Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Merkúrí
meöhátíð
Melina Merkúri, menningar-
málaráðherra Grikklands, segir að
Grikkland muni halda mikla menn-
ingarhátíð í sumar. Hátíðin á aö
vara í sex mánuði. Meðal þeirra
sem taka þátt í hátíðarhöldunum
veröa Þjóðleikhús Breta, Konung-
lega óperan í London, New York
Phliharmonic Orchestra sinfóníu-
hljómsveitin, Schaubvehne leik-
húsið í Berlín, Nouveau leikhúsið í
Belgíu og Piccolo leikhúsiö í Mil-
ano.
Hátíðin á aö hefjast 21. júní. Hún
er hluti átaks í menningarmálum
sem Evrópubandalagslöndin 10
hafa ákveðið aö gera.
Minnkið verslun,
segirRomanov
Sovéski stjómmálaráösmeðlim-
urinn Grígorí Romanov varaði önn-
ur kommúnistaríki við að versla
allt of mikið við Vesturlönd. Hann
hélt ræðu á þingi kommúnista-
flokks Ungverjalands. Ungverjar
hafa mjög opnað land sitt fyrir við-
skiptum við Vesturlönd. bar er
meðal annars banki í eigu erlendra
aðila, nokkuö sem ekki er einu sinni
til á Islandi.
Hæstsetti embættismaður lands-
ins í efnahagsmálum, Ferenc Hav-
asi, hafnaði gagnrýni Romanovs og
sagði að undanfarið heföu Ungverj-
ar takmarkað fremur en aukiö inn-
flutninga frá kapitalistum.
Pyntingar
Amnesty Intemational vill aö
breska stjórnin opinberi skýrslu
sem hún lét gera um mannréttinda-
brot lögreglunnar á Noröur-Ir-
landi. Amnesty-menn gerðu sjálfir
skýrslu um pyntingar á Paul Caru-
ana, sem handtekinn var vegna
gruns um aðild að skæruliðasam-
tökum. Camna sagöi að hann hefði
veriö barinn, poki settur yfir höfuö
hans, fætur hans togaðir í sundur
og lögrelumenn spýtt á hann og
klínt á hann hor.
Amnesty sagði í sinni skýrslu að
líkur bentu til að maðurinn hefði
verið illa meðhöndlaður.
Samningurum
inngöngu ídag?
Evrópubandalagiö er rétt við að
koma sér saman um skilyrði sem
)að mun setja Spáni og Portúgal
fyrir inngöngu í bandalagiö. Það
hefur verið að þrátta um málið í
nokkur ár. Þetta sagöi Jacques
Delors, forseti æösta ráðs banda-
lagsins.
Delors sagði fréttamönnum,
eftir aö hann hafði fundað meö
Francois Mitterrand, forseta
Frakklands, aö allt benti til að
samkomulagi myndi verða náð í
dag þegar utanríkisráðherrar land-
anna hittast.
Sovétarforðast
svínapest
Sovétmenn þora ekki að senda
skip sín á belgískar hafnir vegna
ótta við svínaveikifaraldur sem
þarherjará svín landsins. Belgísk-
ur embættismaður, sem talað var
við í sjónvarpi, segir að Sovétmenn
taki málið allt of alvarlega.
Svínaveikin hefur orðiö til þess
að Evrópubandalagið neitar að
kaupa svínakjöt af Belgum og
Belgar urðu að slátra 18.500 svín-
um.
Sjónvarp
færgesti
Danska sjónvarpið varð aö
hætta útsendingu I miðjum kvöld-
fréttatíma þegar stuðningsmenn
verkfalls alþýðusambandsins
danska réðust inn í stúdíó með fána
og kröfuspjöld. Hlé var gert á frétt-
um í sex mínútur. Síðan kom þulur-
inn aftur á skjáinn og sagði: „Við
fengum smáheimsókn en gestirnir
erufarnirnúna.”
Bandarískir sendimenn
spæjarar upp til hópa
— segir sovéska f réttastofan TASS eftir drápið á bandaríska majórnum
Bandaríkjastjóm íhugaði í gær til
hvers konar refsiaðgerða hún ætti aö
gripa vegna drápsins á bandaríska
hemaðarfulltrúanum í Austur-Þýska-
landi. Fyrsta aðgerðin var aö leyfa
ekki sovéskum sendimanni að fara í
ferð fyrir erlenda stjórnarerindreka í
Kalifomíu sem stjómin hafði skipu-
lagt. Bandarískur embættismaður
sagði að aðrar refsiaðgerðir yrðu' í
líkingu við þessa.
Tass-fréttastofan sovéska birti í gær
lista yfir það sem hún segir að séu
njósnaaðgerðir sem bandarískir
stjórnarerindrekar í Austur-Evrópu
hafi staðiö fyrir.
Fréttastofan sagði að sendimenn
Bandarikjanna hefðu reynt að taka
myndir á bannsvæöum í Moskvu og
Leningrad og þeir heföu veriö teknir
við myndatökur á flugvöllum og við
hersvæði. Tass sagði að einn erindrek-
inn, D. Lipscombe, hefði verið tekinn
oftar en einu sinni viö þessa iðju. Tass
sagði að drápiö á sendimanninum í
Austur-Þýskalandi hefði veriö leiöin-
legt en sagöi sökina hvíla algjörlega í
Washington.
Tass benti einnig á að bandarískur
sendimaður, sem fékk reisupassann
frá Póllandi fyrir að mynda hernaðar-
mannvirki í febrúar, hefði verið sá
fjórtándi semhefði verið lýstur „per-
sona non grata” í því landi, vegna
njósna.
Skiluðu Kína
tundurskeytabáti
Suður-Kórea hefur skilað Kína aftur
tundurskeytabáti og þrettán manna
áhöfn sem tekinn var í landhelgi S-
Kóreu í síðustu viku þegar áhöfn báts-
ins barðist innbyrðis.
Það var sagt að tveir af áhöfninni
hefðu skotið á hina félaga sína þegar
upp komu deilur um borð vegna
strokuhugleiöina þessara tveggja. Sex
af áhöfninni féllu en tveir særðust.
Kóreskt skip togaði kínverska
tundurskeytabátinn út til kinverskra
herskipa sem biðu eftir bátnum með
óþreyju í Gulahafi í gær.
Þrjú kínversk herskip höfðu elt tund-
urskeytabátinn inn í kóreska landhelgi
og baðst Pekingstjórn afsökunar á því
en aö henni fenginni samþykkti Seoul-
stjómin aðskila aftur bátnum.
Þetta er í annað sinn sem Kína og S-
Kórea semja beint sín á milli. Fyrra
sinniö var þegar flugræningjar neyddu
kín verska farþegavél til þess að lenda í
S-Kóreuímaí 1983.
öllum mönnunum um borð í tundur-
skeytabátnum var skilað í hendur kín-
verskum yfirvöldum. Kóreskt herskip
dró bátinn út fyrir landhelgi og fól
hann kínversku herskipi.
Til athugunar á
ný að kæra Goetz
Bernhard Goetz, sem skaut í
desember í vetur fjóra blökkupilta í
neöanjarðarlest í New York, hefur nú
öðru sinni verið dreginn fyrir
rannsóknarkviðdóm til að ákveða
hvort hann skuli sóttur til saka fyrir
morðtilraun, líkamsárás og ólöglegan
vopnaburð.
I janúar hafði fyrri kviðdómur
komist aö þeirri niðurstöðu að ekki
væri unnt að sækja Goetz til saka fyrir
morðtilraun en saksóknarinn telur sig
nú geta sannað að Goetz haf skotið á
blökkupiltana í því augnamiöi aö
drepa þá. Einn þeirra hafði hann
skotiö tvisvar og í síðara sinnið eftir að
hann varfallinn.
Blökkupiltarnir höfðu sýnt honum á-
reitni þar sem hann var meðal farþega
í neðanjaröarlest en rán og veskja-
hnupl era tíöir glæpir í lestum New
York. Margir landar Goetz vildu
fremur veita honum heiðursmerki
fyrir framtakið en sækja hann til saka.
En fyrri niðurstaða rannsóknarkvið-
dóms var samt mjög gagnrýnd í fjöl-
miölum í Bandaríkjunum.
42 skóla-
börn
drukknuðu
er skóla-
bíll féll
ílón
Að minnsta kosti 42 skólabörn létust
í Suður-Afríku í gær þegar skólabill
sem var að keyra þau heim ók út af
stíflugarði og féll niöur í stööuvatn. I,
bílnum voru 65 böm alls og er óttast að
fleiri hafi látist. Tvö böm era illa farin
á spítala.
Fallhæðin ofan í vatnið var sex
metrar. I nótt var lögregla enn að
draga lík upp úr vatninu.
Bömin voru 12 til 17 ára, öll af
hollenskum--<kum uppruna.
Einn þeirra sem komst af var Petr-
us Van Heerden, 13 ára. Hann sagði
blaöamönnum: „Vagninn stóð upprétt-
ur í vatninu en byrjaði strax að
stökkva. Eg valt um og sá svo ljós
skína í gegnum glugga. Eg synti í átt
aðljósinu.”
Þeir sem á hörfðu sögöu að aðkom-
an hefði verið hryllileg. „Andlit bam-
anna vora blá og gul þegar þau vora
dreginn upp-úr vatninu og aÚs staðar
hljóðaði fólk af hryllingi,” sagði einn
sjónvarvottur.
Verkfallsverðir hindra umferð
Umferðaröngþveiti ríkir nú í
miðborg Kaupmannahafnar. Hópar
verkfallsvarða hafa sett upp vega-
tálma á allar götur sem liggja að
Kristjánsborgarhöll þar sem þingiö
átti að koma saman nú í morgun til að
ræða lög ríkisstjórnarinnar á verkfall-
ið.
Talsmenn ýmissa verkalýðsfélaga
segja að lögin veröi virt að vettugi.
Mikill hiti er í Dönum vegna málsins.
Schliiter forsætisráðherra skýröi
danska þinginu frá því í gær hvernig
stjórnin ætlar að binda endi á verkfall-
ið sem lamað hefur atvinnulíf í Dan-
mörku.
Hann sagði aö launafólk myndi aUt
fá tvö prósent kauphækkun undir eins.
Síðan kæmi 1,5 prósent kauphækkun í
mars 1986. Þessi einhliða samningur
sem stjómin ætlar að bjóða launa-
mönnum myndi standa í tvö ár.
Einnig hyggst stjómin stytta vinnu-
vikuna hjá einkafyrirtækjum úr 40 í 39
stundir, frá 1. desember 1986, og frá
janúar 1987 fyrir fólk hjá hinu opin-
bera.
Samkvæmt dönskum lögum getur
í Kaupmannahöfii
stjómin skipaö verkf allsmönnum aftur
í vinnu og ákveöiö einhliða kaupsamn-
inga ef hún telur að upplausnarástand
sé oröið.
Leiðtogar verkalýðsfélaga segja að
þessi samningur muni verða sínum
meðlimum dýr, honum fylgi kaupmátt-
arlækkun.
Danir vildu byrgja sig vel upp fyrir
verkfallið áður en það hófst um síð-
ustu helgi.