Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. Erlend bóksjá Erlend bóksjá »• * * Y ■> Colettesegir frá líf i sínu EARTHLY PARADISE. Höfundur: Colotte. Penguin Books, 1985. Franska skáldkonan og lífs- kúnstnerinn Colette skóp ýmsar eftirminnilegar kvenpersónur skáldsagnanna, svo sem Claudine, Gigi og Chéri. En líf hennar sjálfr- ar var ekki síður eftirminnilegt en skáldsagnapersónanna, enda þaö tvennt oft harla náið saman tvinn- að. Colette fæddist árið 1873 í litlu sveitaþorpi en fluttist til Parísar með fyrsta eiginmanni sínum, al- ræmdum rithöfundi og gagnrýn- anda, tvítug aö aldri. Eiginmaður- inn neyddi hana til þess að skrifa skáldsögur sem hann birti síðan undir sínu eigin nafni. Þessar sög- ur urðu þegar mjög vinsælar. En hjónabandið var óhamingjusamt og árið 1906 yfirgaf Colette mann sinn og vann næstu árin fyrir sér á leiksviðinu. Hún átti síðar eftir að giftast tvívegis og eignaðist dóttur með öðrum eiginmanni sínum. Colette skrifaði mikiö um líf sitt og reynslu. I þessari bók hefur Robert Phelps valið kafla úr verk- um hennar og raðað saman í rétta tímaröð þannig aö úr verður sam- felld sjálfsævisaga. Þeir sem lesiö hafa þekktustu bækur Colette hitta hér fyrir margt kunnuglegt en einnig eru í þessari bók brot úr frá- sögnum sem ekki hafa verið eins aðgengileg fyrir breiðan lesenda- hóp. Það er ánægjulegt að endurnýja kynnin við Colette. Ur brotunum úr verkum hennar verður litrík mósaík þar sem birtist sú óbil- andi ást á lífinu og fjölþætta lífs- reynsla sem gerði skáldverk Colette að veruleika. J.GBALLARD EMPIRE OFTHE siSUNii FangiJapana EMPIRE OF THE SUN. Washington Square Press 1985. Ur reynslu sinni sem fangi Japana í Kína á stríðsárunum siðari hefur Ballard smíðað magnaða skáldsögu um ungan dreng á þeim mörkum lífs og dauða sem föngum Japana voru búin. Hann var slíkur fangi á árunum 1942 til 1945, einkum í Lunghua, og þekkir því af eigin raun þann ógnþrungna veruleika sem honum tekst að tjá svo afbragðs vel á síðum þessarar bókar. Söguhetjan, Jim, er barn Vestur- landabúa í Shanghai. Viðbrigðin verða því mikil þegar stríðið kemur til þeirrar borgar. Hann verður viðskila við foreldra sína og neyðist til að bjarga sér sjálfur. Loks er hann handtekinn og fluttur í fangabúðir þar sem margir látast úr hungri og sjúkdómum. Skáldsögunni lýkur þegar hvít sól yfir Nagasaki boðar stríðslok og upphaf nýrrar aldar og Jim fær að hitta foreldra sína aftur. Margar bækur hafa verið ritaðar um fangabúðalíf en þessi skáld- saga Ballards er með þeim eftir- minnilegustu. Raunir unglingspilts í Dagbókum Adrian Moles THE GROWING PAINS OF ADRIAN MOLE. Höfundur: Sue Townsend. Methuen, 1985. Þeir, sem fylgjast með listum yfir metsölubækur í Bretlandi, hafa vafa- litið veitt því eftirtekt, að bækur Sue Townsend um Adrian nokkurn Mole hafa veriö þar þaulsætnar í efstu sæt- um, og eru enn. Fyrri bókin, The' Secret Diary of Adrian Mole, aged 13 3/4, seldist i óvenjustóru upplagi, jafn- vel af metsölubók að vera, og sú síðari, The Growing Pains of Adrian Mole, ætlar víst ekki að vera neinn eftirbát- ur. Um hvað fjalla svo þessar bækur? Jú, þetta eru að forminu til dagbækur, þar sem unglingspiltur, Adrian Mole, skýrir frá hugrenningum sínum, sem og daglegum atburðum, auk þess sem hann lýsir skoöunum á mönnum og málefnum eftir því sem tilefni gefast til. Adrian er frekar ólögulegur ungl- ingur að eigin áliti, bólugrafinn og lítið fyrir augað. Hann leggur þeim mun meiri áherslu á andlega iökun, enda staðráöinn í að verða ljóöskáld og sendir ólíklegustu aðilum skáldskap sinn til athugunar. Fjölskyldulifið er ekki til mikillar fyrirmyndar, enda faðirinn yfirleitt atvinnulaus og móðir- in oftar en ekki að berjast á móti bombunni. Og samskiptin við hitt kyn- ið ganga heldur ekki vandræðalaust fyrir sig. SAGAN AF FORSÍÐUM BLAÐANNA FRONT PAGE HISTORY. Höfundar: Harold Evans og Hugh Barty King. Penguin Books, 1985. Dagblöðin eru spegill sinnar samtíð- ar. Á síðum þeirra birtast í máli og myndum atburðir líðandi stundar, aö vísu í misjafnlega réttu ljósí eftir at- vikum. Breski blaðamaðurinn Harold Evans, sem um árabil var ritstjóri Sunday Times og síðar um skeið The Times, hefur hér valið 77 atburði á þessari öld sem komust á forsíöur blaðanna. Hverjum atburöi eru gerð skil með þrennum hætti: birt er mynd af dag- blaðsforsíðu, þar sem um málið er fjallað, nokkrar helstu fréttamyndir af atburðinum, og stutt samantekt, þar sem gangur málsins er rakinn. Það fer ekki hjá því að val atburð- anna endurspegli nokkuð bresk sjónar- mið. Ef blaðamaður frá öðru landi ætti að velja atburði í slíka bók yrði valið án efa nokkuö á annan veg. Þó er ljóst að meirihluti þeirra frétta, sem hér eru raktar, vöktu á sínum tíma heims- athygli og hlutu mikla umf jöllun í dag- blöðum víða um heim. Það á við um styrjaldir, alvarleg stjórnmálaátök, meiriháttar slys og manndráp, svo dæmi séu tekin. Fyrsta stórfréttin, frá árinu 1900, segir frá umsátrinu við Mafeking og framöngu Baden-Powells þar, en sú síðasta rekur barnamál Diönu og Kalla prins í Bretaveldi. Framsetning efnisins, og útlit bókar- innar, er með prýði. Lesendur fá í Events of our century that shook the World knöppu formi mikilvægustu upplýsing- arnar um ýmsa þá atburði, sem „skóku heiminn” á þessari öld — en reyndar í leiðinni einnig um nokkra, sem minna máli skiptu þótt þeir vektu athygii fjölmiðla á sínum tíma og þyki kannski enn safarík lesning. ÆVINTÝRIÞESSA HEIMS 0G ANNARS THE TALISMAN. Höfundar: Stephen King og Peter Straub. Penguin Books, 1985. Tveir af helstu metsöluhöfundum Bandaríkjanna hafa tekið sig til og skrifað í sameiningu heljarmikinn doðrant (hátt á áttunda hundrað blað- síður) um hrollvekjandi ævintýri þessa heims og annars. Þetta eru þeir Stephen King, sem samið hefur ýmsar þekktustu hrollvekjur síðari ára (svo sem Carrie, The Shining og Christine), og Peter Straub sem einnig hefur reynt fyrir sér með góöum árangri á BANDARÍKIIM 1. Stephen King: THINNER. 2. Belva Plain: CRESCENT CITY. 3. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. 4. JohnSaul: BRAINCHILD. 5. AliceAdams: SUPERIOR WOMEN. 6. Danielle Steel: FULL CIRCLE. 7. Helen Hooven Santmyer: ...AND LADIES 0F THE CLUB". 8. Lawrence Sanders: THE PASSION 0F MOLLY T. 9. Frederick Forsyth: THE FOURTH PR0T0C0L. 10. Eric van Lustbader: THE MIKO. Rit almenns eðlis: 1. David Ahodaher: IAC0CCA: 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLEO. 3. John Madden og Dave Anderson: HEY, WAIT A MINUTE (I WROTE A BOOKI). 4. Thomas J. Peters og Robert H. Water- man jr.: IN SEARCH 0F EXELLENCE. 5. Peter Collier og David Horowitz: THE KENNEDYS: AN AMERICAN DRAMA. IByggt á Bew York Times Book Review). því sviði (Ghost Story, Shadowland). I sameiginlegri bók sinni fara þeir að hluta til inn í þá veröld sem bókales- endum er kunn af Hringadrottinssögu, Sögunni endalausu og fleiri ævintýra- bókum. Söguhetjan er 12 ára gamall drengur, Jack Sawyer. Hann býr í Bandaríkjum nútímans ásamt móður sinni, sem er dauöans matur. Þau eru jafnframt á flótta undan fjármála- manni sem hyggst leggja hlut þeirra í sameiginlegu fyrirtæki undir sig. En það liggur annað og meira þar á bak við, eins og lesendur fá fljótlega að kynnast. Þau miklu átök milli góös og ills eiga sér ekki síst stað í öðrum heimi sem Sawyer f ær aö kynnast. Þótt skáldsagan sé ógnarlöng er hún ávallt spennandi aflestrar. Þeir félag- amir finna upp á mörgum óvæntum uppákomum en að sjálfsögöu fer það svo að lokum að hið góöa fer með sigur BRETLAND 1. Frederick Forsyth: THE FOURTH PROTOCOL. (2). 2. Tom Sharpe: WILT ON HIGH. I3). 3. SueTownsend: THE GROWING PAINS 0F ADRIAN M0LE.I1). 4. SueTownsend: THE SECRET DIARY OF ADRIAN MOLE; AGED 13 3/4.141. 5. J.G. Ballard: EMPIRE OFTHE SUN. (5). 6. JeHrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. (7). 7. James Herbert: DOMAIN. (6). 8. Wilbur Smith: THE LEOPARD HUNTS IN DARKNESS. (8). 9. David Morell: RAMBO FIRST BL00D II. (9). 10. Susan Howatch: THE WHEEL 0F F0RTUNE. (-1. (Tölur innan sviga tákna stað viðkomandi bokar á listanum vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times). af hólmi: Sawyer tekst ætlunarverk sitt og í leiöinni að finna lækningu sem dugar gegn sjúkdómi móöir hans. Spielberg mun hafa keypt rétt til að kvikmynda þessa sögu. Því má búast við að innan fárra ára birtist Jack Sawyer á hvíta tjaldinu, ungum sem öldnum til óblandinnar ánægju. DANMÖRK 1. HermanWouk: NATALIE. 2. POLITIKENS SLANG0RDB0G. 3. Lise Nörgaard: STJERNEVEJ. 4. William Heinesen: DET G0DE HAB. 5. Gail Godwin: EN M0R OG T0 DÖTRE. 6. Ralph Giordano: FAMILIEN BERTINI. 7. Knud Erik Pedersen: PUSLINGELANDET. 8. John Irving: HOTEL NEW HAMPSHIRE. 9. EmmaGad: TAKT OG T0NE. 10. Nicholas Gage: ELENI. IByggt á Politiken Söndag). Umsjón: Elías Snæland Jónsson I nýrri bókinni, sem nær fram á vorið 1983 þegar Adrian er orðinn 16 ára, gengur á ýmsu. Móðir hans verður allt í einu ólétt og elur dóttur, en nokkuð er á huldu um faðernið. Hiö sama á reyndar við um barn gamallar ástkonu föðurins, en hún veröur léttari um svipað leyti. Fjölskyldulífið er nokkuö ruglað af þessum sökum, og vegna peningaleysis. Adrian gengur þar að auki illa að eiga við vinkonu sína, Pandoru, og svo fer að lokum að hann ákveður að strjúka aö heiman. En jafnvel það er nú ekki eins gaman og ætla mætti. Þessum atburðum og fjöldamörgu öðru, sem til tíðinda ber, lýsir Adrian á fyndinn og skemmtilegan hátt. Tekið er á ýmsum vandamálum, sem gjarn- an einkenna unglingsárin, og blandaö saman gríni og alvöru. Þetta er því hin hressasta lesning. Og vafalaust eiga margar fleiri dagbóka Adrian Moles eftir aö fylgja í kjölfarið. Gódarbækur fyrirbömin THE GOOD BOOK GUIDE TO CHILDREN S BOOKS. Ritstjórar: Bing Taylor og Peter Braithwaite. Penguin Books, 1985. Hvernig er hægt að velja 600 bækur af 35.000 og mæla með þeim sérstaklega? Þetta verkefni fengu ritstjórar þessarar bókar og þeir aðstoðarmenn sem voru fengnir til liös viö bókavalið. Þeir leggja áherslu á að þeir séu gjörsamlega óháðir hagsmunaaðilum í barna- bókaheiminum og hafi haft það eitt að leiöarljósi að velja bækur af sem fjölbreytilegasta tagi, nýjar sem gamlar, sem geti ýtt undir hugar- flug barnanna, aukiö þekkingu þeirra og sýnt þeim að lestur bóka sé ekki aöeins nauðsynlegur hluti þess að vaxa úr grasi heldur einnig ánægjulegt tómstundagaman. Bókunum er skipt niöur í marga flokka eftir eðli þeirra og efni. Sérstaklega er merkt við 100 bækur sem talið er að ekkert barn ætti að láta hjá líða að lesa. Veittar eru allar helstu upplýsingar um hverja bók: nafn hennar, höfund, útgefanda, blaösíðufjölda og verð, og í stuttu máli sagt frá efni bókarinnar. Þá eru birtar litlar litmyndir af kápu- síðum bókanna. Bókin virðist unnin af vandvirkni og áhuga fyrir góðum bókum fyrir uppvaxandi kynslóð. Þaö er sér- staklega mikilvægt einmitt á sviði barnabóka þar sem krefjast verður víðsýni og tillitssemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.