Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. Sjóslysfð við Helguvík: ",////' ' , w ^ Björgunarsveitarmenn aö leggja út til leitar. Gúmbáturinn ö myndinni er sá sami sem maðurinn, sem saknað er, föll út af. DV-myndir S. BJÖRGUNARVESTIÐ GLEYMDIST f LANDI Umfangsmikil leit hefur staðiö um helgina að manni sem tók út af gúmmí- bát í eigu Björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík á laugardag. Slysið varö þegar þrír menn frá björgunarsveitinni voru viðköfunaræf- ingar við Stakkinn, rétt utan viö Helgu- vík. Var maðurinn einn í bátnum þegar hann féll fyrir borð og ekkert vitað með vissu hvernig slysið bar að. Er tal- ið að hann hafi ekki verið í björgunar- vesti því vestið sem hann átti að nota varð eftirílandi. Annar kafaranna var kominn upp í fjöru þegar hann sá síðast til mannsins á bátnum. Var hann þá staddur tvö til fjögur hundruð metra undan landi. Kafaranum virtist sem verið væri að snúa bátnum tii lands en síöan sá hann ekkert meira til mannsins. Sjólag var slæmt, norðaustan kvika og tæpast fært veður til að vera á sjó á gúmmí- bátnum. Veður hefur verið óhagstætt til leitar um helgina. Þó hafa um 10 bátar tekið þátt í leitinni við Helguvík. Auk þess hefur flugvél flogið yfir svæðið. Alls hafa yfir 100 manns tekið þátt í leitinni. Fjörur hafa verið gengnar og kafaðhefur veriðáslysstaðnum. GK Tiu bátar voru að leita í allan gœrdag. Björgunarsveitarmenn á gúmbáti undan Helguvik KREFST SKAÐABÓTA VEGNA SÖLU ÍBÚÐAR — íbúðin sögð 117 fermetrar en reyndist vera 86 fermetrar Maður, sem keypti íbúð viö Sigtún í Reykjavík í mars 1983, hefur höfðað mál á hendur seljanda íbúðarinnar og eigendum fasteignasölunnar, sem annaðist söluna, fyrir meint svik. Krefst íbúðarkaupandinn skaöabóta að fjárhæð 342 þúsund krónur auk vaxta frá kaupdegi. Ibúðarkaupandinn heldur því fram að bæði seljandi og fasteigna- salan hafi sagt íbúöina vera 117 fer- metra að stærð. Síðar hafi komið í ljós að íbúðin, sem er í risi, var ekki nema 86,2 fermetrar að stærð eða 30,8 fermetrum minni en sagt var. Kaupandinn leggur fram í málinu skriflegt vottorð fasteignasölunnar um að íbúðin sé 117 fermetrar aö stærð. Segist hann hafa tekið vott- orðið og fullyrðingar seljanda um stærð íbúðarinnar góö og gild en ann- aðhafisíðarkomiðádaginn. Kaupandinn telur að um vísvit- andi svik hafi veriö að ræða af hálfu seljanda og að fasteignasalan hafi ekki gætt þess að afla þeirra upplýs- inga um stærð íbúöarinnar sem fast- eignasölum ber samkvæmt lögum. Kaupandinn kveðst hafa marg- reynt að fá leiðréttingu mála sinna en fasteignasalarnir hafi ekki gert svo mikið sem að ansa honum. Selj- andi hafi enga leiðréttingu boöiö. -KMU. Arnarflug hættir Kúbuflugi Ástæðan vanskii ítala Arnarflug hætti Kúbuflugi fyrir ítalska ferðaskrifstofu um síðustu mánaðamót vegna þess að hún hefur ekki staðið við greiðslur samkvæmt samningum. Ná vanskilin fjórar vikurafturítímann. „Viö viljum með þessu þrýsta á að þeir standi við sitt. Það er ekki útilokað að þeir kippi þessu í liðinn,” sagði Sighvatur Blöndal, blaða- fulltrúi Arnarflugs. Kúbuflugið hefur staöið yfir frá því í október í fyrra. Arnarflug hefur flogið tvær til þrjár ferðir í viku með sólarlandafarþega frá Míianó og Vínarborg til Kúbu og til baka. Þessu flugi átti að ljúka síðar í þessum mánuöi, 24. október. Samningur Arnarflugs um þetta flug er upp á um eitt hundrað milljónir króna. Að sögn Sighvats Blöndal er ekki á hreinu hver vanskilin eru. Þota af gerðini Boeing 707 heíur verið notuö til verkefnisins. Islenskir flugmenn hafa flogið henni. I hverri ferð hafa auk þess verið ein til tvær íslenskarflugfreyjur. -KMU. Akureyri: Myndbönd gerð upptæk Fjögur myndbönd voru gerð upp- tæk á myndbandaleigu á Akureyri um helgina. Þetta eru myndir sem bannaðar hafa verið af kvikmynda- eftirlitinu. Ekki var um neina her- ferð af hálfu lögreglunnar á Akureyri aö ræða, einungis venjulegt eftirlit. Sem kunnugt er var mikil herferð í gangi sl. vor við að taka bannaðar myndir út af myndbandaleigunum. Þetta var gert í kjölfar bréfs frá dómsmálaráðuneytinu um að lög- regluyfirvöld könnuöu hvort mynd- bandaleigurnar leigðu bannaðar myndir. Sérstakur bannlisti var gerður í vor. Hann hefur nú verið endurnýj- aöur og hafa fleiri myndir bæst á hann. Verið er að kanna núna hvort þessarmyndirséuáleigum. jgh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.