Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 19
DV. I.AUGARDAGUR28. SEPTEMBER1985. 19 komið leikhúsinu vel á fleiri en einn máta. Þau eru oft kærkomið uppbrot í starfinu, hressandi viöfangsefni í kjölfar einhvers þyngra, jafnt fyrir starfsfólk hér sem áhorfendur. Stefán: Og sum þessara verka hafa boðskap sem manni finnst skipta máli. Þaö má t.d. nefna verk Dario Fo — og reyndar verk margra fleiri höfunda. Jón: En þú spurðir stórt í upphafi — mér finnst að sjaldan hafi verið brýnna en nú að við á Islandi ræktum okkar leikhúshefð. Og þaö vegna þess aö þjóðfélagiö hefur breyst mjög á síðustu árum, er að breytast núna. Það er aö hellast yfir okkur alþjóölegt afþrey- ingarefni í niðursoönu formi — þessari innrás þarf að mæta. En ég vil líka taka fram að það er ekki allt illt um þessa innrás. Stefán: Á sviðinu er listin lifandi. Jón: Það sama gildir vitanlega um lifandi tónlist — hér verður ekki haldið uppi almennilegu leikhúsi né tónlistar- lífi ef á einvörðungu að taka við list- inni innfluttri og niðursoöinni á spólu. Það verður þannig vaxandi þörf fyrir lifandi listalíf i landinu. Leikhús- fólk, útgefendur, tónlistarfólk og — yfirvöld veröa aö gera sér grein fyrir þessu. Fjárskorturinn — Þið nefuduð þær skorður sem hús- ið og rekstrarféð setja ykkur — er þá kannski illmögulegt að halda úti at- vinnuleikhúsi á íslandi vegna fjár- skorts? Stefán: Ef skynsemin ein réði þá myndum við áreiðanlega ekki vera með þessar stóru og viðamiklu sýning- ar sem hér hafa verið settar upp, jafn- veláreftirár. En við erum á leið inn í nýtt og stærra leikhús og þess vegna höfum við verið meö fjölmennar sýningar. Við erum að búa okkur undir framtíð- ina, jafnframt því sem viö vinnum fyrir samtiöina. Jón: Leikhúsið okkar hefur fram- undir þetta verið aö þróast hægt og hægt úr áhugaleikhúsi yfir í fullkomið atvinnuleikhús. Hér tíðkast sjálfboða- vinnan jafnvel enn þann dag í dag. En eigi að síður er reksturinn orðinn miklu kostnaðarsamari en var fyrir fá- einum árum. Stefán: Það er ekki svo langt síðan að leikarar æfðu hér kauplaust, fengu engar greiðslur fyrr en kom að sýning- um. Jón: I sambandi við fjárskortinn — þá er það til skammar hversu illa launaöir leikarar eru. Þaö hefur oft verið erfitt aö sitja öðrum megin við samningaborðið og segja ,,því miöur” viö launakröfunum — „það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir hærri laun- um”. Borgarleikhúsið — En nú líður að því að þið komist í nýja leikhúsið og þar með verður rýmra um ykkur — allar skorður hverfa? Stefán: Það gæti nú svo farið að við yröum komnir inn í Borgarleikhús eftir J ár — a.m.k. að einhverju leyti. Leik- húsið verður reyndar ekki fullbúið fyrr en eftir tvö, þrjú ár. En við stefnum að því aö sýna þar í anddyrinu á 200 ára afmæli Reykjavík- ur sem verður í ágúst. Mér sýnist að nýja húsið verði tekið í notkun í áföngum. Reyndar hefur ein álma þar þegar verið tekin í notkun. Þar er nú unnin ýms tæknivinna sem tengist húsbyggingunni sjálfri. Jón: Við reiknum með að saumastof- an, búningageymslan, rafmagnsverk- stæðiö og fleiri deildir flytji fyrstar í nýja leikhúsið... Stefán: Það er skrítið að sitja hér i Iðnó og tala um og velta vöngum yfir Borgarleikhúsinu — fólk gerir sér margt ekki grein fyrir því að Leik- félag Reykjavíkur, sem verður 89 ára í janúar nk., hefur alla sína tíð verið leigjandi, aldrei átt sitt hús. Og félagið hefur oröið að borga stórfé í húsaleigu á fleiri en einum stað í borginni. Jón: Þaö hefur verið mjög ánægju- legt að sjá þann skrið sem verið hefur á byggingarframkvæmdunum upp á síðkastið. Væntanlegt 200 ára afmæli Reykjavíkur á eflaust sinn þátt í aö verki hefur verið hraöað — þaö erum viö lukkulegir með. — Verður Borgarleikhúsið ekki stórt bákn í samkeppni við hitt báknið, Þjóð- lcikhúsið, keppst við að sýna vinsæla söngleiki og óperur? Stefán: Nei. Borgarleikhúsið er ekk- ert bákn. Þar verður enginn íburður. Þetta er auðvitað nýtt leikhús sem stenst þær kröfur sem gerðar eru til þannig húsa núna. Þegar við höfum veriö með leiksýningar í Austurbæjar- bíói þá hefur sætaframboö Leikfélags- ins verið svipaö því og kemur til með að verða í Borgarleikhúsinu. Og hvað samkeppni varðar þá höfum viö lengi verið í samkeppni við þá sem þú nefnd- ir. Jón: Það miðast allt viö að þetta nýja leikhús verði ekki bákn. Þó þetta sé og eigi að verða fyrst og fremst leik- hús þáættihúsiðaðnýtastmjög vel. Stefán: Það er gert ráð fyrir því að þegar leikhúsið starfar ekki þá megi nýta það fyrir ráðstefnur, kannski sýn- ingar af ýmsu tagi. Anddyri hússins verður ákaflega stórt og skemmtilegt. Þar verður veitingasala. Viö viljum aö aðkoman aö húsinu verði sem mest aölaöandi —. — Rciknið þið með fjölbreytilegra verkef navali í nýja húsinu? Stefán: Tvímælalaust. Þar veröur oftar en hér er hægt að færa upp sýn- ingar sem hugsanlega draga ekki allan fjöldann í leikhúsið — litla sviðið veitir okkur möguleika sem áður hafa ekki þekkst hjá Leikfélaginu. Þá má vel hugsa sér söngleiki og ýmsar fjöl- mennar sýningar á stóra sviðinu. Jón: Stór, sígild verk sem við höfum ekki getaö ráðist í hér sökum þrengsla. Ferðasýningar — Leikfélagið hefur lítið sinnt börn- um, a.m.k. upp á síðkastið, engar barnasýningar, engar ferðasýningar í skóla? Stefán: Viö höfum nú dálítið farið í skólana. En reyndar ekki síðustu tvö árin. Við hættum þessu í bili vegna þess hve erfitt þetta var í framkvæmd. Á tímabili voru líka aörir aðilar sem sinntu þessu — Alþýðuleikhúsiö og Leikbrúðuland. Og skólarnir vildu helst fá þessar leikhús-heimsóknir utan skólatímans. Við reyndum þá fremur að stefna að því að fá börnin hingað í leikhúsið. En salurinn hér í Iðnó var erfiður — börnin sáu illa upp á sviöið. Salnum var svo breytt í tengslum við sýninguna á „Skilnaði” eftir Kjjjrtan Ragnarsson. Nú getur þessi salur tekið betur á móti börnun- um. Viö vorum reyndar að frumsýna í Gerðubergi í Breiðholti um daginn. Þaö er sýning sem við höldum að vel geti hentað til aö sýna unglingum í skólum. En viö höfum veriö illa í stakk búin til að mæta Þjóðleikhúsinu á þessum vettvangi. Þjóðleikhúsið getur verið með viöamiklar skrautsýningar fyrir börn á sínu stóra sviði. Jón: Barnasýningar á okkar vegum hafa kannski verið um of tilviljana- kenndar en ég veit nú ekki hve gott börnin hafa af því að vera aö horfa á þessi stóru„sjó”. Stefán: Börn og unglingar koma mjög mikið hingað til aö horfa á sýn- ingar „ætlaðar fullorðnum” og hafa gaman af. Það vitum við. Áskrifendakerfi — Nú seljið þið mörg sæti f yrirf ram i einhvers konar áskrift. Er ekki hægt að selja hvaða sýningu sem er með því móti? Stefán: Nei. Það væri nú fullmikið sagt. En það hefur gefist mjög vel hér að selja á fyrstu tíu sýningar hverrar uppfærslu með þessu móti. En rétt er að taka það fram aö viö seljum aldrei öll sætin í áskrift, höldum jafnan ein- hverjum eftir. Við höfum á nokkuð vísan að róa með þessu kerfi —12 til 15 hundruö manns sem kaupa miða fyrir- fram. Jón: Þessi hópur veltir því vitanlega mjög fyrir sér fyrirfram hvaö er á boð- stólum. I haust hefur sala þessara áskriftarkorta verið óvenjumikil. Fólki býðst að kaupa þrjár sýningar fyrirfram. Hvert kort kostar 1300 krón- ur. Tíðarandinn speglast í verkefnavalinu — Blandan góða aftur — er hún oft tilviljun? Stefán: Þetta gerist allt í samhengi. En það er stundum erfitt að f inna ný og góö verk. Um þessar mundir er mikiö um endursýningar á góðum verkum sem fram komu fyrir 30 til 40 árum. Það er jafnt hér og í nágrannalöndum okkar. Jón: Mér hefur virst að bókmenntir og leikhús beri merkilega mikið sama svipmót gegnum tíöina. Hverjar ástæðurnar eru? — æth þær séu ekki einhverjir óræðir straumar sem fara milli þeirra sem skapa og samfélags- ins. Svo við komum aftur að stefnuyfir- lýsingu leikhúss í upphafi leikárs — ég tel það hæpið. Stefán: Leikhús aflar sér efnis með ýmsu móti. Stundum er þaö gert með því að ráða höfunda aö húsinu. Hér hef- ur það verið gert — þótt í smáum stíl sé. En meö tilkomu Borgarleikhússins þá stendur til aö hafa þar stöðugildi fyrir höfund og leikstjóra. Hversu undarlegt sem það nú kann að virðast þá hefur hingaö til ekki verið gert ráð fyrir leikstjóra á launum hér. Þeir hóp- ar sem unnið hafa að stefnumótun fyrir nýja leikhúsið hafa eindregið lagt til að þar verði fastráðinn höfundur, leikstjóri og dramaturg. — Og efnt til leikritasamkeppni í byrjun? Stefán: Já. Við höfum reyndar dregið að ákveða það endanlega, vilj- um láta líða nær opnunardeginum. En mér sýnist á öllu að við munum efna til samkeppni. Jón: tslenskir höfundar hafa sýnt gleðilega mikinn áhuga á að skrifa fyrir leikhús. Og við vonum að tilkoma Borgarleikhússins veröi þeim frekari hvatning. Nú skapast tækifæri, meiri en við höfum áður haft. Stefán: Þaö opnast möguleikar með tilkomu litla sviðsins. Þar munu höfundar væntanlega geta fengið verk leiklesin — það er starf sem að við höf- um ekki haft pláss fyrir hér. Ný leikarakynslóð I söngleik Kjartans Ragnarssonar, „Land mins föður”, tekur fjöldi ungra leikara þátt. Þar er kominn hluti hinn- ar nýju leikarakynslóðar sem mun bera uppi starfið í nýja Borgarleikhús- inu áður en langt liður. Þeir Jón og Stefán sögðust vilja laða þá kynslóð að Leikfélaginu í þeim mæli sem unnt væri — þótt fáa væri hægt að fastráða að svostöddu. Stefán: Við viljum stækka þann hóp sem hefur tengst okkur. Jón: Við viljum flytja með okkur þann vinnumóral sem hér hefur ríkt. Stefán: Unga fólkið sem hingað kem- ur til starfa er oft undrandi á því að Iönó skuli stundum vera kallað stofnun — í neikvæðri merkingu. Það er miklu nær að segja að við séum leikhópur. Jón: Yfirbyggingin er að minnsta kosti afskaplega lítil. -GG. NOTADIR AMERÍSKIR 09 St6Ww,"'j,rt °v vb\\ o9 J. (Jtvatp ''a oW y.°r0 ^s^' á00° 09 lBe\°s^ faWeð'09 m '£S***. tv.'"0 JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 ® (HRYSLER i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.