Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 30
30 Að utan DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Evrópskir borgarskæruliðar í vexti: Tilveran byggist á drápum og eyöileggingu Fríðrik Rafnsson skrífarfrá París Þannig réðst hryðjuverkamaðurinn að Audran og skaut hann til bana. „nýju" hryðjuverkamenn eru jafnvel enn róttækari en hinir gömlu. I I Hinir Frönsku hryöjuverkasamtökin >rAction Direete” og þýskir samherjar þeirra í Rauöu herdeildunum (RAF) kunngerðu 15. janúar síöastliöinn aö þau hefðu ák,veðið aö taka höndum saman í baráttunni gegn því sem þau kölluðu „heimsvaldastefnu Bandaríkj- annaogNATO”. Nákvæmlega tíu dögum siöar féll Rene Audran, háttsettur embættis- maöur í franska vamarmálaráðuneyt- inu, fyrir byssukúlum flugumanna þar sem hann var staddur fyrir framan heimili sitt. — „Action Directe” lýsti strax verknaöinum á hendur sér. Sama daginn og útför Audrans var gerö hér í París ruddist vopnað par inn á heimili þýska iðnjöfursins Ernst Zimmermann í Miinchen og myrti hann meö köldu blóði. — Rauöu her- deildimar þýsku voru taldar hafa veriöþaraðverki. Lykilhlutverk í varnarmálum Þetta voru morö á tveim mönnum sem við fyrstu sýn virtust ekkert eigar sameiginlegt. Þegar betur var aö gáö kom í ljós að báðir höföu þeir gegnt lykilhlutverkum við framleiöslu og sölu hergagna í löndum sínum! Audran sem yfirmaður vopnasölu Frakka. Og þegar til þess er litið aö Frakkland er þriöja í heiminum á lista þeirra ríkja, sem umfangsmesta hafa vopnasöluna, er ljóst að ekki réð tilviljun því aö hann var valinn sem fórnarlamb. Sama er að segja um Emst Zimmermann en hann var yfir- maöur verksmiöja sem framleiða meöal annars vélar í skriðdreka og herþotur í Þýskalandi. Rótttækari baráttuaðferðir Þarna var um aö ræða breyttar og mun róttækari baráttuaðferðir hryöjuverkamannanna því aö fram til þessa höföu þeir, opinberlega aö minnsta kosti, veriö í samkeppni sín á milli. Auk þess höfðu aögeröir þeirra einkum beinst aö hemaöannann- virkjum NATO í Belgíu og Þýskalandi. Frá því í desember í fyrra mun fjöldi sprengjutilræða og skemmdarverka þeirra kominn hátt í fimmtíu. — I kjölfar þessara tveggja moröa vaknaði mikil umræða um athafna- semi evrópskra hryðjuverkamanna. Sýndist sitt hverjum og um tírha and- aöi köldu á milli frönsku og ítölsku ríkisstjórnanna. Sú ítalska ásakaöi Frakka um að hylma yfir með skæru- liöum úr Rauöu herdeildunum ítölsku og ítalski utanríkisráöherrann gekk meira aö segja svo langt aö kalla París „hreiöur Evrópuskæruliöanna” og vom Frakkar ekki par hrifnir af þeirri yfirlýsingu. Það er aö sjálfsögöu ákaflega erfitt aö færa sönnur á nokkuö slikt og lögregluyfirvöld hér í landi tjá sig helst ekki um málið samkvæmt fyrirskipan Pierrejoxe innanríkisráðherra. En ýmislegt bendir til þess að Bmssel og París séu aðalfelustaöir þeirra hryöjuverka- manna sem hafa veriö hvað atkvæða- mestir upp á síökastiö. Lögðu yfirvöldum lið Hvaö varðar París er almennt taliö að einkum komi þar tvennt til. I fyrsta lagi hefur aukist mjög samstarf Frakklands við NATO aö undanförnu en de Gaulle forseti og eftirmaður hans, Pompidou, sáu til þess á sínum tima aö Frakkland héldi sig í hæfilegri fjarlægö frá bandaiaginu. I ööm lagi voru ýmsum forystumönnum „Action Directe” gefnar upp sakir við stjómar- skiptin 1981. Flestir þeirra sneru þá baki við hryðjuverkunum og lögöu jafnvel yfirvöldum lið viö að hafa uppi á hinum sem héldu áfram hryðju- verkunum. Jean-Marc Rouillange, fyrrum forsprakki „Action Directe”, er einn þeirra en hans er nú leitað ákaflega. Þjóöverjar og Italir hafa langa og óskemmtUega reynslu af bar- áttunni við skæmliöa og er skemmst aö minnast Bader Meinhof i Þýska- landi og Rauöu herdeildanna á Italíu. Þeir eru þvi búnir aö koma sér upp vel þjálfuöum mönnum og góöum tækja- búnaði i því skyni aö bregðast viö nýjum aögerðum skæruliöanna. Illa skipulögð Svo er hins vegar ekki ennþá hér í Frakklandi. Franska lögreglan er frekar illa skipulögö og tefur rígur milli deilda fyrir rannsókn mála. Auk þess kvartar lögreglan yfir því aö hún geti ekkert aöhafst fyrir alls kyns laga- hindrunum og formsatriöafargani. En allt mun þetta nú vera í uppstokkun. Bestu höfuöin innan lögreglunnar hafa veriö virkjuð í baráttunni við óvættina, auk þess aö samstarfiö milii óviökomandi hefur verið eflt á þessu sviöi. En viö hvaöa fólk er að etja? Henric Boge er yfirmaður þýsku rannscknarlögreglunnar og hann segir: „Þaö er sláandi aö vélflestir skæruliðanna em upprunnir úr þokka- lega efnuöum miðstéttarfjölskyldum. Flestallir hafa lokiö stúdentsprófi og hafiö háskólanám, gjarnan í sálfræöi, þjóðfélagsfræði eöa læknisfræði. I mörgum tilfellum er þetta fólk sem unnið hefur á stofnunum sem annast utangarðsfólk og fátæklinga og ýmsar þeirra kvenna, sem hér hafa komið viö sögu, hafa unniö á bamaheimilum. Raunar eru konurnar yfirleitt of- stækisfyllri en karlamir.” 20 manns í harðasta kjarna I hverju landanna er starfandi fá- mennur kjarni þeirra allra ofstækis- fyllstu sem em undantekningarlítiö á flótta undan lögreglunni. Þannig er t.d. harðasti kjaminn í „Action Directe” ekki nema 20 manns. En þessi hópur nýtur hins vegar dyggs stuðnings mun stærri hóps eða eitthvað um 150 manns. Þessir aðstoöarmenn taka ekki beinan þátt í aögeröum samtakánna en hjálpa til meö því að skjóta skjólshúsi yfir fé- lagana um stundarsakir, geyma fyrir þá vopn og sprengiefni, aðstoða við fölsun skilrikja og svo f ramvegis. Síöastnefnda atriðiö er raunar aö verða aukaatriöi nú orðið því eftirlitið á landamærunum milli aðildarlanda Efnahagsbandalagsins fer sífellt minnkandi. Sem dæmi um þaö má nefna landamærin milli Frakklands og Belgíu. Hægt er aö aka yfir þau á 600 stöðum og af þeim eru 40 undir eftirliti lögreglu. Þar er umferöin slík að lögreglan getur ekki stöövaö nema tíundu hverja bifreiö. Blint hatur Þetta tvennt, fámennur og skipu- lagöur hópur skæruliða og galopin landamæri, gerir það að verkum að erfitt verður að glíma viö vandann. Sérstaklega ef haft er í huga aö skæru- liðinn er ekki líkur neinum öörum glæpamanni. Hann er rekinn áfram af blindu .hatri sem gerir hann óút- reiknanlegan. Tilvera hans byggist á því aö drepa og eyðileggja. Hjá honum er millivegurinn ekki til, undansláttur jafngildir uppgjöf. Hann er ekkert en getur látiö Uta svo út sem hann sé aUt. I því felst óhugnaöurinn. EITURLYFJASALAN KOSTAR HRYÐJUVERK ÖFGAHÓPANNA Hryöjuverkahópar tengjast nú í sí- auknum mæli alþjóðlegum eiturlyfja- hringum tU að fjármagna starfsemi sína. Bandarískir embættismenn segja aö slík net eiturlyfja og hryðjuverka- starfsemi nái umhverfis allan hnött- inn. Alþjóölega bankakerfiö aðstoðar þessa starfsemi og horfir fram hjá upptökum mUljaröa Ula fenginna doU- ara sem eru „þvegi ir ” í bankakerf- inu. Talið er að Bandaríkjamenn eyði ár- lega 110 mUljörðum dollara í ólögleg fíknilyf. YfirtoUvöröur Banda- rUcjanna, WiUiam Von Raab, kaUar hryðjuverkastarfsemi og eiturlyfja- smygl „síamstvíburana dauöa og eyöi- leggingu”. Þaö er kannski kaldhæðnislegt aö fina fólkið í Washington sem sniffar kókaín er með því aö fjármagna bylt- ingarsinna í Colombíu og Perú. Samliggjandi slóðir Lögreglumenn fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna hafa tekið eftir því að alþjóölegar smygUeiðir fíkniefnasal- anna og hryöjuverkahópa eru oft und- arlega samliggjandi. Meöal hryðju- verkasveitanna sem Von Raab og hans menn hafa fylgst með eru tvær í Colombíu og maoistasamtökin „Skín- andi stígur” í Perú. I ræðu sagöi George Shultz, utan- rUcisráöherra BandarUcjanna: „Pen- ingar frá eiturlyfjasmygli halda hryðjuverkamönnum uppi. Hryöju- verkamenn aöstoða eiturlyf jasmyglar- ana. Skipulögö glæpasamtök vinna svo meö þessum útlögum. Eiturlyfjapen- ingar eru „þvegnir” í alþjóölega bankakerfinu.” Þessir bandarisku embættismenn segja aö hryðjuverkasamtökin fái vopn frá eiturlyfjasmyglurunum en veiti þeim í staöinn vemd. Vopnin koma frá glæpasamtökum í BandarUc j- unum og eru flutt í gegnum Mexíkó, í gegnum Miö-AmerUcu og tU Suður- Amcriku þar sem hryðjuverkasamtök fáþauaðlokum. Heróín fjármagnar Þetta gerist einnig í Asíu. Þarlend hryöjuverkasamtök nota verð sem þau fá fyrir heróín á Bandaríkjamarkaði til aö fjármagna starfsemi sína. Eins kUós poki af heróíni getur fært sölu- mönnum eina miUjón dollara, eða 40 miUjónir íslenskra króna, á götunni í Bandaríkjunum. Algengt er aö eiturlyfjunum sé smyglað í gegnum ItaUu til Bandaríkj- anna og Evrópu. „Þetta flæðir í hug- myndafræðUega aölaðandi áttir,” seg- ir Michael Ledeen sem vinnur við Georgetown miöstööina fyrir herfræði- legar og alþjóðlegar kannanir. „Eitur- lyf fara til Vesturlanda þar sem þau spUla og drepa á meðan vopnin fara til kommúniskra hryöjuverkahópa í þriöja heiminum.” Eldflaugar Aðrir óháöir sérfræðingar segja aö hryöjuverkahópar eyði frá 500 miUjón- um doUara og upp í einn mUljarö doU- ara tU kaupa á nýtískulegri vopnum. Þeir eru jafnvel famir að kaupa eld- flaugar og tölvustýrð stórskotavopn. TaUð er að þaö kosti Rauöu herdeild- irnar á ItaUu 250.000 dollara, eöa um 10 miHjónir íslenskra króna að fram- kvæma eitt mannrán. „Þvottur" bankakerfisins Erfitt getur reynst aö koma eitúr- lyfjapeningum, sem fengnir eru á götuhornum og í fíkniefnabúllum, í nýtanlega seðla. MUljón doUarar í 10 og 20 dollara seölum eru 45 kUó að þyngd. Hér er þaö sem hið alþjóðlega bankakerfi kemur tU h jálpar. I Bandarikjunum er verið aö rann- saka 41 banka sem grunaöur er um að „þvo” peninga fyrir glæpamenn. Bankamir koma peningunum úr landi meö aUs kyns skeytasendingum og ávísanaskrifum, aöferðum sem búið er aö finna upp til aö auðvelda fjár- streymi miUi landa. Þó bankar í BandarUcjunum megi ekki taka viö beinhörðum peningum yfir 10.000 doll- urum án þess aö tUkynna þaö láta margir þeirra undir höfuð leggjast aö gera þaö og taka við útjöskuöum pen- ingaseölumánþessaöhiksta. þóG Liklega veit fína fólkið í Bandaríkjunum lítið um að það er að fjármagna alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi þegar það sniffar kókain á mannamótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.