Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 22
*>•? DV. MANUDAGUR 7. OKT0BER1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir — a réttri leid, sigruðu KRr 26-24, á laugardag og hafa unnið tvo síðustu leiki sína í 1. deild. Jens varði f iögur víti Nýliðar Fram unnu sinn annan leik í röð í 1. deild handboltans og virðast nú vera að koma til eftir slaka byrjun. Liðið var mun betri aðilinn í leik þess viö KR þrátt fyrir að úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin. Lokatölurnar 26—24 og Fram hafði einnig tveimur mörkum betur í hiéi, 14—14. Agnar Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Fram og eftir það hafði Álftamýrarliðið yfirleitt vinning- inn í markaskoruninni. Aðeins einu sinni voru tölur jafnar og það var í stöðunni 6—6. Bæði liðin virtist skorta aga á lokamínútum leiksins. Mikið var um vitleysur hjá báðum liðum en Framliöiö náði að halda haus. Andrés Kristjánsson var besti leik- maður Fram. Þjálfari þeirra og mark- vörður, Jens Einarsson, brást að venju ekki í vítaköstunum sem virðast vera hans sérsvið. 1 þetta sinn varði hann fjögur vítaköst úr fimm tilraunum sem er 80% árangur. Fyrir leikinn tilkynnti einn leikmaður vesturbæjarliðsins Hauki þjálfara að hann vildi ekki taka víti gegn Jens og auðséö var aö leik- menn höfðu litla trú á sér í vítaköstun- um gegn honum. KR-liöið virtist skorta nokkra ógnun í sóknarleik sinn og varð það liðinu að falli. Jóhannes Stefánsson og Olafur Lárusson áttu ágætis leik. Mörk Fram: Andrés 6, Egill Steinþórsson 6/3, Itermann Bjömsson 5, Agnar Sigurösson, Dagur Jónasson og Tryggvi Tryggvason 3. Mörk KK: Jóhannes 6/1, Ólafur 5, Haukur Geirmundsson og Páll Olafsson, 3, Haukur Ott., Bjarni Ólafsson, Friftrik Þorbjörasson, Björa Pétursson og Ragnar Hermannsson 1. -fros. Hilmar Sigurgíslason átti mjög góðan leik með Víkingi gegn FH á laugardaginn. Hér sést hann skora eitt af sex mörkum sinum i leiknum. DV-mynd S „Fannst við ráða gangi leiksins” — sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, eftir að liðið hafði lagt íslandsmeistara FH að velli, 26-23 „Mér fannst viö ráða gangi leiksins allan tímann og þetta var léttur sigur. Við erum að mestu með nýtt lið og þessi góða byrjun hefur því komið okk- ur mjög á óvart,” sagði Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, eftir að lið hans haföi unnið sigur á FH í 1. deild handboltans á laugardaginn. Með sigr- inum hafa Vikingar nú fuilt hús stiga eftir fimm leiki. Fjögur fyrstu mörk leiksins komu frá Víkingum en FH-ingar náðu aö saxa á forskotið. Víkingarnir höföu þó þremur mörkum betur í hálfleik, 13— 10. Seinni hálfleikurinn var að miklu leyti endurtekning á þeim fyrri. Vík- ingar léku oft stórskemmtilegan harid- knattleik og mörg mörk þeirra komu eftir vel útfæröar sóknarfléttur. Það er þó ekki hægt að renna augunum frá því aö liðinu skortir stórskyttur. Það var gífurlegt áfall fyrir liðið aö missa helstu skyttur sínar, Viggó Sigurðsson og Þorberg Aðalsteinsson, en það virð- ist þó ekki bitna á spili þeirra sem er jafnvel enn meira fyrir augað en áöur. Hilmar Sigurgíslason, Guðmundur Guðmundsson og Steinar Birgisson léku allir stórvel. Kristján Sigmunds- son brást að venju ekki í markinu þrátt fyrir að hann hafi oft leikiö betur. Eins og Víkingar þá hafa FH-ingar þurft að þola miklar mannabreyting- ar. Nokkuð vantar á að fullkomið jafn- vægi náist í sóknarleiknum og þá var þaö skarð fyrir skildi að Guöjón Árna- son gat ekki Ieikiö með liðinu. Annars var liðiö mjög jafnt. Þorgils Ottar var mjög hreyfanlegur og þá átti Guö- mundur Magnússon, þjálfari liðsins, ágætis kafla auk þess sem Öskar Ár- mannsson var hættulegur. Það er mín trú að sé dómgæslan góð þá fari mjög lítiö fyrir dómurum. Þaö fór hins vegar mjög mikið fyrir þeim Rögnvaldi Erlingssyni og Gunnari Kjartanssyni í þessum leik. Sá fyrr- nefndi flutti hvert sólóið á fætur öðru á flautuna sína og oftar en ekki hefði það mátt kyrrt liggja. Báðir eru allt of góð- ir dómarar til að falla í þá gryfju að vera of smámunasamir. Einnig voru brottrekstrar þeira margir í seinni hálfleiknum fyrir lítil eða engin brot. Hvorugt liðið hagnaðist á dómgæslunni en leikurinn beið tjón af. Mörk Víkings: Hilmar 6, Karl Þrá- insson og Steinar 5, Guðmundur G.,4, Páll Björgvinsson 3, Sigurður Ragn- arsson, Bjarki Sigurðsson og Guð- mundur Albertsson 1. Mörk FH: Oskar 7/1, Þorgils Ottar 5, Jón Erling Ragnarsson 3, Guömundur, Guðjón Guðmundsson og Valgarður 2, Stefán Kristjánsson, Héðinn Gilsson og Finnur Árnasonl. -fros og Valsstúlkurnar tryggðu sér sæti í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik Valsstúlkurnar náðu að tryggja sér sæti í 2. umferð Evrópukeppni bikar- hafa er þær gerðu jafntefli við belgíska liðið Tongeren um helgina, 18—18. í heild náði Valsliðið ekki aö sýna jafn- góðan leik og í fyrri viðureign liðanna, sem fram fór úti í Belgíu, en sæti þeirra í 2. umferð var þó aldrei í hættu. Áhorfendur á leiknum voru f jölmargir enda var miðaverði mjög stillt í hóf. Valsstúlkurnar höfðu yfir í hálfleik, 10—9, og í seinni hálfleiknum var jafnt á flestum tölum. Valsstúlkurnar náðu oft að sýna ágætis sóknarleik en þess á milli datt spil þeirra niður. Varnarleik- ur þeirra var lengst af mjög góður. Það er engin spurning að Valur getur enn betur en á laugardaginn en tak- markinu náði liðið, sæti í 2. umferð. Kristín Arnþórsdóttir átti mjög góð- an leik í fyrri hálfleiknum og þá kom Guðrún Kristjánsdóttir á óvart með snjöllum leik í þeim seinni. Belgíska liðið virkaði nokkuð þungt en leikmenn liðsins eru líkamlega sterkir. Liðið fór illa meö góö mark- tækifæri í seinni hálfleiknum, vítaköst og hraðaupphlaup fóru í súginn á tíma- bili. Hornamaður þeirra, Huigerechts, átti mjög góöan leik. Mörk Vals. Erna Lúðvíksdóttir 7/5, Soffía Hreinsdóttir og Kristín Arnþórs- dóttir 4, Guðrún Kristjánsdóttir 2, Magnea Friöriksdóttir 1. -fros Andrés Kristjánsson, Fram, og Jóhannes Stefánsson, KR, eiga hér í bar- áttu um knöttinn í leik liðanna á laugardaginn. DV-mynd S. Kristin Arnþórsdóttir sést hér skora eitt af mörkum sinum fyrir Val í Evrópuleik liðsins við Tongeren. DV-mynd S. iensog félagar Jafnt gegn Toneeren

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.