Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 1
Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVISIR 221. TBL. -75. og 11. ÁRG. - LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1985. Þegar 24 dagar eru til jóla og börnin fara að hlakka til fá Reykvík- ingar nýjan lögreglustjóra. Sjálfur sýslumaður Rangætnga, Böðvar Bragason, flytur sig þá um set og gerist yftrmaður á lögreglustöóinni á móti Hlemmi. Þó hann sé listelskur og gefinn fyrir bóklestur. eins og fram kemur í viðtali helgarblaðs DV í dag, þá veit hann manna best hvernig umgangast á lögbrjóta eftir 15 ára starf sem sýslumaður og bæjarfógeti á landsbyggöinni. Tæpast á hann þó eftir að kljást við mafíuna, alla vega ekki þá maf- íu sem Indriði G. Þorsteinsson lýsir fjálglega hér í helgarblaðinu. Þar er Árna Bergmann líkt við Corleóne, heimsfrægan mafiuforingja, og ýmis- iegt annað safaríkt er látið fljóta með - að kynlífi meðtöldu. Á meðan sitja móðir og sonur og ræðast við á garðbekk í austurbæn- um sem i sjálfu sér þætti ekki i frá- sögur færandi ef móðirin væri ekki að verða níræð og sonurinn sjötug- ur. Þau mæðginin hafa að öllum lík- indum sofið vært margar næturnar án þess að hafa áhyggjur af hrotum en það getur breyst eftir að þau lesa viðtalið við Helga Kristbjörnsson lækni. Hann segir að hrotur séu ekkert grín, geti jafnvel verið lífshættulegar. Það sama verður tæpast sagt um matinn á Bautanum á Akureyri en þar var Jónas Kristjánsson að snæða ekki alls fyrir löngu. Honum þótti maturinn nógu góður til þess að ef hann værí einhvern tímann mjög svangur norður i landi þá færi hann í Bautann. Aftur á móti þykir það ekki góðs viti þegar börn leifa frönsku kartöflunum sínum. Hvort sem er á Akureyri eða í Reykjavík. Fólk á að klára matinn sinn; það vita níræðar mæður sem i sjötuga syni. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.