Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur - MATUR OG HOLLUSTA- Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar og fiskur og mörg önnur fyrirtæki, sem of langt y röi aö telja. Bæöi fyrirtæki og verslanir, sem skortir eitthvað upp á merkingar sínar, merkja ekki eitthvaö af eftir- farandi: Innihald, dagsetningar, geymslumeðferð. Enn önnur merkja alls ekki neitt, verður þaö nú aö segjast eins og er aö slíkt er lítils- viröing gagnvart þeim sem á að selja vöruna. FyUsta ástæöa er til þess aö neytendur fylgist vel meö þeim merkingum, sem eru á þeirri vöru sem þeir hyggjast kaupa. Neytendur eiga aö sýna þaö að þeir kunna að meta góðar merkingar og kaupa þær vörur sem gefa góöar upplýsingar. Ábætir úr ferskum eða niðursoðnum ávöxtum Hressandi og sérlega ljúffengur eftirréttur er blandaö ávaxtasalat. Nota má þá ávexti sem eru „hendi næst”, hvort sem þeir eru ferskir eöa niðursoðnir. Oft getur einmitt verið gott aö blanda því saman. Hér er til- laga aö einni blöndu: ananas úr dós, einnig má nota ferskan fersk vínber ferskurkiwi kúlur úr hunangsmelónu eöa cantalopu bananar. Flysjið ávextina og skerið í bita. Ef notaöir eru bananar eða epli er nauð- synlegt að hella ferskum sítrónusafa jdir til þess aö þessir ávextir veröi ekki brúnir. Þá getur verið nauðsynlegt aö sæta ofurlítiö, t.d. meöstrásætu. Skeriö vínberin í tvennt og takiö burtu steininn. Melónukjötið er skafið upp meö kúluskeiö eöa skoriö í bita. öllu er blandað saman í stóra eöa litlar skálar. Safinn úr ávöxtunum ætti að nægja, sér í lagi ef notaöur er niður- soöinn ananas, sem er mjög gott. Meö þessum ávaxtaeftirrétti er mjög gott aö bera fram kalt vanillu- krem, léttþeyttan rjóma eöa mjúkís. A.Bj. Umsjón: Anna Bjarnason og Jóhanna Ingvarsdóttir Málefni leigubifreiða hafa mikið verið í deiglunni að undanfömu. ANÆGJA MEÐ NÝBREYTNI í ÞJÓNUSTU LEIGUBIFREIÐA I nýlegri ályktun Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis kemur fram ánægja meö nýbreytni og fjölbreytni í þjónustu sem Bifreiðastöð Steindórs hefur bryddaö upp á. Skal þá nefnt aukið úrval bifreiöa- tegunda, afnám aukataxta vegna bæjarmarka innan hins svokallaða Stór-Reykjavíkursvæðis, greiöslu- kortaþjónustu og fleira. Neytendafé- lagiö hvetur tii þess að höfuöborgar- svæðið veröi almennt gert að einu gjaldskrársvæöi og aö startgjaldið svo- nefnda veröi endurskoðaö, enda hlut- fallslega hærra hér á landi en víöast hvar annars staðar. Þaö er álit félags- ins aö startgjaldið sé leifar gamla tím- ans áöur en talstöövarþjónusta varð almenn. Neytendafélagið vekur athygli neyt- enda á þeirri breytingu sem varö við síðustu gjaldskrárhækkun leigubif- reiöa sem felst í því aö nú hækkar taxt- inn viö finmita farþega í stað sjötta farþega áöur. hhei. Enn kemur Nú er þaö System z-100 og z-120. Tvær góöar meö öllu á hreint ótrúlegu veröi. ■ JAPIS hf HAFNARGATA 38 KEFLAVIK SIMI 92-3883 BRAUTARHOLT 2 SIMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.