Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 18
18 I)V. IJVUGARDAGUR 28. SKPl’KMBKK 1985. IDIMÓ AÐ BREYTAST í BORGARLEIKHÚS_ „VXum flytia með o Leikfélag Reykjavíkur veröur 89 ára í vetur. Og loksins er fariö aö hilla und- ir þaö aö þetta fullorðna menningar- félag komist í eigiö húsnæöi, hannaö með tilliti til þarfar þess. Borgarleik- húsið veröur aö vísu ekki tilbúið á 200 ára afmæli Reykjavíkur í ágúst næsta sumar en bygging þess veröur langt á veg komin og væntanlega verður staö- iö fyrir fyrstu sýningunni í nýja leik- húsinu kringuin afmæliö. En fullbúið veröur leikhúsiö tæpast fyrr en eftir tvö eöa þrjú ár. Gamla leikhúsið, Iönó viö Tjörnina, hefur séö tímana tvenna — og fær aö þjóna Leikfélaginu enn um sinn — að minnsta kosti þaö leikár sem fyrir dyr- um stendur. Þegar blaðamaöur kom í skyndiheimsókn í þann gamla hjall fyrir skemmstu var engu likara en Ieikfélagsmenn væru komnir í hugan- um inn í nýja miöbæ, farnir aö hugsa í stærri einingum en hingaö til hefur veriö leyfilegt þar við Tjörnina. I saln- um unnu menn af kappi viö að undir- búa stærstu sýningu sem félagið hefur hingað til ráðist í — „Land mins fööur” eftir Kjartan Ragnarsson, hiröskáld LR. Uppi á lofti, raunar inni i eldhús- krók, stóö yfir fundur í Leikhúsráöinu, í fatahenginu uppi voru finnskir blaða- menn komnir til aö eiga viötal viö Kjart- an — höfundurinn og leikstjórinn/leik- arinn greinilega í vinnuham — maöur trúöi því á stundinni að þessum stóra og líflega manni tækist auðveldlega að breyta Iðnó í stæröar söngleikjahöll. Eftir viku verða 30 leikarar, söngvarar og dansarar farnir aö troöa f jalirnar á gamla sviöinu, lýsa því í tali og tónum þegar tugþúsundir erlendra hermanna settu svip sinn á bæjarlífið, mörkuðu raunar þau spor í þjóðarsögu Islend- inga aö seint mun gleymast. Það virðist prýöilega viö hæfi aö eitt síöasta verkefni Leikfélagsins í Iönó skuli einmitt fjalla um hina sérkenni- legu innrás nútimans í islenskt þjóölif — Iönó getur þá kvatt okkar nútima meö eftirminnilegum hætti: þaö mun taka undir i kofanum þegar sungiö veröur um striösgróöabrall, atvinnu- uppgang, ástand og annars konar um- brot. Leikarar eru merkilegt fólk. Þaö er oft eins og þeir séu vaktir til lífsins á nýjan leik með hverju nýju verkefni. Þeir fara oft og tíðum hægt af stað, mjaka sér inn í verkefnið, veröa smám saman handgengnir því og loks altekn- ir. Um daginn hittum viö fyrir nokkra leikara úr „Land míns föður” — aldna sem yngri, og fas þeirra og vinnugleði var svo sannarlega smitandi. Leikáriö hefst á haustin — og haustiö er þeirra sáningartími, öfugt viö þaö sem annars staðar gerist. Enda eru þessir kúnstn- erar komnir á fjalirnar til þess að létta okkur hinum stundir í skammdeginu. Við króuðum þá Stefán Baldursson leikhússtjóra og Jón Hjartarson leik- ara og formann I. R af úti í horni — spurðum um framtíðina í Borgar- leikhúsinu — spurðum reyndar fyrst um tilgang og erindi leikhúss við sam- félagiö (um að gera að spyrja stórt). Stefán: Þessi spurning og aðrar áþekkar eru auövitaö alltaf í hugan- um, einkum í upphafi leikárs, eða þeg- ar nýtt leikár er skipulagt. Maöur leit- ast viö að velja blöndu af nýjum verk- um og gömlum — að saman fari gam- an og alvara — íslensk verk og erlend, nýstárleg verk og sígild. —■ Engln hætta á að blandan bragðist eins, ár eftir ár? Stefán: Lífið er sem betur fer fjöl- breytilegt. Og tíminn líður. Það koma ævinlega til nýir hlutir og fyrirbæri sem þarf að kanna — túlka. Jón: Og við leitum eftir verkum, nýj- um verkum, íslenskum og erlendum — verkum sem við teljum að eigi erindi við samtíroann. Við höfum reynt að sigla framhjá þeim leiðum sem við gætum sagt að væru um of merktar poppi tíðarinnar .. Stefán leikhússtjóri — .ión, formaður LR. DV-mynd GVA. — Leitist þið viö aö velja vcrkefni fyrir hvert leikár þannig að lesa megi út úr öllu leikárinu ákveðna lýsingu á tíðaranda eða pólitík samfélagsins? Stefán: Við höfum iðulega valið verkefni saman með eitthvaö slíkt í huga — án þess að vera með einhverj- ar yfirlýsingar þar um. Það er hægt aö taka hvaöa leikár sem er — hvaða verkefnablöndu sem vera skal — og setja á hana merkimiða eða yfirskrift. Það má líka gera þetta eftir á. En við viljum heldur gá aö áherslupunktun- umhverjusinni... Jón: Okkur er þröngur stakkur skor- inn hér í Iönó — rýmiö heftir okkur á mörgum sviðum, in.a. í verkefnavali. Kassastykkin Stefán: Já, rýmið eöa þrengslin setja okkur skoröur. Ákaflega þröngar skoröur. Og viö verðum að auki að fá helming rekstrarfjárins gegnum miöa- söluna. Þess vegna veröum viö oft aö velja — ■— Kassastykki? Stefán: Já. Jón: Kassastykkin, farsarnir, geta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.