Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR7. OKTOBER1985. 13 Orðin tóm duga ekki I tilefni af umferðarviku í Reykjavík 1 dagblöðunum sl. föstudag er fjallað um fyrirhugaða umferðar- viku í Reykjavík. Þar er markmið hennar skilgreint svo að borgarbúar sameinist um bætta umferðar- menningu og fækkun slysa. I um- ferðarvikunni verður meöal annars lögð áhersla á umferðaröryggi barna með virkri þátttöku þeirra og stefnt að slysalausum degi föstudaginn 11. október. I Morgunblaðinu birtist jafnframt stór mynd af hópi unglinga ásamt borgarstjórn í sal borgarstjórnar. Vissulega fögur fyrirheit. En skyldi hugur fylgja máli hjá um- ferðaryfirvöldum. Mín reynsla er svolítið önnur. Kannski er ég svo ólánsöm aö búa ekki í þeim hluta vesturbæjar þar sem hraðinn hefur verið lækkaöur niður í 30 km á klukkustund, eða við Þórsgötuna, sem búið er aö gera að vistgötu, eða uppi í lokuðu hverfunum í Breiðholti þar sem börn og umferð eru rækilega aðskilin. Hraðbraut í gegnum íbúðahverfi Eg bý nefnilega við Sogaveginn í Reykjavík — þá götu sem mestur umferðarhraði hefur mælst á að und- anförnu — götuna þar sem engar upphækkanir eru til að tefja för og engin umferðarljós. Það er varla að hægt sé að tala um gatnamót. Gatan liggur vel viö allri umferð ofan úr Breiöholti og niöur í bæ, og er freist- andi að gefa í á þessum spotta. Það virðist bara gleymast aö við götuna búa börn. Börnin, sem búa við Soga- veginn og þar í grennd, vita hversu hættuleg gatan er. Þau hætta sér yfirleitt ekki nærri götunni, en þó verður ekki hjá því komist hjá þeim að fara yfir á leið í skólann. Skólinn heitir Breiðageröisskóli, og þau þurfa ekki aðeins aö fara yfir Soga- veginn heldur einnig Réttarholtsveg- inn, sem er ein aðalumferðargatan úr Fossvogshverfinu. Það er ekki eins og þetta vandamál hverfisins sé að uppgötvast í dag. Hægt væri að skrifa heila bók um samskipti íbúa hverfisins og for- eldrafélags Breiöagerðisskóla við borgaryfirvöld. Otaldar eru ferðirnar til borgarstjóra, eða sím- tölin við framkvæmdastjóra um- ferðarnefndar og undirskriftasöfn- unum hefur líka verið beitt. Borgar- ráði hefur ítrekað verið skrifað vegna málsins og hringt í borgarfull- trúa. Allir þeir sem talað hefur verið við hafa verið mjög skilningsríkir. Það verður eitthvaö að gera í málinu. En lengra hafa framkvæmdir vart náö, ef frá er talin þrenging götunnar viö Garðsapótek og gerð gangbrautar þar yfir. Talað hefur verið um lokun götunnar í annan endann. Talað hefur verið um upphækkanir á götunni, og málið er í sífelldri at- hugun og rannsókn. Hvað verið er að athuga er mér hulin ráðgáta. Hver sem hefur minnsta áhuga á málinu þarf ekki nema aö staldra við inni á Kjallarinn „Gatan liggur vel við allri umferfl ofan úr Breiðholti og niflur í bæ, og er freistandi afl gefa i é þessum spotta." Sogavegi til að sjá að hér þarf rót- tækar aðgerðir. Heyrst hefur aö SVR sé illa við upphækkanir á götum, þaö skemmi vagnana. Ekki hefur veriö sýnt fram á neinar rannsóknir sem leiða í ljós skemmdir á vögnum vegna upphækkana. Enda hljóta þá skemmdirnar að veröa vegna þess að strætisvagnarnir aka of hratt. Eg hefði vart sest niður aö skrifa þennan pistil ef lítil vinkona dóttur minnar hefði ekki oröið fyrir bíl fyrir framan húsiö hjá mér á þriðjudaginn. Þær stöllurnar voru að koma heim af bókasafninu um kvöldmatarleytið og biðu færis aö komast yfir götuna. Að- stæður eru iðulega þannig að stórum bíium er lagt sunnanmegin götunnar LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR ASÍ. og þannig var i þetta sinn og sáu þær ekki til umferðarinnar fyrr en þær voru sjálfar komnar töluvert langt út á götuna. En þá var orðið of seint fyr- ir telpuna að foröa sér. Hún skall á bíl, sem kom eftir götunni, og lenti í götunni. Hún fékk kúlu á höfuðið, og marðist á fæti, hún fór að hágráta, settist á götukantinn og skalf. Fólk dreif að og var brugöið á það ráð að fara með stúlkuna á slysadeild, sem vill til að er aðeins örskammt frá, til að athuga frekari meiðsl. Þau voru sem betur fer ekki alvarleg — kúla og mar. Hvorki var kallað á lögreglu né sjúkralið, þar sem e.t.v. var frekar veriö aö huga að velferð barnsins en ströngum formkröfum kerfisins. Þegar síöan var haft samband við lögregluna var okkur tjáö að þar sem hún hefði ekki verið kölluð á slysstað strax í upphafi tæki því ekki fyrir hana að vera að skrá þetta hjá sér. Sem sagt, slysið var ómark. Hvað endist vika af áróðri börnum lengi? Það er vonandi að umferðarvika Reykvíkinga verði sem árangurs- ríkust og hægt verði að hafa föstu- daginn 11. október slysalausan. Ég skal biöja börnin mín að fara sér- staklega gætilega í umferöinni þann dag. En umferðin samanstendur ekki bara af börnum, þótt það séu þau sem oftast verða fyrir bílunum, einhverjir aka bílunum og hver er ábyrgðþeirra? Það er einlæg ósk min að um- ferðaryfirvöld breyti nú orðum í at- hafnir og hefjist handa um fyrir- byggjandi ráðstafanir. Ég á ekki von á að ein vika af áróðri endist bömun- um við Sogaveginn lengi. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ. „Frúarbill er vist ekki ný tegund af bil . . eru henta frekar konum en öðrum mönnum. Það var þá rétt hjá mér eftir allt saman; ég er hætt að fylgj- ast með... Ég ákvað með sjálfri mér að nú yrði breyting á eftirtektar- leysi mínu og hófst þegar handa við að gera róttækar ráðstafanir þess efnis. Sitja við prjónaskap — ekki undir stýri Strax daginn eftir setti ég upp frjálslyndan, félagsfræðilegan svip og lagði einbeitt af stað í könnunar- leiðangur í þeim tilgangi að athuga almenn viðhorf fólks til aksturshæfi- leika kvenna. Eins og sannur félags- fræðingur gætti ég þess vandlega aö vera hlutlaus og við öll hugsanleg tækifæri hóf ég umræðu á hinu við- kvæma máli. Niðurstaðan af þessari dulbúnu skoðanakönnun minni voru vægast sagt ákaflega niðurdrepandi fyrirkvenþjóðina. Flestir virðast vera á þeirri skoðun að konum fari betur að sitja við prjónaskap en undir stýri. Þær séu stórhættulegar í umferöinni og hverjum manni, sem þykir vænt um bílinn sinn, væri hollast að hafa kon- una í farþegasætinu, reyrða niður með öryggisbelti. Best væri auðvitað aö binda fyrir munninn á henni líka þar sem konur taki oft óbeðnar aö sér hlutverk co-ara. Karlmenn með krampaflog í bensínfætinum Oftar en ég get hent reiður á hafa karlkyns bílstjórar urrað af vonsku yfir konum í umferðinni. Jafnan eru þeir æfir yfir því einu aö viökomandi kona ekur á löglegum hraða meðan þeir sjálfir eru með krampaflog í bensínfætinum — iöandi í skinninu af ákafa aö komast hraðar. Þá er böl- sótast út í kvenfólkið; það kann ekk- ert að keyra og er gjörsamlega óhæft í umferðinni. Þrátt fyrir þessi neikvæðu viðhorf karlmanna til kvenna og bíla þá er alveg ómissandi að hafa fáklæddar, íturvaxnar dömur klofvega uppi á húddinu í bílaauglýsingum. Hvernig sem á því stendur þá telja karlar það eina stað bílsins sem hæfi konum. Eflaust er eitthvað til í því að konur séu ekki eins færir bílstjórar og karlmenn og fyrir því hljóta líka aö vera rökréttar ástæður. Trúlegasta orsökin fyrir því er sjálf- sagt reynsluleysi þeirra. I dag er það enn algengast að karlmaðurinn sé fyrirvinnan og þarf hann því meira á bílnum að halda en húsmóðirin. Á frídögum, þegar fjölskyldan fer í „sunnudagsbíltúrinn”, er það nær undantekningarlaust maðurinn sem er við stjórnvölinn, konán er í far- þegasætinu og börnin kjamsandi á bráönuðum ís í aftursætinu. Það er því ekki undarlegt að kona, sem grípur aðeins örsjaldan í stýri, sé svolítið óörugg í umferðinni. Flestir karlmenn hafa haft þó nokkra reynslu af vélknúnum ökutækjum, jafnvel áður en þeir taka sjálft bílprófið. Það er opinbert leyndarmál að drengir eru varla orðnir lausir við bleiuna áður en þeir trylla á traktorum út um allar sveitir. Þiö skuluð því ekki undrast það að konur séu ekki tryllandi um götur bæjarins eins og þaulæfðar kappaksturshetjur. . . Hrund Hauksdóttir. Frúarbfll Eldhús á hjólum? „Frúarbíll, já,” tautaði ég og gerði nokkrar tilraunir enn til þess að sjá þetta farartæki fyrir mér. Að lokum var ég orðin sannfærö um að þetta hlyti að vera nokkurs konar eldhús á hjólum. Það væri örugglega eldavél í honum, hrærivél, örbylgjuofn og allar græjur. Auðvitað! Mikill endemis grasasni gat ég verið að sjá þetta ekki fyrr. Án efa væri þar líka saumavél! Ég var orðin nokkuð ánægö með skarpskyggni mína þegar mér varð allt í einu ljóst að það gæti ekki þjónaö nokkrum tilgangi aö vera með eldhús í heilu lagi inni í bíl. Hver ands. . . var þetta þá? Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég mundi skyndilega eftir því að við vinkonurnar eigum pantaða utanlandsferð, svokallaöan flug og bíl pakka. En samkvæmt þessari nýju uppgötvun minni var ég viss um að sá pakki væri eingöngu fyrir karlmenn því hvergi er minnst á frúarbíla í auglýsingunum. Ég stökk í símann og hringdi grátklökk í vinkonu mína. Eftir að hafa útskýrt málavöxtu fyrir henni og beðið dá- góða stund eftir að hún næði and- anum fyrir hlátri fékk ég loks út- skýringu á málinu. Frúarbíll er víst ekki ný tegund af bíl heldur einfald- lega nýyrði yfir litla bíla sem taldir Mig rak í rogastans er ég kom auga á þessa smáauglýsingu í einu dagblaðanna fyrir stuttu. I þeirri góðu trú að sjóninni væri farið að hraka færði ég blaðiö alveg upp að andlitinu, pírði augun og stautaði mig áfram af stakri einbeitni. Jú, það var ekki um að villast! Það var FRUARbíll til sölu. Ötal spurningar æddu á ljóshraða um huga minn — er ég hætt að fylgjast með? Kominn á markaðinn sérhannaöur bíll fyrir konur! Hverrar þjóðar ætli hann sé? Hvernig í ósköpunum lítur hann út? Ég setti hugmyndaflugið í hæsta gír en gat ekki með nokkru móti séð þetta fyrir mér. Sem snöggvast flaug mér í hug að hringja í vinkonu mína í upplýsingaleit en hvarf frá því þegar mér varö ljóst að slíkt væri alger opinberum á fáfræði minni. Ég varð aö komast að þessum leyndardómi upp á eigin spýtur. HRUND HAUKSDÓTTIR NÁMSMAÐUR „Þrátt fyrir þessi neikvæðu við- ^ horf karlmanna til kvenna og bíla þá er alveg ómissandi að hafa fáklædd- ar, íturvaxnar dömur klofvega uppi á húddinu í bílaauglýsingum.” Kjallarinn til sölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.