Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Síða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. Andlát Davið Ö. Grimsson húsgagnasmiöa- meistari lést 16. mars sl. Hann var fæddur á Langeyramesi í Dalasýslu 12. apríl 1904. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Kristjana Jóhannes- dóttir og Grímur Þorláksson. Hann kvæntist Sigríði Geirlaugu Kristins- dóttur og eignuðust þau hjónin sex böm. Utför Davíðs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Karl B. Björnsson lést 17. mars sl. Hann fæddist 12. september 1889 að Stuðlum viö Norðfjörð, sonur hjónanna Bjöms Þorleifssonar og Bjargar Mar- teinsdóttur. Karl kvæntist Lilju Einarsdóttur, hún lést árið 1980. Þeim hjónunum varð átta barna auðið. Tvö þeirra létust í frumbemsku. UtfórKarl- var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Sigríður Ámadóttir Steffensen lést í gærmorgun í Borgarspítalanum. Rannveig V. Guðmundsdóttir, Laufás- vegi, andaðist föstudaginn 22. mars sl. Utförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. mars kl. 10.30 f .h. Viggó E. Gíslason vélstjóri, Mávahlíð 24, lést 21. mars á heimili sínu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. mars kl. 13.30. Anna Konráösdóttir kennarí, Víðimel 23, veröur jarösungin miövikudaginn 27. mars kl. 15 frá Fossvogskirkju. Inga K. Þorsteinsdóttlr, Nýbýlavegi 58 Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju 27. marskl. 15. Guðlaug Andrésdótttr frá KerBngardal verður jarösungin frá Fossvogskapeilu miövikudaginn 27. mars kl. 10.30. Júlfus Jónsson lést 18. mars. Utfórin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 28. mars kl. 13.30. Fjóla Eyfjörð Gunnarsdóttir, lést í Bamaspítala Hringsins 19. mars. Jarð- arförin fer fram frá Langholtskirkju 28. mars kl. 13.30. Hans Olaf Hansen, Skovgárd, Fredensborg, Danmörku, lést þann 19. mars. Jarðarförinhefurfariöfram. Hinrik Jón Guðmundsson trésmiða- meistari, Bugðulæk 14 Reykjavik, lést i Stokkhólmi laugardaginn 23. mars sl. Jaröarförin ákveðin síðar. Július Amason frá Kolbeinsvík á Ströndum, Brekkustíg 14 Sandgerði, andaðist aðfaranótt 24. mars á Grens- ásdeild Borgarspítalans. Jón Þorsteinsson iþróttakennari and- aðist 24. þ.m. Jóhanna Margrét Jónsdóttlr, Hring- braut 107, andaðist föstudaginn 22. mars siöastliðin. Jarðarförin verður auglýst síöar. Laufey Hermannsdóttir, Krummahól- um 6, andaðist aö heimili sinu þann 23. mars. íslenskur lœknir dósent viö Læknadeild Háskólans í Lundi i Svíþjóð Dr. med. Einari Olafi Ambjömssyni lækni hefur verið veitt dósentstaða f sérgrein sinni, almennum skurðlækningum og bamaskurð- lækningum, við Háskólann í Lundi i Sviþjóö. Staða þessi veitist fyrir hæfni í starfi, rannsóknarstörf, kennslu og stjómun. Hann er fyrsti Islendingurinn sem veitist slfk staða í þessari sérgrein erlendis. Einar starfar sem deildarlæknir við bama- skurðdeild háskólasjúkrahússins i Lundi og stundar jafnframt þvi kennslu- og vísinda- störf. Eiginkona Einars er phil. cand. Runa Kerstin Ambjömsson deildarforstjóri, og böm þeirra em þeir Sven Arabjöm og Einar Mikael Einarssynir. Jasstónleikar All Stars í Nausti Sá einstæði viðburður fyrir jassunnendur, að samankomnir verða allir bestu jassleikarar landsins og taka sveifluna ásamt bresku jass- söngkonunni Beryl Bryden sem kölluð hefur verið „drottning bluesins” verður í Naustinu i kvöld, þriðjudagskvöld 26. mars og mið- vikudagskvöldið 27. mars. Sveiflan byrjar kl. 21.00 og stendur til kl. 03.00 bæði kvöidin. Beryl Bryden hefur meðal annars sungið með þekktum stjömum eins og Louis Armstrong og Lionel Hampton og fleiri. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Garðastræti 6, þingi. eign Snorra hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta i Rauðarárstfg 5, þingl. eign Stefáns Jökuls- sonar og Sigurbjargar Sverrisdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar i Reykjavík, Helga V. Jónssonar hrl., Ólafs Gústafssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101 og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Frakkastig 12A, þingl. eign Arnars Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudagínn 28. mars 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. BRÆÐUR Fyrsti varamaöur af lista Sjálf- stæöisÐokksins i Noröurlandskjör- dæmi vestra, Páll Dagbjartsson, tók sæti á Aiþingi í fyrsta sinn í gær. Páll er skólastjóri grunnskólans í Varma- hlíð í Skagafirði. Áöur en hann flutt- ist noröur í Skagafjörö var hann kennari í Vighólaskóla í Kópavogi. Aöspuröur sagöist Páll ætla aö flytja mál á Alþingi er varðar skóla- skyldu grunnskónanema. Telur hann aö skólaskyldu eigi aö ljúka eftir nám í 7. bekk. Mun hann leggja til aö aö skólaskyldunni lokinni krani til miöskóli og sérstakar námsbrautir. Nánari útfærslu á hugmyndum nýja þingmannsins, Páls Dagbjarts- sonar, leggur hann fram á þingi á næstunni. Páll er bróöir Björns Dag- bjartssonar annars þingmanns, Sjálfstæðisflokksins í Noröuriands- k jördæmi eystra. -ÞG Bræðumir og þingmennirnir Björn Dagbjartsson og Páll Dagbjartsson: annar í efri deild og hlnn í neðri, ann- ar úr vestra og hinn úr eystra kjör- dæmi Norðurlands. DV-mynd S. A ÞING Uppákoma í Austurstræti 1 tilefni af 66 ára afmæli Póstmannafélags Islands hyggst „Bréfberaleikhúsið Dúfan” vera með smáuppákomu í Austurstræti þriðjudaginn 26. mars kl. 15. St. Jósefsspítali, Landakoti, fær lungnaspeglunartæki Rebekkustúkan nr. 1 „Bergþóra” I.O.O.F. af- henti 28. febrúar St. Jósefsspítala, Landakoti, lungnaspeglunartæki í tilefni 55 ára stofnaf- mælis stúkunnar. Systrasjóður fjármagnar þessa góöu gjöf. 1 honum starfa 14 stúkusystur og vinna þær ýmiskonar handavinnu sem þær síðan selja innan reglunnar. Lungnaspeglunartækið er mjög þýðingar- mikið við greiningu ýmissa lungnasjúkdóma og mun auk þess koma að góðum notum við meðferð sumra þeirra. Þakkar stjóm spítalans af alhug höfðinglega gjöf. Myndin er tekin er Jónina Ingólfsdóttír yfirmeistari afhenti Loga Guðbrandssyni framkvæmdarstjóra lungnaspeglunartækið. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30* Kl. 11.30 Kl. 14.30 Kl. 17.30 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. A sunnudögum í apríl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. * Þessar ferðir falla niður á sunnudögum mánuðina nóvember, desember, janúar og febrúar. Fyrirlestur i vínfræðum, vínsmökkun Jean Rabourdin vínfræðingur, prófessor við vinakademíuna í París, flytur fyrirlestur á ensku um Bordeaux-víntegundir og vin- smökkunartækni í veislusalnum Þingholti, Hótel Holti, Bergstaðastræti 37, miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars kl. 16. Betra er að taka frá miða í Franska bókasafninu í síma 23870 milli kl. 17 og 19. Frá Reykjavík Kl. 10.00* Kl. 13.00 Kl. 26.00 Kl. 19.00 Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjark- arási við Stjömugróf laugardaginn 30. mars nk. kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjómin. Eiðfaxi, 3. tbL 1985, er kominn út. Þar er að finna margar góðar greinar um hesta og hesta- mennsku. Farið er í yfirreið um Amesþing og staldrað við á nokkrum bæjum, Bjöm Stein- bjömsson dýralæknanemi skrifar um jám- ingar, knúið er dyra hjá Jóni í Varmadal, síðari hluti umfjöUunar um Skagfirðinga er þar að finna svo og umfjöUun um fjórðungs- mót sem f yrirhugað er að halda á VíðivöUum i sumar. Islenskir hestar í Ameríku eru kynntir og fylgst er með tammningamannaprófi í Þorlákshöfn. Einnig em þar nokkrar smærri greinar. Draugasónatan LeikUstarfélag Menntaskólans við Sund sýnir Draugasónötuna eftir August Strindberg þriðjudaginn 26.3 kl. 20.30, miðvikudaginn27.3. kl. 20.30, fimmtudaginn 28.3 kl. 20.30. Leikstjóri er HUn Agnarsdóttir. Leikritið hefur hlotið góðar undirtektir sem frækilegur sigur ungs áhugafólks. Minningarspjöld Minningarkort Félags velunnara Borgarspítalans fást í upplýsmgadeild í anddyri spítalans. Einnig eru kortin afgreidd i síma 81200. „Frelsa heiminn og ráða KRON” — Flokki mannsins mistekst að ná völdum í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis „Ef menn viija frelsa heiminn veröa þeir í þaö minnsta að ráða KRON,” sagöi Þröstur Olafsson, formaður stjórnar KRON, í morgun. I gæricvöldi geröi Flokkur mannsins tilraun til að ná meirihluta i Breiöholtsdeild Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis en án árangurs. „Flokkur mannsins fór heldur umhliöa í þessum kosningum. Þó voru þeir búnir að smala mjög á fundinn og ganga i hús í Breiðholtinu í heila viku. Leikar fóru svo þannig aö þeir töpuðu, 87—13. Þeir hafa reynt þetta áöur annars staðar en alltaf fer þaö eins. Viö eigum von á þeim á KRON-fund í Kópavogiíkvöld.” -EIR. Tapað -fundið Snúður er týndur úr Kópavogi Hefur einhver séð þennan hvíta og gæfa fress- kött? Hann á að vera með hvíta ól með perlum. Vinsamlegast látið vita í sima 44736. Páfagaukur týndist í Breiðholti Grænn páfagaukur týndist frá Melseli sunnu- daginn 24. mars. Finnandi vinsamlegast hringiísima 78502. Lyklar fundust Lyklar fundust á hring, þrír saman, á bíla- stæði við Landspítalann 22. mars, um kL 15.00. Upplýsingar gefur Friðgeira Benedikts- dóttir í síma 71502. Grá papparúlla tapaðist Sl. sumar tapaðist grá papparúlla með vinnu- teikningum, líklegast á Gunnarsbraut. Finn- andi vinsamlega hafi samband við Dagbók DV. Fundarlaun. Kannski fæ ég eitthvað annað og meira spennandi að gera á næst- unni því forstjórinn hrósaði mér fyrir hugmyndaflugið hvað varðar stafsetninguna mína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.