Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. 9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Kosningarnar í Portúgal:
Sigur sósíaldemókrata
\- og endurreisnarflokkur Eanes-sinna orðinn briðii stærsti flokkurinn
Sósíalistaflokkur Mario Soares for-
sætisráöherra beið mikinn ósigur í
kosningunum í Portúgal á sunnudag.
Sósíaldemókratar sigruðu í kosningun-
um með yfirburöum, en ekki meö
hreinum meirihluta. Þeir verða því að
mynda stjórn með öðrum flokki eöa
flokkum.
Aðrir sigurvegarar kosninganna
voru flokksmenn hins nýja endur-
reisnarflokks sem stuðningsmenn
Antonio Ramalho Eanes forseta mynd-
uðu. Sá flokkur er nú oröinn þriöji
stærsti flokkur Portúgals.
Formaöur sósíaldemókrata sagðist
vera reiðubúinn til að mynda nýja
stjórn. Hann sagðist vilja gera það
meö kristilegum demókrötum. Slík
tveggja flokka stjórn hefði hins vegar
ekki meirihluta á þingi. Kristilegir
demókratar hafa auk þess gefið til
kynna aö þeir hafi lítinn áhuga á
stjórnarsetu, enda töpuðu þeir fylgi í
kosningunum.
Kosningaúrslitin eru mikill persónu-
legur sigiu’ fyrir Anibal Cavaco Silvia,
formann sósíaldemókrata sem nú
veröur forsætisráðherra. Hann er
læröur hagfræðingur. Silvia var fjár-
málaráðherra í samsteypustjórn
sósíalista og sósíaldemókrata í 10 mán-
uði fyrir nokkrum árum.
,,Nú þurfum við aö gera það sem
nauösynlegt er fyrir inngönguna í
Evrópubandalagið,” sagði Silva í
morgun. Inngangan er um áramótin.
Formaður endurreisnarflokksins,
Hermino Martinho, sagöist mundu
leggja til aö flokkur sinn yrði í stjórn-
arandstöðu. En saman myndu endur-
reisnarmenn og sósíaldemókratar hafs
nauman meirihluta á þingi, 128 sæti af
250.
■m-----------------------------►
Að loknum hverjum kosningum
biður mikið starf við að hreinsa
burt upplimd áróðursspjöld
flokkanna i Portúgal.
Drengurinn í rúst-
unum nú talinn af
„Svona er lífið. Stundum vinnur
maður, stundum tapar maður. Ég var
svo óheppinn að tapa syni,” sagði
Mauricio Nafarrate í gær. Hann er fað-
ir hins níu ára gamla drengs sem
björgunarmenn í Mexíkóborg reyndu í
fimm daga að bjarga undan rústum
fallins húss í borginni en verða nú að
iriftnrkenna að er næstum örugglega
látinn eftir tveggja vikna veru undir
rústunum.
Jarðýtur og kranabílar hafa nú byrj-
aö aö ryðja svæðið til að finna lík
drengsins. Allar vonir um að drengur-
inn, sem hefur verið kallaður
„Monchito”, kunni að vera á lífi hafa
nú horfiö eftir að ekkert hefur heyrst
til hans í rúman sóiarhring.
Buckley drepinn
fyrirlöngu
Bandaríski sendiráösstarfsmað-
urinn William Buckley, sem
hryðjuverkasamtök í Beirút sögð-
ust hafa drepiö í hefndarskyni viö
loftárás Israela á PLO í Túnis, var
í raun drepinn fyrir tveim mánuð-
um.
NBC hafði eftir leyniþjónustu-
mönnum að ólíklegt væri að líkið
myndi nokkurn tíma finnast því þá
væri hægt að standa hryöjuverka-
samtökin að lyginni. Samtökin
Heilagt stríö hefðu verið aö bíða
eftir góöri átyllu fyrir morðinu á
sendiráðsmanninum áður en þeir
tilkynntu lát hans.
Schneiderlátinn
Sellóleikarinn Mischa Schneider
dó á föstudag, 81 árs gamall.
Schneider fæddist í Sovétríkjunum
en lék með strengjakvartett Búda-
pestí37ár.
Schneider bjó í Bandaríkjunum
þar sem hann kenndi við hina ýmsu
háskóla.
HefurArafat sannanir?
Yasser Arafat, leiötogi PLO,
segist hafa undir höndum skjöl sem
sanni aö Bandaríkjamenn hafi gef-
ið ísraelum gervihnattarmyndir
sem gerðu þeim kleift að ráöast á
stöövar PLO í Túnis.
Arafat sagði einnig að Frelsis-
samtök Palestínu myndu ekki færa
stöðvar sínar frá Túnis vegna
árásarinnar.
SímalaustíOsló
20 þúsund símar í Osló eru sam-
bandslausir eftir bruna í aöalmið-
stöð símakerfis höfuðborgarinnar.
Bitnar það mest á skrifstofuhverf-
inu í miöhluta borgarinnar. Við-
gerð tekur minnst eina viku.
Klassískur stóll úr við-
skiptalífinu, sem einnig
er notaður í biðstofum
bankastjóra. Það er sér-
staklega auðvelt að
standa upp úr þessum
stól. Verð kr. 26.800.-
Léttur og fyrirferðarlítill
stóll, sem þó er ekki auö-
velt aö ýta til hliðar. Hefur
reynst mörgum vel og
nýtur vinsælda í fámennu
kjördæmi.
Verðkr. 18.700.-
Þykkur og ábúðarmikill
stóll, sem hefur notið mikilla
vinsælda meðal fjármála-
og pennastrikamanna og
er tilvalinn fyrir þá, sem
hafa forystuhæfileika og
þor til þess aö takast á
við vandann. Verð
kr. 39.555.-
Aberandi stóll með undir-
stöðu úr alúminíum og
óvenju mikilli setu. Vin-
sæll samningastóll hér-
lendis sem erlendis. Verð
kr. 16.020 .-
Traustur og áferðarfalleg-
ur stóll, sem mikil reynsla
er komin á. Nýtur sín
best með bláu áklæði.
Þægilegur fyrir þá, sem
vilja sitja lengi. Verð kr.
23.350.-
Vlö treystum kandídötunum til þess aö velja rétta stólinn.