunnar. Líf þeirra á þeim árum sem dagbækurnar ná til snýst ööru fremur um skáldskap og aðrar listir. Þeir hitta reglulega ýmsa aöra rithöfunda. Þeir hitta reglulega ýmsa aðra rithöfunda. Þar er rætt yfir mat og víni ítarlega og af tilfinningahita um lífið og skáldskapinn. Oft eru þá felldir haröir dómar um menn og mál- efni. 1 þessari bók eru samtöl við, eða um, flesta þá sem eitthvað mega sín í franskri list á tímabilinu. Gustave Flaubert var náinn vinur Goncourt- bræðra alla tíð og er því fyrirferöar- mikill í dagbókunum. Emile Zola kemur einnig mikið við sögu, sömu- leiðis Theo Gautier, Alphonse Daudet, Hugo, Dumas-feðgar og rússneski rithöfundurinn Turgenev sem bjó mestan part í París á þessum árum. Hér má fræðast um skoðanir þessara manna og fjölmargra annarra, sigra þeirra og ósigra, ástarævintýri og hjónabandsmál, fordóma, öfund og andúö i garð annarra listamanna og síðast en ekki síst skoðanir bræðranna á því sem fyrir augu og eyru þeirra bar og þeir skráðu í dagbækur sínar. Ýmsir kaflar þessarar bókar líkjast einna helst slúðurdálkum enda vinsælt í París, ekki síður en í Reykjavík, að kjafta um náungann. Oft kemur þá í ljós hversu bamalegir listamenn geta verið og viökvæmir fyrir sjálfum sér. Mestu skiptir þó að dagskrárbrotin gefa innsýn í forvitnilegan lífsmáta, hugarheim og vinnubrögð margra rit- höfunda, sem lesnir eru enn í dag þótt liðið sé á aöra öld síðan bækur þeirra birtust fyrsta sinni. Af tám hrossa og tönnum hænsna HEN'S TEETH AND HORSFS TOES. Höffundur: Stephen Jay Gould. Penguin Books, 1984. Sumir vísindamenn hafa hæfileika til aö skrifa um fræðileg viðfangsefni á þann hátt að þau verða skiljanleg al- mennum lesendum. John Kenneth Galbraith er dæmi um hagfræðing sem kann þessa kúnst. Hliðstæöa hans á sviöi lífeðlisfræði er Stephen Jay Gould sem hefur um árabil skrifað mánaðarlegar greinar í Natural History Magazine í Bandaríkjunum. I þessu þriðja safni ritgerða Gouids, sem út hafa komiö í bók, kemur hann víða við. Þróunarkenningin er þar ofarlega á blaði, enda bókin fyrst gefin út í Bandaríkjunum á hundruöustu ár- tíö Darwins. Hér er einnig birt umdeild BANDARÍKIN 1. Oanielle Steel: CHANGES. 2. Stephen King: PET SEMflTARY. 3. Johanna Lindsey: BRAVE THE WILD WIND. 4. Louis L'Amour: BOWOIE'S LAW. 5. James A. Michener: POLAND. 6. Frank Herbert: DUNE. 7. Isaac Asimov: THE R0B0TS OF OAWN. 8. Phyllis Whitney: RAINSONG. 9. Jackie CoHins: SINNERS. 10. Edward Eddings: ENCHANTERS' END GAME. RIT ALMENNS EÐLIS: 1. Joe McGinniss: FATAL VISION. 2. Joseph Wang: LINES ANO SHADOWS. 3. Erma Bombeck: MOTHERHOOD, THE SECOND OLDEST PROFESSION. 4. Ken Follett: ON WINGS OF EAGLES. IByggt á New York Times Book Review.) Slephen íayíiouW HeirsTeeflt tiiuí Horsesloes i iMiw'f netiet it»m i» Santral tmtott grein um Piltdown-samsæriö og þann þátt sem Gould telur að heimspekingurinn og jesúítinn Teil- hard hafi átt í því mikla blekkingar- máli. Fullyrðingar hans þar aö lútandi ollu miklum deilum, enda á Teilhard málsvara marga. Gould svarar þeim gagnrýnisatriðum, sem fram hafa komið, í sérstakri grein í bókinni og telur þau yfirleitt léttvæg. I þessu greinasafni tekst Gould að ljúka upp fyrir almennum lesanda ýmsum leyndardómum sem varða þróun lífs á jörðinni og gera margvís- leg furöufyrirbæri náttúrunnar auðskilin. Þess má til gamans geta að í einni ritgerðinni vitnar Gould til íslensks vísindamanns. Sá er Bjarni Sæmunds- son fiskifræðingur. Hann fann árið 1922 sérkennilegan fisk sem i ceratias íol- bolli nefnist á fagmáli og reyndist fræöimönnum um hríð nokkur ráð- gáta. METSÖLUBÆKUR BRETLAND 1. Sue Townsend: THE SEXRET DIARY OF ADRIAN MOLE. AGED 13 3/4 (4). 2. Gray Joliffe: MAN’S BEST FRIEND (3). 3. Ben Elton, Rik Mayall og Lise Mayer: BACHELOR BOYS: THE YOUNG ONES BOOKII). 4. Umberto Eco: THE NAME OF THE R0SEI5). 5. Ken Hom: CHINESE COOKERY (2). 6. GILES CARTOONS16). 7. Jimmy Tarbuck: TARBUCK ON GOLF. 8. Barry Fantoni: PRIVATE EYE’S COLE MANBALLS (2). 9. Larry Milne: GHOSTBUSTERS. 10. Frank Herbert: DUNE. (Tölur innan sviga tákna stað vióhomandi bókar á listanum vikuna á undan. Syggt á Sunday Times.) DANMÖRK GQR 1. Potd Thomsen: HVORFOR DYRENE SADAN? FUGLENE. 2. Pii Oahlerup: DET MODERNE GENNEMBRUDS KVINDER, 1-2(6). 3. Colleen MacCullough: TORNFUGLENE (2). 4. Kirsten Thorup: HIMMEL OG HELVEDE (9). 5. Rachel og Israel Rachlin: 16 AR I SISIREN (4). 6. Johannes Mollehave: TUSIND FLUER MED ET SMÆK (5). 7. Bjarne Reuter: NAR SNERLEN BLOMSTRER (3). 8. Suzanne Bregger: TONE (7). 9. Judith Krantz: PRINSESSE DAISY (8). 10. Amalie Skram: PROFESSOR HIERONIMUS - PÁSCT. JORGENdO). (Tölur innan sviga tákna stað viðkomandi bðkar I röðinni vikuna á undan. Byggt á Politiken Sondag). ikiartfröíi! ] [( MUNRO The Moons of jupiter tK>o( or.ínutv j. Iw-»f;k>ws. KANADÍSKAR SMÁSÖGUR THE MOONS OF JUPITER Höffundur: Alice Munro. Penguin Books, 1984. Kanadíski rithöfundurinn Alice Munro hefur vakið verulega athygli fyrir sögur sínar — ekki aöeins í eigin landi heldur einnig í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem smásagnasafn hennar, The Beggar Maid, kom til álita við úthlutun Booker-verðlaunanna áriö 1980. Þótt hún hafi skrifað skáld- sögur í fullri lengd þá eru smásög- urnar hennar sterka hlið. Fyrsta smásagnasafnið kom út í Kanada árið 1968 og hlaut þá helstu bók- menntaverðlaun þar í landi, þau sem kennd eru við kanadíska ríkis- stjórann. Þau verðlaun hefur hún reyndar hlotið tvívegis. I þessu smásagnasafni eru 11 sögur sem flestar gerast á heima- stöðvum höfundarins í Ontario. Söguhetjurnar eru konur á ýmsum aldri sem komast að raun um að ástin hefur margar hliðar og ekki ailar skemmtilegar. fk ,i> Ihemostdaitcgand oitgiíHlolallhet i»*Els’-A.N.V9ils»n mfm&Scsmi PAPPÍRSKILJUR Umsjón: Elías Snæland Jónsson LÆRISVEINNHEIM- SPEKINGSINS THE PHILOSOPHER S PUPIL Höfundur: Iris Murdoch. Penguin Books, 1984. Þessi 21. skáldsaga Iris Murdoch hefur af ýmsum verið talin eitt af hennar bestu verkum. Sögusviðiö er Ennistone, breskur bær sem frægur er frá fornu fari fyrir heilsulindir. Allt er slétt og fellt á yfirboröinu en undir kraumar svo um munar. Og þegar heimspekingurinn Rozanov snýr aftur til þessa heimabæjar síns eftir langa fjarveru breytist hf margra íbúanna sem hafa lent undir því ægivaldi sem heimspekingurinn nær á þeim sem hann umgengst. Þetta á ekki síst við um lærisvein- inn sem vísað er til í heiti bókar- innar og sem er svo langt leiddur að hann finnur sig knúinn til morð- tilraunar. Þetta er flókin og margslungin saga þar sem hatrömm barátta er háð milli góös og ills og persónum- ar veröa leiksoppar ástríöufullra tilfinninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.