Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR28. SEPTEMBER1985.
3
Ferskfiskurinn
og hækkað
f iskverð eyða
vöruskipta-
halianum, en...
Á fyrstu átta mánuðum ársins var
jöfnuöur í vöruskiptum við útlönd
hagstæður um 844 milljónir króna á
móti 475 milljóna halla á sama tíma-
bili í fyrra. Á þessari útkomu er sá
hængur að ófærðar eru í bókhaldið
700 milljónir vegna farskipakaupa á
árinu. I ár kaupum við skip og flug-
vélar fyrir 1.200 milljónir á móti 600
milljónum í fyrra.
Engu að síður er vöruskiptajöfn-
700 milljónir vant
ar á reikninginn
uðurinn mun hagstæðari en
þjóöhagsspá gerði ráð fyrir. Þar var
búist við 400 milljóna halla á þessu
ári. Mikill ferskfiskútflutningur á
góðu verði og gegn staðgreiðslu á
mestan þáttinn í batanum. Og um
leið erum við að græða á því að veiða
umfram aflakvótana. Batinn helst
raunar ekki út árið nema við höldum
því áfram.
Þá hefur fiskverð almennt hækkaö
á árinu, ekki síst saltfiskur og freð-
fiskur á Evrópumarkað. Þrátt fyrir
fall dollarans í vikunni er dollarinn
ennþá á svo til sama verði og í árs-
byrjun. Hækkun hans varaði einung-
is í skamman tíma nú í haust. Fall
hans á ný breytir því í rauninni engu
um stöðu útgerðar og fiskvinnslu frá
því sem áöur var reiknað með.
Ef tekið er tillit til þeirra 700 millj-
óna sem ófærðar eru gjaldamegin á
vöruskiptajöfnuðinn er jöfnuðurinn
að vísu enn hagstæður. Að sögn Bolla
Þórs Bollasonar, aöstoðarforstjóra
Þjóöhagsstofnunar, gæti svo farið aö
staðan versnaði ekki að ráöi til ára-
móta og yrði því 400 milljónum betri
en í spám. Það byggist þó á áfram-
haldi veiða.
Þetta hugsanlega frávik í vöru-
skiptajöfnuöi breytir ekki miklu í
heildarviðskiptum okkar við útlönd.
Áætlað hefur verið að á þeim verði
4,9 milljaröa halli á árinu. Reiknað
var með 400 milljóna vöruskipta-
halla, eins og fyrr segir, en 1.300
milljóna afgangi í þjónustuviðskipt-
um. Aöalvandinn er aftur á móti 5,8
milljaröa vaxtagreiðslur umfram
vaxtatekjur.
-HERB.
Strákarnir við rústir dúfnakofanna. DV-mynd PK
Dúfnaslagur við Kleppsveginn:
Borgin f jarlægir dúf na-
kofa og fimmtíu dúf ur
„Það var allt dautt þegar viö kom-
um heim úr skólanum í morgun og
búiö að taka allar dúfurnar,” sögðu
nokkrir strákar er DV hitti á lóöinni
við fyrirtækið Matkaup við Klepps-
veginn.
Hreinsunardeild borgarinnar var
að rífa og fjarlægja dúfnakofa sem
strákarnir höföu reist þarna.
„Við fengum leyfi hjá þeim í Mat-
kaupi til þess aö reisa dúfnakofana
hér. Við byggðum kofana sjálfir. Það
voru eitthvað um þrjátíu dúfur í öðr-
um og tuttugu i hinum,” sögðu
strákarnir.
Sumar dúfurnar voru rándýrar,
kostuðu 500 kr. Þarna voru tíu bréf-
dúfur, nokkrar góðar skræpur og
topparar. Strákarnir tóku fram að
þarna hefðu verið tvö gul nunnupör,
en það eru sjaldgæfar dúfur. Ein dúf-
an var hálfgerð sjónvarpsstjarna,
hafði veriö fengin að láni til að koma
fram í Skonrokksþætti.
Strákarnir búa í f jölbýlishúsunum
viö Kleppsveginn, rétt innan við
Laugarásbíó. Þeir hafa verið með
dúfubúskapinn þarna í f jóra mánuði.
„Það eru sumir sem kvarta yfir
þessu, en aðrir eru ánægðir með að
hafa þetta,” sagði borgarstarfs-
maðurinn sem var að ýta kofaruslinu
saman.
„Það getur skapast af þessu eld-
hætta. Við erum búnir að hreinsa
mikið af drasli undanfariö.
En það er ekki gaman með þessi
grey. Þeir verða einhvers staöar að
fá að vera,” sagði hreinsunarmaður-
inn.
A.Bj.
Ekkert lát á eftirspum eftir lánsfé:
Einstaklingar virð-
ast „safna” lánum
Sú útlánaaukning, sem orðið hefur
hjá bönkum og sparisjóðum fyrstu sjö
mánuði ársins, hefur mestöll farið til
einstaklinga, verslunar, iðnaðar og
þjónustu. Dregið hefur litillega úr lán-
um til sjávarútvegs og meira til land-
búnaðar. Athyglisverðast er að ein-
staklingar virðast hreinlega „safna”
lánum, þrátt fyrir hve dýr þau eru, og
það til almennra útgjalda.
Hér á eftir fara upplýsingar um
stöðu útlána hjá innlánsstofnunum um áramót og svo aftur 31. júlí í sumar. Þær eru úr riti Seðlabankans, Hagtöl-
ummánaðarins:
Útlán (i milljónum) 31.12.84 31.07.85
Ríkissjóður og ríkisstofn. 556 370
Bæjar- og sveitarfélög 400 511
Lánast. aðrar en bank. 1.043 882
Fjárfestingarlánasjóðir 978 836
Aðrar stofnanir Fyrirtæki: 35 45
Landbúnaður 2.860 2.693
Sjávarútvegur 8.854 8.828
Samvinnuverslun 1.100 1.472
Olíuverslun 1.337 1.689
Önnur verslun 2.787 3.513
Iönaður 3.223 4.143
Byggingaverkt. íbúðarh. 169 215
Aðrir byggingaverktakar 197 276
Samgöngur 483 635
Raforkumál 51 3
Þjónusta Einstaklingar: 1.017 1.432
tbúðalán 2.819 3.298
Annað 2.857 4.499
Samtals 29.723 34.460
I Hagtölum mánaöarins er fjallað
um útlánaþróun að undanfömu. „Hér
hefur ekki orðið sú þróun sem að var
stefnt, heldur stöðugur vöxtur, sem að
undanförnu hefur verið 10—15%
umfram verðlagsbreytingar.” Aftur á
móti segir að „sparnaður sé í örum
vexti í kjölfar hækkunar raunvaxta og
mikillar kynningar á kjörum innlána”.
„Á hinn bóginn kann aukningin að
hluta til að vera stundarfyrirbrigði,
borið upp af útlánaþenslunni,” segir
ennfremur í ritinu. „Aukin eftirspum
sem af þvi kann að leiða kyndir undir
verðbólgubálinu og rýrir viðskipta-
jöfnuðviðútlönd.”
-HERB.
Þessi 600 gramma kartatla kom upp
úr kartöflugarði á Akurtröðum i
Grundarfirði nú í haust. í skálinni
við hliðina á eru aðeins minni
kartöflur og eru þœr ekki siður
fallegar.
DV-mynd Bæring.