Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 41
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
41
Stjörnuspá
Stjörnuspá
Spáin glldir fyrir sunnudaginn 29. september.
Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.):
Ný kynni verða þér til örvunar. Endurskipuleggðu lif þitt
og þá helst til hins einfaldara. Sérstök ósk verður
uppfyllt.
Fiskarnir (20. febr,—20. mars):
Skrepptu aðeins út úr bænum, það róar taugarnar og .
léttir skapið. Kvöldið verður erfitt.
Hrúturinn (21. mars—20. apr.):
Þetta verður erfiður dagur en annríkið mun fyUilega
borga sig. I kvöld skaltu ekki hika við að nota þér góð
sambönd.
Nautið (21. apr.—21. mai):
Farðu þér rólega við að gera upp hug þinn í ástarmálum.
Það getur verið erfitt að breyta ákvörðun þinni seinna
meir.
Tviburarnir (22. mai—21. jáni):
Gerðu alvöru úr því að rífa þig út úr félagsskap sem þér
líður ekki vel í. Þú átt nóg af góðum vinum.
Krabbinn (22. júni-23. júU):
Komdu skoðunum þínum á framfæri og vertu ekki feim-
inn við að standa fast við þær. Gættu þín þó að vera ekki
of þrjóskur.
Ljónið (24. júU—23. ág.):
Taktu ekki áhættu fyrri part dags. En í kvöld mun þér
ganga allt í haginn. Vertu ekki hissa þótt þú þurfir að
endurtaka áður unnið verk.
Meyjan (24. ág.—23. sept.):
Dagurinn í dag er góður til umhugsunar. Viðurkenndu
mistök þín, ef einhver eru, og byrjaðu frá grunni.
Vogin (24. sept,—23. okt.):
Þú hittir góðan vin á óvæntum staö. Þú munt eiga
ánægjulega kvöldstund ef þú heimsækir fjölskyldu-
meðlim sem þú hefur ekki hitt lengi.
Sporðdrekinn (24. okt.—22. név.):
Skiptu þér ekki af málum annarra. Sé nærveru þinnar
ekki óskað, þá taktu tillit til þess.
Bogmaðurinn (23. nóv,—20. des.):
Einhver þér náinn mun verða þér stoð og stytta í erfið-
leikum. Rólegt kvöld heima myndi gera þér gott.
Steingeitin (21. des.—20. jan.):
Gleymdu ekki að skila því sem þú færð lánað. Vertu
heima í dag og lestu góða bók.
Spáin gildir fyrir mánudaginn 30. september:
Vatnsberinn (21. jan. —19. febr.):
Þú hefur góða möguleika á að koma þér vel innundir hjá
einhverjum í dag eins og þú hefur lengi beðið eftir.
Varastu samt að fara of geyst í sakimar.
Fiskamlr (20. febr. — 20. mars):
Rómantíkin svífur yfir vötnunum. Þó er ekki víst að
hlutirnir fari alveg á þann veg sem þú hefðir kosið.
Gerðu góðum vini greiða.
Hrúturinn (21. mars — 20. april):
Þetta verður dagur framfara, þ.e. ef þú kannt að nota
þér gefnar upplýsingar og fara að ráðleggingum
annarra.
Nautið (21. april — 21. mai):
Hætta er á deilum, hvort sem er á vinnustað eða á
heimilinu. Varastu að láta dragast út í illindi. Þú mátt
búast við því að dagurinn í heild verði þreytandi og
erfiður.
Tvíburarnir (22. mai — 21. júni):
Heimilislífið er hamingjusamt. Þó viröist full ástæöa
fyrir þig aö fara varlega, bæði í umferðinni og hvað
varðar smitun á sjúkdómum.
Krabbinn (22. júni — 23. júli):
Búðu þig undir óvænt tíðindi. Blandaðu þér ekki í einka-
mál annarra, jafnvel þótt ekki virðist hjá því komist.
Kvöldið verður rólegt.
Ljónið (24. júlí — 23. ágúst):
Láttu það ekki eyðileggja daginn þótt skapiö sé ekki sem
best í morgunsárið. Annars er dagurinn í dag ákjósan-
legur til samningagerðar ýmiss konar.
Meyjan (24. ág. — 23. sept.):
Gættu þín að taka ekki of mikió aö þér í dag. Þótt þú sért
allur af vilja gerður geturðu hvorki né átt að bera alla
byrðina einn.
Vogin (24. sept. — 23. okt):
Þú ert undarlega hátt uppi í dag og tilbúinn að taka
mikla áhættu. Það ætti að vera óhætt, allavega fyrri
hluta dags. Eyddu kvöldinu með f jölskyldunni.
Sporðdrekinn (24. okt. — 22. nóv.):
Farðu á stúfana og reyndu að kynnast nýju fólki. Viðbót
við kunningjahópinn gerir ekkert nema gott. Þú færð
góðar fréttir í bréfi.
Bogmaðurinn (23. nóv. — 20. des.):
Forðastu ákveöna persónu í dag. Hugboð þitt um að hún
vilji þér aðeins illt er alveg rétt. Anægjulegur atburður í
fjölskyldunni sýnist í sjónmáli.
Steingeitin (21. des. — 20. jan.):
Það er rétt að staldra við og hugsa sig um áður en maður
tekur eitthvað að sér sem maður er hræddur um að geta
ekki staðið við. Mundu það.
Slökkvilið
Lögregla
Rcykjavík: Lögreglan, sími 11166, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjamarnes: Lögreglan simi 18455, slökkvi-
lið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið
ogsjúkrabifreiðsími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreiö simi 51100.
Kefiavík: Lögreglan simi 3333, slökkvilið sími
2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum
sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138.
Vestmannaeyjar: Ixigreglan simi 1666,
slökkviliö 1160, sjúkrahúsið simi 1955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkviliðið og sjúkrabifreiö simi 22222.
Apótek
Kvöld- og helgarþjónusta apótekanna í Rvik
27.sept.—3. okt. er í Laugaraesapóteki og
Ingólfsapótcki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt
vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni
virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýs-
ingar um læknis- og lyf jaþjónustu eru gefnar í
síma 18888.
Apótck Garðabæjar: Opið mánudaga—föstu-
daga kl. 9—19 og laugardaga kl. 11—14. Sími
651321.
Hafnarfjörður. Hafnarfjarðarapótek og
Norðurbæjarapótek eru opin á virkum dögum
frá kl. 9—18.30 og til skiptis annan hvern
Iaugardag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12.
Upplýsingar eru veittar í símsvara 51600.
Apótek Keflavíkur. Opið virka daga kl. 9—19,
laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl.
10-12.
Apótek Vestmannaeyja. Opið virka daga frá
kl. 9—18. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30 og 14.
Apótek Kópavogs. Opið virka daga frá ki. 9—
19, laugardaga frá kl. 9—12.
Ncsapótek, Seltjarnarnesi. Opið virka daga
kl. 9—19 nema laugardaga 10—12.
Akurcyrarapótek og Stjömuapótek,
Akureyri. Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma búða. Þau
skiptast á, sína vikuna hvort, að sinna kvöld-,
nætur- og heigidagavörslu. A kvöldin er opið i
því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19.
A öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt.
Upplýsingar eru gefnar í síma 22455.
Heilsugæsla
Siysavarðstofan: Sími 81200.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Sel-
tjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, simi
51100, Keflavík sími 1110, Vestmannaeyjar,
sími 1955, Akureyri, sími 22222.
Tannlæknavakt er i Heilsuverndarstööinni
við Barónsstíg alla laugardaga og sunnudaga
kl. 10-11. Sími 22411.
Læknar
Reykjavík—Kópavogur—Seltjarnarnes.
Kvöld- og næturvakt kl. 17—08, mánudaga —
fimmtudaga, sími 21230. ' y
A laugardögum og helgidögum eru læknastof-
' ur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngu-
deild Landspítalans, sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru
gefnar i símsvara 18888.
Hafnarfjörður. Dagvakt. Ef ekki næst í
heimilislækni: Upplýsingar um næturvaktir
lækna eru í slökkvistöðinni í sima 51100.
Akureyri. Dagvakt frá kl. 8—17 á Læknamið-
stöðinni í sima 22311. Nætur- og hclgidaga-
varsla frá kl. 17—08. Upplýsingar hjá lög-
reglunni í sima 23222, slökkviliöinu í sima
22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445.
Keflavík. Dagvakt. Ef ekki næst í heimilis-
iækni: Upplýsingar hjá heilsugæslustööinni í
sima 3360. Símsvari í sama húsi með upplýs-
ingum um vaktir eftir kl. 17.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma
1966.
Heimsóknartími
Borgarspítalinn. Mánud,—föstud. kl. 18.30—
19.30. Laugard.—sunnud. kl. 15—18.
Heilsuvemdarstöðln: Kl. 15—16 og 18.30—
19.30.
Fæðingardeild: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alia daga kl.
15.30- 16.30.
Kleppsspitalinn: AUa daga kl. 15—16 og
18.30- 19.30.
FlókadeUd: AUadagakl. 15.30-16.30.
LandakotsspitaU: AUa daga frá kl. 15.30—16
og 19—19.30. Barnadeild kl. 14—18 aUa daga.
Gjörgæsludeild eftir samkomulagi.
GrensásdeUd: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kt.
13—17 laugard. og sunnud.
Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími aUa
daga.
Kópavogshælið: Eftir umtaU og kl. 15—17 á
helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.—laugard.
15—16 og 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgi-
daga kl. 15-16.30.
LandspitaUnn: Alla daga kl. 15—16 og 19—
19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15—16 alla daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: AUa daga kl. 15—16
og 19-19.30.
Sjúkrahúslð Vestmannaeyjum: AUa daga kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 17^0—16
og 19-19.30.
Hafnarbúðir: AUa daga frá kl. 14—17 og 19—
20.
VífUsstaðaspítaU: AUa daga frá kl. 15—16 og
19.30-20.
VisthelmUið Vifilsstöðum: Mánud.—laugar-
daga frá kl. 20—21. Sunnudaga frá kl. 14—15.
Söfnin
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
Aðaisafn: OtlánsdeUd, Þingholtsstræti 29a,
simi 27155. Opið mánud,—föstud. kl. 9—21.
Frá sept,—aprfl er einnig opið á laugard. kl.
13—16. Sögustund -fyrir 3ja—6 ára böm á
þriðjud. kl. 10-11.30.
Aðaisafn: Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27,
sími 27029. Opið mánud.— föstud. kl. 13—19.
Sept.—apríl er einnig opið á laugard. kl. 13—
19. Lokað frá júní—ágúst.
Aðalsafn: Sérútlán, Þingholtsstræti 29a, sími
27155. Bækur lánaðar skipum og stofnunum.
Sólheimasafn: Sólheimum 27, simi 36814. Op-
ið mánud,—föstud. kl. 9—21. Sept.—apríl er
einnig opið á laugard. kl. 13—16. Sögustund
fyrir 3ja—6 ára böm á miðvikud. kl. 11—12.
Lokað frá 1. júli—5. ágúst.
Bókin heim: Sólheimum 27, sími 83780.
Heimsendingarþjónusta fyrir fatlaða og aldr-
aða. Símatími mánud. og fimmtud. kl. 10—12.
Hofsvallasafn: HofsvaUagötu 16, simi 27640.
Opið mánud,—föstud. kl. 16—19. Lokað frá 1.
júlí—ll.ágúst.
Bústaðasafn: Bústaðakirkju, sími 36270. Opið
mánud.—föstud. kl. 9—21. Sept.—aprfl er
einnig opið á laugard. kl. 13—16. Sögustund
fyrir 3ja—6 ára böm á miðvikud. kl. 10—11.
Lokað frá 15. júli—21. ágúst.
Bústaðasafn: Bókabflar, simi 36270.
Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Ganga
ekki frá 15. júlí—26. ágúst.
BÖKASAFN KÖPAVOGS, Fannborg 3-5.
Opið mánudaga —föstudaga frá kl. 11—21'en
laugardaga frá kl. 14—17.
AMERtSKA BÓKASAFNIÐ: Opiö virka daga
kl. 13-17.30.
ASMUNDARGARÐUR við Sigtún: Sýning á
verkum er í garðinum en vinnustofan er
aðeins opin við sérstök tækifæri.
ÁRBÆJARSAFN: Opnunartími safnsins er
alla daga frá kl. 13.30—18 nema mánudaga.
Strætisvagn 10 frá Hlemmi.
ASGRtMSSAFN: BergstaðastræU 74.
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum,
fimmtudögum, og föstudögum frá kl. 13.30—
16.
LISTASAFN ÍSLANDS við Hringbraut:
Opið daglega frá Rl. 13.30—16.
NATTURUGRIPASAFNH) við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 14.30—16.
iNORRXNA HbSIÐ við Hringbraut: Opið
daglega frá 9—18 og sunnudaga frá kl. 13—18.
Bilanir -
Rafmagn: Reykjavík, Haftiarfjörður, Garða-
bær, Kópavogur, sími 25220 á daginn. Nætur-
og helgidagavakt s. 27311. Seltjamarnes, sími
15766, Akureyri sími 24414, Keflavík simi 2039,
Vestmannaeyjar sími 1321.
Hitaveitubflanir: Reykjavík, Kópavogur og
Hafnarfjörður, simi 25520. Seltjamames,
sími 15766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavik og Seltjamar-
nes, sími 85477, Kópavogur, sími 41580, eftir
kl. 18 og um-helgar, simi 41575. Akureyrí, simi
11414. Keflavík, símar 1550, eftir lokun 1552.
Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533. Hafnar-
fjörður, simi 53445.
Simabilanir í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vest-
mannaeyjum tflkynpist í 05.
Bflanavakt borgarstofnana, sími 27311.
Svarar afla virka daga frá kl. 17 síðdegis tfl 8
árdegis og á helgidögum er svarað allan
sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bflanir á veitu-
kerfum borgarinnar og í öðrum tilfeflum, sem
borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borg-
arstofnana.
Ertu aö falsa stöðumælasektir til aö klína á
bíla nágrannanna?
Vesaiings
Emma
Til hvers í ósköpunum viltu kaupa ný gluggatjöld?
t Hvaðeraöþessum?