Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
23
INNIBREIÐHOLTINU:
Ijórstofur eru
immaurabisness"
sem heföi slegiö öllum hinum við en
þetta er allt of mikill fimmaurabisness
fyrir mig. Bjórstofur geta verið ágætar
fyrir samhenta fjölskyldu þar sem allir
leggja sitt af mörkum og vinna saman.
En ekki fyrir mig, ég vil vera í einhverju
stærra. Annars held ég aö þaö sé
varhugavert aö dæla vínveitingaleyfum
til beggja handa eins og gert hefur veriö.
Þaöendaríeinusukki.” •
Aðspurður segist Olafur Laufdal ekki
vera búinn aö ákveöa nafn á nýja hótelið
sitt; Ef dæma skal eftir nöfnunum er
hann valdi á skemmtistaöina sína,
Hollywood og Broadway mætti eins
búast viö aö hann dytti niöur á Hilton eöa
Sheraton. Olafur Laufdal hefur ekki
veriö þjóðlegur í nafngiftum sínum.
Allir viljja
vera stjörnur
„Þessi umræöa um erlend nöfn á
íslenskum skemmtistöðum og versl-
unum er einhver sú vitlausasta sem ég
hef heyrt. Þegar ég er erlendis og ætla á
skemmtistaö þá fer ég ekki inn einhvers
staðar þar sem ég skil ekki nafn
staöarins. Þá þyrfti maður aö byrja á
því aö spyrja hvort þetta væri
skemmtistaður eöa ekki. Eg veit ekki
betur en aö útlend nöfn á veitingahúsum
sé alþjóðlegt fyrirbæri. I Osló eru meira
að segja grískir veitingastaöir með
grískum nöfnum. Eg er sannfærður um
aö nöfnin á skemmtistööunum mínum
eiga stóran þátt í vinsældum þeirra.
Hollywood-nafnið er til dæmis alls ekki
valiö af handahófi heldur aö vel
athuguöu máli. Eg sá strax hvernig ég
gæti leikið mér að nafninu í auglýsingum.
Menn verða bara aö skilja aö fólk sem er
aö fara út aö skemmta sér, á sér þann
draum æöstan aö vera stjörnur. Þetta
höföar til unga fólksins enda streymir
þaö í Hollywood — til aö vera stjörnur.
Það sama er uppi á teningnum varðandi
Broadway, þar er ég meö aUs konar
uppfærslur í líkingu við þaö sem gerist á
götunni frægu í New York. Þessar nafn-
giftir mínar eru alls ekki út í hött, nema
síður sé.”
Að fara á hausinn
og fá hjartaáfall
Olafur Laufdal segist hafa veriö búinn
aö taka um þaö ákvörðun fyrir löngu að
ljúka lífsstarfinu 45 ára gamall.
Samkvæmt því á hann aðeins 4 ár eftir.
Þá gæti hann hugsað sér aö vinna aðeins
2—3 tíma á dag. En hvað gæti hann
hugsað sér aö gera við alla peningana
sem hann hefur grætt þegar hann er
sestur í helgan stein, eöa svo gott sem, á
besta aldri?
„Ég á enga lausa peninga, þetta er allt
bundiö í rekstrinum. Ef eitthvaö veröur
afgangs er það allt sett í áframhaldandi
rekstur. Það væri vissulega gaman að
eiga fullt af peningum en ég veit ekki
alveg hvaö ég ætti að gera við þá.”
— En ef þú færir á hausinn á morgun?
„Svona er ekki hægt aö spyrja. Þá gæti
ég eins fengið hjartaáfall og einfaldlega
drepist,” segir Olafur Laufdal og snýr
sér út um hringhurðina á Hótel Borg. I
Breiðholtinu bíöa gestirnir eftir nýrri
skemmtun.
-EIR.
i
„Ég skil ekki hvað er svona merkilegt við að hafa sundlaug í húsinu
sínu. Sundlaug i ibúðarhúsi er ekkert annað en herbergi sem fyllt er
með vatni i stað húsgagna."