Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. 3 Sverrir Hermannsson heldur Austf irðingum volgum: Kísilmálmur áðuren langt um líður Sverrir Hermannsson iönaðarráð-/' herra gaf Austfirðingum ástæðu til að halda að styttast gæti fariö í ákvörðun um byggingu kísilmálmverksmiðju þegar hann var spurður um málið á al- mennum stjórnmálafundi í Neskaup- staö síöastliðinn fimmtudag. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Egill Jónsson alþingismaður sátu einnig fyrir svörum á fundinum. Sverrir Hermannsson, sem þekktur er fyrir að tala opinskátt um hlutina, sagði að hann teldi mjög líklegt að kísilmálmverksmiöja muni rísa austanlands áður en langt um liði. „Helst kysi ég að upplýsa fundar- menn um ýmislegt í þeim efnum en það veröur að bíða betri tíma,” sagði iðnaðarráðherra. Þessi yfirlýsing Sverris lofar góðu og kemur til með að halda Austfirðingum volgum enn um sinn en því er ekki að neita að hin mikla óvissa um ákvörðun hefur valdið sveitarfélögum á Austur- landi erfiðleikum og er alls kostar óvið- unandi. Umræðan um kísilmálmverksmiðju við Reyðarf jörð hefur staðið yfir árum saman og hvorki gengið né rekið fyrir utan það aö árið 1982, í tíö Hjörleifs Guttormssonar, þáverandi iðnaðar- ráðherra, samþykkti Alþingi lög um að byggð skyldi kisilmálmverksmiðja við Reyðarfjörö. I framhaldi af því var lagður vegarspotti að svokölluðum Hjörleifshöfða en þar mun verk- smiðjan rísa, ef af verður. -Emil, Eskifirði. Fyrsti vetrarsnjórinn kom tii Akureyrar i gœr. Að venju var snjónum vel fagnað af yngri kynslóðinni. Hér eru þær Sigríður Dóra Karlsdóttir og Ósk Stefénsdóttir að safna snjóboltum. DV-mynd: JGH. DEXYS MIDNIGHT RUNNERS Dexys Midnight Runners — Don't stand me down. * 10TOPP * -PLÖTUR FRÁ— ^FÁLKANUiyr * * Diana Ross — Eaten alive. Katrina and the Waves America — America in Bryan Ferry — Dire Straits — Brothers — Katrina.and the Waves. Concert. Boys and Girls. in Arms. FALKINN *k FÁLKINN -k FÁLKINN LAUGAVEGI24, S. 18670. V SUÐURLANDSBRAUT 8, S. 84670. r PÓSTKRÖFUR, S. 685149. John Waite — Mask of Saxon — Innocence is Smiles. no Excuse. Saga — Behaviour. Kiss — Asylum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.