Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 40
FR ÉTT ASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1985. Hávaði íBandalagi jafnaðarmanna: Kristófer sagði upp — fundarstjóri álandsfundi úrflokknum „Eg get ekkert sagt um hvert framhaldið verður. Menn virtust hafa meíri áhuga á að viðra ágrein- ingsmál en leysa þau," sagði Guðmundur Einarsson, formaður þingflokks Bandalags jafnaðar- inanna, í samtali viö DV í morgun. I gær var haidinn opinn fundur landsnefndar Bandalagsins þar sem , „öll ágreiningsmálin voru viðruð”. Það endaöi með því að fundarstjór- inn, Siguröur Jónsson frá Akureyri, sagöi sig úr BJ. Kristófer Már Kristinsson, starfsmaöur BJ, vara- þingmaður og formaður lands- nefndarinnar, sagöi starfi sínu lausu á skrifstofu Bandalagsins. Ekki náðist samstaða um hvenær ætti að halda árlegan landsfund en hann var haldinn síðast í janúar í ár. Ákveðið var að bandalagsmenn færu að huga að sveitarstjórnarkosningum, en Bandalagið hefur ekki áður boðið fram í þeim. Ágreiningurinn innan Bandalags- ins er sá, eftir því sem næst veröur komist, að helmingur þingflokksins, þeir Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson, hafi sveigst of mikið til hægri og hugi of mikiö að stjórnkerfisbreytingum en minna aö jafnaðarstefnunni. Á móti þeim hafa mælt þær Kristín S. Kvaran og Kol- brún Jónsdóttir, hinn helmingur þingflokksins. Þær eru báðar í „dótturflokki” bandalagsins, Félagi jafnaöarmanna. Kristófer Már sagði í viðtali við DV í morgun að starfsskilyrði hans á skrifstofu BJ hefðu verið heldur óskemmtileg. „Þaö er engu líkara en sumt fólk geri í því að eyðileggja það sem ég var að gera,” sagði hann. Hann kvaðst ekki vera búinn að ákveða hvaða vinnu hann legði fyrir sig þegar hann hættir sem starfs- maður hjá BJ „en ég vil ekki fá vinnu viðað kenna tossabekk, and- ófshópurinn minnti mig á einn slíkan,”sagðihann. -ÞG. EINANGRUNAR GLER 666160 Ætli fleiri gefist ekki upp á tossabekknum? Ráðist á lögregluna í Kópavogi: Þurfti aðstoð til að hemja íþróttaæskuna — eftir samkvæmi um helgina „Viö höfðum stöðvaö bíl vegna næðist. Maðurinn slapp í fyrstu við að kalla á aöstoð lögreglunnar í gruns um að ökumaðurinn væri atrennu en tveir lögreglumannanna Reykjavík.” Þannig segir Eðvarð ölvaður undir stýri þegar hóp af fólki náðu honum á hlaupum. Þá fjölgaði Árnason, lögregluvarðstjóri í Kópa- dreif að og reyndi að hindra aö hann enn í liði árásarmannanna og urðum vogi, frá þeim fáheyröa atburði að 15 Lögreglumenn úr Reykjavík eru hér komnir kollegum sinum i Kópavogi til aöstoðar að hafa hemil á æst- um mannskapnum. DV-mynd S. Slasaður eftir átök við lögregluna á VeHinum: „Handjámuðu mig og drógu á eftir sér” r,Ósköp venjulegt mál/’ segir lögreglustjórinn „Þeir réðust á mig án þess að ég hefði lyft svo mikið sem litlafingri, keyrðu andlitiö niður í malbikið, handjárnuðu mig og drógu mig síðan á eftir sér eins og gólftusku. Við það handarbrotnaði ég,” sagði Garöar Olafsson í Keflavík um átök sem hann lenti í viö lögregluna á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Garðar hafði verið á árshátíö á Vellinum þegar kallað var á lögregl- una til að fjarlægja hann. Garðar sagði aö ástæða þess aö honum var vísað burt af staðnum hefði veriö mjög smávægileg. Hann hefði rekist á mann á dansgólfinu. Garðar hefur kært málið til rann- sóknarlögreglunnar. Auk þess aö handarbrotna skrámaðist hann í andliti og víðar. Þorgeir Þorgeirsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði að „lögregluskýrslan benti ekki til annars en að þarna hafi verið ósköp venjulegt mál á ferðinni. Við vorum beðnir að fjarlægja ölvaðan mann og gerðum það. Hann sló í vegg og handarbrotnaöi við þaö þannig aö fara varð meö hann til læknis. En hann bar engar kvartanir fram þarna á staðnum og hefur ekkert tal- að við okkur síðan,” sagöi Þorgeir. Rannsóknarlögreglan hefur máliö nú til athugunar. GK til 20 manna hópur úr velþekktu íþróttafélagi í bænum gerði tilraun til að hindra lögregluna í starfi aðfara- nótt sunnudags. Til átakanna kom eftir hóf sem íþróttamennirnir höfðu efnt til í heimahúsi. Var ölvun töluverö í hópnum. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en föt rifnuðu í ryskingunum. Að sögn Eðvarðs er lögreglan í Kópavogi mjög fáliöuð. Aö jafnaði eru fjórir menn á vakt en einum til tveim bætt við um helgar. Hefur ekki verið fjölgað í liði lögreglunnar árum saman þrátt fyrir að skemmtistöðum hafi fjölgað veru- lega í bænum. Sumir skemmtistaðirnir eru opnir til kl. 5 að nóttu og f jölsóttir víðsvegar að af Reykjavíkursvæðinu. Er Kópa- vogslögreglan því vanbúin til aö mæta árásum eins og hún varð fyrir aðfara- nótt sunnudagsins. Rannsókn' málsins mun hefjsat strax í dag. Ökumaðurinn ölvaði viöur- kenndi brot sitt og var sleppt eftir þaö. Aðrir voru ekki handteknir en vitað er hverjir stóöu aö árásinni. GK Ungstúlkadrakk of mikið á dansleik sjálfstæðismanna á Eskifirði: Kröpp hægri beygja og jeppinn valt inn á gólf Norðlensk stúlka, rúmlega tvítug að aldri, sem réði sig í síld á Eskifirði fyrir helgi, fór heldur illa meö eignir hins nýja vinnuveitenda síns aðfara- nótt sunnudags þegar hún var að koma af dansleik sem sjálfstæðis- menn héldu. Stúlkan tók traustataki Lappland- er jeppa, sem staðið hafði skamma stund fyrir utan verðbúö Jóns Kjartanssonar hf. Jeppanum ók hún á ofsahraða út eftir Strandgötunni. Biltúrinn tók snöggan óvæntan endi því aö þegar komiö var aö svokölluðu Símonarsjóhúsi tók ökuþórinn 90 gráðu hægri beygju og keyrði inn i húsið. Þar valt jeppinn inn á gólf. Stúlkan, sem reyndist ofurölvi og ekki í bílbelti, slapp ómeidd. Þykir þaö mikil mildi. Kristinn Aðalsteinsson, eigandi jeppans, hússins og síldarsöltunar- stöðvarinnar Auðbjargar, sagði fréttaritara DV að jeppinn væri illa farinn og óökufær. Einnig hefði Símonarsjóhúsiö stórskemmst og spýtnabrak væri dreift um næsta ná- grenni. „Þetta var annar dagurinn hjá þessari efnilegu stúlku hjá mér en hún var ráðin hingaö ásamt fleirum til aö salta síld,” sagði Kristinn. -KMU/Emil, Eskifirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.