Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
39
Peningamarkaður
Sandkorn
Sandkorn
Háleitt
markmið
Fjóröungssambaud
Norðlendinga virðist nú
eiga undir högg að sækja ef
marka má umræður um
það á fundi bæjarstjórnar
Akureyrar nýlega.
A fundinum iögðu þrír
bæjarfuUtrúar fram at-
hyglisverða tiUögu. Sam-
kvæmt henni fól bæjar-
stjórnin bæjarstjóra að
gera fyrir maílok greinar-
gerð um það „hvert gagn
Akureyrarbær hafi af því
fjármagni sem veitt sé tii
Fjórðungssambands Norð-
lendinga”. Hyggst bæjar-
stjórnin taka afstöðu til
þess hvort fjárframlögum
verði veitt frekar til Fjórð-
ungssambandsins, að feng-
inni greinargerð bæjar-
stjóra.
A fundinum kom fram
vantrú einstakra bæjarfuU-
trúa á gagnsemi Fjórðungs-
sambandsins. Til dæmis lét
Jón Sigurðsson, einn
þríggja fuUtrúa, sem að til-
lögunni stóðu, þau orð falla,
að stundum virtist sem
Parkinson-lögmáliö réði
ferðinni og Fjðrðungssam-
bandið hefði ekkí annað
markmið en að viðhalda
sjálfu sér.
Enginn
styrkur
Það fór ansi hreint ilia
með norsku gestalúðra-
sveitina sem ætiaði að
heimsækja Lúðrasveit
Akraness næstkomandi
sumar. Sitja meðlimir hinn-
ar síðarncfndu eftir með
sárt ennið, og þykjast hafa
verið grátt leiknir af bæjar-1
stjóminni á Skaganum. |
Kristján Ingólfsson, for-
maður Lúðrasveitar Akra- i
ness, greinir frá þessum ó-
föram öUum í viðtali við
Skagablaðið: i
... skjótum upp fána,
skært túðrar hfjórtta..,
„Þannig er mál með
vexti að fyrir tveim árum
tókum við á móti norskri
j lúðrasveit fy rir hönd bæjar-
;ins og Norræna félagsins.
Síðan fóru helstu forkólfar
'iæjarins út tU þcirra á
nóti meðan við sátum eftir
leima.
Nú stóð til að fá lúðra-
sveitina hingað aftur í sum-
ar og sendum við bæjar-
stjóra bréf með beiðni um
styrk til þess að geta borið
þann kostnað. En við höfum
ekki fengið neitt svar, þann-
I ig að þetta er dottið upp fyr-
ir. Það veröur ckkert af
j þessu héðan af.”
Manni getur nú sárnað
minna. En „bæjarfor-
kólfarair” fengu þó alténd
ferðina sína til Noregs.
SPEOflUST
Kuwait
Generous Tax Free Salary
Married Status
Free Accommodation, Medical Insurance, Flights etc.
This challengmg opportirtl^WelormuíalOTOl an nWS year
ity tor all traming withm the centre to inc ua , ds and t00iSi
a—Kuwa"-,or bo,hb,oad_
based and sktll-specilic iraining.
tH Arabíu
Það varð uppi fótur og
töluverð fit þegar við
greindum frá girnUegum
atvinnumöguleikum í
Saudi-Arabiu. Samkvæmt
traustustu heimUdum geta
tölvumenntaðir ráðið sig
þangað fyrir dágóð mánað-
arlaun, eða allt að 300.000 á
mánuði — skattfrjálst.
Ymis hlunnindi fylgja svo í
kaupbæti.
Mínusinn í þessu öllu er
hins vegar sá að menn
vcrða að ráða sig til fjög-
urra ára minnst. Svo er líka
áfengisbann í Saudi-Arabiu
og nágrenni.
En þrátt fyrir þessi
varnaðarorö hafa ailmargir
haft samband við DV og
leitaö eftir nánari upplýs-
ingum. Því cr til að svara
að umrædd störf, og fleiri,
eru oftlega augiýst í
Evrópublöðunum. Má þar
tii dæmis benda á Sunday
Times. Það er því
árangursríkast fyrir þá
sem vUja kynna sér málið,
en setja ekki fyrir sig ianga
bindiskyidu og vínbann, að
lita i umrædd blöð. Þá ætti
eftirleikurinn að verða til-
töiulega auðveldur.
Engin
afstaöa
Stebbi og Stína voru búin
að vcra hamingjusamlega
gift í tvo mánuði. Og þá
brast fyrsta rifrildið á, cins
og þrumuveður. Þegar
ungu hjónin höfðu hnakkrif-
ist góða stund, án þcss að
annað hefði betur en hitt, sá
Stina þann kost vænstan aö
hringja í mömmu.
Sú gamla kom þegar á
þeysispretti. Þegar hún
hafði heyrt málavöxtu
reyndi hvor rifrildisseggj-
anna fyrir sig að fá hana á
sitt band.
„Eg mun aldrei taka af-
stöðu i ykkar málum,”
sagði tengdamóðir Stefáns
með þjðsti, og bætti svo við:
„Það sagði ég þér raunar
strax, Kristín, um leið og þú
ákvaðst að giftast þessum
beinasna.”
Umsjón.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmýndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
AUSTU RBÆMRBÍÓ— LÖGREGLUSKÓUNN
★ ★ ★
LOGREGLUSKOLI
FYRIR ALLA
Innlán með sérkjörum
Alþýöubaukinu: Stjöraureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar tii
þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað
innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
amir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörau reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
ínnstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 31% og ársávöxtun 31%.
Sérbék fær strax 30%nafnvexti,2% bætast
síðan við eftir þverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir niu
mánuði. Ársávoxtun getur brðið 37.31%
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs-
ávöxtun sé innstæöa óhreyfð. Vextir eru
færðir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 36%
nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
jaman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega^
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvera ársfjórðung eru þeir hins
vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir hún umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 2.1% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
*
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils
það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Abót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg-,
ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum
sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án
verðtryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gUda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reUmingurinn er
óbundinn. Um hann gUda fjögur vaxtatímabU
á ári, janúar—mars, apríl—júní, júU—
september, október—desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gUda. Hún er nú ýmist
,á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með,
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
. Sé lagt inn á miðju tímabUi _og inn stæða
látin óhreyfð næsta tímabii á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
feUur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir
reiknast þá 24%, án verðtryggingar.
íbúðalánareikniugur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Spamaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200%
miðað við sparnað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert spamaðartímabU. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru
stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4.—
6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12
mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út
af reikningi á einhverju vaxtatímabUinu,
standa vextir þess næsta tímabU. Sé
innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi
er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6
mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gUdir sem
betri reynist.
Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserislegá á tímabilinu,
fyrst 10. júU næstkomandi. Upphæðir eru 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til
10. júh 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR
19jl5, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánm eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög i 'isjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverium sióði
eftir aðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um hfeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóöum.
IMafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
þess tima 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í
því tilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
;seinni sex mánuðina. Lokatalan verður
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir
I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir
á ári reiknast 48%, dagvextir eru því 0.1333%.
Vísitölur
Lánskjaravísitalan
fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í
febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvísitalan
fýrir fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig.
Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins
1984. Miðað er við 100 í janúar 1983.
Lögreglu8kólinn (Poiice Academy).
Leikstjóri: Hugh Wilson.
Handrit: Neal Israel, Pat Profit og Hugh Wil-
son.
Kvikmyndun: Michael D. Margulies.
Tónlist: Robert Folk.
Aöalleikarar: Steve Guttenberg, G.W Bailey,
Bubba Smith og Kim Catrall.
Það verður ekki mikil ánægja
meðal yfirmanna lögreglu í
amerískri stórborg þegar borgar-
stjórinn, sem er kvenmaður, skipar
svo fyrir að engir skuli undanskildir
við val á lögregluþjónum í borginni;
sem sagt galopnar lögregluskólann
fyrir öllum sem vilja, hvemig sem
þeir eða þær eru í vexti.
Þetta notfæra sér margir af fús-
um vilja og hyggjast hefja nýtt líf
sem lögregluþjónar. Það er því nokk-
uö skrautlegt Úð sem mætir til skrán-
ingar.
Einn er það þó sem neyddur er til
aö fara í skólann. Er það Mahoney
(Steve Guttenberg) sem á erfitt með
að komast hjá ýmsum vandræðum.
Frændi hans, sem er yfirmaður í lög-
reglunni, segir hann annaðhvort fara
í skólann eða lenda í fangelsi. Hann
hugsar ekki um annað en að reyna að
láta reka sig úr skólanum.
Af öðrum sem koma mikiö við
sögu má nefna Hightower (Bubba
Smith) eins og nafniö bendir til er
þar á ferðinni risi sem hefur marga
kosti sem lögregluþjónn. Aðalvanda-
mál hans er samt það að hann hefur
ekki keyrt bíl síðan hann var tólf ára.
Þá er Jones (Michael Winslow)
gæddur þeim kostum að hann getur
Nýútskrifaðir lögreglunemar.
hermt eftir öUu mögulegu og ósjald-
an vekur hann mikinn hlátur í kvik-
myndahúsinu. Svona mætti lengi upp
telja þar sem hver karakter í þessari
makalausu kvikmynd hefur sína sér-
stöðu. Ekki eru undanskildir lög-
regluþjónamir sem fá það verkefni
að þjálfa þennan vonlausa hóp eins
og hann birtist í fyrstu.
Það er margt braUað í þessari
ágætu gamanmynd og flest er það
fyndið. Það er sérstaklega fyrri hluti
myndarinnar sem kitlar hláturtaug-
ar áhorfenda svo um munar. Fara þá
leikararnir á kostum, enginn þó
meira en Michael Winslow sem á
hverja senuna á fætur annarri. Eins
er David Graf kostulegur í hlutverki
Tackleberry sem á þá ósk heitasta
að lenda í alvöru byssuleik og reynir
oft að sýna hversu töff lögga hann
geti orðið, yfirmönnum sínum tU
mikiUar mæðu.
Aðeins dettur dampurinn úr
myndinni þegar komið er að löngu
lokaatriði sem er allsherjar uppþot í
borginni sem verður þegar einn lög-
reglunemanna kastar epli út um
gluggann á bilnumsinum.
Þetta atriði er þrátt fyrir fyndin
augnablik, allt of langt og verður
yfirþyrmandi í heUd. Eins og vænta
mátti útskrifast nemarnir með mikl-
um sóma, aðalkennara þeirra ekki
til mikillar ánægju. Það atriði hefur
oft sést á hvíta tjaldinu. Hér er það í
lítið breyttri útgáf u.
Þrátt fyrir þessa smáannmarka
er Lögregluskólinn í heild fyndin þar
sem fer saman fyndið handrit og
góður karakterleikur.
Hilmar Karlsson.
VEXTIR BANKA OG SPARISJðÐA 1%)
INNLAN með sérkjörum sj« SERUSTX illli iiifiniiiii li ii
innlAn överðtryggð
SPARiSJÓOSBÆKUR úbumfin mstttða 244) 245 .245 245 245 245 245 245 245 245
SPARIREIKNINGAR ]pmánð.un»gn 274) 285 275 275 275 275 275 278 275 275
l'*>NWl*l 364) 391 305 315 365 315 118 305 315
324) 345 325 315 328
18 mánaéi uppsögn J74) 40 A 375
SPARMÐUR - LANSRETTUR Sparað 3-5 mánuði 274) 275 275 275 278 275 275
Sparað 6 mán. og maira 31,5 - _ 305 275 275 318 305 308
innlAnsskIrteim TI6 ménaða 324) 34.8 305 315 315 315 328 315
TÉKKAREIK NMGAR Avfeanaraðuangar 224) 225 185 115 195 185 195 115 188
Hiauparaiuiingar 194) 165 185 115 195 125 185 185 188
innlAn verðtryggð - —
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða upptógn 44) 45 25 05 25 15 2.71 15 15
6 minaða uppsógn 65 65 35 35 35 35 35 25 35
innlAn gengistryggð _
GJALOEYRISREIKNINGAR Bandwikjado&rar 15 95 15 85 U . 75 75 75 88
Slnfngspund 135 95 105 115 135 . 105 105 105 85
Vaatur-þýsk mórf 65 45 45 65 M . 45 45 45 48
Oanskar krðnur 105 95 105 U 1U 105 105 105 15
iítlAn óverdtryggð
ALMEKNIR VlXLAR Iforvaxtx) 315 315 315 315 315 315 315 315 318
VIOSKIPTAVlXlAn (forvextx) 325 325 325 325 325 325 328 325 325
ALJMENN SKULDABREF 345 345 345 345 345 345 345 345 345
VmSKIPTASXULDABREF 355 365 355 365 355 365
HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttur 325 325 325 325 325 325 325 325 325
ÚTlAN verðtryggo — W — — * —
SKULDADREF Að 2 1/2 éri 45 45 45 45 45 45 45 45 48
Langri m 2 1/2 ár 55 65 65 55 65 65 55 55 58
ÚTlAN Tll FRAMLEIÐSLU
VEGNA INNANLANDSSÓLU 245 _ 2«. 245. 245. 245. 245. 245. 248
VEGNA ÚTFLUTNINGS SDR rafcmmynt 1.76 1.76 176 6.75 6.75 1.71 1.75 6.76 1.71
★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit