Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 4
4
DV. LAUGARDAGUK 28. SEPTEMBER1985.
Auglýsingadeild DV einfaldar
hlutina fyrir lesendur:
Tefíið á móti
kreditkorta-
greiðslum í
gegnum síma
— í sambandi við smáauglysingar
— Þessi þjónusta hef st á mánudaginn
Auglýsingadeild DV hefur ákveðiö
að koma til móts viö lesendur sína —
spara þeim sporin og einfalda hlut-
ina. Ákveðið hefur verið að taka upp
kreditkortaþjónustu í sambandi við
smáauglýsingar í DV.
— Ég hef trú á að þessi þjónusta
okkar eigi eftir aö mælast vel fyrir
hjá lesendum, sagði Páll Stefánsson,
auglýsingastjóri DV.
— Við höfum reynt þessa þjónustu
hjá leikhúsunum og hefur hún mælst
mjög vel fyrir og reynst vel, enda eru
kreditkort mjög tryggur gjaldmiðill,
sagði örn Petersen hjá VISA.
Páll sagði að handhafar kredit-
korta (Visa og Eurocard), sem not-
færöu sér smáauglýsingaþjónustu
DV, þyrftu að gefa upp númerið á
korti sínu — þá sextán stafi sem
væru i því, gildistíma kortsins, nafn,
nafnnúmer og heimilisfang, eða hin-
ar almennu upplýsingar sem fylgdu
notkunkortanna.
— Með þessari þjónustu einföldum
við hlutina fyrir liisendur okkar. En
eins og áður þurfa menn aö koma til
okkar til að ganga frá stærri auglýs-
Það þarf að gefa upp númerið
6 kreditkortinu — alla sextán
tölustafina sem eru yfir þvert
kortiö og oinnig gildistíma
kortsins. A kortinu hér fyrir
ofan var gildistimi til júní 1984
þannlg að þetta kort er út-
runnfð.
Þegar lesendur DV eru búnir
að semja sméauglýsinguna,
sem þeir vilja láta birta. er nóg
að lyfta símtólinu, lesa upp
auglýsinguna og gefa siðan
upp upplýsingar um nafn,
nafnnúmer, heimilisfang,
númer é kreditkorti sinu og
gildistima kortsins.
ingum. Þessi þjónusta gildir aðeins
um smærri auglýsingar til aö byrja
með, sagði Páil Stefánsson.
Hámarksúttekt í sambandi við
þessa þjónustu DV er kr. 2050, en
það er upphæðin sem Visa og
Eurocard ábyrgjast í sambandi við
korthafa þegar ekki er um undir-
skrift þeirra að ræða.
— Fljótlega eftir áramót verður
unnið að því að samtengja tölvukerfi
fyrirtækjanna, en það verður þægi-
iegra fyrir fyrirtækin í sambandi við
þessa nýju þjónustu, sagði örn
Petersen hjá VISA, en þess má geta
að 41 þús. Visa-kort eru nú í umferð á
landinu.
— Frá og með næstkomandi mánu-
degi munum við hefja þessa þjónustu
við lesendur okkar, sagði Páll
Stefánsson auglýsingastjóri.
-SOS.
Náttúrufræðidagur
fyrir fjölskylduna
Náttúrufræðingar ætla að byggja náttúrufræðisafn
Fimmti náttúrufræðidagurinn, sem
áhugahópur um byggingu náttúru-
fræðisafns stendur að, verður haldinn
sunnudaginn 29. sept. Verður þá farið í
fjöruferð undir leiðsögn sérfræðinga
um lífríki fjörunnar. Verður fólki gef-
inn kostur á að fræðast um hvernig
maðurinn hefur nýtt sér gæði fjörunn-
ar fyrr og nú.
Allir eru hvattir til að koma og tekiö
er fram að engar erfiðar göngur verði.
Er því tilvalið fyrir alla fjölskylduna
að drífa sig. Verður boðið upp á
ókeypis rútuferð fyrir þá sem það
vilja. Verður lagt af stað fiá Náttúru-
gripasafninu við Hlemm klukkan 9.15
og komið aftur klukkan 12.30.
Tilgangurinn með þessu er að vekja
athygli ráðamanna og almennings á
nauðsyn þess að byggt verði alhliða og
nútímalegt náttúrufræðisafn hið
snarasta.
SMJ.
BSRB borgar
varnar-
kostnað
Stjóm BSRB hefur samþykkt að
greiða allan varnarkostnað starfs-
manna Ríkisútvarpsins í ákæru-
máli því sem nú stendur yfir vegna
mótmælaaðgerða þeirra í fyrra-
haust.
I samþykkt stjómarinnar segir
að hún styðji málstað starfs-
mannanna og að sú misbeiting,
sem átt hefur sér stað í málum
vegna kjarabaráttu samtakanna
sl. haust, sé alvarlegt áfall fyrir
réttarfar og árás á starf stétta-
samtaka í landinu. APH
Hvað ætla þeir að gera á þinginu?
Kosningar
og kjaramálin
— það tvennt mun setja svip sinn á
þingið að mati Svavars Gestssonar
„Eg tel að í sumar hafi komiö í ljós
verulegur klofningur í ríkisstjóminni.
Þar sé nú um að ræða meiri óánægju í
báöum stjórnarflokkunum meö stjórn-
ina en áður hefur verið. Við munum
leggja áherslu á að reka þennan flótta
sem virðist vera brostinn í stjórnar-
liðið. I þessu sambandi höfum viö efna-
hagsmálin í huga. Nú liggur fyrir að
ríkisstjórnin, sem ætlaöi aö lækka
erlendar skuldir, hefur hækkað þær.
Hún ætlaöi einnig að eyða viðskipta-
hallanum en er nú með halla upp á
fjóra til fimm milljarða á ári. Þá
ætlaöi hún einnig að eyöa veröbólgunni
en þrátt fyrir þetta lága kaup liggur
hún ennþá á bilinu 30 til 50 prósent.
Síðan ætlaöi hún einnig að rétta hlut at-
vinnuveganna en menn geta séð þaö á
nauðungaruppboöunum í sjávarút-
veginum hvernig staðan er þar. Á
þetta bætist svo að það á að leggja
skatta á almenning upp á nærri 2
milljarða króna. Þetta eru skattar sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði lýst yfir aö
alls ekki yrðu lagðir á. Þetta eru því
bein kosningasvik, sérstaklega af
hálfu sjálfstæðismanna. Þessir skattar
munu einnig hægja á tækniþróun,
meðal annars vörugjald á tölvur. Það
eru einnig hugmyndir um að leggja
skatta á alls konar menningarstarf-
semi. Þá hafa einnig verið hugmyndir
uppi um að leggja söluskatt á mat-
vörur, ef ekki í formi söluskatts þá í
formi virðisaukaskatts. Eg held að
efnahagsmálin og staöa stjórnarinnar
í þeim hljóti að opna mönnum sýn í
raunverulega stöðu stjórnar-
flokkanna,” sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýöubandalagsins, við DV
um horfurnar sem blasa við í þing-
byrjun.
Hann sagði einnig aö þaö væri
athyglisvert að í sumar hefði komiö
fram ágreiningur um herstöðvamáliö
í Sjálfstæðisflokknum. Það hefði aldrei
áður komið fyrir. „Viö munum láta á
það reyna hversu stór hluti þingsins er
tilbúinn aö láta mál á Vellinum heyra
undir ráðuneyti eins og önnur mál hér
á landi. Þetta hefur alltaf verið okkar
skoðun.
Þau mál, sem viö verðum sér-
staklega með í vetur, eru atvinnumálin
í samræmi við undirbúning að nýrri
sókn í atvinnulífinu sem við höfum
veriö að vinna að í allt sumar. Þetta
mun koma fram í flestum málum
okkar á þinginu í vetur. Þá munum við
leggja fram tillögur okkar um fisk-
veiðistefnu í þingbyrjun.
Síðan höfum við hugsað okkur að
taka fyrir nauöungaruppboö á íbúöar-
húsnæði og okurlánastarfsemina. Viö
verðum meö skattamálin og ætlum að
láta reyna á stóru orðin Framsóknar-
flokksins i þeim málum. Við munum
einnig taka fyrir málefni framhalds-
skólans í vetur. Þá geri ég ráð fyrir að
málefni heilsugæslustöðva verði á
dagskrá vegna þess að ríkisstjórnin
mun líklega leggja fram frumvarp um
einkarekstur þeirra í haust,” sagði
Svavar.
Hann sagði einnig aö Alþýðu-
bandalagiö myndi halda áfram að
vinna aö eflingu íbúöalánasjóöanna og
mótun framtíöarstefnu í húsnæðis-
málum.
Hann var einnig spurður um hvaö
ætti eftir að einkenna þetta þing.
,,Við munum láta reyna á stóru orð
framsóknarmanna i skattamálum,"
segir Svavar.
„Þaö sem verður einkenni á þinginu
í vetur er aö mínu mati tvennt. I fyrsta
lagi verður þetta kosningaþing því þaö
verða bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingar í vor. I öðru lagi verða það kjara-
málin og er ljóst að þau eiga eftir að
setja mark sitt á þetta þing. Það hefur
komið í Ijós að forsætisráöherra vill
ekki kannast við sín eigin orö gagnvart
verkalýðshreyfingunni. Það hlýtur aö
leiða til þess að kjaramálin verði mjög
til umræðu í þjóðfélaginu, sérstaklega
af hálfu verkalýðshreyfingarinnar og
einnig af hálfu Alþýðubandalagsins á
þinginu,” sagði Svavar Gestsson.
APH
Self yssingar undrast nýja skólabyggingu:
Hvöss hom og
hallandi veggir
Frá Kristjáni Einarssyni á Selfossi:
Um þessar mundir er uppsteypu á
fyrri áfanga Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi að Ijúka. Verktakinn,
Sigfús Kristinsson bygginga--
meistari, telur aö hans verkþætti
muni ljúka innan tíöar. Er þá að
vænta útboða í áframhald fram-
kvæmdanna.
Eftir því sem fleiri veggir rísa
verður hinn almenni vegfarandi
meira og meira undrandi yfir
byggingunni. Hvöss horn og hallandi
veggir eru ráöandi. Nokkur umræöa
hefur verið um ágæti byggingar-
innar og þá aðallega um gluggavegg
einn mikinn. Hann mun verða um 13
metra hár og 80 metra langur og
hallast 45 gráður móti suðri.
Þingmenn Suðurlands munu heim-
sækja fjölbrautaskólann innan
skamms og án efa verður reynt að
hafa áhrif á þá herramenn svo að
fjármagnsstreymi til fram-
kvæmdanna verði sem mest.
-EH.