Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál Tryggingafélögin.: Hvers konar samkeppni erþetta eiginlega? „Hvers konar samkeppni er þetta eiginlega? Hvaö eru tryggingafélögin að tala um aukna samkeppni, auglýsa bónus og fara svo fram á 78% hækkun iögjalds bifreiðatrygginga frá í fyrra þegar vísitala framfærslukostnaöar hef ur hækkaö um 28% á sama tíma? ” Spuminga sem þessara hafa bif- reiðaeigendur spurt sig aö undanfömu í kjölfar þess aö iðgjöld bifreiöa- trygginga voru hækkuð um 68% þann 8. marssl. Það var þó ekki sú hækkun sem tryggingafélögin fóru fram á, því eins og fyrr segir: þau báöu um 78% hækkun. Tryggingaeftirlitiö lækkaði sem sé örh'tið. En þó ekki nóg miðað við þær fyrirspurnir sem rignt hefur inn á ritstjórn DV að undanförnu um hækkunina. Fer það saman að auka bónus og hækka iðgjaldið? Rifreiðaeigendur viröast margir hverjir vera ansi reiöir. En lítum á málið. Fer það saman hjá trygginga- félögunum að auglýsa hærri bónus, afslátt, á sania tíma og iðgjöldin hækkaum68%? Erlendur Lárusson hjá trygginga- eftirliti ríkisins. „Jú, það fer saman. Vegna þess að því hærri sem afsláttur trygginga- félaganna, bónusinn, er á iðgjöldum þeirra sem ekki valda tjóni því hærri þurfa iðgjöldin að vera til að standa undirtjónunum.” Að sögn Erlendar er það iðgjaldiö, taxtinn, sem hækkaði um 68%. Heild- ariögjaldstekjur tryggingafélaganna hækka um 57%. „Astæöan er sú, að búið er að meta áhrif bónussins.” Kemur gamla kerfið betur út fyrir mig? — Nú auglýsa tryggingarfélögin bónus, bónus, og meiri bónus, 55%, eða 65% eða 70%, eftir atvikum. — Borgar sig fyrir mig að fá gamla bónusinn, 50% á lægra iðgjald eða þann nýja til dæmis 70%, á „hátt” iðgjaid nú? „Maður sem fer úr 50% bónus, segjum í 70% eins og þú talar um, hann borgar nánast þaö sama i krónum taliö og í fyrra, þrátt fyrir hækkun iðgjalds- ins, taxtans, um 68%.” Og Erlendur bætti viö: „Hið nýja bónuskerfi borgar sig því greinilega í því dæmi sem við tókum.” Þetta leiðir okkur aftur að spurn- ingunni, hverjir tapi á þessu nýja bónuskerfi. Svarið virðist einfalt; þeir sem engan bónus hafa, þeir sem ekki hafa ekiðtjónlaust. Dýrara en áður að missa bónusinn „Þessar nýju bónusreglur tryggingafélaganna eru tvímælalaust búnar að skerpa línurnar á milli þeirra sem aka tjónlaust og þeirra sem valda tjóni. Þaö er orðið dýrara en áður að missa bónusinn. Hinar nýju reglur virka því mun meira hvetjandi á bflstjóra til aö aka tjónlaust. Þaö eru þeir sem engu tjóni valda sem njóta góðs af hinum nýju reglum. Og þannig er þetta nýja kerfi meira í átt til þess fyrirkomulags sem er í nágrannarikjunum.” En hvaö þýðir 68% hækkun iögjalds- taxtans á heildarafkomu tryggingai- félaganna? Þau fóru jú fram á 78% hækkun frá því í fyrra? Tjónakostnaður 600 m. kr. — iðgjaldstekjur 600 m. kr. „I áætlun okkar gerum við hjá tryggingaeftirlitinu ráð fyrir að tekjur tryggingafélaganna af iðgjöldum bifreiðatrygginga verði 600 milljónir króna á yfirstandandi ári. Það er sama upphæð og áætlaður tjónakostnaður á árinu.” — Nú spyr fólk sig, Eriendur, hvort tekið sé tillit til vaxtateknanna af iðgjaidsgreiöslunum? Það sem ég á við er að iðgjaldið er greitt 1. mars og er því fyrirframgreiðsla fyrir þau tjón sem síðar kunna að vera á árinu? „Jú, þaö er tekið tillit til þessara vaxtatekna tryggingafélaganna þegar iðgjaldið er fundið út. Fyrir þetta ár er tjónakostnaður áætlaður 540 milljónir og rekstrarkostnaður 150 milljónir. Þetta gerir 690 milljónir króna. Vaxtatekjurnar af iðgjöldunum „En þar sem vaxtatekjur trygg- ingafélaganna vegna iðgjaldanna eru 90 milljónir króna þá lækkar liðurinn reksturskostnaður um þessa upphæö. Nettókostnaður er því 600 milljónir króna. Og iðgjaldstekjur á móti eru 600 milljónir.” Eins og lesendum er eflaust kunnugt fóru fram nokkrar umræður á síðasta ári um tryggingamál hérlendis og þá sérstaklega stööu nokkurra trygg- ingafélaga vegna áfalla á erlendum endurtryggingarmörkuðum. — Er staða einstakra trygginga- félaga nú þannig að þau ráði ekki við nýja bónuskerfið, það verði þeim ofviða? „Staöa tryggingafélaganna er mjög misjöfn en staða engra þeirra er svo slæm að þau ráði ekki við hinar nýju reglur.” Talandi um stöðu trygginga- félaganna. — Hver var afkoman, Erlendur, á síðasta ári varðandi bíla- tryggingarnar? Tryggingafélögin töpuöu 65 milljónum króna „Síðasta ár reyndist trygginga- félögunum ekki hagstætt varðandi bif- reiðatryggingar. Aætlað tap þeirra er upp á 65 milljónir króna. Það er þannig tilkomiö aö tjónakostnaður var 485 milljónir króna, á móti tekjum af iðgjöldum, 420 milljónum króna. Og ástæðan fyrir þessu tapi er sú að á síðasta ári urðu fleiri slysatjón en reiknað var með — og jafnframt alvar- legri. Auk þess hækkuöu iðgjöldin í fyrra aðeins um 10 prósent miðað við áriö á undan en kostnaður reyndist eiga eftir aö hækka um 20 til 45%, misjafnt eftir kostnaðarliðum.” 260% hækkun frá '82 1 þessu sambandi gat Erlendur þess að iðgjöldin hefðu hækkað um 260% frá 1982, en heildariðgjaldstekjur (með tilliti til bónussins) hefðu hækkaö um 226%. Á sama tíma hefði framfærslu- vísitalan hækkað um 248%. Erlendur bætti við að ekki væri alveg sanngjarnt að miða við framfærslu- vísitöluna því réttara væri að athuga t.d. hvað viðgerðarkostnaður hefði hækkaö og hvað verð á nýjum bílurn hefði hækkaö. Þetta réði því hvert meðaliðgjaldið yrði á hvem bíl. Þá er rétt að skjóta því hér inn í að ekki er séð fyrir um fjölda tjóna eða þá hve alvarleg tjónin á bilunum veröa. Þá er ekki hægt að sjá fyrir hve fólk slasast alvarlega, en þegar slysatjón eru bætt er tekið tilUt til tekjutaps viðkomandi. — ferþaö samanhjá tryggingafélögunum að auglýsa hærri bónus á sama tfma og iðgjöldin eru hækkuð um 68 prósent? Vátryggingarupphæðin 12,7 milljónir Hvað hafa vátryggingarfjárhæðirn- ar bækkað mlklð, Erlendur? „Vátryggingarfjárhæðirnar hafa hækkað úr 10 milljónum króna í 12,7 milljónir króna. Og sjálfsábyrgöin hefur hækkaö úr 3.500 krónum í 4.500 krónur.” Hinar nýju bónusreglur eru nokkuð mismunandi eftir tryggingafélögum. Ekki skal hér getið einstakra tryggingafélaga en meginreglan er þessi: 55% bónus eftir 5 ára tjónlausan akstur, 65% bónus eftir 10 ára tjón- lausan akstur. Og 11. árið kemur þá frítt á eftir. Að minnsta kosti tvö tryggingafélög eru með 70% eftir 8 ára tjónlausan akstur. Samfleytt hjá sama tryggingafélagi Þegar menn skipta á milli tryggingafélaga halda þeir bónusnum frá gamla trygginga- félaginu. Hámarksbónuss njóta menn þó ekki nema hafa tryggt samfleytt hjá tryggingafélaginu í tilskilinn ára- fjölda. Iðgjald tryggingar á venjulegri fólksbifreið er við 68% hækkunina komið í 12.000,- kr. á ári. Maður sem fær 70% bónus. greiðir því 30% iðgjaldsins, eða 3.600 kr. Hvar í ósköpunum er þessi samkeppni? En við hófum þessa umfjöllun um samkeppni sem svo mikið er talað um hjá tryggingafélögunum. Hvar í ósköpunum er hún. ef kjörin hjá tryggingafélögunum eru yfirleitt þau sömu? „Samkeppnin kemur fram í lipurri þjónustu við viðskiptamennina, til dæmis bjóða sum félögin upp á að skipta iðgjaldinu, greiðslunum. Nú og þá eru sum tryggingafélögin lipurri i tjónauppgjörum en önnur,” sagði Erlendur. Hvað með algjört frelsi hjá tryggingafélögunum? En hvað með að gefa þetta alveg frjálst? Leyfa tryggingafélögunum virkilega að kljást á markaðnum og gefa þeim f relsi til að ákveða iögjaldið, taxtann og einnig bónusinn? „Min skoðun er sú aö þaö veröi að vera ákveðnar reglur í þessum efnum. Þannig er það alls staðar erlendis. Og ég tel að hinar nýju bónusreglur félaganna, það að fjölga bónus- flokkunum, færi okkur nær því eins og það ererlendis.” -JGH Iðgjöld bifreiðatrygginga, taxtinn, hefur hœkkað um 68% á milli ára. Tryggingafálögin fóru fram á 78%. Nýju bónusreglurnar eru sagðar skerpa linurnar, hvetja til tjónlauss aksturs. Þannig eru tjónlausir ökumenn látnir njóta góðs ó kostnað hinna. Það er nefnilega orðið dýrt að missa bónusinn, Fryst loðna: Japanir leita nú til Kanadamanna — „bagalegt að kaupendur geti ekki treyst okkur” „Hvað gerist? Jú, það sem gerist er aö Japanir leita nú til Kanada- manna um að fá þá frystu loðnu sem við gátum ekki látið þá fá,” sagöi Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Verkfalliö kom á alversta tíma. Það hefði ekki getað komið á verri tíma. Utkoman var súað viö frystum um þúsund tonn af loðnu en Japanir vildu fá um 5 þúsund tonn af frystri loðnufráokkur.” Eyjólfur sagði að þaö væri mjög bagalegt að kaupendur okkar erlendis gætu ekki treyst á okkur eins og raunin varö á í þetta skiptið varöandi frystu loðnuna. Og svo kann að fara aö Japanir setji allt sitt traust á Kanadamenn í framtíðinni. Að sögn Eyjólfs Isfelds veiða Kanadamenn nánast eingöngu íloðnufrystingu. Þeir fyrir vestan hafa áður komiö til bjargar. I fyrra brást loðnu- frystingin hjá Norðmönnum, varð 6500 tonn miðað viö 18 þúsund tonn árið 1983. Kanadamenn notuðu tækifæriö og juku sína loönufrystingu úr 11 þúsund tonnum í 18 þúsund tonn. Tíminn leiðir svo i ljós hvort Kanadamenn „hirða" Japans- markaðinn á frystri loðnu fýrir fullt og fast. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.