Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 42
42 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Tutaranflinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðar Spilasafnararnir Rósa Rósantsdóttir og Ásgrímur Ágústsson með söfn sín. Spilasöfnun er dægradvöl. En hvemig sem á því kann aö standa virðist hún svo til eingöngu vera bundin við Akureyri og nágrenni. Þar er helstu spilasafnara landsins aö finna, þ.e.a.s. þá sem safna stökum spilum. I þeirra flokki eru Rósa Rósantsdóttir og Ásgrímur Agústsson ljósmyndari. Áhuginn endurvakinn — Hvenær byr juðuð þið að safna ? Ásgrímur: „Eg byrjaði að safna í barnaskóla fyrir 30 árum og hef safnaö síöan. Þá gekk yfir einhvers konar spilafaraldur og það fóru allir að safna spilum. Síðan datt þessi áhugi aö mestu niður þar til fyrir nokkrum árum að hann vaknaði aftur bæði hjá börnum og fullorðnum.” Rósa: „Það eru 2—3 ár síðan ég byrjaði. Aður höfðu dætur rnínar safn- að og ég hafði bara verið að hjálpa þeim. En svo þegar þær misstu áhugann þá tók ég við því sem komiö var og hóf að safna sjálf.” Býtti — Hvað eigið þið mörg spil? Rósa: „Eg á núna um 5400 stk. Eg safna eingöngu stökum spilum því þaö er of mikiö fyrirtæki að safna heilum stokkum. Eg flokka safnið ekkert sér- staklega niöur, þó sækist ég mest eftir mannspilum ef þau bjóðast. Fyrir utan þessi 5400 stk. á ég svo jókerasafn með 600 spilum og á bilinu 500—600 spaðaása. Ásgrimur: „Ég á núna um 3000 spil. Eg safna líka bara stökum spilum því stokkarnir tækju of mikið pláss.” — Hvar leitið þið fanga? Ásgrímur: „Það er víða. Spilasafn- arar hér hafa tekiö sig saman og keypt stokka, bæði í búðum hér á Akureyri og fyrir sunnan. Manni hefur líka áskotnast margt af þessu i gegnum árin. Svo eru það auðvitað býttin. Maður býttar spilum við aöra safnara hér á Akureyri.” Rósa: „Eg hef keypt stokka með öðrum söfnurum og svo býtta ég líka viö þá sem vilja býtta við mig. Einnig hef ég leitað mér fanga erlendis. Eg fór til London í fyrra og keypti þar nokkuö marga stokka. Síðan kaupir maðurinn minn fyrir mig þegar hann er á ferðalögum. Ég á orðið spil frá löndum eins og Hawaii, Kína og Japan.” Stokkasafnarar fyrir sunnan — Hvaða spil eru sérstæðust í safni ykkar? Rósa: Eg á nokkuð sérstætt spil sem teiknað var af íslenskri konu 1941. Eg hef bara séð svona spil í mjög fáum söfnum og flest illa farin. Ásgrimur: ,,Eg held mest upp á spil sem ég eignaðist þegar ég var strákur. Mörg þessara spila eru mjög fágæt þó svo að þau hafi á síöustu árum verið prentuð aftur.” — Nú viröi3t spilasöfnun vera svo til eingöngu bundinn við Akureyri. Hver er skýringin á því? Ásgrímur: „Já, það er mikill áhugi á spilasöfnun hér núna. Það er eins og einhver múgsefjun gripi um sig hér fyrir noröan öðru hverju. Það fara allir að safna spilum. En ég hef enga skýringu á því hvers vegna þessi söfnunarárátta er ein- göngu bundin við Akureyri og ná- grenni. Það virðist t.d. enginn safna spilum fyrir sunnan, nema þá helst að- fluttir Akureyringar. Hins vegar hef ég heyrt um fólk fyrir sunnan sem safnar spilastokkum og þar var fremstur í flokki á sinum tima sr. RagnarFjalarLárusson.” Enginn formlegur félagsskapur — Ykkur spilasöfnurum hefur ekki dottið í hug að stofna félag um þetta áhugamálykkar? Rósa: „Það hefur mikiö verið talað um að gera það en ekki hefur orðið af því ennþá. En þó ekki sé til formlegt félag þá er heilmikill félagsskapur í kringum þetta. Spilasafnarar hittast, skoða söfn hver hjá öðrum og býtta á spilum.” Ásgrimur: „Það væri vissulega snið- ugt að stofna einhvern félagsskap um þetta. Það myndi auðvelda spilasöfn- urum að skipta. Hins vegar er tölu- veröur samgangur á milli þeirra sem safna spilum í dag. Safnarar hafa t.d. komið hingað í vinnuna til mín og spurt eftir ljósmyndaranum. „Eg hef heyrt að þú sért spilasafnari, viltu býtta? Þá er sest niður og söfnin skoðuð.” Heilmikil landafræði — Það er víst óþarfi að spyrja hvort þetta sé skemmtilegt áhugamál? Rósa: „Já, þetta er mjög skemmti- legt Það er svo mikið í kringum þetta. Maður lærir mikiö um sögu spÚanna t.d. eru finnsk spil þau einu í heiminum sem eru tunnulaga. Svo þegar maður er farin að eignast spil f rá mismunandi löndum þá lærir maður heilmikiö í landafræði umleið.” Ásgrimur: „Eg er búinn að hafa áhuga á þessu frá því ég var strákur og finnst enn gaman að grúska í þessu. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt áhugamál.” Spilin streyma til Guðnýjar A lesendasíðu DV birtist á dögun- um klausa frá ungri stúlku á Húsa- vík þar sem hún óskaði eftir því að fólk sendi sér gömul spil. Stúlka þessi heitir Guðný Jónsdóttir og hefur safiiað spilum í tvö ár. Guðný var spurð hvort þessi beiðni hennar hefðiboriðárangur. „Já, heldur betur. Spilin streyma inn. Eg hef fengið spil frá fólki um allt land og var rétt í þessu aö fá 200 stk. i póstinum. Ég á núna rúmlega 2500 spil og þeim fer ört fjölgandi ef fólk heldur áfram að senda mér en ég vona aö þaðgeri það.” Þess má geta að Guðný lætur sér ekki nægja aö safna spilum heldur safnar hún líka servíettum. Hún á núna tæp 4000 stk. af þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.