Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR7. OKTOBER1985. Á braggaballi. Ástandið fœr sinn skerf i söngleik Kjartans Ragnarssonar. DV-mynd Bj. Bj. Þegar blessað stríð- ið kom í bæinn Leikfélag Reykjavíkur: LAND MÍNS FÖÐUR Höfundur og leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Daníel Williamsson Dansar: Ólafía Bjarnleifsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir Frumsýningar á söngleiknum Land míns föður hefur verið beöið með nokkurri eftirvæntingu. Ljóst var aö þessi sýning myndi tíðindum sæta, nýr íslenskur söngleikur og mikið í hann lagt. Flestir vissu fyrir að hér yrði fjallað um sögu stríðsár- anna og einnig að sýningin væri ein- hver viöamesta sýning Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi. Til aö gefa hugmynd um umfang sýningarinnar má geta þess að 30 leikarar taka þátt í henni auk hljóm- sveitar. Atriði eru um 70 og alls þarf um 170 búninga á liðið. Þetta er fyrst og fremst Reykja- víkursaga. Höfundur, Kjartan Ragnarsson, segir okkur í léttum dúr sögu einnar fjölskyldu og sýnir okkur þær breytingar sem veröa á högum hennar á stríðsárunum. Inn í söguna fléttast svo breytingar á þjóð- félaginu í heild og ber þar auðvitað hæst lýðsveldisstofnun á Þingvöllum 1944. En sjón er sögu ríkari. Og sannar- lega er margt sem gleður augu og eyru í sýningunni. Steinþór Sigurðsson sannar enn einu sinni að hann er hreinn galdramaður í gerö leikmynda. Ur sviðskrílinu í Iðnó tekst honum aö skapa rými fyrir leikendur þannig að aldrei virðist aðþrengt. Eftirminnilegir eru t.d. danssalirnir í bragganum og á Hótel Borg þar sem hljómsveitin er í bak- grunni. Tónlist og búningar skapa svo rétt andrúmsloft. Við komu herliðsins berast hingað útlendir straumar og alls kyns tískutildur. Venjulegar hús- mæður, sem í upphafi sjást í sirs- kjólum, breytast í uppdressaðar tískudömur. Silkisokkar koma í staö vænna bómullarsokka og í stað þess að fá ögn af hveiti lánaða hjá vin- konunni í næsta húsi er það kinnalit- urinn sem er látinn ganga. Búning- arnir eru geysimikilsverðir í sýningunni og segja á sinn hátt mikla sögu. Atli Heimir Sveinsson á heiöurinn af tónlistinni, sem er buröarás í sýningunni eins og vera ber í söng- leik. Atli semur lög við texta Kjart- ans í stíl stríðsáraslagara og skýtur inn á milli þekktum dægurlögum frá tímabilinu. Tónlistin breytist svo í takt viö tímann. Lögin eru áheyrileg og líkleg til vinsælda. Eitt af því sem skiptir sköpum í sýningunni er að hljómsveitin er á sviðinu allan tímann og styöur dyggilega misreynda söngvara. Það er verulega gaman að heyra þessi lög Atla Heimis sem þekktari er fyrir annars konar tónsmíöar en þessar. Þegar best lætur er útkoman hér svellandi fín. Viö upphaf leiks ríkir friðsæld í bænum. Hver og einn dútlar við sitt, svona líkt og gert hefur verið um árabil. Allar breytingar eru hægfara og lífið í föstum skorðum. Þó að stríð geisi í Evrópu hefur það tiitölulega lítil áhrif hér á landi þangað til hinn 10. maí 1940 er breskt herliö gengur á land í Reykjavík. Þá er skammt að bíöa ýmissa breytinga. Setuliðið þarf á vinnuafli að halda. Atvinna verður næg og meira en það. Fjöldi manna fer í Bretavinnuna þar sem kaupiö er hátt og ekki er gengið harkalega eftir miklum afköstum. Sumir sjá sér leik á borði og fara aö stunda alls kyns brask og víst er að tækifæri til þess gefast næg. Fjölskyldan, sem segir frá í söng- leiknum, fer ekki varhluta af því sem er aö gerast allt í kring. Frúin, Þuríður, sem Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur, tekur að sér þvotta fyrir hermennina og fyrr en varir er allt heimiliö undirlagt. Heimilisfaðirinn Leifur (Jón Sigur- björnsson) þekkir það varla lengur og er ekkert of hress með þróun Leiklist Auður Eydal mála. Dæturnar tvær, Bára (Sigrún Edda Björnsdóttir) og Anna (Steinunn Ö. Þorsteinsdóttir), hjálpa til og kynnast auðvitaö her- mönnunum þegar þeir koma aö sækja þvottinn sinn. En þó aö þvotta- stússið eigi aö ganga fyrir heima- náminu eru öll nánari kynni dætr- anna af dátunum litin óhýru auga. Höfundi er greinilega hugleikinn tvískinnungurinn og þversagnirnar, sem víða má greina í sögu tíma- bilsins. Söngurinn „Þá kom í bæinn, ó, blessað stríöiö” gefur tóninn. Hild- arleikurinn í Evrópu snertir til- tölulega lítiö daglegt lif fólks, hver og einn lítur sér nær og koma herliðs veröur nánast eins og kærkomin til- breyting í fásinninu. Á sama tíma og sjálfsagt þykir aö mata krókinn ef færi gefst er þó reynt að halda í gamalt gildismat og spyrna viö fótum þegar málin taka óæskilega stefnu. Höfundur tefiir líka fram hreinum sjónrænum andstæðum eins og skrautlýstum sal Hótel Borgar, þar sem f jörug danslög duna annars veg- ar og hins vegar dökkklæddum manngrúanum í rigningu á Þing- völlum 17. júní 1944, syngjandi „Landmínsföður” þungumróm. En inni á milli skugganna dökku á Þingvöllum ræðast við í ljósgeisla fulltrúar hins unga Islands. Þau velta vöngum á sinn hátt yfir lýð- veldisstofnun og sjálfstæöi. Þeim finnst aö vonum skondið aö áður fyrr var hér enginn her og þá vorum við ófrjáls en nú er herinn hér og þá erum við frjáls. Og Danir hafa sennilega bara stjórnað okkur í gegnumsíma. Leikarar eru, sem fyrr segir, alls 30 talsins. Mest mæðir á þeim fjórum, sem fyrr eru talin ásamt þeim Helga Björnssyni, sem leikur Sæla, unnusta Báru, Aðalsteini Bergdal, sem leikur Kristján, bróður Sæla, og Ragnheiði E. Arnardóttur, sem leikur Siggu, eiginkonu Kristjáns. Sæli er fulltrúi „sannra Is- lendinga”, glímukóngur og frækinn á mælikvaröa heimamanna en stenst ekki fulltrúa stórveldisins snúning í kvennamálunum. Þau Sigga og Stjáni eru fulltrúar hentistefnu- fólksins sem notfærir sér ástandið út í hörgul. Af öðrum leikendum má nefna Gísla Halldórsson, sem vekur óskipta kátínu í hlutverki Péturs postula, þær stöllur Guörúnu Ásmundsdóttur og Soffíu Jakobs- dóttur í hlutverkum vinkvennanna í næstu húsum og Ágúst Guömunds- son, sem leikur Vestur-Islendinginn og blaöafulltrúann Björn Valdimars- son, að ógleymdum Hallmari Sig- urössyni, sem leikur Tony, örlaga- valdinn í lífi þeirra Báru og Sæla. I þessum hlutverkum og fleirum, sem ekki er færi á að tíunda hér, er teflt saman annars vegar þaul- reyndum leikurum og hins vegar lítt reyndum. Þar af eru í stórum hlut- verkum tvö sem ekki hafa leikiö með atvinnuleikhúsi fyrr, þau Helgi og Steinunn. Allir þessir leikarar standa sig með ágætum og yfirleitt vekur athygli sérlega jöfn og góö frammistaða hópsins í heild. Dansatriði eru skemmtileg og vel útfærð og falla vel inn í sýninguna. Þrátt fyrir fjölmörg stutt atriði tekst leikstjóra að fá fram góöa og samfellda heildarmynd. Allir leik- endur þurfa að syngja mikið og vel og bestu söngatriðin eru alveg prýðisgóö. Það er ef til vill ósann- gjarnt aö nefna eitt atriði öðrum fremur en söngur þeirra Leifs löggu, Péturs postula og lögregluþjónanna tveggja var frábær. I seinni hluta leiksins hefur bandaríski herinn tekið við vörnum landsins og hernáminu, sem byrjað hafði mjög friðsamlega árið 1940, lýkur með óspektum á friðardaginn, 6. maí 1945. En í leikslok fellur allt í ljúfa löð og leiknum lýkur á allkald- hæðnislegan hátt á því aö saman kyrja allir, Islendingar og banda- rísku hermennirnir sem eru á förum, slagaranngamalkunna: „WeTlmeet again. . . ”, eöa: „Viöhittumstaftur -AE. Þóroddur moð híuta af þeim kartöflum som hann þó náði i. „Það var nú ókki hægt annað en taka upp rostina af kartöflunum svo viðkomandi færi fýluferð þegar hann kæmi aftur." DV-mynd JGH Búið var að taka upp kartöf lurnar: Datt í hug hvort ekki væri nú rétt að skrifa Albert — segir eigandinn sem greip í nánast tómt í garðinum sínum „Þegar ég tók upp restina af kartöflunum datt mér í hug hvort ekki væri kominn tími til aö skrifa Albert fjármálaráðherra bréf og segja honum að gera eitthvaö í mál- um þjóöarinnar fyrst ástandið væri orðið svona slæmt.” Þetta sagði Þóroddur Þóroddsson, jarðfræðingur á Akureyri, en hann varð fyrir því í vikunni aö búið var að taka upp mestallar kartöflurnar úr garði hans þegar hann kom að vitja uppskerunnar. Einhver óprúttinn varð fyrri til í garðinn. „Ég neita því ekki aö við urðum hissa. En auövitað höfum við í fjöl- skyldunni þó reynt mest aö sjá spaugilegu hliðarnar viö þetta,” sagði Þóroddur og kímdi. Þóroddur sagðist hafa drifið sig í að klára garöinn, taka upp restina af kartöflunum. „Það var nú ekki hægt annað, þannig að viökomandi færi fýluferö þegar hann kæmi aftur.” „Annars skil ég nú ekki hvernig viökomandi hefur nennt þessu, þetta hefur veriö óttalegt smælki. Og það að hafa þolinmæði til að tína smælkið sýnir best ástandið í þjóðfélaginu. Menn verða aö nýta smælkiö til hins ýtrasta.” Þóroddur var með garð sinn í ein- um af kartöflugöröum Akureyrar- bæjar. „Eg hef verið fyrir sunnan og komst því ekki í garðinn fyrr en nú í vikunni,” sagöi jarðfræöingurinn Þóroddur Þóroddsson á Akureyri. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.