Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 13 SSTUDIO SUY3TJ5TOF/.N SALOON SÓLSKIRÝKJ/IN 5ÓLHUSIÐ STOE/iN n ekki j 8 mmmm Bankar og búsifjar Á Islandi eru um 200 afgreiöslu- staðir banka, sparisjóða og annarra innlánsstofnana. Þetta er há tala í þjóðfélagi sem samanstendur af innan við kvartmilljón íbúa. Bankar eru rándýr fyrirtæki í rekstri enda er kostnaður við stofnun og rekstur mjög mikill. Þeir eyða fremur en afla tekna í þjóðarbúið og hafa um- fram allt óæskileg þensluáhrif í þjóö- félaginu. Einkenni banka eru mikill íburður í húsnæði og öllum búnaöi. Aberandi eru rándýrar innréttingar, dýr listaverk og jafnvel marmari. En eitt er sérstaklega áberandi á Islandi sem vart verður séð annars staöar: bankar á Islandi eru tiltölu- lega mjög smáir vexti. Ef athugaðir eru reikningar þeirra, sést berlega hversu rekstrarkostnaður banka er hátt hlutfall af allri veltu. Eiginfjár- myndun er í lágmarki þannig að möguleiki til útlána verður af þeim sökum freklega skorinn við nögl. Reksturinn nánast etur upp þá grein bankastarfseminnar sem er einna þýðingarmest: útlánahæfni bank- anna er í lágmarki þannig að lána- starfsemin er að verulegu leyti fjár- mögnuð meö yfirdrætti hjá Seðla- bankanum. Sá banki þrífst vel á þeim yfirdráttarlánum, enda einn megintekjustofninn á þeim bæ, og segir það sitt um ástandið í þessum efnum. Skortur á lánsfé Hérlendis er feikilegur skortur á iánsfé. Mikið er fjárfest og að miklu leyti er það gert með lánum. Því miður eru áberandi óarðbærar og lélegar f járfestingar sem keppa um lánsfjármarkaðinn við þær betri. Veldur þetta eðlilega langtima láns- fjárskorti sem ekki er til að bæta úr vandanum. Lánsfjáreftirspurnin keyrir upp vextina sem kann að gera arðbærar fjárfestingar arðlausar vegna hækkandi og umtalsverða vaxtagreiöslna. Arðsemi ber að meta með hliðsjón af útlögðum kostnaði sem aldrei má fara fram úr þeim ávinningi sem aflað er. Spuming er hversu mikil áhrif óhófleg þensla bankakerfisins hefir haft á íslenskt þjóðlíf. Ljóst er að of- vöxturinn hefir haft í för með sér mikinn óþarfakostnað í fjárfesting- Kjallarinn GUÐJON JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR nefnt eitt dæmi: Eimskipafélag Islands er eitt af elstu og stærstu fyrirtækjum á Islandi. Ársreikning- ar 1982 báru með sér að 11% af rekstri fóm í laun og launatengd gjöld. Hverju skyldi fjármagns- kostnaöur sama fyrirtækis sama ár hafa numið? „Fjármagnskostnaður umfram tekjur,” eins og segir í árs- skýrslunni, nam 12% eða heilu prósenti meira en launin, og er þetta þó í hópi þeirra fyrirtækja sem veita mjög mörgum vinnu! Eim- skipafélagiö er álitið mjög vel rekiö fyrirtæki. En ætli ekki hefði verið unnt að greiða starfsfólki hærri laun fyrir vinnuframlag sitt og erfiði ef vextir hefðu veriö lægri? Island er ekki láglaunaland með einar hæstu þjóðartekjur á íbúa af engri ástæðu! Einföldum bankakerfið Þeir sem þessar línur sjá og lesa w „Telja má fullvíst aö ofvöxtur bankakerfisins kalli á hærri vexti til allra framkvæmda sem veldur vanda viö greiðslu mannsæmandi launa á vinnumarkaðinum.” um og rekstri, sem kemur aldrei nokkurn tímann til með aö skila af sér raunverulegum arði fyrir þjóðfélagið í heild. Þessir fjármunir eru teknir frá frumframleiöslunni sem úrvinnslugreinunum á þann veg að kostnaöur þessara atvinnugreina verður hærri en eðlilegt verður að teljast. Telja má fullvíst að ofvöxtur bankakerfisins kalli á hærri vexti til allra framkvæmda sem veldur vanda viö greiðslu mannsæmandi launa á vinnumarkaðinum. Vaxta- kostnaöur fjölmargra fyrirtækja er töluvert hærri en t.d. launakostnaður og einhvern tíma hefði slíkt ástand verið túlkað sem dauðadómur við- komandi fyrirtækis. Hér verður mega hins vegar ekki skilja mál- flutning undirritaðs á þann veg að hann vilji hlut banka sem minnstan og jafnvel vilji útrýma þeim og það sem fyrst. Nei, þvert á móti, bankar eru nauðsynlegir í nútímaþjóðfélagi en hér gildir sem oftast það forn- kveðna: bankakerfinu verður að sníða stakk eftir vexti þjóöfélagsins og gera þaö hæft til að fullnægja þeim þörfum sem eru á þessu þröngt afmarkaða sviði. Bankastarfsemin á að leggja landi og lýð hönd til upp- byggingar og framfara en ekki eta landsmenn út á húsganginn. Banka- kerfið ber aö einfalda og því fyrr — því betra. Guðjón Jensson. Einstakt tækifæri. Höfum til sölu Mercedes Benz Unimog árgerð 1960, pallbíl. Bíll þessi hefur læst drif á öllum hjólum, 40 cm undir kúlu, burðargeta 2 tonn. Hann er með blæjuhús að framan og pall að aftan. Verð aðeins kr. 124.000,00. pfumflxon & VAL/ron Klapparstig 16. Sími 27745 og 27113. Við höfum lagt traust okkar áOSRAM „Einkenni banka eru mikill íburður i húsnæði og öllum búnaði. Áberandi eru rándýrar innréttingar, dýr listaverk og jafnvel marmari." UNIMOG TIL SÖLU ORIENT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.