Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 20
20
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tolublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8.
tölublaði þess 1985 á eigninni Brekkubyggð 83, Garöakaupstað, tal.
eign Asgeirs Þ. Arnasonar, fer fram eftir kröfu Verslunarbanka Islands,
Gjaldheimtunnar í Garöakaupstað og Asgeirs Thoroddsen hdl. á eign-
inni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1985 kl. 14.30.
Baejarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8.
tölublaði þess 1985á eigninni Hjarðarlandi 4, Mosfellshreppi, þingl. eign
Jóns Jónssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegs-
banka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1985 kl. 15.45.'
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Asparteigi 1, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar
Þorvaldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Mosfellshreppi á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1985 kl. 16.45.
Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Akurholti 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Sturlu Fjeldsted, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Mosfellshreppi og Arnmundar
Backman hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1985 kl. 17.15.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Kvíholti 10, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Karels
Karelssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Guðjóns
Steingrímssonar hrl., Þorfinns Egilssonar hdl. og Haralds Blöndal hrl. á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Trönuhrauni 2, Hafnarfiröi, þingl. eign Magnúsar
Ingjaldssonar, Jarðverks hf. o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i
Hafnarfirði á eigninni sjálfri miövikudaginn 2. október 1985 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Breiðvangi 28, l.h.B., Hafnarfirði, þingl. eign Brands
Sigurössonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfiröi á eign-
inni sjálfri miövikudaginn 2. október 1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á eigninni Urðarstíg 6, efri hæö, Hafnarfirði, þingl.
eign Friðriks A. Jónssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn
2. október 1985 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Esjugrund 17, Kjalarneshreppi, þingl. eign Ómars Agnarssonar,
fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Ólafs Axelssonar
hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 16.15.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Esjugrund 26, Kjalarneshreppi, þingl. eign Auöuns Jónssonar,
fer fram eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 2. október 1985 kl. 16.30.
Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Súlunesi 18, Garðakaupstaö, þingl. eign Guðmundar Blöndal
o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
miðvikudaginn2. október 1985 kl. 18.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Blind ást og bæn-
arskjal í Sevilla
íþróttalífiö hér á Islandi er nú að
skipta um ham — knattspyrnumenn
eru aö fara í frí en handknattleiks-
menn, körfuknattleiksmenn og aörir
íþróttamenn innanhússíþrótta eru
komnir á fulla ferö. Knattspyrnuver-
tíöinni er þó ekki lokið. Þaö getur far-
iö svo að Framarar eða Valsmenn
nái aö framlengja hana um tíma, eöa
fram í október. Bæöi Fram og Valur
eiga möguleika á aö komast í aöra
umferö Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu. Þrjú félög hafa náö þeim
árangri áöur — Valur, Akranes og
Vestmannaeyjar.
Róður Valsmanna er erfiöari held-
ur en Framara. Þeir leika gegn
Nantes í Frakklandi, — fara þangað
meö 2—1 forskot. Framarar leika
gegn Glentoran í Belfast — fara
þangaö með3—1 í forskot.
Enoksen ánægður
Framarar unnu góðan sigur yfir
Glentoran og lék Framliðiö vel —
„Framarar eiga aö geta lagt Glent-
oran að velli í Belfast,” sagöi Ian
Ross, þjálfari Valsmanna. Það er
annar kunnur þjálfari sem var einn-
ig bjartsýnn á aö Fram kæmist
áfram í 2. umferð. Þaö er Henning
Enoksen, fyrrum landsliösþjálfari
Islands, sem var meöal áhorfenda á
Laugardalsvellinum um sl. helgi.
Enoksen var þá staddur hér á landi á
norrænni ráðstefnu tækninefnda
knattspyrnusambandanna á Noröur-
löndum, sem KSI efndi til.
„Fram er meö mjög gott lið og
leikmenn liösins léku vel gegn Glent-
oran í seinni hálfleiknum,” sagöi
Enoksen, sem hreifst mjög af leik
Fram og Viðars Þorkelssonar.
„Islenskir knattspyrnumenn eru í
stööugri framför — leika betri og
skipulagðari knattspyrnu heldur en
hér um áriö,” sagði Enoksen, en þaö
var einmitt hann sem náöi aö trygg ja
Dönum jafntefli, 1—1, gegn Islend-
ingum í landsleik í Kaupmannahöfn
1959.
Blind ást í Sevilla
Islenska landsliöiö í knattspyrnu
náöi ágætum árangri í Sevilla í vik-
unni — gegn Spánverjum. Hélt vel í
léttleikandi Spánverja, eins og um
árið, þegar Island var óheppiö aö
tapa 0—1 í Malaga. Islenska landsliö-
ið hefur staöiö sig vel undanfarin ár,
tapaö naumlega fyrir sterkum knatt-
spyrnuþjóöum. Stóru tölurnar, sem
sáust fyrir 15 árum í landsleikjum,
tilheyra nú fortíöinni.
Leikur Islands vakti athygli í Se-
villa, en þaö vakti einnig athygli hin
blinda ást landsliðsmanna á Tony
Knapp landsliösþjálfara. Knapp
hefur staöiö sig ágætlega, þaö vita
allir. En var þó ekki óþarfi hjá lands-
liösmönnum og stjórnarmönnum
KSI að vera að skrifa undir bænar-
skjal: - „Tony, geröu þaö, vertu
áframmeðokkur.”
spyrnu.
Ég efast um aö þaö séu margir
knattspyrnumenn, sem leika knatt-
spyrnu hér heima, sem væru tilbúnir
til aö skrifa undir þannig
bænarskjal. — Það er ekki nema von
— flestir þeirra hafa aldrei séð
Knapp, nema þá í sjónvarpi og á
myndum í blöðum.
Fastari tök á
landsliðsmálum
Ef Knapp hefur náö góöum árangi i,
þá hefur Guðni Kjartansson náö frá-
bærum árangri meö 21 árs liöið. Guöni
hefur náö bestum árangri meö landslið
Islands — hann hefur stjórnaö því í
tveimur sigurleikjum gegn Tyrkjum
og jafnteflisleik gegn Wales í HM1982;
þá hefur hann náö hreint ótrúlegum
árangri meö 21 árs landsliðið. Og þaö,
þrátt fyrir aö landsliðsnefnd KSI hafi
gert honum lifiö leitt — tekiö góöa leik-
menn frá honum og gefið honum lítil
tækifæri til aö byggja upp lið sitt. Menn
muna þar eftir vinnubrögöum nefndar-
innar í sumar, fyrir landsleikina gegn
Færeyingum. Þá fékk Guöni ekki aö
tefla fram 21 árs landsliöinu vegna
þess að þá var verið aö úthluta lands-
leikjum til Péturs og Páls.
Fyrir leikinn gegn Spánverjum í sl.
viku voru tveir leikmenn teknir frá
Guðna — þeir Olafur Þóröarson og
Guöni Bergsson. Þeir voru látnir sitja
á varamannabekknum í Sevilla — þaö
átti aldrei aö nota þá í landsleiknum
þar. Heföi ekki veriö betra aö láta þá
leika meö 21 árs landsliðinu?
Nú er stundin runnin upp. Stjórn KSÍ
veröur aö taka landsliðsmálin föstum
tökum. Menn eru búnir aö fá nóg af
hálfkáki.
íþróttir í
vikulokin
SigmundurÓ.
Steinarsson
Ross efstur á blaði
Margir eru á því aö Ian Ross, þjálf-
ari Valsmanna, eigi aö fá tækifæri til
aö spreyta sig meö landsliðið í Evr-
ópukeppni landsliöa næstu tvö árin.
Ross hefur gert góöa hluti meö Vals-
liöiö og þaö sem meira er, hann starf-
ar hér á landi á sumrin, þannig aö
hann hefur meiri yfirsýn yfir ís-
lenska knattspyrnumenn heldur en
Knapp sem hefur veriö búsettur í
Noregi. Þaö sem meira er. Þaö er
Bogdan — landsliðsþjálfari í hand-
knattleik.
stutt fyrir Ross aö bregða sér yfir til
V-Þýskalands og Belgíu til aö sjá at-
vinnumenn okkar leika yfir vetrar-
mánuðina. Ross, sem er búsettur í
Englandi, gæti hæglega fariö yfir
Ermarsundið og séö strákana okkar
leika, rætt viö þá, þjálfara þeirra og
forráöamenn félaganna sem þeir
leika með. Þaö er nokkuð sem Knapp
hafði ekkitíma til.
Þaö þyrfti síöan enga landsliös-
nefnd (feröaklúbb), skipaöa þremur
mönnum, til aö aöstoöa Ross. Þar er
nóg einn maður, t.d. Guðni Kjart-
ansson. Ross og Guðni myndu í sam-
einingu sjá um landsliöiö og 21 árs
landsliðið.
Þá er til önnur leiö til að leita eftir
þjálfara. Það er aö auglýsa eftir
þjálfara erlendis og hér á landi — fá
margar umsóknir og velja hæfasta
manninn úr þeim. Ef Island á að ná
góöum árangri í framtíðinni — vinna
sigra, þá veröur að gera róttækar
breytingar á landsliösmálum okkar.
Geta lært af HSÍ
Stjórn KSI getur í þessum málum
lært af HSI sem leggur mikiö upp úr
landsliösmálum — að þau Séu vel
skipulögð. Undir stjórn Bogdans hef-
ur íslenska landsliöið í handknattleik
náö stórgóöum árangri þannig aö Is-
land hefur tekiö sér sæti á meðal
bestu handknattleiksliöa heims. Bog-
dan er snjall þjálfari og skipuleggj-
ari. Ég hef oft hugsað um þaö aö
hann gæti jafnvel náð góöum árangri
meö knattspyrnuliöið. Hann gerir
kröfur til sjálfs sín, landsliðsmanna
og forustumanna — og hann nær
árangri. Hann lætur verkin tala á
borði en ekki aðeins í orði.
Áhuginn fer minnkandi
Þaö er svo annað mál aö þaö er
oröiö alvarlegt umhugsunarefni fyr-
ir handknattleikinn á Islandi hvaö 1.
deildar keppnin í handknattleik hef-
ur sett ofan. Nú eru leikir í deildinni
leiknir fyrir nær tómum húsum
áhorfenda. Þaö er af sem áöur var
aö íþróttahúsin voru troðfull af
áhorfendum í kappleikjum.
Handknattleikurinn er aö fara í
gegnum erfitt tímabil — tímabil sem
knattspyrnan hefur fariö í gegnum.
Þ.e.a.s. aö bestu einstaklingarnir
hverfa til útlanda og skilja eftir sig
flakandi sár í félagsliöunum. Undan-
farið ár hefur meöalmennskan ráöiö
ríkjum í handknattleik og illa skipu-
lögö mót hafa fælt áhorfendur frá.
Þá koma ekki upp eins litríkir hand-
knattleiksmenn og áður. Maður man
þá tíö þegar fimm til sex sterkir
persónuleikar léku meö hverju liði.
Leikmenn sem lööuöu áhorfendur aö
— leikmenn sem skemmtu áhorfend-
um.
Eins og málin standa nú þá er
svartnætti fram undan í 1. deildar
keppninni, á sama tíma og landsliðið
okkar, skipaö aö mestu leikmönnum
sem leika erlendis, á framtíö fyrir
sér.
Undirbúningurinn
er hafinn
Undirbúningurinn fyrir HM-
keppnina í handknattleik, sem fer
fram í Sviss, er hafinn. Islenska
landsliðið er á förum í æfingabúðir í
V-Þýskalandi og síðan veröur haldiö
til Sviss þar sem keppt verður í
sterku móti. Mótherjar Islands þar
eru ekki af lakari endanum: Rúmen-
ar, A-Þjóöverjar, Svíar og svo gest-
gjafarnir, Svisslendingar.
Þaö veröur gaman aö fylgjast meö
íslenska landsliöinu í handknattleik í
vetur.
-SOS