Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Borgar-
fjarðarvegar milli Seyðisfjarðarvegar og Mýness. (Lengd
5 km, fylling og burðarlag 54.000 m3). Verki skal lokið 1.
júní 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðar-
firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30.
september nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 14.
október 1985 á sömu stöðum.
Vegamálastjóri.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚtboÖ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi:
RARIK —85011 Raflínuvír
RARIK —85012 Þverslár
Opnunardagur: Þriðjudagur 29. október 1985 kl. 14.00.
Tilboðun skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og
verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi
30. september 1985 og kosta kr. 300,- hvert eintak.
Reykjavik 26. september 1985
Rafmagnsveitur ríkisins.
Seljum í dag
Saab 99 GL, árg. 1981, 2ja
dyra, hnotubrúnn, bein-
skiptur, 4 gíra, ekinn 70
þús. km. Bíil á mjög góðu
verði.
Saab 900 GLE árg. 1980, 5
dyra, grænn, sjálfsk. +
vökvast., ekinn 80 þús.
km. Góð kjör.
Saab 99 GLI árg. 1981, 4ra
dyra, Ijósblár, beinskipt-
ur, 4ra gíra, ekinn 57 þús.
km. Fallegur bíll.
Saab 900 GLS, árg. 1982, 5
dyra, Ijósblár, beinskipt-
ur, 5 gíra, ekinn aðeins 34
þús. km. Sem nýr bíll.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 13-17
TÖGGURHR
UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT
BÍLDSHÖFEA16, SlMAR 81530-83104
Bautinn
Þetta er
staðurinn
Bautinn er staöurinn á Akureyri.
Þar er umferöin. Þar snæöa heima-
menn og aökomufólk. Enda situr
matstofan ein aö ódýra markaöinum
þar nyröra. Súlnabergið er að vísu
um 30% ódýrara en þar er mötuneyt-
isfæði. Og hin veitingahúsin sex eru
öll langtum dýrari en Bautinn. Þess
vegna fara allir í Bautann. Ég líka,
ef ég væri svangur.
Gangstéttar-
veitingahús
Staöurinn treysti stööu sína með
garöhúsinu, sem snýr út aö Hafnar-
stræti. Það er svo áberandi gang-
stéttar-veitingahús, aö vegfarendur
laöast ósjálfrátt að staönum. Feröa-
menn þekkja margir hverjir ekki til
annarra veitingasala og taka strikiö
beint í Bautann. Viöbyggingin er
rúmgóö og vel heppnuð sem eins kon-
ar auglýsingaskilti staöarins.
Hin nýjungin í Bautanum er, aö
fiskur hefur haldið innreiö sína í
þetta upprunalega steikhús. Af átta
aðalréttum á matseöli dagsins eru
oftast sex fiskréttir. Þetta er kúvend-
ing, — hefur gerzt á skömmum tíma.
Og greinilegt er, aö markaöur er
ekki síöri fyrir fiskréttina en steik-
urnar.
Að vísu hef ég grun um, aö hiö
mikla fiskframboö byggist á stórum
frystikistum og nærtækum örbylgju-
ofni. Að minnsta kosti var allur fisk-
ur, sem ég prófaöi, í hinum þurra og
safalausa stíl, sem fylgt hefur inn-
reið örbylgjuofnanna. Frystur fiskur
er ekki góöur matur og örbylgjuofn-
ar gera hann miklum mun verri.
Raunar hefur mér verið álasaö
fyrir of haröa gagnrýni á fiskrétta-
matreiöslu veitingahúsa Akureyrar.
Mér er sagt, aö afar erfitt sé aö fá
ferskan fisk í þessum mikla útgerö-
arstað. Veitingamenn séu dæmdir til
aö nota frystan fisk. Eitthvaö hlýtur
aö vera til í þessu, því aö nánast úti-
lokaö er aö fá góðan fisk á þessum
stööum.
Kúgaðir af Kea?
Hins vegar sé ég ekki ástæðu til aö
vorkenna veitingamönnum, þótt Kea
reyni aö drepa fiskbúðir og neyöa
þrælana að frystikistunum í kaupfé-
laginu. Ut um allan Eyjafjörö er
smáútgerö, sem veitingamenn gætu
samið viö, ef þeir nenntu aö hafa al-
mennilegan fisk á boðstólum í trássi
við kaupfélagsvaldið. Og ég skil ekki
í neytendum á Akureyri að láta þetta
ferskfiskleysi viögangast.
Pönnusteiktur Höfðavatnssilungur
með eggjasósu var dæmigeröur fyrir
ástandiö í Bautanum. Þetta var í
sumar, svo aö fiskurinn heföi getaö
verið ferskur. En hann var þurr, eins
og hann væri ofsteiktur eöa örbylgju-
steiktur, nema hvort tveggja væri.
Eins og silungur getur veriö góður.
Smjörsteiktar gellur í pernodsósu
voru ekki góöar, en mig brestur
þekkingu á, hvaö hefur gerzt aö
tjaldabaki. En alténd var óbrúanleg
gjá milli þessa matar og hliðstæö-
unnar að Búöum á Snæfellsnesi, þar
sem kokkurinn útvegar sér ferska
vöru og kann aö matreiöa hana.
Bezti fiskurinn var ýsuflök Doria,
sæmilegur matur.
I einni prófuninni var súpa dagsins
sæmileg sjávarréttasúpa með of
þurrum rækjum, en ekki seigum. I
annarri var súpan hveitilöguö blaö-
laukssúpa. Hvort tveggja var sæmi-
lega ætt, en ekkert umfram þaö.
Alitlegasti maturinn í Bautanum
var salatborðið, sem fylgir öllum
aöalréttunum. Borðið trónar á miðju
gólfi og býr yfir miklu úrvali. Stund-
um veröa einstöku þættir þess of
þreytulegir, svo sem sveppir, tómat-
ar, gulrætur og blaðsalat. Bezt er aö
vera á ferðinni snemma, meðan
boröið er sem ferskast.
Stundum er meira aö segja hægt
að fá olíu og edik út á salatið til við-
bótar nokkrum tegundum af sósu.
Oftast er þar gott úrval af hollu
brauði. I eitt skiptið var það þó búiö
og aðeins hveitiflautur eftir. I stór-
um dráttum má þó telja salatborðið
stolt staöarins.
Kínverskar pönnukökur voru
óvenjulega bragölausar, en uröu æt-
ar, þegar sojasósu haföi veriö mokaö
í þær. Grillaður kjúklingur var hæfi-
lega eldaöur og ágætlega meyr,
sennilega bezti maturinn. Hamborg-
ari var góöur, mun betri sen sá í
Súlnabergi handan götunnar. Börnin
luku ekki viö frönsku kartöflurnar og
teljast það ekki góö meðmæli.
Þrælslegar steikingar
Beöiö var um gratineraöa lamba-
sneið lítið steikta, en hún kom þræl-
steikt á boröið. Sama er aö segja um
bautasneiðina. Þaö er ekki eins og
þetta hafi verið steikhús til skamms
tíma. Á slíkum stööum er venja aö
kunna aö steikja eftir óskum gesta.
Nokkru síöar var bætt fyrir þetta
meö góðum lambakótelettum, mildi-
Jónas Kristjánsson
skrifar um
veitingahús
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
lega grillsteiktum. Meölætiö var
samt þetta staðlaða, venjulega, sem
við sjáum fyrir okkur, þegar viö lok-
um augunum: Bearnaise-sósa,
franskar kartöflur, soöiö grænmeti,
gulrætur, rósakál og sveppir. Allur
matur var óhæfilega mikiö kryddaö-
ur.
Ávaxtaskál fól í sér blandaða dósa-
ávexti og terta dagsins var lítið
merkilegri. Kaffi var hins vegar
ágætt. Vínlistinn var mesta rusl, en
meö lagi mátti fá skárri flöskur neö-
an úr Smiöjunni.
Þrátt fyrir alla þessa gagnrýni
verö ég aö játa, aö ég mundi senni-
lega fara í Bautann, ef ég yrði svang-
ur á Akureyri. Maturinn er ekki bein-
línis vondur, þótt hann sé kæruleysis-
lega eldaður. Hann er ætur og kostar
miklu minna en matur annars staöar
á Akureyri, aö Súlnabergi undan-
skildu. Og ég gef ekki mikið fyrir
matinn á „fínu” stöðunum á Akur-
eyri.
Svo hefur Bautinn þann kost aö
vera við annan enda göngugötunnar,
handhægur fyrir gesti hótelanna í
kring og jafnan nærtækur, ef maður
hittir mann og niöurstaöa þess verð-
ur spjall yfir kaffibolla. Þess má og
geta, að fólk þarf ekki lengur aö
standa viö afgreiðsluborðið. Komin
er full þjónusta á staöinn og hún er í
lagi.
Súpa og salatbar kostuðu 250 krón-
ur, beztu kaupin á staðnum. Miðju-
verð aðalrétta, að súpu og salatbar
meðtöldu, var 360 krónur. Hiö sama,
aö salatbar frátöldum, kostaöi 257
krónur í Súlnabergi. Þríréttuð máltíö
af seðli dagsins með kaffi og hálfri
flösku á mann af frambærilegu víni
kostaöi 712 krónur í Bautanum. Af
fastaseðli heföi slík máltíð kostaö 845
krónur. Jónas Kristjánsson
Dœmigerður dagseðill
90 Rjömalöguð blaðlaukssúpa
330 Smjörsteiktar gellur íþernodsósu
320 Pönnusteiktur karfi með rækjum og papríku
320 Ýsuflök ,, Doria’ ’
340 Pönnusteiktur Höfðavatnssilungur með eggjasósu
440 Kryddsoðinn lax með bræddu smjörí og hvítum kartöflum
420 Grillsteiktar lambakötilettur með Bearnaisesósu
440 Púrtvínssoðnar lundabringur með rauðkáli
370 Grtsasnitselmeðrauðkáli
250 Súpa og salatbar
Súpa og salatbar fylgja öllum. aðalréttum
Fastaseðill
110 Frönsk lauksúpa
130 Sjávarréttasúpa meðpaþriku
340 Djúpsteiktur skötuselur með tartarsósu
310 Fiskur dagsins gratín með hvítum kartöflum
290 Marineruðsíld með rúgbrauði og soðnum kartöflum
340 Sjávarréttapanna gratín með ristuðu brauði
460 Bautasneið með Béarnaisesósu, ristuðum sveppum og lauk
595 Enskt buff með lauk og soðnum kartöflutn
630 Frönsk nautasneið meðkryddsmjöri og spergli
430 Lambasneiðgratín að hœtti hússins
430 Reykt grísakðtiletta meðrauðvínssósu og grcenmeti
460 Gríllsteiktur kjúklingur meðrjótnasveppasósu
440 Kalt hangikjöt með kartöflusalati
80 Skyr ttteð rjómablandi
95 Ávaxtaskál með rjótna
95 Rjómaís meðperum og rjóma
Einnig ýmsir smáréttir