Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 47
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 47 Föstudagur 29.mars Sjónvarp 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Knapaskólinn. Annar þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þátt- um um unglingsstúlku sem lang- ar til að veröa knapi. Þýðandi GuöniKolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip ó táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.15 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.40 Skólalif 2. Framhaldslíf. I þessum þætti heimsækja sjón- varpsmenn Alþýðuskólann á Eið- um og fyigjast meö því í etnn sólarhring hvernig nemendur heimavistarskóla verja tímanum i frístundum. Umsjónarmaður: Sig- urður G. Valgeirsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 22.20 Shalako. Bresk bíómynd frá 1968. Leikstjóri Edward Dmytryk. Aðalhlutverk: Sean Connery, Brigitte Bardot, Jack Hawkins, Stephen Boyd og Peter Van Eyck. Myndin gerist í Nýju-Mexíkó um 1880. Hópur fyrirmanna frá Evrópu fer í heimildarleysi inn á yfirráðasvæði indiána til dýra- veiða. Fyrrum hermaður gerist bjargvættur hópsins þegar indíán- ar skera upp herör. Þýðandi Bald- ur Hólmgeirsson. 00.15 Fréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 28. mars Útvarp rásI 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Tónleikar. 14.00 „Eldraunin” eftir Jón Björns- son. Helgi Þorláksson les (6). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Johann Sebastian Bach — Ævi og samtið 16.50 Síðdegistónleikar. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Þiðurhreiðrið” eftir Vlktor Rozof. Þýðandi: Ami Berg- mann. Leikstjóri: Kristín Jó- hannesdóttir. Leikendur: Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Helgi Björnsson, Arnar Jónsson, Lilja Þorvaldsdóttir, Halldór E. Lax- ness, Bryndís Schram, Vilborg Halldórsdóttir, Krístbjörg Kjeld og Aðalsteinn Bergdal. 21.40 Elnsöngur i útvarpssal. 22.00 Lestur Passíusálma (45). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Minnisstætt fólk — „Ljóðadísin og fákurinn”. Emil Björnsson seg- ir frá kynnum sínum af Einari ÞórðarsynifráSkeljabrekku. ' 23.00 Músikvaka. Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Djassað í Djúpinu. Bein útsend- ing úr Djúpinu við Hafnarstræti. Björn Thoroddsen og félagar leika djass af fingrum f ram. 24.45 Dagskrárlok. Útvarp rás II 14.00—15.00 Dægurflugur. Stjórn- andi: Leópold Sveinsson. 15.00—16.00 Otroðnar slóðir. Kristileg popptónlist. 16.00—17.00 Jazzþáttur. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.00-18.00 Gullöldin. Stjórnandi: Guömundur Ingi Kristjánsson. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2.10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. 21.00-22.00 Gestagangur. Stjórn- andi: Ragnheiður Daviðsdðttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar. Stjórn- andi: SvayarGests. 23^00—24.00 Til dæmis kvöldvaka. Stjómandi: ValgeirGuðjónsson. Útvarp Sjónvarp Kvartett Björns Thoroddsen leikur djass í Djúpinu i kvöld, Útvarpið, rás 1, kl. 24.00: Meiri djass A miönætti í kvöld hefst bein útsena- ing úr Djúpinu við Hafnarstræti þar sem Bjöm Thoroddsen og félagar leika djass af fingrum fram. Kvartett Bjöms er skipaður þeim Skúla Sverr- issyni á bassa, Pétri Grétarssyni á trommur, Stefáni S. Stefánssyni á saxófón auk Björns, sem leikur á gítar. Utsending frá Djúpinu hefst kl. 24.00 og stendur til kl. 24.45. Þetta er í annaö sinn semslík uppákoma á sér stað þar og er í beinni útsendingu í útvarpinu. Guðmundur Ingólfsson og félagar riðu á vaðið fyrir skömmu og nú er komið aö Birni og félögum. -klp- Fjör á rásinni í dag og í kvöld Rás 2 verður í gangi í k völd enda er ferð í dag og í k völd. nú fimmtudagur og þar er áilt á fullri Eftir hádegi í dag byrjar rásin kl. Þau Magnús Kjartansson og Guðrún Ólafsdóttir verða gestir Ragnheiðar 14.00 með Dægurflugum sem Leopold Sveinsson sér um. Þá kemur kristileg popptónlist og þar á eftir jassþáttur og loks þátturinn Gullöldin. I kvöld fer rásin aftur í gang kl. 20.00. Verða þá leikin 10 vinsælustu lög vikunnar sem valin verða af hlustend- um rásarinnar i dag. Kl. 21.00 hefst Gestagangur, þáttur Ragnheiðar Davíðsdóttur. I þáttinn fær hún tvo góöa gesti, þau Magnús Kjartansson hljómlistarmann og Guð- rúnu Olafsdóttur, flugfreyju og sjón- varpsþulu. Spjallar Ragnheiður við þau og þau velja uppáhaldslög sín. Svavar Gests verður með Rökkur- tóna kl. 22.00 til 23.00 og verður þá með vinsælustu lögin frá árinu 1945. Stuð- maðurinn Valgeir endar dagskrána á rásinni í kvöld með einhverjum léttum þætti. Daviðsdóttur i þættinum Gestagangur á rás 2 í kvöld. -klp- Nýtt í sjónvarpi — Nýtt í sjónvarpi — Nýtt í sjónvarpi — Nýtt í sjónvarpi Fjölbreytt og létt dagskrá yfir páskana Páskadagskrá sjónvarpsins er mjög fjölbreytt að þessu sinni og þar margt aö finna fyrir landann sem flatmagar þá í fríinu fyrir framan sjónvarpið. Efnið er bæði innlent og erlent og margt af því í léttara lagi. Sjónvarpið hefur undanfarin tvö-þrjú ár haft létt- ari svip yfir efni sínu um páskana en áðurvar. Ekkert sjónvarp verður á skírdag, enda þá fimmtudagur. Á föstudaginn langa er m.a. efnis í sjónvarpinuleikur blokkflautusextetts Vínarborgar sem hér var í heimsókn fyrir nokkru. Þá verða á föstudaginn langa Stiklur Óm- ars Ragnarssonar en þar heimsækir hann séra Bolla Gústavsson í Lauf- ási. Síðan verður kvikmynd síðast á dagskránni. Er það mynd úr sviss- neska/franska pakkanum sem sjón- varpið hefur veriö að sýna úr að und- anförnu. Á laugardaginn er fyrir utan venju- lega dagskrárliöi mynd frá afhendingu óskarsverðlaunanna 1985 fyrir kvik- myndir en hún fór fram sl. mánudags- kvöld. Dagskránni þá á svo að ljúka meö einhverri hressilegri kvikmynd, en ekki er endanlega búið að ákveða hvaða mynd það verður. Messan í sjónvarpinu á páskadag er frá Bústaöakirkju. Hefst hún kl. 17.00. Um kvöldið verður svo m.a. sýnt leik- ritið Stalín er ekki hér sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Leikritið er eftir Véstein Lúðvíksson en leikstjóri er Lárus Ymir Oskarsson. Á annan í páskum er efnið mjög létt. Má þar t.d. nefna skemmtiþátt lions- manna sem þeir nefna Fjaðrafok. Þar koma ýmsir góðir skenuntikraftar fram eins og t.d. þeir Halli og Laddi, Omar Ragnarsson, Sigurður Sigur- jónsson og Randver Þorláksson. Söngvararnir Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson og fjölmargir aðrir menn. Kynnir verður Þorgeir Astvaldsson. -klp- Páskaleikrit sjónvarpsins er leikritið Stalin er ekki hór sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum. Það leikrit þótti mjög gott en það olli lika blaða- deilum eins og ó þessari fyrirsögn má sjá. Veðrið Norðan eða norðaustanátt. Stinningskaldi og sums staðar allhvasst. Skafrenningur eða él norðanlands en víða bjart veður sunnan f jalla. Kalt í veðrí. Veðrið hér og þar ísland kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -11, Höfn léttskýjað -11, Keflavíkurflugvöllur léttskýjað -10, Kirkjubæjarklaustur skaf- renningur -12, Raufarhöfn snjóél -13, Reykjavík léttskýjað -11, Sauöárkrókur skafrenningur -11, Vestmannaeyjar skýjað -8. Utlönd kl. 6 í morgun: Helsinki skúrir 2, Kaupmannahöfn snjókoma -1, Osló léttskýjað -5, Stokkhólmur þokumóða 0, Þórs- höfn snjókoma á síöustu klukku- stund -6. Útlönd kl. 18 í gær: Algarve létt- skýjað 18, Amsterdam léttskýjað 3, Aþena skýjað 13, Barcelona (Costa Brava) skýjað 12, Berlín rigning 4, Chicago skýjað 18, Feneyjar (Rimini og Lignano) rigning 10, Frankfurt skýjað 5, Glasgow skýjað 4, Las Palmas (Kanaríeyjar) léttskýjaö 20, London skúrir 5, Los Angeles al- skýjað 15, Luxemburg skýjað 2, 'Madrid skýjað 12, Malaga (Costa del Sol) léttskýjað 21, Mallorca (Ibiza) skýjað 15, Miami léttskýjað 24, Montreal skýjað 10, New York léttskýjað 20, Nuuk alskýjað -1, París rigning á síðustu klukkustund 5, Róm skýjað 14, Vín skýjaö 11, Winnipeg skýjað 2, Valencia (Benidorm) skýjaö21. Gengið Gengóskrénhg nr. 61. 128. mars 1985 kl. 09.15. , Ehhg kL 12.00 Kaup Sala Tolgongi Dolar 40,590 40,710 42.1'9 Pund 50,139 50287 45,944 Kan. dollar 29,660 29.748 30,630 Ddnsk kr. 3,6290 3,6397 3,5274 Nnrsk kr. 4,5155 4,5289 4,4099 Sænskkr. 4,5037 4,5171 4,4755 R. mark 62716 62902 6,1285 Fra. franki 42458 42584 4,1424 Belg. franki 0,6448 0,6467 0,6299 Sviss. franki 15,3054 15,3507 14,8800 Hol. gylini 11,4758 11,5098 11,1931 Vþýskl mark 12,9639 13,0022 12,6599 Ít. lira 0,02030 0.02036 0.02035 Austurr. sch. 1,8454 1,8509 1,8010 Port. Escudo 02326 02333 02304 Spá. peseti 02337 02344 0,2283 ,Japansktyen 0,16036 0,16083 0,16310 irskt pund 40,489 40,608 39,345 SDR (sórstök 40,0699 40.1878 idróttarróttindi) Stmsvttrí vagna gttngiaskráningsr 22190. --- Bílasýning Laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. INGVAR HELGASON HF, SýningarMÍurtnn / R«uö»g«rði, timi 23690. ^ V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.