Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. Spurningin Finnst þér refsað nóg fyrir peningafals á íslandi? EUen Emilsdóttir: Nei, ekki nóg, mætti vera meiri refsing fyrir þaö. Ingóifur Guðjónsson: >aö er nú ekki gott aö segja til um þaö. E.t.v. mætti þaðverameira. Kristinn Vermundsson: Nei, þaö hefur aldrei veriö gert. >aö ætti aö hafa hærri peningasektir. Valgerður Valgeirsdóttir: Eg veit nú ekki hvernig þaö er núna en þaö mætti refsa töluvert fyrir þetta. Kristmundur Sigurðsson: Nei, alls. ekki, því þetta er alvarlegur glæpur. Hrefna Eyjólfsdóttir: Nei, ætli þaö. >að ætti tvímælalaust að refsa fyrir þetta. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bensínkaup: Krefjumst greiðslu- kortaviðskipta Ökumaður skrifar: Meö árunum hefur sífellt veriö gengiö nær þeim er þurfa á bifreið aö halda, með ýmsum sköttum og álög- um. >yngsti skatturinn er þó sá er fylg- ir bensinkaupum. Og nú kastar fyrst tólfunum viö hækkun bensínskatts um tæpar fjórar krónur. — >ar eru ohufélögin aö vísu ekki aö verki heldur ríkið. En þaö sem verst er viö bensín- kaupin er aö geta ekki fengiö þjónustu olíufélaganna gegn greiðslukortum eins og hjá flestum öörum aöilum sem stunda viöskipti. Nú eru dagblööin meira að segja farin að bjóöa viðskipti gegn greiðslukortum — og gegnum síma. DV og Morgunblaðiö treysta sínum viöskiptamönnum. >aö er meira en hægt er að segja um olíufélögin. >aö eru engin haldbær rök, sem gagna olíufélögunum gegn því aö taka viö greiöslukortum, hvorki bók- haldserfiöleikar né mannfæö. Heldur ekki litil álagning. Allar mótbárur gegn þessari þjónustu viö bensín- kaupendur eru einungis til þess fallnar aö sýna viðskiptamönnum Margir viija fá að nota greiflslukort sín þegar þeir kaupa sór bensin. Maðurinn á myndinni er örugglega ekki andvígur því. á*L htilsviröingu. Bensínstöövarnar taka ávísanir og vita ekkert, hvort þær eru falskar eöa ekki. Kreditkortahafar eru þó þrepinu öruggari í viöskiptum því þeir eru útskúfaðir hjá kreditkorta- fyrirtækjunum ef þeir gera ekki upp á tilsettum degi. >að ætti ekki aö vera verra aö lána gamalgrónum viðskiptavinum bensín gegn kreditkorti en aö lána út- gerðarmönnum og fyrirtækjum þeirra tugi, ef ekki hundruö milljóna króna, sem fást greiddar eftir dúk og disk, eftir því sem segir í fréttum! Krafa bensínkaupenda hlýtur aö vera: greiöslukortaviöskipti til reiðu hjá bensínstöðvunum fyrir þá er vilja notfæra sér þau. Allt tal um að „þessi greiðslukorta- viöskipti séu aö tröllríöa þjóðfélag- inu” er líka út í hött. >essi viöskipti tíökast um allan heim, líka á bensin- stöðvum — og þykja sjálfsögð. Almenningur ætti að láta meira frá sér heyra um þetta efni. >aö er þrýstingur frá honum sem um síðir knýr ohufélögin til aö taka upp nú- tímaviðskiptahætti. — Ekki hefur FlB krafist þeirra, ekki opinberlega a.m.k. Karlmenn geta ekki átt hlutabréf í Hlaðvarpanum Jón Ólafsson hringdi: „Ég vil lýsa furöu minni á hlutafjár- útboöi kvenna í sambandi viö Kvenna- húsiö á Vesturgötu 3 en þar er tekið fram aö karimenn geti ekki keypt hlutabréf. Finnst mér alveg furöulegt aö meina þannig stórum hluta lands- manna að eignast hlut í félaginu. >aö mætti hkja þessu viö þaö aö banna rangeygöu fólki aö drekka kaffi. Og finnst mér ekki ólíklegt aö þetta stangist á viö hlutafjárlög og jafn- réttislög. Á Vesturgötu 3, sem reyndar heitir Hlaövarpinn, varð Maríanna Trausta- dóttir fyrir svörum: „>að er rétt aö hluthafar eru ein- göngu konur en karlmönnum er ekki meinaö aö kaupa bréf, þeir geta bara ekki átt þau. >aö er í samræmi við lög og markmið félagsins aö þetta sé kvennahús. Hins vegar er karl- mönnum auðvitað ekki meinaöur aö- gangur. >vert á móti er þeim tekiö opnumörmum.” Einnig sagöi Maríanna aö félagiö væri samkvæmt öllum lögum. Um hlutafjársöfnunina sjálfa sagði Mari- anna aö þrátt fyrir góðar undirtektir vantaöi enn mikiö á að safnast heföi nóg fyrir næstu greiöslu. „>aö væri greinilegt aö þaö væru ekki konurnar sem ættu peningana í þessu þjóö- félagi.” Þœr oru samtaka, konurnar, en karlmenn eru óhressir með að geta ekki ótt Hlut með þeim i Hlaðvarpanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.