Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
3
Bæklingum kastað upp i loft og troðið á þeim i Austurstræti. DV-mynd KAE.
„Það verður
þróunarfélag”
segir Steingrímur Hermannsson
„Það verður þróunarfélag. Ef
kemuríljósaðmenneigipeninga þá
á að reyna þetta,” sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í við-
tali við DV í gær.
Sagðist forsætisráðherra búast við
aö hann gæti lagt frumvarp til laga
um þróunarfélagið fram á Alþingi í
næstu viku. Eins og skýrt hefur verið
frá í DV hafa tvenn drög aö frum-
vörpum um þróunarfyrirtæki verið
til umfjöllunar hjá stjómarflokkun-
um. önnur drögin að þróunarfélagi
og hin að þróunarsjóöi. Framsóknar-
menn hafa verið hlynntari þróunar-
sjóðshugmyndinni en sjálfstæðis-
menn þróunarfélaginu.
Þróunarsjóðurinn, samkvæmt
drögum, yrði eingöngu í eign ríkisins.
í frumvarpi til laga um þróunarfé-
lagið er gert ráð fyrir að Fram-
kvæmdastofnun Islands verði lögö
niður en þróunarfélagið yfirtaki
eignir og skuldbindingar stofnunar-
innar.
-ÞG
Bréf berar teknir til yf irheyrslu:
Köstuðu bæklingi
frá AB í allar áttir
Uppákoma og kjarabarátta nokk-
urra bréfbera í Austurstræti á þriðju-
daginn viröist ætla aö draga dilk á eftir
sér. Leiklistarhópur, sem kallar sig
Bréfberaleikhúsið Dúfuna, kom þá
saman og vakti athygli á kröfum sín-
um.
Meöal þess sem gert var þarna var
að kastað var upp í loftiö ýmsum bækl-
ingum sem Póstur og sími hafði dreift í
hús. Einn þessara bæklinga var frá Al-
menna bókafélaginu. Antoni Kærne-
sted framkvæmdastjóra brá heldur í
brún er hann sá út um gluggann sinn
fallegan og dýran litabækling frá AB
vera fótum troðinn í Austurstrætinu.
— En var þetta ekki bara góð auglýs-
ing fyrir bókafélagið?
„Nei, ég met þaö ekki sem góða aug-
lýsrngu þegar dýrum bæklingi frá okk-
ur er kastað upp í loftiö og hann fótum
troðinn. Þetta eru mikil verðmæti og
Póstur og sími hefði átt aö skila okkur
þessum afgangsbirgðum,” segir Anton
í viðtali við DV.
Hann segir aö bréfberarnir séu þeg-
ar búnir að koma til hans og biðjast af-
sökunar og engir eftirmálar verði af
hálfu AB.
„Þetta er alvarlegt mál og við ætlum
aö láta fara fram rannsókn á því sem
þarna gerðist,” segir Björn Björnsson
póstmeistari við DV.
Hann segir aö þarna hafi verið kast-
að upp ýmsum bæklingum sem Pósti
og síma hafi verið falið að dreifa. Búið
var aö dreifa þessum bæklingum og
voru það afgangsbirgðir sem bréfber-
arnirhöfðutekið.
APH
ÆSKAN TEIKNAR
Hollir vinir — Heilbrigt líf, teikni-
samkeppni um fikniefni sem nú
stendur yfir í 6—9 bekkjum grunn-
skóla í tilefni alþjóðaárs æskunnar.
Vinátta er meginþema samkeppn-
innar. Þörfin fyrir félagsskap leiðir
stundum til skaölegrar neyslu
tóbaks, áfengis eða annarra fflrni-
efna segir í tilkynningu frá fram-
kvæmdanefnd keppninnar. Góðir
vinir geta hins vegar stuðlað aö heil-
brigðum lifsháttum og hjálpað hver
öörum aö forðast þær hættur sem
steðja að.
Búnaðarbanki Islands mun verð-
launa fimm bestu myndimar með
10.000 krónum hverja, auk þess fylg-
ir réttur til þátttöku í úrslitum al-
þjóðakeppninnar í ágúst í sumar.
Einnig verða veitt 25 aukaverðlaun
og allir þátttakendur fá viðurkenn-
ingarskjal.
Skilafresturíkeppninnier30. apríl
nk. Skólamir veita myndum viðtöku.
-EH
pfumn/on & vnu/on
Klapparstig 16.
Sími 27746 og 27113.
f—...... ^
MÁLARAMEISTARAR -
MÚRARAMEISTARAR -
BYGGINGARMEISTARAR OG
AÐRIR BYGGINGARAÐILAR.
Einstakt
tækifæri
Erum að selja lítið notaða
álvinnupalla með allt að
50% afslætti. Einnig selj-
um við þær birgðir sem við
eigum til á lager með 20%
afslætti til að rýma fyrir
nýjum vörum.
Allir okkar álvinnupallar
hafa fengið viðurkenningu
öryggiseftirlits á Norður-
löndum.
3 vikur frákr. 23.800.
•••
mmmmmil
Brottför:
3. og 17. aprfl
e i.og 27. maí
1 7. ji jní
8. og 29. júl lí
1 9.ágúst
9. og 30. sept.
21. október
í fyrsta skipti:
Flug og Bill á Mallorka
3 vikur frá kr.19.900. - 3 í bfl
Nú er hægt að njóta til fullnustu
fegurðar þessa vinsælasta
ferðamannastaðar Evrópu.
Með bíl til umráða er hægt að
skoða eftir eigin geðþótta alla þá fallegu
og áhugaverðu staði sem hér finnast.
Velja á milli baðstranda, veitingastaða
og leiktækjagarða eftir óskum fjölskyldunnar.
Umboö a Islandi fyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
OTCOfVTHC
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580