Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. 5 Reykjavík: Fullmannað ábarna- heimilunum Allar dagvistarstofnanir í Reykjavík eru nú fullmannaöar. En eins og kunnugt er gekk nokkuð erfiölega aö ráöa starfsfólk á þær í haust. „Okkur hefur tekist aö koma starfseminni í gang en þaö gekk reyndar ekki átakalaust,” sagöi Bergur Felixson í samtali viö DV. Hann sagöi aö reyndar væru nokkur vandræöi í sambandi viö aö fá afleysingafólk til starfa. 1 næsta mánuöi stendur til aö opna tvö ný dagvistunarheimili í Reykjavík, annað á Boöagranda og hitt í Skólabæ. Bergur sagöi aö þegar væri búiö aö ráöa um helming þess starfsfólks sem starfa" mun á þessum heimilum. Ætlunin væri aö auglýsa eftir starfs- krafti nú um helgina. APH í dag verður opnuð i Nýlista- safninu sýning á Ijósmyndum 21 konu. Á sýningunni, sem þær nefna Augnablik, eru á annað hundrað myndir sem teknar eru á siðustu árum. Myndin hér að ofan var tekin þegar þær Jó- hanna Ólafsdóttir og Valdis Óskarsdóttir voru að leggja sið- ustu hönd á undirbúning sýning- arinnar. DV-mynd GVA. Samningum sagt upp Á fundi stjórnar BSRB og samninga- nefndar var samþykkt einróma að segja upp gildandi kjarasamningum. Þetta þýðir að samningar veröa lausir um nk. áramót. I kröfugerö, sem send verður meö, uppsögn samningsins, er lögð áhersla á tvö atriði. Annars vegar aö launa- kerfi BSRB veröi bætt verulega og að kaupmáttur veröi tryggöur í komandi samingum. Þá var einnig á fundi í bæjarstarfs- mannaráði samþykkt aö beina þeim tilmælum til bæjarstarfsmanna aö segja upp samningum viö einstök bæjarfélög. Einnig var lögö áhersla á sömu atriöi og BSRB geröi í kröfugerð sinni. APH Sumarmyndakeppni DV: „Hvatning fyrir áhugaljósmyndara” — segir Sigurjón I. Ingólfsson sem sigraði Sigurjón I. Ingólfsson, að vonum ánægður með árangurinn i sum- armyndakeppninni. Úrslitin i keppninni eru birt i opnu helgar- blaðs II. DV-mynd Grímur Gislason, Vestmannaeyjum „Þaö er alltaf gaman þegar mynd- ir heppnast vel. Eg er viss um aö þessi viðurkenning, sem ég hef nú hlotiö, kemur til með aö veröa mér hvatning til frekari afreka,” sagöi Sigurjón I. Ingólfsson sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir litmynd í Sumarmyndakeppni DV. Sigurjón hefur tekið þátt í Sumar- myndakeppni DV tvisvar áöur en ekki unnið til verðlauna fyrr. Sigur- jón sagöi að honum fyndist keppni sem þessi sniðug því hún virkaði hvetjandi fyrir áhugaljósmyndara til aö finna sér ný form sem þeir gera ekki dags daglega þegar þeir eru að taka fjölskylduljósmyndimar. Sigurjón er 29 ára gamall Vest- mannaeyingur og vinnur hjá raf- veitu Eyjamanna. Verðlaunamynd- ina tók hann á þjóöhátíö í sumar og gaf henni nafnið „Þjóöhátíöargest- ur”.' GG/Vestmannaeyjum. Efni: beyki eða beyki/hvít. Verð frá kr. Hönnun: Einar Á Kristinsson. Rúm bezta verzlun landsins GRENSASVEGI 3 ÍMREYKJAVIK. SIMI 811«4 OG 33530 Sérverzlun með rúm Kanaríeyjar— Tenerife — fögur sólskinsparadís Jólaferð 18. des., 22 dagar. 8. janúar 4 vikur á 3 vikna verði 4. febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 14 dagar. Dagflug báðar leiðir. Þið veljið um dvöl í íbúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjörnu hótelum með morgunmat og kvöldmat, í Puertode la Cruz eða á Amerísku ströndinni. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Fullkomin þjónusta og íslenskur fararstjóri. <— Sætid þitt í veisluf agnaði á fyrsta f arrými —^ Aðrar ferðir okkar: Kanaríeyjar-Tenerife, brottför alla þriðjudaga, 1, 2, 3 eða 4 vikur auk ofangreindra aðalferða. Mallorka, 5 mánuðir í vetrarsól, kr. 54.750,- og styttri ferðir vikulega. Viku- og helgarferðir til Evrópuborga. Malta vikulega. Ástralia, ótrúlega ódýr ferð 3. nóv. Landiö helga, Egyptaland og London 18. des., 19 daga jóla- ferð. FLUGFERDIR SULRRFLUG Vesturgötu 17, símar 10661,15331 og 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.