Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 36
36
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Laugavegi 116, þingl. eign Egils Egilssonar, fer fram eftir kröfu Fram-
kvaemdastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 2 október
1985 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Laugavegi 80, þingl. eign Radióstofu Vilbergs og Þorsteins sf., fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Ólafs Gústafssonar hdl. á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta i Laugavegi 81, þingl. eign Birgis Bragasonar,
fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 2. október 1985 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I
Laugarnesvegi 86, þingl. eign Guðmundar Sigþórssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Framkvæmdastofnunar ríkisins og
Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. októþer 1985 kl.
16.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Laugarnesvegi 108, þingl. eign Höllu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni
sjálfri þriöjudaginn 1. októþer 1985 kl. 16.30.
Borgarfógetaemþættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Síðumúla
30, þingl. eign Emils Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i
Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 16.00.
Borgarfógtaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Siöumúla 11, þingl. eign Arnar og örlygs hf., fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985
kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta I Leirubakka 32, þingl. eign Hauks M. Haralds-
sonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl., Skúla Pálssonar hrl.,
Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Tómasar Þor-
valdssonar hdl., Útvegsbanka Islands og Svölu Thorlacius hrl. á eign-
inni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Leirubakka 16, þingl. eign Agústs Ágústssonar, fer fram eftir kröfu
Landsbanka íslands, Jóns Oddssonar hrl., Gjaldheimtunnar i Reykjavik,
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Sigriðar
Thorlacius hdl. og Árna Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn
2. október 1985 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Rauðarárstig 11, þingl. eign Hafsteins Ólafssonar, fer fram eftir kröfu
Útvegsbanka Islands og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 2. október 1985 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Nönnugötu 10, þingl. eign Ragnars Garðars Bragasonar og Viktoriu
Finnbogadóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eign-
inni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Eitt af því sem skapar íslensku
sérstöðu er nýyrðasmíð og andstaða
við tökuorö. TU eru mörg dæmi um
nýjungar sem á erlendum málum
ganga undir alþjóðlegum heitum
sem ekki hafa náð inn í íslensku. x
Nokkur dæmi eru telefon, radio,
television. Þessi orö eru notuð meira
og minna breytt í flestum málum í
Evrópu og jafnvel víöar. Islensku
orðin eru hins vegar nýyrði, árangur
af snilli manna sem tóku sér fyrir
hendur að búa til orð.
Eitt orð í viðbót er elefant sem vit-
anlega kallast fíll á íslensku. Orðið
elefant er komið úr latinu eða grísku
og ég held mér sé óhætt að segja að
það sé notað í öllum Evrópumálum
að íslensku undanskilinni.
En hvaðan er þá orðiö fíll? Þaö er
tökuorð í íslensku en úr hvaða máli?
Teflt í Hastings
Til er borg ein í Englandi sem heit-
ir Hastings. Þangað fara íslenskir
kennarar gjarnan til að læra ensku
svo þeir geti betur kennt íslenskum
börnum þá tungu.
Það bar svo viö dag einn að vinur
minn, íslenskur kennari, og arabísk-
ur starfsbróðir hans tefldu skák þar í
borg milli þess sem þeir lærðu ensku
og drukku bjór á krám.
Þetta var að sjálfsögðu spennandi
einvígi og í sama mund og íslenski
skákmaðurinn hirti hrók af araban-
um sagði sá síðarnefndi : Oh, I lost a
fU.
Hinn varð klumsa við og spuröi
hvaðfílþýddi.
Þetta fannst arabanum undarleg
spurning. Vissi ekki þessi sigurglaði
skákmaður frá Islandi að hrókar eru
oft sýndir á skákborði sem fílar með
turn á bakinu. Og fíll heitir reyndar
fíláarabísku.
Og þá er komið að því aö f jalla um
orðiðfíll.
En áður en að því kemur er rétt og
skylt að taka fram að íslenski kenn-
arinn í Hastings vann glæsilegan sig-
ur yfir arabiskum starfsbróður sín-
um. Eitt núll fyrir Island. Mér dettur
íslensk
tunga
32
Eiríkur Brynjólfsson
í hug hvort ekki megi tefla við þá upp
á bensín.
En það er önnur saga og bensínið
kostar enn morð fjár á Islandi, olíu-
félögunum til óblandinnar ánægju og
yndisauka.
Arabískur fíli
Heimsfrægur íslenskur brandari
hljóðar svona: Hver er munurinn á
fíl?
Sá sem ekki skilur fyndnina er ekki
mjög húmorískur maður. En hefði
þaö breytt einhverju ef hann hljóöaöi
svona: Hver er munurinn á elefanti?
Þetta kostulega dýr, sem sam-
kvæmt sögu Kiplings fékk langan
ranann af reiptogi við krókódíl, heit-
ir sem sagt fíll á islensku. Og þaö er
undarlegt í ljósi þess að flest ef ekki
öll önnur Evrópumál notast við eld-
gamlan grískan orðstofn og kalla
dýrið elefant eða eitthvað í þá áttina.
En íslenska orðið fíll á sem sagt
bróður í arabísku. Með latnesku letri
er það skrifað svona á arabísku, fil,
og framburðurinn er, aö því er ég
kemst næst, fíl, þ.e. eins og þolfallið í
íslensku.
Og þá er spurningin: hvenær og af
hverju komst þetta orð inn í ís-
lensku?
Hvenær?
Það er oft þannig að því meira sem
spurt er því minna verður um svör.
Og það gildir um orðiö fíl ekki síður
en annaö.
Hjá Orðabók Háskólans fékk ég
þær upplýsingar að orðið fíll kæmi
fyrst fyrir í prentuðu máli í Guð-
brandsbiblíu en hún var prentuð árið
1584. Að auki fékk ég þær upplýsing-
ar að orðið væri þekkt í fornmáli.
Ekki get ég sagt að það færi mig
nær svarinu.
Næsta skref var að fá úr því skorið
hvort orðið gæti hugsanlega verið
þekkt í öðrum málum, og þá helst he-
bresku, enda er það mál skylt arab-
ísku.
Ekki hefur mér tekist það enn
þannig að tilgáta mín er sú að oröiö
fill hafi komist inn i máliö mjög
snemma og þá helst gegnum ferðir
Islendinga til Miklagarðs en þar hafa
þeir komist í kynni viö það.
En þá er ósvarað spurningunni um
það af hverju það nær fótfestu í ís-
lensku en ekki máli annarra vikinga
sem vöndu komur sínar í Miklagarð.
Því er síðan við aö bæta aö orðiö
fíll þekkist í íslenskum ritum frá
19du öld sem nafn á hrók í tafli.