Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 22
22
DV. LAUGAKDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
„Ég var alltaf söluhæstur. Sama hvort ég
var að selja gellur, dagblöð eða happ-
drættismiða í Vestmannaeyjum hérna áð-
ur fyrr. Ég hef alltaf átt auðvelt með að
vinna mér inn peninga."
DV-myndir GVA.
OLAFUI
„Eg var alltaf söluhæstur. Sama hvort
ég var aö selja gellur, dagblöö eða
happdrættismiöa í Vestmannaeyjum
hérna áöur fyrr. Eg hef alltaf átt auðvelt
með að vinna mér inn peninga. Þegar ég
var í skóla var ég í tveimur sendla-
störfum samhliöa náminu. Og fékk
pening fyrir,” segir Olafur Laufdal,
eigandi tveggja vinsælustu
skemmtistaða höfuöborgarinnr og hæst-
ráðandi á Hótel Borg í hjarta
miðbæjarins. Svo er hann víst að byggja
nýtt hótel við Ármúlann meö 70
herbergjum og samkomusal fyrir 1.100
manns. Þar eiga 2.500 manns að geta
unað glaðir við sitt, í mat og drykk,
glaumioggleði.
í gráum fötum
á herbergi 301
Er DV ræðir við hann á herbergi 301 á
Hótel Borg stendur allsérstæður piccolo
I andyri hótelsins og býður gesti
velkomna. Við þessar sömu dyr hóf
Olafur Laufdal afskipti sín af veitinga-
málum, hann var líka piccolo, en nú
ræður hann hótelinu. Fjörutiu og eins árs
í gráum, vönduðum jakkafötum, teinótt
slifsi og vasaklút í stíl. Skórnir og beltið
virðast vera úr sama efni. Allt er þetta
grátt, meira að segja hárið er farið að
grána. Hann tók við Hótel Borg á leigu til
10 ára og segist vera aö æfa sig fyrir
reksturinn í nýja hótelinu, „ . . þetta er
hálfgertsport.”
Var hann vitlaus?
— Er þetta íslensk útgáfa af
bandariska draumnum, dyravörðurinn
sem veröur hótelstjóri?
„Það má vel vera. Annars veit ég það
eitt að velgengni mín grundvallast fyrst
og síðast á vinnu, dugnaði og útsjónar-
semi. Það héldu allir að ég væri orðinn
vitlaus þegar ég bvggði Broadway á
sínum tíma. Eg reif það hús upp á 5
mánuðum. Hverjum öörum datt í hug að
byggja svona stóran skemmtistað í
Breiðholtinu á sínum tíma? Engum!
Hver tók þá áhættu sem fylgdi því að
kaupa diskótekið Sesar sem enginn
vildi fara á og nú heitir Hollywood? Það
hvarflaöi ekki aö nokkrum manni nema
mér. Og allt hefur þetta skilað sér. Eg
hef lagt allt undir og ekki tapaö ennþá,”
segir Olafur Laufdal sem svona í leiöinni
hefur komið sér upp einbýlishúsi í
Arnarnesi þar sem hann býr ásamt
eiginkonu og þrem börnum. Sögur
herma aö það sé sundlaug í húsinu...
Sundlaug án húsgagna
„Eg skil ekki hvað er svona merkilegt
við að hafa sundlaug í húsinu sínu. Þetta
er lítil laug, maður rétt nær fimm sund-
tökum yfir hana endilanga. Sundlaug í
íbúöarhúsi er ekkert annað en herbergi
sem fyllt er með vatni í staö húsgagna.
Annars vil ég halda einkalífi mínu utan
við þetta. Nóg er slúðrið samt þó ég
heyri líklega minnst af því sjálfur.
Annaðhvort á ég að vera á hausnum eða
þá ofboðslega ríkur. Ég kannast við
hvorugt. Islendingar eru svo skrýtnir.”
Eftir 25 ár í veitingarekstri segist
Olafur Laufdal vera orðin „sjóaður” í
þessum atvinnurekstri sem blómstrar í
myrkri og þá sérstaklega þegar fólk á
frí. En það viröist ekki öllum vera gefið
að græða á þeimmiðum:
„Eg þekki mikið af veitingamönnum
sem sofa ekki dúr á nóttu. Samkeppnin
er orðin svo hörð að verð eru ekki í neinu
samræmi við kostnað. Það mætti segja
mér að helmingurinn af öllum veitinga-
rekstri í Reykjavík sé rekinn með tapi
eða þá á núlli. Enda eru staöirnir þegar
farnir aö týna tölunni.”
Áfengi ekki í tísku
Það er skoðun Olafs Laufdal að meðal-
líftími fyrirbæra í veitingageiranum sé
fimm ár. Þá verði að finna upp á
einhverju ööru til að selja. „Þetta eru
viðkvæm viöskipti og fólksstraumurinn
getur breyst á einni nóttu. Maður veröur
aö vera sívakandi og endurnýja sig
reglulega.”
— Snýst þetta ekki allt um að selja
fólki áfengi yfir barborð og þá helst með
gosi þegar öllu er á botninn hvolft?
„AIls ekki í mínu dæmi. Eg stend fyrir
alls kyns skemmtunum og uppákomum
sem laða þúsundir að og ég er
sannfæröur um að stór hluti þeirra gesta
sem sækir staðina mína smakkar alls
ekki áfengi. Krakkarnir í Hollywood
hugsa til dæmis mikið meira um að líta
vel út, vera í fallegum fötum og smart
frekar en aö hella í sig áfengi. Það er
einfaldlega ekki í tísku. Og ég get ekki
sagt að ég sé með slæma samvisku
vegna þess að ég lifi á aö reka
skemmtistaði þar sem fólk neytir
áfengis. Það er að sjálfsögðu ömurlegt
þegar menn drekka frá sér heimili og
fjölskyldur en það er ekki mér að kenna.
Þessir sömu menn hefðu gert þaö hvort
eö er,” segir Olafur Laufdal sem
gjarnan lyftir glasi á góðri stundu. „Eg
væri kominn á hausinn fyrir löngu ef ég
misnotaði áfengi. Eg get fengið mér í
glas án þess að verða vitlaus.”
Bjórlíki? I
„Ég tók ekki þátt í bjórlíkis-
kapphlaupinu. I fyrsta lagi vissi ég að
þessi della gengi yfir eins og hver önnur.
Islendingar fá alltaf svona dellur með
jöfnu millibili og þá eru allir í því sama.
Eg hefði getað komið með bjórlíkisstað