Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. 35 Peningamarkaður Sandkorn Sandkorn Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureiknlngar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65—74 ára geta losaö inn- stæöur meö 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaöa fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxt- um. Þriggja stjörnu reikningar eru meö hvert innlegg bundiö i tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. lnn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27%, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uöi án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyföri innstæöu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók meö sérvöxt- um, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxt- um og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæöu eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings reynist hún betri. Af hverri úttekt drag- ast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iönaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% árs- ávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. A hreyfðum innstæðum gíldir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánað verötryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikning- um reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábét ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankan- um, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mánaöa verð- tryggðs reiknings með 1% jafnvöxtum sé hún betri. Samanburöur er gerður mánaðar- lega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun ann- aðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaöa reikningum meö 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax , hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árs- fjórðung. Sparisjóöir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga meö 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32% með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá veröbréfasölum og í pósthúsum. Nýj- ustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. ) Við kaup á viðskiptavíxlum orj viðskiptaskulda- bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi. kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavik, Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en inn- leysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greið- ast með höfuöstól við innlausn. Meö vaxta- miöum, skirteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Meö hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03. 87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skirteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast viö inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá veröbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteigri- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12—18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóöi rikis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 677 þúsundum króna, 2—4 manna fjölskyldna 860 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.004 þúsundum, 7 manna og fleiri 1.160 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 320 þúsund krónur til einstaklings, annars 130—160 þúsund. 2—4 manna fjöl- skylda fær mest 400 þúsund tii fyrstu kaupa, annars 160—200 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær hámark 470 þúsundir til fyrstu kaupa, annars 190—235 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæöislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lifeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveöur sjóðfélögum lánsrétt, láns- upphæöir, vextir og lánstima. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150—700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. IAnin eru verðtryggö og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin vrrður þa hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur Uggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tím- ans 1.220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mán- uði. Þannig verður innstæðan í lok timans 1.232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eöa 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravisitala í október 1985 er 1.266 stig, en var 1.239 stig í september. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3.392 stig á grunni 100 frá 1975. Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verótryggð og óverðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. VEXTIR BANKA OG SPARISJÚÐA (%)_ _______________ 01,10.10 1985. INNLAN MEÐ SÉRKJÖRUM SjA SÉRHSTA S 5 II II 11 1 & !i A i II * s Sl 2 c II £ 3 II 1 & 11 ii INNLAN ÖVERÐTRYGGÐ sparisjOðsbækur Obundm nnsteöóa 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 SPARIREIKNINGAR 3fa mánaóa uppsogn 25,0 26.6 25,0 25,0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mánaóa uppsogn 31,0 33.4 30.0 28.0 28,0 30.0 29.0 31.0 2B.0 12 mánaóa uppsogn 32,0 34,6 32.0 31.0 32,0 SPARNAOUR LANSRETTUR Sparað 3 5 mánuði 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 Sparaó 6 mán og mera 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0 innlAnsskirteini Ti 6 mánaóa 28.0 30,0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareérangar 17.0 17.0 8,0 8.0 10,0 8,0 8.0 10.0 10.0 Hlauparedirangar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10,0 INNLAN VEROTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3fa mánaóa uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaóa uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLAN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikfadotaiar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Slerfcigspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur þysk mork 5.0 4,5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Oanskar krónur 10.0 9,5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 UTLÁN Overðtryggo AlMlNNin YlXLAB llorvextwl 30,0 30,0 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR Iforvextw1 32.5111 kge 32.5 kge 32.5 kge kge kge 32.5 ALMENN SXULOASRCE 32.0(2) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VHJSKIPTASKULDABRÉF 33,5 11 kge 33.5 kge 33.5 kge kge kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR Yhrdráttur 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULOABRÉF Að 2 112 án 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 tengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 UTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNAINNANLANOSSOlU 27.5 27.5 27.5 27.5 27,5 27.5 27.5 27.5 27.5 VEGNA UTFIUTNINGS SDR reéramynt 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 fnga Huld Hákonardóttir. Logná Stórhöfða Það er misjafnt hvernig umhverfi rithöfundar kjósa þegar þeir eru að koma hugverkum sinum á blað. Inga Huld Hákonardóttir eyddi nýliðnu sumri á Stór- höfða. Þar vann hán að bók, sem væntanlega kemur út nú fyrir jólin, um vel þekkt- an islending. Nú er Stórhöfði orð- lagður rokrass. Er sagt í spaugi að vindhraðinn þar sé gjarnan mældur með þvi að sleppa blaði út í vindinn og athuga hversu mörg sekúndubrot það sé að hverfa. En í sumar var veðrið þarna óvenjustillt og gott. Enda er rithöfundurinn ný- farinn þaðan með handrit sitt í farteskinu, heiit og óskert. En okkur dettur ekki í hug, að segja ykkur meira frá bókinni strax... Ragnhildur var stoppuð Bandaríkjamenn hleypa ekki hverjum sem er inn í landið. Á þvi hafa islenskir kommúnistar, grunaðir jafnt sem yfirlýstir, marg- oft fengið að kenna. Sjaldgæfara er að hægri sinnaðir séu stöðvaðir á Kennedy-flugvelli og athug- aðir sérstaklega. Það henti þó RagnhUdi Helgadóttur menntamálaráðherra ný- lega. Ragnhildur var að koma frá Islandi til að vera við- stödd afmælishátið American Scandinavian Foundation. Þegar að var gáð reyndist vegabréfsárit- un í passa ráðherrans út- runnin. Ekkert þýddi fyrir Ragnhildi að veifa rauða diploma tapassanum. Starfs- menn bandaríska útlend- ingaeftirlitsins voru nefni- lega ekkert á því að hleypa henni iun í landið. Eftir nokkurt þóf á flug- vcllinum kom bandarísknr embættismaður á vettvang. Bjargaði hann ráðherra várum úr klípunni. Skondin skammstöfun Skammstafanir á heitum félaga og samtaka ýmiss konar eru mikið notaðar í rituðu máli. Sumar hverjar geta komið býsna skemmti- lega út. Gott dæmi um þetta er nafn Samtaka kvenna i A.-Skaftafeiissýslu, sem skammstafað er SKASS. Geir Hallgrimsson. I stígvélum Geirs Það var engin lognmolia yfir fundi sjálfstæðismanna i Neskaupstað á fimmtu- dagskvöidið enda hressir menn innan um. Einn þeirra, Pétur Oskarsson, naut sin greini- lega vei og viidi helst ekki ijúka fundinum í bráð. Hann sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn væri orðinn að skrímsli og Þorsteinn Páls- son hefði verið valinn for- maður eingöngu af þvi að bann passaði vel í stigvél- in hans Geirs. Svo hjálpaði lika til að hann hefði að nokkru leyti sama málfar- ið. Sjálfstæðismenn í Nes- kaupstað voru ekki i miklu áiiti hjá ræðumanni. Hann sagði þá elta Alþýðubanda- lagiö í einu og öllu. Líkleg skýring á þvi væri sú að þeir hefðu alist upp við það að skríða lengur en aðrir. Dregur dilk á eftir sér Bæjarráð Selfoss opnaði heldur betur budduna á dögunum. Samþykkti það að verða við ósk tslensku hljómsveitarinnar og veita henni styrk að upphæð 300.000 krónur. Ekki eru allir jafnánægð- ir með þetta örlæti bæjar- ráðs. Telja menn að heldur hefði átt að styrkja ýmsa menningarstarfsemi á heimaslóðum sem hefur barist í bökkum fjárhags- Iega. Nú má líka búast við þvi að bæjarráð þurfi að opna ávisanaheftið fyrir fleirum en íslensku bljómsveitinni því auðvitaö bíða nú Lúðra- sveit Selfoss, Tónlistarskól- inn, kórar og fleiri með opna lófana. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir PíAv' ATHI ' Nðmskeiðin byrja í þessari viku bréf • ritgerðir • glósirr • skýrslnr • verslimarbréf Átt þú bágt með að skrifa cnsku? Það tekur enginn eftir villunum í talmálinu hjá þér en þegar þær eru komnar á prent verða þær alltof augljósar. Nú getur þú valið á milli þriggja námskeiða til þess að bæta þig í ritaðri ensku: • Skrifleg verslunarenska I (4-5 stig) þriðjud. 16.30-18.30 • Skrifleg verslunarenska II (6-7 stig) miðvikud. 16.30-18.30 • Almenn skrifleg enska (5-6 stig) fimmtud. 16.30-18.30 Hvert námskeið stendur yfir í 10 vikur. Kennt verður einu sinni í viku tvo klukkutíma í senn. Ef þér finnst þú ekki skrifa ensku eins vel og þú talar hana - hringdu í okkur. Upplýsingar og innritun I slma 10004 21655 MÁLASKÓLINN Ananaustum 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.