Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 34
78 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Kardimommu- bærinn blekking eða veruleiki? Hver hefur ekki séð Kardimommu- bæinn? Jæja, þá gefst tækifæri til þess núna. Frumsýningin verður í Þjóðleik- húsinu á annan dag jóla klukkan fimm. Vegna fjölmargra áskorana. Það er hreinasti óþarfi að kynna Kardimommubæinn í löngu máli. Þetta leikrit Thorbjöms Egners hefur verið sýnt oftar en einu sinni hér á landi og það er alveg efalaust að börnin munu, nú sem fyrr, fara í röð til að sjá það. Leikritið er sívinsælt. Þess má geta að frumsýningardaginn verða rétt 28 ár liðin síðan Kardimommu- bærinn var frumsýndur samtímis í þremur norskum leikhúsum; fjórum árum síðar var hann kominn hingað til lands. Og hefur farið víðar. Kardi- mommubærinn hefur veriö færöur upp aftur og aftur í flestum löndum heims, allt frá Islandi til Kína og Japan, frá Rússlandi til Afríku og Ástralíu. Thorbjöm Egner samdi sjálfur tón- list og texta við leikrit sitt og teiknaöi aukinheldur leikmynd og búninga. Þýðinguna gerðu Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk, leikstjóri er Klemens Jónsson og höfundur dansa er Erik Bisted. Hljómsveitarstjóri er Agnes Löve og lýsingu annast Kristinn Daníelsson. Flestallar persónur leikritsins hafa fest rætur í hugum áhorfenda og lifa þar góöu lífi. Rennum nú yfir hlut- verkaskipan í þessari nýju uppfærslu: ræningjana þrjá, sem setja hvað mestan svip á verkið, Kasper, Jesper og Jónatan, leika þeir Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og örn Arnason. Skörungskerlinguna Soffíu frænku leikur Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson bregður sér í búning Bastíans bæjarfógeta. Skjóta má því að að Róbert var í sama búningi þegar Kardimommubærinn var f yrst sýndur á Islandi 1960. Uppi í turni sínum verður Tóbías gamli í gervi Baldvins Halldórssonar og gáir til veöurs, Sörensen rakari spilar enn á klarinett meöan hann sker hár fólks (Jón S. Gunnarsson), Pétur Einarsson er pylsugerðarmaðurinn, Siguröur Skúlason læst vera Berg kaupmaður og svo framvegis. Með önnur stór hlutverk fara Bryndís Pétursdóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Kristján Viggósson. Þá eru enn ótalin hlutverk þeirra fjölmörgu bama sem taka þátt í sýningunni. Þrjú þeirra em stærst: Brynja Gísladóttir leikur Kamillu litlu, Finnur Sigurðsson leikur Tomma og Gísli Guömundsson leikur Remó. Sam- kvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem Helgarblaðið hefur aflað sér taka nálægt fimmtiu manns þátt í sýningunni. Þá er hljómsveitin ekki talinmeð.aðósekju. Ræningjarnir taka til óspilltra málanna í turni Tóbiasar. Hann fórnar sjálf- ur höndum fyrir neðan stigann og Bastian bæjarfógeti er við öllu búinn. Ræningjarnir þrír í fyrstu uppfærslu Kardimommubæjarins á islandi: Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason. eins og endranær. Soffia frænka við hreingerningar — Kamilla litla og Tommi og asninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.