Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. íþróttir Heath frá Everton? Frá Sigurbirni Aöalstcinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Allar Ukur eru nú taldar á því að Adrian Heath verði seldur frá Everton á næstunni. Heath hefur barist um stöðu í Everton-liðinu við Graham Sharp og eins og staðan cr i dag virðist hann hafa tapað því stríði. Heath hefur ekki komist í liðið hjá Everton undan- farið og í dag á hann í viðræðum við Howard Kendail, framkvæmdastjóra Everton, vegna þessa máls. Heath var keyptur til Everton fyrir 750 þúsund pund. -SK. Morgan til Barcelona? Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Engiandi: Terry Venables, framkvæmdastjóri spánska knattspyrnuliðsins Barce- lona, er nú á höttunum eftir euskum sóknarleikmanni og ætlar honum að leika í fremstu víglínu meistaranna víð hlið enska leikmannsins Steve Archi- bald. Nicky Morgan, sem leikur með Portsmouth í 2. deild, er efstur á óska- lista Venables og eru taldar þónokkrar líkur á að hann fari til Spánar. Líklegt er einnig talið að vandræðabarnið Bernd Schuster fari frá Barcelona á næstunni en h vert er ekki vitað. -SK. Fram og IBK sigurvegarar Framarar unnu öruggan sigur á Reyni frá Sandgerði í leik liðanna í Is- landsmótinu í körfuknattleik sem fram fór um helgina. Liöin, sem bæði leika í 1. deild, gerðu lítið að þvi að koma knettinum í körfuna og ekki voru skor- uð nema 102 stig samtals i leiknum. Fram sigraði með 61 stigi gegn 41. 1 meistaraflokki kvenna léku Kefl- víkingar og KR-ingar og þar urðu óvænt úrslit. tslandsmeistarar KR töp- uðu30—31. -SK. STAÐAN 1. DEILD Staðan í 1. deild karla i handbolta er nú þessi: Víkingur 5 5 0 0 121—91 10 Valur 3 3 0 0 68—59 6 Stjarnan 5 2 12 113—104 5 FH 5 2 0 3 121-122 4 KA 4 2 0 2 82-85 4 Fram 5 2 0 3 109—114 4 KR 4 112 87—90 3 Þróttur 5 0 0 5 110-146 0 Markahæstir: Konráö Jónsson, Þrótti Þorgils Ottar, FH Egill Jóhannesson, Fram BirgirSigurðsson, Þrótti Steinar Birgisson, Víkingi 35 33 29 29 28 2. DEILD Nokkrir leikir voru háðir í 2. dcild karla um helgina og urðu úrslit þessi: Haukur — Grótta 21-19 Ármann —HK 26—21 Aftureiding — ÍR 26-26 Þór — Breiðablik 18—26 Staðan er nú þessi: Ármann 4 4 0 0 96-83 8 ÍR 4 3 1 0 95—86 7 Breiðblik 4 3 0 1 102-80 6 HK 3 2 0 1 71—66 4 Þór 3 1 0 2 57—60 2 Haukar 4 1 0 3 81—87 2 Afturelding 4 0 1 3 99—110 1 Grótta 4 0 0 4 74—100 0 fþróttir fþróttir fþróttir Evrópa átti aldrei möguleika — á heimsleikunum í f rjálsum íþróttum sem f ram fóru í Canberra um helgina. Bandarískur sigur í karlaf lokki og a-þýskur í kvennaf lokki. Marita Koch setti heimsmet og Uwe Hohn vann örugglega í spjótkasti Sveit Evrópu geröi ekki miklar rósir á heimsleikum frjálsra íþrótta sem fram fóru í Canberra í Ástralíu um helgina. Evrópuliðið varð í fjórða sæti í karlaflokki og í þriðja í kvennaflokki. Annars varð lokastaöa sveitanna þessi: Karlar: 1. Bandaríkin 123 2. Sovétríkin 115 3. Austur-Þýskaland 114 4. Evrópa 97,5 5. Afríka 81 G. Ameríka 80 7. Eyjaálfa 65 8. Asía 39,5 Konur: 1. Austur-Þýskaland 2. Sovétríkin 3. Evrópa 4. Ameríka 5. Bandaríkin 6. Eyjaálfa 7. Asía 8. Afríka 121 105,5 97.5 62.5 61 52 42 51 Heimsmet hjá Koch „Besti 400 metra hlauparinn í heiminum í ár er Marita Koch,” sagði Jarmila Kratochvilova eftir að hafa misst heimsmet sitt í 400 metra hlaupi til austur-þýsku hlaupakonunnar Maritu Koch sem setti heimsmet á vegalengdinni, hljóp á 47,60 og bætti met tékkneska vöðvabúntsins um 0,39 sekúndur. En Koch gerði enn betur. Attatíu mínútum eftir hlaupið hljóp hún í boðhiaupssveit A-Þýskalands sem setti heimsmet í 4x100 metra hlaupi og bætti sitt eigið met. Tíminn 41,37 sekúndur. Þetta voru einu heimsmetin sem sett voru á heimsleikunum í Can- berra sem haldnir voru um helgina. íslendingar áttu sem kunnugt er engan þátttakanda á leikunum. Einar Vilhjámsson gat ekki tekið þátt og David Ottley tók sæti hans í sveit Evrópu. Hann var langt frá því að geta veitt sigurvegaranum, Uwe Hohn frá Austur-Þýskalandi, einhverja keppni. Hohn náði risakasti, hann kastaði 96,96 metra og annar varð Heino Puuste frá Sovétríkjunum með 87,40. Tom Petranoff, Bandaríkjunum, varð í þriðja sæti. Síðasta grein mótsins, 4X400 metra boðhlaup, varð mjög söguleg. Banda- ríkjamenn lentu í erfiðleikum í þriðju skiptingu sinni eftir að Sovétmaður og hlaupari frá Eyjaálfu höfðu rekist saman. Afríka varð fyrst í mark en hlaup þeirra var dæmt ólöglegl vegna þess að Nígeríumaðurinn er hljóp endasprettinn fyrir Afríku missti kefliö á lokametrunum. Sovéska liðið var upphaflega dæmt úr keppninni en eftir mótmæli fékk það fimmta sæti sitt aftur. Bandarikin, A-Þýskaland og Eyjaálfa áttu þrjár efstu sveitirnar í hlaupinu. Úrslitin í 100 metra grindahlaupi kvenna lágu ekki ljós fyrir fyrr en nokkrum klukkutímum eftir aö hlaupið hafði farið fram. Búlgarski hlauparinn Gina Zagortcheva og hin a-þýska Cornelia Aschkenat komu jafnar í mark. Fyrst var a-þýsku stúlkunni dæmdur sigurinn en þeim dómi var breytt í sigur evrópsku stúlkunnar eftir mótmæli. A-Þjóðverjarnir mót- mæltu og enn var úrskurðinum breytt og A-Þjóðverjar hlutu gullið. Vonbrigði Olgu Sovéska stúlkan Olga Bondarenko var viss um að hún hefði sigrað í tíu þúsund metra hlaupinu. Hún áttaði sig ekki á því að hún átti enn einn hring eftir er hún taldi sig komna í mark og stoppaði því. Aumingja Olga náði síöan aldrei upp hraðanum aftur á lokahringnum og varð að láta sér lynda þriðja sætið. Olga féll saman eftir hlaupið. Hún tilkynnti á blaða- mannafundi að hún myndi aldrei keppa aftur en dró það síðan til baka. Bandaríkjamaðurinn Mike Francs náði besta árstímanum í 400 metra hlaupi er hann hljóp á 44,47 sekúndum. Sovéski heimsmethafinn í stangar- stökki, Sergei Bukba, átti þrjár lítt saunfærandi tilraunir við nýtt heims- met og sænski hástökkvarinn Patrick Sjöberg reyndi heimsmetjöfnun á leikunum en tilraunir þeirra voru án árangurs. -fros. Knapp f ær samninginn ídag „Ég á von á því að fá samning frá Brann til mín á mánudaginn. Haun var settur í póst fyrir helgi. Ég get ekki sagt til um það á þessu stigi málsins hvenær ég muni taka ákvörðun um þaö hvort ég þjálfi Id&VUiUUU UIII pou nvun cg jijaui Brann eða ekki. Enn hef ég ekkert heyrt frá KSÍ,” sagði Tony Knapp í | stuttu spjalli viö DV um helgina. -fros. þótt ti Tony Knapp, — Jón Orn Guðmundsson ÍR-ingurinn Jón Örn Guðmundsson sannaði það rækilega um helgina að margur getur verið knár þótt hann sé smár. Jón Örn, sem er ungur og mjög efnilegur leikmaður með úrvalsdeild- arliði ÍR í körfu, var maður leiksins þegar ÍR sigraði KR mjög óvænt í leik liðanna í iþróttahúsi Hagaskólans í gær. ÍR-iugar skoruðu 77 stig í leiknum en KR-ingar 67. Staðan í leikhléi var 30—28 fyrirlR. Jón Örn var maðurinn á bak við þennan óvænta sigur ÍR-inga og skor- aði 26 stig í leiknum. Miklir hæfileikar 30 stig hjá Val og UMFN sigur — er Njarðvík vann Val með eins stigs mun í úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið Eins og oft áður í viðureign UMFN og Vals í úrvalsdeildinni var ekki ljóst fyrr en á seinustu sekúndunni hvor gengi með sigur af hólmi. Staðan var 68—67 þegar Njarðvíkingar sendu knöttinn óvart í hendumar á Torfa Magnússyni og aðeins 4 sek. til leiks- loka. Torfi reyndi skot en það geigaði og Njarðvíkingar stóðu uppi sem sigur- vegarar í fyrsta leiknum í íslands- meisaratitilvörninni eftir að hafa haft yf irhöndina í hléi, 42—31. Valur Ingimundarson, 30 stig. Annars var leikurinn ekki ýkja spennandi fyrir hina 200 áhorfendur sem komu í íþróttahúsið í Njarövík á föstudagskvöldið aö undanskildum 4 seinustu mínútunum þegar Valsmenn voru búnir að saxa á 15 stiga forskot heimamanna og ná undirtökunum, 60—61, með skori Leifs Gústafssonar. Stórskyttan Valur Ingimundarson svaraði strax fyrir UMFN og Leifur skoraði aftur fyrir Val, 62—63. Heima- menn svöruðu fyrir sig, Valur Ingimundarson, en Torfi, þjálfari Valsmanna, undi því ekki og nældi í þrjú stig. Svo brást honum bogalistin með eitt vítaskot þegar staðan var 64— 66 — þar fór dýrmætt stig í súginn. Isak Tómasson var aftur á móti lán- samari með sín tvö vítaskot í lokin. Knötturinn sveif beint í körfuna, 68— 67, og það nægöi UMFN til sigurs. Valsmenn byrjuðu að skora í leiknum. Torfi Magnússon var þar aö verki, 0—4. Valur, Hreiðar og Isak svöruöu fyrir heimamenn en Torfi bætti fjórum stigum viö fyrir Val, 6—8, og það var ekki fyrr en staöan var oröin 20—8 aö öðrum en Torfa tókst aö koma knettinum í Njarðvíkurkörfuna, eftir að hafa verið með endemum óhittnir. Samt tókst Valsmönnum ekki að halda í við UMFN. Helgi Rafnsson, arftaki Jónasar Jóhannessonar, sá fyrir því með frábærum varnarleik á- samt því að skora drjúgum. Valur Juventus efst Juventus hefur nú þriggja stiga forskot í ítölsku 1. deildinni eftir 2—0 sigur á Atlanta um helgina. Aldo Serena skoraði sitt fyrsta mark á keppnistímabilinu fyrir Torinoliðið og Daninn Michael Laudrup inn- siglaði síðan sigurinn eftir að hafa leikið grátt. þessi: varnarmenn Atlanta liðsins Annars urðu helstu úrslit Inter Milano-Verona Roma-Torino Sampdoria-AC Milano 0-0 | 2-0 . 1-1 | -fros. Ingimundarson, besti maöur UMFN, lagði einnig sitt af mörkum meö fallegum körfuskotum sem jafnan fóru rétta boöleiö. Þegar Helgi varð að víkja af velli með 5 villur í byrjun seinni hálfleiks riðlaðist vörn UMFN og Valsmenn gengu á lagið. Munaði minnstu að þeim tækist að hremma sigur í leiknum. Auk Vals og Helga áttu Jóhannes Krist- björnsson og Kristinn Einarsson, sem báftir eru gengnir til lifts vift UMFN á ný eftir aft hafa verift í USA, góftan leik. ísak var aft venju skeinuhættur. Torfi Magnússon og Leifur Gústafsson báru nokkuft af í Valsliðinu en Einar Ólafsson og Sigurftur Bjarnason áttu nokkuft góöan leik. Sturla Örlygsson, sem nú leikur meft Val en var áftur meft UMFN og Reyni, lofar góftu en er ekki búinn aft finna sig í liöinu. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 30, ísak Tómasson 8, Helgi Rafnsson 8, Kristinn Einarsson 8, Jóhannes Kristbjörnsson 6, Árni Lárusson 4, Hreiftar Hreiftarsson 2, Ingimar Jónsson 2. Stig Vals: Torfi Magnússon 19, Leifur Gústafsson 19, Sigurftur Bjarnason 10, Einar Ólafsson 8, Sturla örlygsson 4, Páll Arnar 3, Jón Steingrímsson 2, Guömundur Hallgríms- son2. Maöur leiksins: Valur Ingimundarson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving. -emm. fþróttir fþróttir fþróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.