Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 37
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Bob Hope og eiginkonan Dolores ættleiddu fjögur börn. Þau eru á meðfylgjandi mynd ásamt mökum Kjörbörn og frægir foreldrar Sumir safna frímerkjum, einstaka eldspýtustokkum, servíettur eru vin- sælt söfnunarefni, myntsafnarar og vínsafnarar eru fjölmargir. Söfnun- arástríða er nokkuð sem gengur tals- vert meöal vestrænna þjóðflokka og þykir alveg eðlileg hegðun — svo framarlega sem karlmenn taka ekki upp á því að safna undirfötum kvenna og konur safna ekki skeggi. Hollívúdd- stjörnur eru þarna engin undantekning — þar er öllu mögulegu safnað — eins og til dæmis kjörbörnum. Kjörbarnasöfnun í kvikmyndaborg- inni er ekkert nýtt fyrirbrigði því stjörnurnar frá þeim gömlu góðu gull- aldardögum borgarinnar létu ekki sitt eftir liggja — Jane Russel ættleiddi til dæmis fjögur börn. Frægasta kjörbarnið þessa dagana er Michael Reagan, kjörsonur Ronalds Reagan og Jane Wyman. Þar áöur var sennilega einna mest skrifaö um hina þýskættuðu Mariu sem Elizabeth Taylor og Richard Burton ættleiddu og einnig börnin fjögur sem eru kjörbörn Miu Farrow og André Previn. Leikkon- an Mia varð einstæð móðir einn daginn — með sjö lítil böm á framfæri! Af fleiri frægum kjörforeldrum má nefna Bette Davis með tvö og sama má segja um John Denver, James Cagney, Lorettu Yong og Yul Brynner. Bob Hope á fjögur kjörbörn, Gene Barry, Milton Berle, Hedy Lamarr, Dinah Shore, Barbara Stanwyck og Gene Wilder eitt hvert en George Burns ættleiddi tvö stykki. Svona mætti halda áfram enda- laust — meðal þeirra frægu og ríku þykir ekkert tiltökumál aö sjá fyrir slagið þar af þykkari gerð- nokkrum barnungum enda launaum- inni. Frægasta kjörbarnið ar Michael, sonur Ronalds Reagan. Mia Farrow er stundum kölluð Mama Mia — enda á hún fjögur kjörböm auk sinna þriggja barna úr fyrra hjónabandi með André Previn. „Byrjuðum á tveggja herbergja íbúð...” íslenska hljómsveitin er að hefja sitt fjórða starfsár og meðfylgj- andi mynd tók Kristján Ari i Bústaðakirkju á fyrstu æfingu hljóm- sveitarinnar. Aðspurður sagði stjórnandi sveitarinnar, Guðmundur Emilsson, að reksturinn gengi vel og þeir væru ekkert á því að gef- ast upp á að halda starfseminni áfram. „Reksturinn verður sífellt viðameiri, við byrjuðum með fjárhagsáætlun fyrsta árið sem sam- svaraði tveggja herbergja ibúð, núna er komin heil villa inn i mynd- ina. En þetta gengur vel og við höfum áhuga á því að reyna að heimsækja fólk úti á landi lika þótt það kosti talsverðar fjár- upphæðir að flytja hljómlistarmenn og tæki milii staða." Fyrstu tónleikar verða haldnir í Langholtskirkju i lok október með ítalskri tónlist frá öndverðri tuttugustu öld. Elizabeth Taylor með Mariu sem þau Richard Burton ættleiddu i sinu fyrsta hjónabandi. ÞROSKAÞJÁLFI EÐA MEÐ- FERÐARFULLTRÚI Svæðisstjórn Norðurlands vestra óskar að ráða þroska- þjálfa eða meðferðarfulltrúa á sambýlið við Lindargötu, Siglufirði. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu svæðisstjórnar, pósthólf 32, 560 Varmahlíð. Aðstoðum við útvegun hús- næðis ef með þarf. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður sambýlisins Lindargötu 2, 580 Siglufirði. Sími 96- 71217. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA J Pósthólf 32 560 VARMAHLÍÐ Árvík kynnir enn eina nýjung. Slípikragi fyrir tréiðnað. Vinnusparnaður er ótrúlegur við erfiðustu aðstæður, s.s. kanta pírála, ójafnt yfirborð o. fl. Komið eða hringið og kynnist þessari byltingu. ARVIK Armúla 1. Sími 687222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.