Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ
(S) • (78) * (58)
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1985.
Malaga-
fanginn
að bila
á taugum
,,E(; ”°yni að fara til hans einu
sinni í viku og gera honum lífið sem
léttbærast en þetta tekur bersýni-
lega á hann,” sagði Marin Guðrún
Briand de Crévecoeur, ræðismaður
Islandsá Malaga.
Eins og kunnugt er af fréttum DV
hefur íslenskur piltur setið þar í
fangelsi á áttunda mánuð, grunaður
um hótelþjófnað.
„Strákurinn er mjög illa farinn á
taugum en likamlegt ástand hans er
gott. Einhverja peninga hefur hann
fengiö senda að heiman og kemur
þaö sér vel því fyrir þá getur hann
keypt sér ýmislegt í fangelsissjopp-
unni.”
Marin Guörún sagðist litið skilja í
hvaö drægi málið svona á langinn.
Alltaf þegar hún spyröist fyrir væri
henni tjáð að eitthvað gerðist í næstu
viku, „. . . en það gerist aldrei neitt.
Meira aö segja lögfræðingurinn er
hættur að botna í þessu. En það má
treysta því að ég geri hvað ég get,”
sagði MarinGuðrún.
-EIR.
Áburðarverðs-
hækkunin:
Hækka land-
búnaðarvörur
um7%?
Ef áburðarverð á eftir að hækka um
85 prósent hækkar verðlagsgrund-
völlur landbúnaöarvara um 7 prósent.
Ingi Tryggvason, formaður
Framleiðsluráðs, sagði í morgun aö
hann hefði ekki fengið neinar tölur um
taprekstur- Áburðarverksmiðjunnar
eða hver hækkunarþörfin er. „Viö
höfum vissulega áhyggjur af þessu.
Við vitum að það er mikill halli og hann
stafar fyrst og fremst af hækkun
dollaralána,”sagðiIngi. APH
LOKI
Hún er merkileg þessi
dansk-fœreyska samvinna
með sœnska bragðinu.
MVerð ekki lengi
í húsinu áfram”
„Formaðurinn hringdi í mig í gær-
morgun og vakti mig upp með þessu.
Eg spurði strax hvort þetta væri
beiðni eða bein krafa. Svarið var það
að þetta væri krafa og ég ætti í raun-
inni ekki nokkurra kosta völ.”
Þetta sagði Hjörtur Pálsson, for-
stjóri Noröurlandahússins í Færeyj-
um í morgun. Dagurinn í gær var er-
ilsamur h já honum í meira lagi.
„Það skrítna í þessu er að formað-
urinn og varaformaðurinn sögöu við
mig seinni partinn í gær að þeir teldu
að ég yrði að fá eðlilegan tíma til að
ganga frá ýmsum málum í starfinu
áður en ég yfirgæfi það.
Nú spyr ég á móti. Hvað er eðlileg-
ur tími? Eg ætla mér að hafa sam-
band við lögfræðing, svona persónu-
lega og prívat, um hvað sé skynsam-
legastaðéggeri.
Eg verð aö fá aö vita hver réttur
minn er í þessu máli. Og hverjar séu
mínar skyldur. En það er ljóst aö ég
verð ekki lengi í húsinu áfram, það
er búið að skipa mér að fara, ástand-
ið batnar ekkert við að vera hér mik-
ið lengur.”
— Nú er Birgir Thorlacius í stjórn
hússins. Hvað finnst þér um það að
tslendingur taki þátt í þessu gagn-
vartþér?
„Eg tel ólíklegt að síðasta orðiö
hafi verið sagt í þessu máli. Eg veit
að Birgir er í erfiðri aöstööu og það
ráða ekki allir jafnmiklu í stjóminni.
Við Birgir höfum átt gott samstarf.
Og ég er ekki með neinar ásakanir á
hann.”
Hjörtur Pálsson sagði síðan: „Ég
hef í veigamiklum atriðum sitthvaö
aö segja um þá fréttatilkynningu
sem stjórn hússins gaf út í gær. Og
tel líklegt að ég svari henni þegar
tími gefst.
Annars er þetta allt frekar undar-
legt. Eg fór sjálfur fram á að hætta
en nú er búiö að reka mig.”
-JGH
— Sjá ennfremur bls. 4.
Skipper, Kolur, Carlos og Skuggi tilbúnir i hassslaginn siðdegis í gær:
— Ríkið borgar fyrir þá matinn og umsjónarmennirnir leyfa þeim að
leika sór að hassmolum i tómstundum. DV-mynd KAE.
Samningurinn við Sambandsmenn:
Verður að ræðast
í ríkisstjórninni
segja ráðherrar Sjálf stæðisf lokksins
„Eg held að það sé óhjákvæmilegt
annað en þetta mál verði tekið uk> í
ríkisstjórninni,” sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra um
SlS-málið í Staöarlandi á Heykjanesi.
Deilt hefur verið um samning sem
landbúnaðarráðherra, Jón Helgason,
undirritaöi við SlS vegna vatnstöku í
Staöariandi.
„Eg tel að málið verði að taka til
umræðu á ríkisstjómarfundi eftir því
sem upplýst hefur verið,” sagði
Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð-
herra og þingmaður Sjálfstæöisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi.
Þriðji ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
sem DV ræddi við og spurði hvort
nauðsynlegt væri að ríkisstjórnin
ræddi SlS-Staðarmálið, var Matthias
Bjarnason, heilbrigðis- og samgöngu-
ráðherra.
„Sjálfsagt að taka þetta upp í ríkis-
stjóminni,” svaraði hann.” Ráðherrar
bera pólitíska ábyrgð á störfum hver
annars og því er mikilvægt að fjallað
séummálafþessutagi.” -ÞG
Mikill f jöldi árekstra
Miklar annir vom hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu í gær. Alls urðu 38
árekstrar í Reykjavík en engin slys á
fólki.
Að sögn lögreglunnar var aöalástæð-
an fyrir þessum mikla árekstrafjölda
Steini og Benni eru
með hass f vinnunni
Skipper, Kolur, Carlos og Skuggi þurfa sitt
„Þetta er allt saman leikur hjá
hundunum. Þeir eru þjálfaðir til að
f inna hass og önnur fíkniefni og laun-
in eru hrós. Það er þeirra fullnæging
í lífinu,” lagði Benedikt Lund sem
þjálfar og hefur umsjón með ís-
lensku hasshundunum ásamt Þor-
steini Hraundal.
Þeir Benedikt og Þorsteinn em dá-
litið sérstakir vegna þess að þeir eru
yfirleitt með 2-3 grömm af hassi í
vasanum þegar þeir eru að vinna.
„Það verður að halda hundunum við.
Ef þeir finna aldrei neitt verða þeir
leiðir og áhugalausir. Viö erum með
hassið í vasanum, bílnum eða þá lok-
að inni í skáp hér á lögreglustöð-
inni,” sögöu þeir félagar.
Á meðan biðu hundarmr þeirra úti
í bfl, stórir og fallegir. Skipper, sem
er 5 ára, Kolur, ársgamaD,Carios, 5
ára og Skuggi, 9 ára. Þrir þeirra em
af labradorkyni en sá fjórði er sjeff-
erhundur.
„Eg gæti ekki hugsað mér að vera
með íslenska hunda í þessu, þeir em
gufuruglaðir,” sagði Benedikt og er
bersýnilega stoltur af hundunum sín-
um. Enda hafa þeir fundið hass í nið-
ursuöudósum svo ekki sé minnst á
mola sem falinn var í rjáfri í 4 metra
hæð í kaldri vöruskemmu. Og þeir
em ekki aðeins þjálfaðir í því að
finna hass. Þeir þefa einnig uppi
amfetamín og kókaín með sama
Sjá Eitur á eyju bls. 28-29
árangri.
— E n eru þeir grimmir?
„Þeir bíta ekki undir minni stjórn.
Þó mundi ég ekki ráðleggja neinum
að ganga framhjá þeim með fíkni-
efni í vasanum,” sagði Benedikt.
Víöa erlendis hafa verið gerðar til-
raunir með að nota önnur dýr við
fíkniqfnaleit og hafa svín og flugur
gefist best. En það er önnur saga.
Hér á eyjunni sjá Skipper, Kolur,
Carlos og Skuggi um að þefa uppi
eitriö. -EIR.
r
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
mikil hálka sem myndaöist á götum
borgarinnar. Skemmdir á bílum voru
mismunandi miklar, allt frá dælduðum
bílum upp í þónokkrar skemmdir, en
eins og áöur sagði urðu engin slys á
fólki. ÁE
i
4
4
4
4
4