Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 19 Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál „Aumingjar ef við náum ekki fjörutíu þúsund tonnum á næstu 10 árum" Lax, lax, lax, það eina — gæti þýtt 10 þúsund ný störf Fiskeldi borgar sig sannartega. Laxinn er 10 sinnum verðmeiri en sá guli. Og nægur virðist markaðurinn einnig vera, hann er nú talinn 600 þúsund tonn á ári. Og við íslendingar njótum þess að Atlantshafslaxinn þykir sá besti. „Markaöurinn fyrir lax er nú í kringum 600 þúsund tonn, samkvæmt blaðinu Wall Street Journal,” sagöi Eyjólfur Konráö Jónsson, stjómarfor- maöur Isnó laxeldisstöövarinnar. „Blaðiö finnur þetta þannig út að nú eru veidd um 600 þúsund tonn á ári af Kyrrahafslaxi en um 37 þúsund tonn af Atlantshafslaxi.” Eyjólfur sagöi ennfremur aö því væri spáö að AUantshafslaxinn yfir- tæki Kyrrahafslaxinn ef framleiösla hans ykist. „Konungur fiskanna" „Atlantshafslaxinn er konungur fiskanna. Hann þykir mun betri fiskur en Kyrrahafslaxinn en er jafnframt um20%dýrari. Því er spáö að aukist framboöiö á Atlantshafslaxinum muni Kyrrahafs- laxinn lækka í verði og finna sér annan markað, annan kaupendahóp.” Aö sögn Eyjólfs er mest selt af laxi til Bandaríkjanna, Japans og Evrópu. „Bandaríkjamenn kaupa mest, eöa um helming alls laxins.” Lítum örlítið frekar á fyrirsjáanlega samkeppni Atlantshafs- og Kyrrahafs- laxins. Er víst að hægt sé aö selja 600 þúsund tonn af Allantshafslaxinum og yfirtaka Kyrrahafslaxinn þannig á einubretti? 400 þúsund tonn — ekkert mál „Norðmenn telja ekkert mál aö selja nokkur hundruö þúsund tonn, nefna til dæmis að þaö sé leikur einn aö selja 400 þúsundtonn.” Hvaöa þjóöir framleiöa mest af Atlantshafslaxinum? Því er fljót- svarað. „Norðmenn eru með um 24 þúsund tonn af þeim 37 þúsund tonnum sem eruseld.” A síöasta ári framleiddum viö Islendingar um 100 tonn af laxi, ÍSNO var þar af meö um 92 tonn. 40 þúsund tonn eftir 10 ár Ef hugsað er örlítiö lengra en til dagsins í dag hver verður þá hlutur Islendinga eftir 5 ár, eftir 10 ár? Viö spurðum Eyjólf aö því? „Við erum aumingjar ef viö náum ekki aö vera meö 10 þúsund tonn á næstu 5 árum og 40 þúsund tonn á næstulOárum.” Og þá er það stóra spumingin. Á fiskiræktin eftir að skapa vinnu fyrir f jölda Islendinga á næstu árum? „Svo ég vitni enn til Norðmanna þá er reiknaö meö að þeir gætu skapað um 100 þúsund atvinnutækifæri, ef þeir nýttu sér tækifærið en þeir eru nú meö um 80% af markaði Atlantshafslax- ins.” 10 þúsund ný atvinnutækifæri „Samkvæmt þessu getum viö Islendingar reiknað meö aö um 10 þúsund manns fengju vinnu beint eða óbeint viö fiskeldi. Þá á ég við aö viö myndum vinna laxinn meira, til dæmis grafa hann, reykja og svo framvegis. Atvinnutæki- færin liggja í iðnaðinum sem myndi byggjast í kringum stöðvamar.” Mikill verömunur er á konungi Atlantshafslaxins og „þeim gula” sem við Islendingar þekkjum best, og erum eiginlega aldir upp við.” „Kílóið af laxinum er 10 sinnum dýrara en af þorskinum. ” Af þessum orðum Eyjólfs er í raun óskiljanlegt að viö Islendingar skulum ekki hafa farið miklu fyrr út í fisk- eldið. Og kannski er ekki rétt að segja miklu fyrr, því viö byrjuðum laxarækt til dæmis langt á undan Færeyingum. Samt, samt... „Færeyingar hafa veriö mjög duglegir og tekið vel við sér, þeir em nú með um 3 þúsund tonn af laxi,” sagði Eyjólfur Konráð. A sama tíma erum viö Islendingar meö um 100 tonn og þar af ein stöö meö um92tonn. -JGH Ný aðferð í kjarabaráttunni: Enn falla vfgin.... — fjórar konur sem útskrifuðust úr viðskiptadeild vorið 1979 í nýjum stöðum um þessar mundir Styrktarfélag lamaðra ogfatlaðra Kristín Ingvarsdóttir viö- skiptafræðingur hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra. Hún hóf þarstörf 1. febrúar sl. Kristín útskrifaðjst úr við- skiptadeild Háskóla Islands vorið 1979. Eftir það starfaði hún i áætlana- og hagdeild Ríkisspítal- anna. -JGH Nýborghf. Mjöll Gunnarsdóttir hagfræð- ingur hefur verið ráðin skrif- stofustjóri hjá Nýborg hf. Mjöll útskrifaðist úr viðskiptadeild Há- skóla Islands vorið 1980. Eftir það var hún við nám i University of Warwick í Bretlandi. Aður en hún hóf störf hjá Nýborg vann hún i hagdeild Fiskifélags Is- lands,___________-JGH Landsbankinn Kristín Rafnar hagfræðingur hefur verið ráðin sérfræðingur á nýstofnuöu markaðssviöi Lands- banka Islands. Kristín útskrif- aðist úr viðskiptadeild Háskóla Islands vorið 1979. Hún var síðan við nám í Bandaríkjunum, Ohio State University, frá 1979, til 1981. Árið 1979 réðst hún til Landsbanka Islands í hagfræði- ogáætlanadeild. -JGH Jófurhf. Amdís Björnsdóttir viöskipta- fræðingur hefur tekið við nýju starfi hjá bílaumboðinu Jöfur hf., starfi fjármálastjóra. Arndís út- skrifaðist úr viðskiptadeild Há- skóla Islands vorið 1979. Hún hóf þegar störf hjá Búnaöarbanka Islands, hagdeild, og starfaði þar til 21. mars sL er hún byrjaöi hjá Jöf ri hf. Arndís er 29 ára að aldri. -JGH Meistarar með stofu fyrir sveinafélagið — rísa upp nýjar hárgreiðslustof ur með nýju rekstrarformi? „Þetta er tilraun. Tilraun með nýtt rekstrarform hárgreiðslustofá. Og það sem við ætlum að sýna og sanna er að við getum haft mannsæmandi laun,” sögðu þær Stella Hauksdóttir og Selma Jónsdóttir hárgreiðslumeistarar. Þær munu nú á laugardag opna nýja hárgreiðslustofu við Laugaveg ásamt þeim Friðbjörgu Kristmundsdóttur og Hrefnu Smith. Sveinafélag hár- greiðslu- og hárskera er einnig þátt- takandi í tilrauninni. „Við getum orðað þetta þannig að meistarar séu að setja upp stofu í tilraunaskyni fyrir sveinafélagiö. Astæðan fyrir þessari tilraun er sú að við erum allar meistarar en fáum ekki inni í meistarafélaginu þar sem við eigum ekki stofur. Það er skilyrði.” Þær Stella og Selma sögöu ennfremur að laun hárgreiðslumeist- ara er ynnu sem sveinar á stofum væru örlítið mismunandi. „En við getum sagt að launin séu svona í kringum 20 þúsund á mánuði eftir margra ára starf. Það finnst okkur vera léleg býti, miðað við það sem hárgreiðslustofur taka inn í tekjum.” — Hvers vegna þá ekki bara að stofna sína eigin stofu, verða meistari og ráða fólk til sin i vinnu? „Við viljum það ekki. Við viljum þetta fyrirkomulag, það hefur verið reynt í Danmörku með góðum árangri. Niðurstaðan á að verða sú að sveinar í iðninni fái hærri laun þegar upp er staðið.” Allar eiga þær, Stella, Selma, Friðbjörg og Hrefna, jafnstóran hluta í nýju stofunni. Og svo á sveinafélagið sinnhluta. „Nei, við ætlum ekki að taka nemendur til að byrja með, við vitum ekki hvernig viðskiptin eiga eftir að ganga, hvernig stofunni verður tekið. En við vonum þaö besta og við vonum að þetta rekstrarform eigi eftir að festa sig í sessi hérlendis.” -JGH. Hárgreiðslumeistararnir Stella Hauksdóttir og Selma Jónsdóttir. „Þetta er tilraun með nýtt rekstrarform hórgreiðslustofa." Og fyrsta stofan hérlendis sem rekin er með þessum hætti. -OV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.