Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 44
44 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Díana á við vandamál að stríða og þykir flestum sem það sé ekki mjög konunglegt. Hún á það til að naga ncglurnar. Hún hefur nú lýst yfir að hún sé ráð- þrota og lýsir eftir ráðum tii hjálpar. Menn geta skrifað til Buckingham-hailar ef þeir luma á holiráðum. Þeir óttast um lif sitt i Amcríkunni. Ekki cr að undra, ef tekið er mið af öllum þeim dusil- mennum sem þar þrífast. Georgc Harrison er skelfdur. Það sést best á því að um 170 herbergja hús sitt hefur hann dreift skipulega myndavélum, viðvörunarbjöllum, hitanemum og nýlcga keypti hann símaiínu scm er tengd bcint næstu lög- reglustöð. Nýlega gekk Olivia Newton- John í þaö heilaga með sér 12 árum yngri manni, Matt I.atanzi. Þau hjón voru ekki fyrr komin út á kirkjutröppurnar en þau tókust á loft og fiugu alla leið til Parísar, háborgar tískunnar, þar sem þau eyddu hveitibrauðsdögunum. Kn hún er með margt í deiglunni, hún Olafía, því að hún er að reka cndahnútinn á nýja plötu og er jafnvel að veita fyrir sér ieik í nýrri kvikmynd. Dallas-stjarnan Sue Ellen hefur gcrt það gott peningalega mcð feik sínum í Dallas. Hún ku nú ekki vita aura sinna tal. Þetta hefur gert henni kleift að Iáta draum sinn rætast. Hana hefur lengi dreymt um að cignast tamningarstöð, og hana á hún nú. Hún hefur nýlega opnað tamningarstöð skammt frá Los Angeles. Já, þeir ríku eiga sér líka drauma. Sviösljósið Sviðsljósið Refurinn blekkir björninn og slönguna en hérinn sér i gegnum hann Listahátíð verslunarskólanema: RAUÐHETTA Á STUTTU PILSI OG ÚLFUR í LEÐURJAKKA Fyrir stuttu var haldin í Verzlunar- skólanum menningarvika og bar hún nafnið Mínerva. Listafélag skólans hafði veg og vanda af vikunni. 1 tengslum viö Mínervu fór fram myndlistar- og ljósmyndasamkeppni auk þess sem gefin var út bók meö sögum og ljóðum eftir nemendur. Hápunktur listahátíðarinnar var uppfærsla á sögunni um Rauöhettu í leikgerð og undir leikstjóm Helga Bjömssonar. Leikritið gerðist í byggingarhverfi í nútímanum og að sama skapi höfðu persónurnar for- framast í því umhverfi sem umlykur unglingaáriðl985. Rauðhetta gengur af staö til ömmu sinnar í stuttu pilsi og sækist eftir því aö ögra úlfinum. Ulfurinn er sterkur leðurjakkatöffari sem getur allt og allir eiga að vera hræddir viö. Hann glamrar á rafmagnsgítar og kirjar falskan óð. Til sögunnar koma fleiri dýr úr skóginum; refurinn sem er hygginn gróðabraskari, bjöminn sem er gefinn fyrir raggí tónlist, slangan í þröngum glansbrókum og hérinn í æfingagallanum sínum. Rauðhettu tekst að snúa á úlfinn í fyrstu atrennu en heima hjá ömmu tekur úlfurinn Rauðhettu án þess að hún geti eöa vilji streitast á móti. Á myndunum héma á Hundur veiðimannsins tekur slönguna traustataki síðunni sjáum við atriði úr Rauöhettu, kvöld í hátíðarsal Verzlunarskólans kl. en síðasta sýning á verkinu verður í 20.30. „Passaðu þig svo, Rauðhetta mín, é leiðinni til ömmu." Pabbinn og Rauðhetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.