Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
Spurningin
Hver heldur þú að sé besti
framhaldsskólinn á landinu?
Sigurður Öli Ölason nemi: Menntaskól-
inn viö Sund, án nokkurs vafa. Þar eru
góðir nemendur, andinn er léttur og
böllin gerast hvergi betri.
Unnur Svavarsdóttir nemi: Fjöl-
brautaskólinn í Breiöholti. Af hverju?
Ég er þar og svo er áfangakerfiö aö
sjálfsögöu mjög stór kostur.
Inga Friöa Gísladóttir nemi: Sam-
kvæmt minni reynslu tel ég Fjöl-
brautaskólann í Armúla bera af. Þar
er gott félagslíf, skemmtilegir krakkar
ogallt.
y
ic
Jóhannes Þór Ölafsson ungþjónn: Ætli
það sé ekki Fjölbrautaskólinn á Sel-
fossi. Eg veit aö þar eru kennararnir
mjöggóðir.
Guðlaug R. Guðmundsdóttir nemi:
Menntaskólinn í Reykjavík. Kennslan
þar er góð og svo byggir allt skólalifiö
á göndum og rótgrónum hefðum.
Svava Sverrisdóttir nemi: Nú veit ég
ekki. Eg hef satt best aö segja ekki
ákveöna skoðun á því.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Opnið ríkiskassann:
Broddborgarar skora á stjórnvöld
Skattgreiðandi skrlfar:
Þeir auglýsa í dagblööunum, já,
öllum, því aö þarna eru á ferðinni
menn úr „öllumflokkum”: kommar,
kratar, framarar og einkaframtakið.
Nú skal staðið saman!
„Askorun til stjómvalda” heitir
auglýsingin. Síðan kemur lofrolla
um nauðsyn þess að hverri þjóð sé
nauðsyn að annast vel uppfræðslu
vaxandi kynslóða. — Launakjör
þurfi að vera með þeim hætti... Og
stjómvöld þurfi að bregðast skjótt
við og ganga til móts við kennara
með viðunandi hætti svo þeir hrekist
ekki frá störfum!
Og hverjir undirrita svo auglýsing-
una og kröfuna um aö rikiskassinn
verði opnaður og úr honum hvolft? —
Allir era þeir ríkisstarfsmenn, gaml-
ir, jafnt sem yngri, embættismenn, á
eftirlaunum, í starfi, hálfu eða heilu,
styrkþegar hins opinbera fyrir eitt
ogannað.
Þeir era teljandi.á fingrum ann-
arrar handar, þeir er þama ljá nöfn
sín, sem ekki era eða hafa verið
tengdir hinu opinbera i starfi sinu.
Og þama er ekki verið að leyna
neinu. Rikið á bara að bregða skjótt
við og greiða umbeðin iaun. Hvergi
er minnst á ólöglegt verkfall kenn-
ara eða að þeir hlíti ekki þeim regl-
um sem þjóðfélagiö hefur sett. — Og
era þó þama alþingismenn á lista,
þeir sem sjálfir era kjömir til að
setjalög!
Prestar og prófastar, fyrrv. ráð-
herra, biskupar og söngvarar kyrja
allir í einum kór: Við krefjumst og
skorum á.. — Fram, fram, aldrei að
víkja — eins og segir í öxarárkvæð-
inu. Það fellur vel í kramið!
Þeir era ekki margir úr atvinnu-
rekstrinum eða forstjórar einka-
fyrirtækja sem skrifa undir þetta
plagg til ríkisins. — Hvers vegna
skyldi það ekki vera? — Vegna þess
að þar á bæjum hafa menn þurft að
komast áfram á eigin spýtur.
En hvers vegna vilja þeir menn,
sem hafa þessi lágu laun hjá hinu
opinbera, ekki fara út á hinn al-
menna vinnumarkað þar sem þeir
segja að háu launin séu greidd? Eða
skyldu einkafyrirtæki vera svo sólg-
in i að fá marga hinna opinbera
starfskrafta í vinnu?
En snúum okkur aftur að auglýs-
ingunni furðulegu. Þeir sem þar rita
nöfn sín era allir í öraggu sæti, hver
með sinn skammt frá hinu opinbera,
úr okkar sameiginlega sjóði. Þetta
er í raun fólkið með kaupmáttinn, ef
grannt er skoðað. Vill þetta fólk gefa
eftir af sínum launum til að hægt
veröi að greiða kennurum eða öðram
sem krefjast launahækkunar betri
laun?
Það er auðvelt að efna til áskorana
og safna saman nokkrum broddborg-
urum tii undirskrifta, sérstaklega ef
engin áhætta fylgir. Þeir sletta skyr-
inusem eigaþað.
Ríkiskassinn stendur opinn með smámynt í fórum sínum.
Kindadrápin fyrir vestan:
Níðingsverk á
varnarlausum dýrum
svona ódæði. Það er mjög sennilegt að
margar, jafnvel flestar, æmar hafi
verið lambfullar og þá ekki átt svo
ýkja langt í burð. Ég hef litla trú á að
allar kindumar hafi dauðskotist. Eg
efast ekki um góðan vilja skyttanna og
hinna sem vora í þyrlunni til þess að
deyða kindurnar á sem skjótastan hátt
en ég tel það óframkvæmanlegt við
þessar aðstæður. Það bendir að
minnsta kosti margt til þess að ekki
hafi miðunin verið nákvæm. Að sögn
sjónarvotta, sem komu þarna daginn
eftir, vora aðeins tvær kindanna með
skotsár á hausnum. Vel líklegt er að
einhverjar skepnanna hafi þjáðst í
dauðastríði eftir skotin, ósjálfbjarga
og auðveld bráð fyrir hrafninn.
Mér er spurn hvort eigendumir eigi
ekki einhverja sök. Eins finnst mér
furðulegt aö formaður Sambands
dýraverndunarfélaga Islands skuli
leggja blessun sína yfir þessar aöfarir.
Þar held ég að höggvi sá er hlífa
skyldi.
Eg held að þessar aðfarir hafi sett
ljótan blett á heiöur landhelgisgæsl-
unnar. Þessi þyrla var víst keypt til að
auövelda hjálp við þá sem í nauðum
era staddir en ekki til notkunar við aö
vinna, mér liggur við aö segja, níðings-
verk á varnarlausum dýrum.
Það segja menn sem þarna era
kunnugir að auövelt hefði verið að
smala kindunum.
Sól,
sól,
mig
Ásbjörg hringdi:
Eg má til með að lýsa yfir ánægju
minni yfir góða veörinu sem hefur vitj-
að landans í vetur. Nú veit ég aö marg-
ir hafa áhyggjur af því aö við þurfum
að borga fyrir blíðviðriö í sumar og aö.
þá verði rok og rigning eins og venju-
lega. Eg hef engar áhyggjur af þessu,
það verður örugglega gott veður í sum-
ar.
Skilatrygging
gosdrykkjaglerja
Sigurður Hrafn Guðmundsson skrif-
ar:
Lengi hefur mig langað til aö tjá
mig um þá frekju og óskammfeilni
sem sumar verslanir og sölutumar
sýna með því að neita að endur-
greiða skilatryggingu gosdrykkja-
glerja í peningum. Það er nefnilega
viðtekinn misskilningur að menn
kaupi flöskurnar utan um gosdrykki
og öl. Þessar krónur era trygging
fyrir því að þeim sé skilað aftur.
Þess vegna á skilyrðislaust að borga
hana aftur í peningum ef menn vilja
en ekki i formi innleggskvittunar eða
vöru sem verslunin leggur að sjálf-
sögðu á. Annaðhvort er maður
neyddur til að kaupa einhverjar vör-
ur, sem maður hefur e.t.v. enga þörf
fyrir, eða kjagar aftur heim með
glerin, en eins og menn vita er gler-
burður sums staðar gamaldags. Mig
langar til að spyrja lögfróða menn
hvort þetta séu lögmætir viðskipta-
hættir.
Lesandi skrifar: gengist ekki á Islandi nú á dögum.
Alveg gekk það fram af mér að Þetta vora ljótar aðfarir og engum
heyra um kindadrápið á Vestfjörðum. manni sæmandi. Eg er hissa á því að
Eg hélt aö svona villimennska við- nokkurskulihafafengiðsigíaðfremja
„Gekk fram af mér að heyra um kindadrápið á Vestfjöröum," segir bréfrit-
ari.
i
i
Sjónvarpsþáttur um
Maríu Markan:
Ekki
nægilega
vandaður
Hlustandi hringdi:
Eg hefði hug á að fá sjónvarpsþátt-
inn um Maríu Markan bættan. Mér
fannst fyrri hlutinn góður en seinni
hlutinn var unninn í of miklum fljót-
heitum. Þetta er að mínu mati menn-
ingaratriði fyrir þjóðina að heimildir
um jafnstórkostlega söngkonu og
Maríu séu eins vel úr garði gerðar og
mögulegt er.
U2Í
LONDON
Sigrún Sigmundsdóttir hringdi:
Heimilisfang' aödáendaklúbbs U2
er: ^
U2
P.O. Box48
London N 6 5 RU
England
ISIMA
68-66-11
kl. 13 til 15
eða
SKRIFIÐ