Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 228. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1985. 400 metra breitt aurhlaup f éll úr Grýtu við Seyðisf jörð: „ÞETTA ERMESTA AUR- HLAUP SEM ÉG HEF SÉT’ „Þetta er mesta aurhlaup sem ég het séö. Þaö féll efst úr fjallinu Grýtu og reif upp allan jarðveg 100 metra niður fjallshlíöina og tók meö sér giröingar, f járrétt, er hlaupiö geyst- ist niöur túniö hér á milli Sunnuholts og Selstaða. Hlaupiö fór síöan yfir veginn og stöðvaðist rétt fyrir neöan hann,” sagöi Kristján Eyjólfsson, bóndi á Selsstöðum, við Seyöisfjörö í viðtali viö DV í morgun. „Þetta var mikið hlaup og ég missti um tvo og hálfan hektara af ræktuðu landi undir aurinn. ÞaÖ var um fjögurra metra þykkt aurlag á veginum hér — á um 100 m breiöu svæði og hlaupiö var um 400 m þar sem þaö var breiöast. Þaö er nú ver- iö aö vinna viö aö hreinsa aurinn af veginum til bráöabirgða,” sagöi Kristján. Kristján sagöi aö þaö væri lítið hægt aö eiga viö aurinn á öðru svæði. — Þaö er ófært mönnum aö ganga um svæðiö — aurbleytan er þaö mik- il. Aurskriðan bar með sér mikiö af grjóti og mold þar sem Markalækur er og í f jallinu er flakandi sár — al- veg frá toppi, þar sem mikill gígur hefur myndast. Það hafa oft falliö smáskriöur á þessum stað en ekkert í líkingu viö þetta, sagði Kristján. -sos Óvissa i herbúðum sjálfstæöismanna 1 morgun voru línur enn óskýrar ráöherramálum Sjálfstæöisflokksins. Miklar umræöur stóðu til fram undir hádegi. Klukkan 14 hefst þingflokks- fundur. Þar veröur væntanlega tekið af skariö. Þó er óvíst aö gengið veröi frá málum á þeim fundi. Eins og DV skýröi frá á laugardag var talið aö á þingflokksfundinum í dag fengi Þorsteinn Pálsson umboö til þess aö ráöstafa málum þar sem eng- inn ráöherranna vildi standa upp ótil- kvaddur. 1 morgun stóöu mál eins. Hugsanlega er Þorsteinn tilbúinn að leggja málin strax fyrir, fái hann þetta umboö. 1 samtölum viö ýmsa forystumenn Sjálfstæðisflokksins um helgina og í morgun kom fram aö helst byggjust menn viö aö Þorsteinn færi einn nýr inn. Um leið yröu einhverjar tilfæring- ar milli ráöuneyta. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að veruleg andúð ríki í flokknum gagnvart svo „fátæklegri andlitslyftingu”. I framhaldi af því eru uppi kröfur um þingrof og þingkosningar eftir nýju kosningareglunum. Þær kröfur komu raunar fram þegar á Stykkishólms- fundi þingflokks og miðstjórnar sjálf- stæðismanna fyrir viku. HERB. Sú fallegasta Við mikinn fögnuð áhorfenda í Broadway, laust fyrir klukk- an tvö síðastliðna nótt, var ung Reykjavíkurmœr, Ragna Sæmundsdóttir kosin stjarna Hollywood 1985. Það voru sjö stúlkur sem kepptu um titilinn. Auk þess var keppt um titilinn sólarstjarna Úrvals og hlaut þann titil Margrét Guðmunds- dóttir. Ragna, sem sóst hór ó myndinni, fókk vegleg verð- laun, meðal annars Daihatsu turbo 1985 ásamt kjól, snyrti- vörum og feröavinningi. Voru allar stúlkurnar sjö leystar út með verðlaunum. Ragna mun einnig gegna því hlutverki að vera fulltrúi ungu kynslóöarinnar og mun keppa fyrir islands hönd erlendis. — Sjá einnig bls. 32. HK/DV-mynd KAE. Alþýðubandalagið: „Bullandi gagnrýni” „Þaö kom fram bullandi gagnrýni á vinnubrögð forystu flokksins, bæði for- mannsins og þingflokksins. Forystan var gagnrýnd fyrir skort á lýöræðisleg- um vinnubrögðum, stefnuleysi og skort á nútíma skilningi,” sagöi einn flokksmaður Alþýðubandalagsins um umræöur þær sem uröu um starfshætti og starfsstíl Alþýöubandalagsins á miöstjórnarfundi flokksins nú um helg- ina. Einn ræðumanna á fundinum sagöi að annaðhvort yröi aö skipta um for- ystu eöa þá aö núverandi forysta yrði aö breyta gjörsamlega um vinnu- brögö. „Eg hef aldrei áöur heyrt um eins mikla gagnrýni innan annars flokks eins og kom fram á miðstjórnarfundin- um,” sagöi einn heimildarmaður okk- ar. „Þaö voru ekki mikil átök en menn ræddu af mikilli hreinskilni til aö ná áttum í flokknum. Þetta kemur í fram- haldi af „mæðraskýrslunni” svoköll- uöu og menn eru staðráðnir aö bæta vinnubrögðin,” sagöi Hilmar Ingólfs- son viö DV um f undinn um helgina. Formaöur Alþýöubandalagsins, Svavar Gestsson, gerir litiö úr þessari gagnrýni. „Þaö var margt gagnrýnt. Þessar deilur um flokksstarfiö eru ekki stór- brotnar. Menn eru bara þarna eins og félagar aö leita að sameiginlegri úr- lausn á hlutunum. Hún mun finnast og mun koma fram á landsfundi flokks- ins,”sagðiSvavar. APH Björgunarsveitin Stakkur: Enn leitað af fullum krafti Leitin aö Eyjólfi Ben Sigurðssyni, sem tók út af báti frá Björgunar- sveitinni Stakki í Keflavík eftir há- degiö á laugardag, hefur enn ekki borið árangur. Á fjörunni í nótt var leitað á helstu rekastööum en án árangurs. Þegar blaöiö fór í prentun var leit hafin af fullum krafti með öllu til- tæku liöi. Leitaö er á svæðinu frá Garöskaga og inn að Stapa. ■—sjábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.